Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 3
Mibvikudagur 6. apríl 1994 3 Albert Cuömundsson: Gefur frat í gamla flokkakerfiö Albert Guömundsson er ekki búinn ab taka ákvörðun um þaö hvort hann býöur sig fram til borgarstjómar í Reykjavík. í viðtali vib Tím- ann sagöi hann: „Framboösfresturinn rennur ekki út fyrr en í kringum 23. apríl. Það er nógur tími." Það hefuT verið þrálátur orð- rótmir um að þú sért ekki heilsu- hraustur. Hvað vilt þú segja um það? „Ég er nýbúinn að gangast undir uppskurð og er heilsu- hraustur. Þetta er bara sams- konar kjaftæði og var um mig í kringum Hafskipsmáiö. Það er aðferð Sjálfstæðisflokksins að rægja, þegar hann er mál- efnasnauður. Þetta frjáls- hyggjuliö er búið að eyðileggja Sjálfstæðisflokkinn og það er ekki bara Sjálfstæðisflokkur- inn sem búið er að eyðileggja. Hvað hefur það gert Alþýðu- Utanríkisrábuneytiö verst allra frétta um aö íslenskt sendiráö veröi opnaö í Kína á nœsta ári: bandalaginu að Ólafur Ragnar, sem kemur úr Framsókn, er kominn þar til æðstu met- oröa? Á sama hátt hafa Jón Baldvin, Össur, Þröstur Ólafs- son og fleiri úr Alþýðubanda- laginu tekiö völdin í Aiþýðu- flokknum. Og hvað er Fram- sóknarflokkurinn núna eftir að Sambandið fór á hausinn? Framsókn hefur ekki lengur neitt á bak við sig. Þetta er bara mgl. Hver trúir því aö þessir flokkar séu til ennþá? Það eru engir pólitískir flokkar til lengur. Þetta em bara kosn- ingabandalög, sem nota nöfn gömlu flokkanna og gefa síðan út skömmtunarseðla fyrir fólk- ið." Heldur þú, Albert, að Reykjav- íkurlistinn komi til með að verða lykill að einhverju meiru? Jafn- vel að gömlu flokkamir séu að syngja sinn svanasöng með þessu sameiginlega framboði? „Ég veit ekkert um það, það verður bara að koma í ljós. Það fer eftir þvi hvaða skilning fólkið í borginni leggur í list- ana sem koma fram. Ég get ekki séð annað en aö á lista Sjálfstæðisflokksins séu fyrst og fremst starfsmenn flokks- ins, bæði fyrrverandi og nú- verandi." Sérð þú fyrir þér að þú komist í oddaaðstöðu eftir kosningar og ef svo verður, treystir þú þér þá til að starfa með þeim listum sem nú þegar hafa boðið fram? „Ef til þess kæmi, þá mundi ég starfa með hverjum þeim sem Reykvíkingar kjósa. Það er ekki um annaö að ræða. Það em Reykvíkingar sem eiga að ráða, en ekki einhverjir svo- kallaðir flokkar." Em nöfn á borð við Ellert B. Schram, Júlíus Hafstein, Svein Andra Sveinsson og Ásgeir Hannes Eiríksson með þér í liði, ef afframboði verður? „Eg hef ekki heyrt þessi nöfn," sagði Albert Guð- mundsson og vildi ekkert gefa upp um það, hvort hann færi fram eða ekki. ÓB Albert Guðmundsson. Listamanna- launum 1994 úthlutaö Stjóm listamannalauna hefur úthlutað starfslaunum lista- manna fyrir árið 1994. Þeir, sem hlutu laun í 3 ár, em: úr Listasjóði, Amar Jónsson og Sigrún Eðvaldsdóttir. Úr Launa- sjóði myndlistarmanna: Birgir Ándrésson, ívar Valgarðsson, Sigurlaug Jóhannesdóttir og Svava Bjömsdóttir. Úr Launa- sjóði rithöfunda, Einar Már Guðmundsson, og úr Tón- skáldasjóði, Hafliöi Hallgríms- son. Einnig hlutu 25 listamenn laun í eitt ár og 73 í sex mán- uði. ■ Jón meö einleik í Kína? Utanríkisrábuneytiö vildi um miöjan dag í gær ekki staöfesta aö íslenskt sendiráö muni taka til starfa í Kina í byrjun næsta árs, eins og utanríkisráöherra mun hafa tilkynnt á fundi meö kínverskum stjómvöld- um. M.a. var því boriö viö aö ekki heföi náöst í utanríkisráb- herra og eina heimildin um máliö væri komin frá frétta- manni Sjónvarps á staönum. „Ég hef enga ástæðu til að efast um það að maður, sem er á staðnum, skýri ekki satt og rétt frá," segir Bogi Ágústsson, frétta- stjóri Sjónvarpsins. Þröstur Ólafsson, aöstoðarmað- ur utanríkisráðherra, vildi ekki staðfesta það í gær að ákveðið væri að opna íslenskt sendiráð í Peking í Kína á næsta ári. Hann sagðist þurfa frekari upplýsingar um máUð frá ráðherra. Bjöm Bjamason, formaður ut- anríkismálanefndar, sagði að það, sem hefði verið kynnt fyrir þeim, væri stofnun íslenskrar sendiskrifstofu í Peking í Kína, sem til að byrja með mundi starfa í tengslum við eitthvert sendiráð Norðurlandanna. Að öðm leyti vildi hann ekki tjá sig um meinta ákvöröun utanríkis- Útflutningsverömœti janúar/febrúar nœr 14% meiri en ífyrra: Fólksbílainnflutningur minnkar enn á milli ára Vöruskiptajöfnuðurinn var orö- inn jákvæður um rúma 3,3 milljarða eftir fyrstu tvo mán- uði ársins. Ástæðan er nær fjórðungsaukning á útflutningi milli ára í krónum taliö, en tæp- lega 14% raunaukning eftir að tekið er tillit til rúmlega 9% hærra meðalverðs erlends gjald- eyris en á sama tímabili í fyrra. Heildarinnflutningur fyrstu tvo mánuðina var heldur minni en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu gengi. Álmennur inn- flutningur er hins vegar um 5% minni á þessu ári. Hvað mestur hefur samdrátturinn verið í inn- flutningi fólksbíla, sem nú er enn um 10% minni en í fyrra, m.v. fast gengi. Innflutningur neysluvara hefur minnkað um 6%. Gífurleg aukning útflutnings er það sem hvað mesta athygli vekur, þegar litið er á utanríkis- verslunina í janúar/febrúar nokkur ár aftur í tímann. Út- flutningsverðmæti þessa mán- uði var nær óbreytt í krónum taliö öll árin 1991 til 1993, en nú eykst það allt í einu um tæp- an fjórðung. Innflutningur hef- ur hins vegar öll árin verið minni en 1991. Útflutn.: Innflutn.: Mism.: millj. milij. milij. 1991 11.600 12.160 -560 1992 11.550 11.580 -30 1993 11.910 10.770 + 1.340 1994 14.810 11.500 +3.310 Vöruskiptajöfnuðurinn hefur samkvæmt þessu farið stómm batnandi með hverju árinu, samtals um hátt í fjóra milljarða króna. - HEI ÚTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, er óskaö eftir tilboöum f verkiö „Borgar- vegur, stofnlögn". Verkið felst I aö leggja tvöfalda stofnlögn fyrir hitaveitu á um 800 m löngum kafla meöfram fyrirhuguöum Borgarvegi i Borgarholti. Stofn- lögnin er 0300 og 0350 mm stálpípur i plastkápu. Einnig skal steypa tvo brunna á lögnina, sjóða pipulögn I þeim og fullgera þá aö ööru leyti. Verkinu skal lokiö aö fullu 1. október 1994. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn kr. 15.000,-skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuð á sama staö þriðjudaginn 19. apríl 1994, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkifkjuvegi 3 - Simi 25800 ráðherra og bar við skorti á upp- lýsingum. Aðstoðarmabur utanríkisráð- herra segir að þab hafi lengi ver- ið rætt að koma á fót íslenskri sendiskrifstofu í Peking, sem yrði til aðstoðar íslenskum við- skiptaaðilum í samskiptum við þarlent stjómkerfi. Hann sagði að efnahagslegt mikilvægi Kína færi vaxandi, auk þeirra hags- muna sem íslendingar eiga í Jap- an, S-Kóreu, á Taiwan og í Hong Kong. Aðspurður hvort mannrétt- indabrot kínverskra stjómvalda væm einhver hindmn í vegi fyr- ir frekari samskiptum ríkjanna, sagöi aðstoðarmaöur utanríkis- ráðhena að þau væm ekki lengur ofarlega á dagskrá hjá Vestur- landamönnum, að undanskild- um Bandaríkjamönnum. Athygli vekur ab sendiherra ís- lands í Kína, Ingvi Ingvarsson jón Baldvin Hannibalsson. sendiherra í Danmörku, er ekki með í Asíuferð utanríkisráð- herra. -grh F.h. byggingadeildar borgarverkfræöings, er óskaö eftir tilboöum I ióöaframkvæmdir viö Austurbæjarskóla. Helstu magntölur: Jarðvegsskipti ' 1.500 m3 Malbikun 2.000 m2 Lagnir 200 Im Beö 2.000 m* Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 26. apríl 1994, kl. 14,00. , INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 UTBOÐ F.h. byggingadeildar borgarverkfræöings, er óskaö eftir tilboöum I gólfiökkun í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Helstu magntölur: Gólffletir 2.200 m2 Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vom, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuö á sama stað þriöjudaginn 12. apríl 1994, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCH/ySING CENTER) Frikirkjuvegi if-Slmi 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.