Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 6. april 1994 yim’tww 9 Palestínskir útlagar til stjórnunarstarfa á Caza: Arafat flyst til Jeríkó í maí Túnis, Reuter Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), hyggst snúa aftur til Jeríkó í maí, svo fremi sem samningum um sjálfsstjórn Palestínumanna á Gazasvæðinu Ijúki samkvæmt áætlun. Þetta er haft eftir hátt- settum embættismönnum PLO, sem sögbu Arafat hafa skýrt þeim frá þessari ákvörðun sinni á fundi þeirra síðastliðið sunnu- dagskvöld í höfuðstöðvum PLO í Túnis. ísraelsmenn og PLO eru að ganga frá framkvæmdahlið samningsins, sem undirritaður var í Washington í september síöastlibnum og kvebur á um sjálfsstjóm Palestínumanna á Gazasvæðinu og brottflutning ísraelskra hermanna þaðan fyrir 13. apríl. Arafat var kosinn leið- togi sjálfsstjómarinnar á Gaza- svæðinu í fyrra. Hátt í fimmtíu Palestínumenn, sem ísraelar höfðu hrakið til Líbanon, snúa aftur til Gaza nú í vikunni til að standa vörö um sjálfsstjómina og styrkja ítök PLO á ísraelsku hemámssvæð- unum, en úr þeim hefur dregið að undanfömu. Utanríkisrábherra Rússlands kemur til Brussel 21. apríl: Rússar ætla ab undirrita samkomulag vib NATO um Félagsskap um frib Lœknar án landamœra skora á Sameinuöu þjóöirnar aö koma músl- ímum til hjálpar: Bosníuserbar komnir í gegnum varnir múslíma vib borgina Gorazde Moskva, Reuter Rússar ætla að gerast aðilar að Félagsskap um frið, samstarfs- áætlun sem Atlantshafsbanda- lagiö hefur boðib ríkjum Mið- og Austur-Evrópu ab vera þátt- takendur í. Vitaly Churkin, aðstoðaratan- ríkisráðherra Rússlands, sagbi í gær ab búist væri vib því að Andrei Kozyrev, utanríkisráð- herra landsins, færi til Brassel þann 21. apríl til að undirrita samkomulagið. Nú þegar hafa flest Austur-Evr- ópuríkin undirritað samkomu- lagið, þar á meöal þrjú af fyrr- verandi lýðveldum Sovétríkj- anna. Rússar tilkynntu um miðjan mars að þau ætluðu að óska eft- ir aðild að Félagsskapnum, en í síðustu viku kom náinn aðstoð- armaður Jeltsíns Rússlandsfor- seta mönnum í opna skjöldu með því aö lýsa því yfir að Rúss- ar gætu ekki tekið afstöðu í mál- inu fyrr en aö hálfu ári liðnu. Kozyrev hefur neitað að um nokkra seinkun verði aö ræba, en hefur ekki gefib neina hald- bæra skýringu á yfirlýsingu að- stoðarmanns forsetans. Rússneskir þjóðernissinnar og einhverjir miðjumenn hafa for- dæmt samkomulagið og segja þab gildra fyrir Rússa. Þeir segja að samkomulagið komi til með að virka eins og spennitreyja og það taki ekki tillit til þess aö Rússland sé stórveldi. Vinningstölur laugardaginn rs)í2) 2. apríl 1994 Í5)i®r 1 ^^2} (V) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA l 1. 5af5 . 0 2.175.215 2. 4*6« ff 4 94.569 3. 4af5 88 7.415 4. 3af5 3.261 466 Heildarvinningsupphæö þessa viku: 4.725.637 kr. ÉStl 1 upplýsingar:Símsvari91 -681511 lukkulína991002 Pan's, Reuter Hjálparsamtökin Læknar án landamæra greindu frá því í gær að herlið Bosníuserba hefði brotist í gegnum varnir múslíma við borgina Gorazde í Bosníu. Bosníuserbar era í aðeins þriggja kílómetra fjar- lægð frá borginni. Þrír létust og 13 slösuðust alvar- lega, þegar skrúfuþota af gerð- inni Saab 340B fórst rétt eftir flugtak á Schipholflugvelli í Amsterdam um helgina. Hollenskir sérfræðingar, sem vinna að rannsókn slyssins, telja ólíklegt að vélarbilun hafi valdib því að vélin fórst. Skrúfu- þota af þessari gerb hefði auð- veldlega átt að geta lent á ein- um hreyfli, þó að hinn hefbi dottið út. Flugmaður vélarinnar ákvað að snúa vib og lenda aftur á Schip- hol skömmu eftir flugtak, vegna bilunar í öðram hreyfli vélar- innar. Hún átti aðeins nokkra metra eftir ófama í flugbraut- ina, þegar hún lenti á jöröinni. Formaöur stéttarfélags hol- lenskra flugmanna segir ab full- víst megi telja að vélarbilunin Formælandi samtakanna sagði að félagar sínir, sem væru að störfum í Gorazde, segðu að bæir í nágrenni borg- arinnar væra í ljósum loga. Bæjarbúar hafa leitað skjóls í Gorazde, sem friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna hefur gert að griðasvæði múslíma. hafi ekki verið eina orsök slyss- ins. Heimsviðskipti koma til meb að aukast um tvö og hálft til fimm prósent á þessu ári, allt eftir því hver þróunin verður í Japan og Vestur-Evrópu. Formælandi Gatt, samkomu- lagsins um tolla og viðskipti, greindi frá því í gær að umfang heimsviðskipta hefði aukist um tvö og hálft prósent á síðasta Bosníuserbar hafa hótað þeim, sem reyna að verja borg- ina, öllu illu. Formælandi Sameinuðu þjóðanna segir að stórsókn Bosníuserba í síðustu viku hafi kostað um 50 manns lífið og á þriðja hundrað hefbu særst, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Læknar án landamæra segja að bardagar og skortur á farar- tækjum komi í veg fyrir aö særðir komist undir læknis- hendur. Samtökin ætla að senda annan hóp lækna og hjúkrunarfóiks til Gorazde. Formælandi samtakanna sagði að hætta væri á að borg- in félli í hendur Bosníuserb- um. Hann skoraði á gæslulib Sameinuöu þjóðanna að tryggja öryggi borgarbúa og þeirra sem þangað hafa flúið. ári, en árib áður nam aukningin 4.5 af hundraði. Hann sagöi ab verðmæti við- skiptanna hefbi aftur á móti minnkað um tvö prósent á sama tímabili. Ástæbuna fyrir samdrættinum mætti rekja til minnkandi inn- og útflutnings í Vestur-Evrópu eftir 40 ára stöðuga aukningu. Orsakir flugslyssins í Amsterdam enn ókunnar: Þrír létust þegar far- þegavél fórst við Schip- hol í Amsterdam Amsterdam, Reuter GATT segir að heims- viðskipti aukist um fimm prósent í ár Genf, Reuter Kínverjar handtaka þekktan andófs- mann Reuter Kínversk yfirvöld handtóku í gær Wei Jingsheng, þekktasta andófsmann landsins. Stjóm- völd gáfu þá skýringu að lögregl- an væri að rannsaka hvað væri hæft í ásökunum um að hann hefði gerst sekur um glæpsamlegt athæfi að nýju. Wei hafði setið í fangelsi í nær 15 ár, þegar hann var látinn laus til reynslu í september síðastlibn- um. Hann varb heimsfrægur í einni andrá, þegar deilur Kín- verja og Bandaríkjamanna um mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda blossuöu upp ab nýju í síðasta mánuði. Lögreglan hélt Wei föngnum í rúman sólarhring rétt áður en Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í opinbera heimsókn, í þeim tilgangi ab sýna Bandaríkja- mönnum að Kínverjar ætluöu ekki að beygja sig fyrir utanað- komandi þrýstingi. Stœrsta eiturlyfjasmyglmál sem komib hefur upp í Dan- mörku: Reynt ab smygla 12 tonnum af hassi Kaupmannahöfn, Reuter Danska lögreglan nábi ab gera eitt og hálft tonn af kannabisefn- um upptæk um páskana. Áður en lögreglunni tókst aö hafa hendur í hári smyglaranna, tókst þeim að fleygja um 11 tonnum af efninu fyrir borð. Hassið var um borð í vöruflutn- ingaskipi skrábu í Miö-Ameríku- ríkinu Belize. Fjórtán manns vora handteknir um borð, en þriggja er enn leitað og er taliö að þeir hafi komist undan á björgunarbát með hluta af efn- inu. Verðmæti alls hassins, sem ættað er frá Marokkó, er talib nema sem svarar fimm millj- örðum íslenskra króna. kr. 9.760,- jgataBfa. If Faxafeni 7 s- 687733 Sendum í póstkröfu um allt land Stokke tripp trapp Stóllinn sem vex með barninu 5 ára ábyrgð Sama verð og annars staðar á Norðurlöndum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.