Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 4
4 fPnttttm Miövikudagur 6. apríl 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 191 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn dg auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Utanríkisviðskipti íslendinga í tengslum við þá stöðu, sem upp er komin um samskipti íslands og Evrópusambandsins í kjölfar samninga Efta-ríkja um aðild að sambandinu, hafa umræður um aðild að Nafta skotið upp kollinum. íslensk utanríkisviðskipti hvíla á þremur megin- stoðum. Það er Evrópumarkaðurinn, Bandaríkjá- markaður og viðskipti við Japan. Til þessara þriggja markaðssvæða fóru árið 1993, 94,1% af út- flutningi okkar. Þar af fóru 68,9% til Efta- og ES- ríkjanna, 15,9% til Bandaríkjanna og 9,3% til Jap- ans. Af þessum tölum sést að aðild að Nafta nægir okkur engan veginn ein til þess að tryggja fyllstu hagkvæmni í utanríkisviðskiptum. Það verður að vinda bráðan bug ab því að koma okkar málum gagnvart Evrópusambandinu í farveg, í samræmi við þær samþykktir um tvíhliða viðræður sem fyr- ir liggja þar um. Hins vegar er full ástæða til að meta stöðuna gagnvart markaði í Norður-Amer- íku. Þar kemur til greina fríverslunarsamningur við Bandaríkin eða að leitað sé eftir slíkum samn- ingi við Nafta. Ljóst er að hagsmunirnir eru mest- ir á Bandaríkjamarkaði, en furðu lítið hefur verið um viðskipti við Kanada, þótt í því landi eigum við ef til vill meiri tengsl en í nokkru öðru og þar séu fleiri af íslensku bergi brotnir en í nokkru öðru ríki. Fótfesta í viðskiptum með fríverslunarsamning- um ættu að gera Island aðgengilegri kost fyrir er- lenda fjárfestingu heldur en landið hefur verið. Að slíku máli verður að huga. Ein ástæðan fyrir því að atvinnuástand slaknar stöðugt hérlendis er sú ab fjárfestingar eru í lágmarki. Skuldastaða þjóbar- innar út á við þrengir möguleikana til lántöku er- lendis. Þess vegna verður að huga að því hvernig hægt er að laða erlent áhættufjármagn að landinu. Það er staöreynd að fjármagn flæðir yfir landa- mæri og milli heimsálfa, og hin einstöku ríki leggja á það mikla áherslu að laða að sér fjármagn og þau umsvif sem því fylgja. Vib íslendingar verð- um að metá stöðu okkar í þeim slag ekki síður en á öðrum sviöum. Þriðja markabssvæði okkar íslendinga er Japan, og ýmsir líta nú með vaxandi áhuga til Kína þar sem hagvöxtur er mikill um þessar mundir. Fréttir berast af því að utanríkisráðherra hafi í heimsókn sinni í Kína tilkynnt um áform um að opna þar sendiráð. Þessi ákvörðun kemur á óvart, þar sem um árabil hefur verið rætt um möguleika á sendi- ráði í Japan, en ekki verið ráðist í það, og aðeins rætt um sendifulltrúa í Kína. Tímanum er ekki kunnugt um hvað liggur ab baki yfirlýsingum ut- anríkisráðherra, en tekur undir þá stefnu að ís- lendingar verði að styrkja sig í samskiptum við As- íulöndin. Hins vegar veldur það áhyggjum hvað abgerðir íslendinga í utanríkismálum virbast tilviljana- kenndar um þessar mundir og einkennast af slöku samráði stjórnarflokkanna. Ef íslensk stjórnvöld vilja láta taka mark á sér á alþjóðavettvangi, meg- um við síst vib fálmkenndum aðgerðum og yfirlýs- ingum varðandi utanríkismál. Forza Reykjavík! Forza Italia er nafn á stjómmála- afli sem átt hefur velgengni aö fagna á Ítalíu upp á síökastiö. Þetta stjómmálaafl er hinn hægri- sinnaöi flokkur fjölmiölakóngs- ins Silvios Berlusconi, sem vann mikinn sigur í þingkosningunum á Italíu á dögunum. Óvíst er þó hvort sá sigur muni duga honum til aö komast til valda, því óein- ing er uppi milli flokkanna sem vom meö honum í kosninga- bandalagi. Svokallaö Noröur- bandalag hefur alfarið hafnab því aö vinna meö nýfasistum, þó svo aö Forza Italia hafi ekkert á móti þvi. Hér heima á íslandi hafa menn fylgst meö velgengni fjölmiöla- kóngsins og fundist talsvert til hennar koma, þó einstaka gagn- rýnisraddir hafi heyrst um að fjöl- skyldupólitík fjölmiölakóngsins beri nokkum keim af fjölskyldu- pólitík mafíunnar. Misjafnlega hrifnæmir En eins og svo oft er það þó vel- gengnin sem mestu skiptir, og Berlusconi hefur notið velgengni fram til þessa. Hér heima á Islandi hafa menn veriö misjafnlega hrif- næmir fyrir Forza Italia, en þó sker einri flokkur sig úr hvaö þetta varöar. Þetta er Sjálfstæðis- flokkurinn, sem á síöustu vikum hefur sérhæft sig í því að líkja eft- ir öllum þeim stjómmálaöflum sem gengiö hefur vel. Eins og landsmenn rekur eflaust minni til, fómuöu sjálfstæðis- menn flestum borgarfulltrúum sínum í von um að fá betri við- tökur hjá kjósendum. Þeir fóm- uöu stefnumálum sínum til margra ára og em nú búnir að koma sér upp eftirlíkingu af helstu stefnumálum R-listans. Þeir hafa gengið svo langt að af- GARRI neita sínum helstu afreksverkum á kjörtímabilinu, s.s. í málefnum Fæðingarheimilisins og SVR, í von um aö þeir geti orðið vinsæl- ir eins og R-listinn. Síöast en ekki síst fórnuöu þeir borgarstjóra sín- um til að rýma til fyrir „mýkri" manni, til þess aö líkja eftir R-list- anum sem er svo vinsæll með sína manneskjulegu ásýnd. Allt fengiö aö láni Garri hefur ábur bent á þaö varö- andi D-listann, hversu varasamt þaö getur verið aö velja sér hraö- soðna eftirlíkingu þegar frum- myndin stendur mönnum til boða. Enn á ný kemur fram þessi tilhneiging Sjáifstæöisflokksins til aö líkja eftir þeim sem vel gengur. Það er bókstaflega ekkert ekta viö frambob D-listans, allt e'r fengiö aö láni og með öllum tiltækum ráðum reynt að líkja eftir þeim sem sjálfstæðismenn telja að hafi tekist að vinna hylli kjósenda. Ekki einu sinni slagorö Sjálfstæb- isflokksins í þessari kosningabar- áttu er þeirra eigiö. Borgarstjórinn nýi sendi út bækling rétt fyrir páska til að kynna nýja D-listann og sanna að þar væri nú sama og ekkert eftir af gamla borgarfull- trúadótinu, sem stjórnaö hefur borginni á kjörtímabilinu. Og nýja slagoröiö, sem kynnt var, hljómar sjálfsagt kunnuglega fyrir þá sem kunna ítölsku. „Áfram Reykjavík" er hiö frumlega slag- orö, en á ítölsku hljómar þaö „Forza Reykjavík". „Áfram Ítalía" er stjómmálaafl sem gekk vel í kosningum á Ítalíu. Samkvæmt eftirhermuhugmyndum og barnslegum þjóðlífsskilningi reykviskra sjálfstæðismanna er um ab gera aö gá hvort „Áfram Rekjavík" muni þá ekki virka meö sama hætti! Fólk án frumleika getur oröiö ab ágætis embættismönnum, þar sem rútínan og endurtekningin skapar festu. En fólk án ffumleika getur aldrei tekib af skarið og bú- iö til betra ástand úr þeirri lá- deyðu sem ríkir í Reykjavík í dag. Bergmálið getur nefnilega aldrei komið í staö söngvarans. Gani Björk er Björk Gfrls ín the Band jjýiiORC cr ACp^fsmi curr* R*, w;aííast / Wouscs* smgst and a\her Imlíttanal 8 trappíngs öjf í<aj«a.U? jKtp staní. Womön »re ?he new, bráwny-fotvc in pop, leadtng Úie group»maklng the Uwgjhcst, mo$t, Umo- vathtf soundte, A sjnnpler Me*Shzll n&mnOoetto U2 PhMfí Thc OiicúgOím ts (li<* currcnf darling of tit<? nlU',mMh r pnp stcnc. í-.>f hrr iuncs thúi) for her rcírcfhingiy mgty taui aZ&nwívc shihidc i<nvnrd mcn and romoo«*, THE CRANBEPBieS Brasli stnd hnpoUive lcíid si«gi!f Dc.brcs O'JdotTÍári pmvídcs ihomébdic híio ihaí drívcs ths? Jíard-etliiwl-hof ! rnichv -Jovc' ssmg* <:•}' this popoisir lrí«h gr<:«»{i, íkríii hliti., ;í h-d'-iím, n mhilscr sísu.í » hass pbyot-"who conld bc CtKilór? I ivr imrd-edged í íxoK c.Ivmí! r.n'c, geníiðr íitid Jm*e coiiccaí m <>k» heart. fyrttöíoxrtfí dw oifm ÍCtíJinid'bom !»ag- orT strpng suíg h»t thr? terhno is nd fonk bssckíng \m JoflyTn-gmwhxsg voíco hstvc Oi.:.'dchcTá<Smu-c-ci>;i>f.ív>-. Konur eru skapandi afl í poppheim- inum og hafa tekiö þar frumkvæð- ið, segir í síöasta tölublaði Newswe- ek. Því til staðfestingar eru birtar myndir og örstuttar umsagnir um fjórar konur sem skara fram úr að frumleika í æðislegri veröld popps- ins. Meðal þeirra er Björk. Þaö er freistandi að velta því fyrir sér hvaö gerir Björk svona sérstæöa í hörðum samkeppnisheimi og í hverju frami hennar er fólginn. í sjónvarpsviötali, sem Steinunn Sig- urðardóttir átti viö tónlistarkonuna og sent var út s.l. laugardag, situr helst eftir í manni hve sjálfstæð Björk er. Hún þorir að vera hún sjálf og fara sínar eigin leiöir, mynda sér eigin skoðanir og tjá þær á sinn bama- lega og einlæga hátt. Þegar betur er aö gáð, em svör Bjarkar við spurn- ingum heimsins gáfulegri og betur ígmnduð en flestra þeirra sem ein- lægt em ab viðra álit sitt á öllum fjandanum, sem manni kemur ekki við, meb hraðmæltri skrúömælgi. Björk Guðmundsdóttir ögrar ekki meö dólgslegri framkomu og ljót- um munnsöfnuði, eins og margir popparar telja sér skylt og raunar takmark. Þaö er í hæsta lagi að hún vekur áreiti hjá penpíum með því aö ganga meö bam á öðmm stöð- um en fólk á ab venjast að konur í því standi troöi upp og klæða sig aö eigin smekk, en ékki samkvæmt forskrift hátískufólks eöa bamings- manna gítara. Veraldargengi Bjarkar byggist á sjálfstæði hennar. Hún er öðm vísi vegna þess að hún þorir aö nota góðar gáfur sinar til aö hugsa, skapa og starfa eftir sínu höfði en ekki annarra. Á víbavangi Þeir eiginleikar em miklu fágætari en ætla mætti í fljótu bragöi. Múg- mennskan reynir að steypa alla í sama mót og em fjölmiðlunin og skemmtanaiðnaðurinn engin und- antekning frá þvi. Misjafnlega hárprúbir popparar em búnir að lemja sama taktinn og iðka sömu fettur og brettur í sömu ljósadýrðinni í 20 ár. Þar hermir hver eftir öömm og allt er það fyrir löngu staðnab og gengið sér til húð- ar. En þab em áheyrendumir líka, svo að þama leiöir haltur blindan. Þá em það konumar sem skapa nýjan hljóm, hversu langlífur sem hann kann að verða, og er Björk á meðal þeirra. Peningar em frelsi, sagöi Björk í umræddu viðtali og átti þar við fjár- hagslegt sjálfstæði, og stendur þar skör framar í skilgTeiningu á mikil- vægi peninganna en herskarar hag- fróbra og launþegaforkólfa. Kvennabaráttan hefur staðið í 100 ár og er enn á byrjunarreit eldhús- verkanna. Tæknin er yndisleg og gerir lífib fallegra og betra, ef við læmm að umgangast hana. Nútím- inn er bestur allra tíma, ef við hætt- um ab bölsótast út í hann og gríp- um góbu tækifærin. Heimssýn Bjarkar er jákvæð og eins og annað í fari hennar er hún sjálfstæð. Hún er ekki bundin skoð- unum eða kennikerfum annana og það gæðir hana þeim sjaldgæfa eig- inleika að vera frjáls. Björk er ekki landkynning eins og múgskoðunin vill hafa hana, og setur enda ísland í sjöunda sætið í forgangsröð áhugamála sinna, ef rétt er munab úr samtalsþættinum við hana. Satt best að segja hefur undirritað- ur lítinn áhuga eða skilning á popp- heiminum og kann lítt að meta framlag einstaklinga til þeirrar heimsmyndar og alls þess auglýs- ingaskmms sem henni þjónar. En frumleg hugsun Bjarkar og sú óháða lífssýn, sem hún býr yfir, ger- ir hana sérstæða og áhugaveröa í staðlabri veröld. Vonandi verður hún þab um ókomna tíð og fer sínar eigin leiðir og verður aldrei gangandi eða syngjandi auglýsing fyrir feröa- mannaútveg eða eitthvab álíka. Björk er Björk og þab á hún að fá að vera, svo bamalega sem það kann að hljóma. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.