Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 5
Mibvikudagur 6. apríl 1994 fcoiEKmiHjaA 5 Ingvar Gíslason: „Mikil ólga ríkir í efnahags- málum Evrópu" Grein þessi er samin 20.-21. mars sl. Nokkru síðar barst mér í hendur eitthundrað- sjötíuogtveggja blaösíðna bók, sem nefnd er Efriahags- og við- skiptaumhverfi íslands. Skýrsla fóns Baldvins Hannibalssonar utanríkis- ráðherra til Alþingis. Ef ég hefði haft þessa bók við höndina, þegar ég samdi grein mína, hefði ég ab sjálfsögðu getið hennar, ekki til þess að lofa allt sem í henni stend- ur, því að margt er missagt í þeim fræðum, auk þess sem málfarið er afleitt og ólíkt tungutaki ráðherr- ans, sem ber ábyrgð á ritinu. Al- þingismenn ættu að lesa ráðherra- skýrslu þessa með mikilli varúð. Frásagnarblærinn er til þess fallinn að fegra atvinnu- og efnahags- ástandið í Evrópulöndum og þó fremur framtíðarhorfumar í þeim málum. Hið sanna er „að mikil ólga ríkir í efriahagsmálum Evrópu" eins og lesa mátti í fréttatilkynn- ingu um fund hjá Varöbergi og Samtökum um vestræna sam- vinnu þar sem fundarefnið var „framtíðarhorfur í efnahagsþróun Evrpþu í lok kalda stríðsins". Þessi „ólga" er ekki eingöngu í Austur- Evrópulöndum, heldur og í Vest- ur-Evrópu. Um það er fjallað í eft- irfarandi grein minni. Fáfræbi og fordómar í Tímanum 16. mars er þýdd grein úr þýska blaðinu Der Spiegel undir fyrirsögninni „Svisslending- ar ab missa sjálfstraustiö". Út af fyrir sig kann þetta aö vera sannorð grein ab því leyti sem svissneska efnahagskerfið er í vanda statt og almenningur kvíða- fullur um afkomu sína. Hitt er jafnvíst aö útmálun greinarhöf- undar á efnahagsveruleikanum í Sviss og hugarástandi almennings þar í landi mætti heimfæra upp á önnur iðnaöarlönd Evrópu, ekki síst Þýskaland, heimaland greinar- höfundar. Þar ríkir vonleysis- ástand. Reyndar ber greinin þab með sér, ef hún er lesin gaumgæfi- lega, að efnahagsástandið í Sviss er snöggtum betra en í Þýskalandi og löndum Evrópusambandsins upp og ofan. Sviss er ríkt land og stend- ur á gömlum merg, þótt nú syrti í álinn þar eins og í Evrópu'allri. Ekki er ástæða til að vanmeta það þegar reynt er aö upplýsa íslenska blaöalesendur um efnahagsástand í Sviss og bölmóð Svisslendinga í því sambandi. Það er eins gott að fólk viti hvemig högum er háttað í einstökum Evrópulöndum. Hins vegar kann þab ab standa íslensk- um fjölmiðlum nær, eins og nú er ástatt í umræðum um Evrópumál, að greina jafn skilmerkilega frá því hvemig málum er farib í álfunni allri, svo aö skýrt komi í ljós, að engu munar um kreppuástand þeirra landa sem eru í Evrópusam- bandinu og hinna sem standa ut- an við. Þetta er þeim mun meiri ástæða sem nú ganga ýmis áhrifaöfl vask- lega fram í því að hvetja til þess ab íslendingar gangi í Evrópusam- bandiö með þeim rökum að ekki sé hægt að koma útflutningsvör- um okkar í verð að öömm kosti. Þessi hvatning er áskomn á þjóð- ina á fimmtíu ára afmæli lýðveld- isins um ab afsala fullveldi sínu og sjálfstæði fyrir einhverja ímynd- aöa fimmaurahækkun á fiskverði. Menn láta þá m.a. stjómast af for- dómum gagnvart Norömönnum, „Hins vegar kann það að standa íslenskum fjöl- miðlum nær, eins og nú er ástatt í umrceðum um Evrópumál, að greina jafh sídlmerkilega frá því hvemig málum er farið í álfunni allri, svo að skýrt komi í Ijós, að engu munar um kreppuástand þeirra landa sem em í Evrópusambandinu og hinna sem standa utan við." sem sækjast eftir því að ganga í Evrópusambandið, reyndar á allt öðrum forsendum en þeim að þab styrki sjávarútveg þeirra og bæti markaðsaðstöðu þeirra í fisksölu- málum. Um það ráða hagsmunii og hugmyndir iðnaöar- og olíu- auðvaldsins norska og Evrópufíkni norskra toppkrata. Undansláttur ríkisstjórnarinnar (toppkratanna) er norskum sjómönnum og út- gerðarmönnum þymir í augum. Hann er eins og hnefahögg fram- an í þá. Fólk í sjávarbyggbum á vesturlandinu norska og í Norður- Noregi lítur á samninginn sem svik við sig, en einmitt þetta fólk, 250-300 þús. manns, lifir viö svip- aða aðstöðu, afkomu og lífskjör og íslendingar. Við látum hins vegar eins og við þekkjum ekki þetta fólk, þótt þab standi okkur næst að lífsháttum allra Norðurlandabúa að fráskildum Færeyingum. Er jafnvel ekki annað að sjá en ab það sé aö verða íslenskum rábamönn- um eins konar fremdarefni að troöa illsakir við fiskimenn í Norð- ur-Noregi, ala á hinum verstu hleypidómum gagnvart þeim um leið og toppkratamir em lofaðir fyrir „árangur" í samningum við ESB. Úrræðaleysi nýkapítalismans En hvab gengur íslenskum við- skiptaforkólfum og stjómmála- mönnum ýmsum til ab reka svona fast á eftir um það ab Íslendingar gangi í Evrópusambandiö? Því ætla ég raunar ekki að svara, en hitt furöar mig hversu óprúttnii þeir em í ákafa sínum, fyrst og fremst skeytingarlausir um pólit- ískar afleiðingar þess að ganga í ESB. Þeim er fullveldisafsal ekki meira mál en ab skipta um skó. Auk þess em þessir ákafamenn um inngöngu í Evrópusambandið eins og lokaðir fyrir því sem miður fer í Evrópulöndum. Aldrei heyrist orð um það frá þeim, hvemig háttab er efnahags-, atvinnu- og stjóm- málaástandi í Evrópusambandinu. Lítum nánar á það efni. í Evrópusambandinu (ábur Evr- ópubandalaginu) er ríkjandi lang- vinn efnahagskreppa og atvinnu- leysi með öllum sínum illu fylgj- um: fjárhagslegum, félagslegum, persónulegum og heilsufarslegum (geðrænum). Þessi kreppa er einna alvarlegust í Þýskalandi, stærstu aðildareiningu ríkjasambandsins. Önnur aðildarlönd em mörkuð sömu kreppueinkennum, litlum hagvexti og miklu atvinnuleysi. Þrátt fyrir þessar staðreyndir bregöur svo vib, að íslendingar virðast ekki vita af þessu. Hinni „kerfisbundnu" umræöu um Evr- ópumál hér á landi er þannig hátt- ab, ab áheyrendur eba blaöales- endur hljóta að fá það á tilfinning- una að í Evrópu sé hið mesta blómaskeið í efnahagsmálum. „Kerfisumræbunni" er hagað þannig að varast er ab ræða kjama þessa alvarlega ástands, sem er úr- ræðaleysi nýkapítalismans, at- vinnurekenda og fjármálavalds, um úrbætur í efnahags- og at- vinnumálum. Áróbursaðferb hinna ráðvilltu máttarstólpa þjóð- félagsins er að koma sökinni á vinnandi fólk og þau mannrétt- indi sem þab hefur áunnið sér. Ný- kapítalismi 20. aldar er ekki síöur vinnuaflsfjandsamlegur en forveri hans, kapítalismi 19. aldar, ef menn eru með vonsku hans á vör- unum. Allt er á sömu bókina lært. Forsvarsmenn nýkapítalismans (og þá er víða að finna) era teknir til vib það aö krefjast þess að vinnuaflið veröi sett á uppboö eins og sibur var á 19. öld ábur en stóriðjuhöldarnir höfðu almenni- lega losað sig viö hugarfar þræla- haldarans. ÍSLAND oq EVRÓPA FYRRI CREIN Að svo komnu máli finnst mér það eiga mest erindi við íslend- inga að átta sig á þeirri köldu stað- reynd (ofar allri mælsku), að efna- hagskreppa ríkir í Evrópu og hefur þjakaö afkomu almennings áram saman. Má með réttu segja að kreppuástandið sé viðvarandi: Samdráttur, stöðnun, víðtækt at- vinnuleysi. Ef hins vegar væri ra- kinn fréttaannáll efnahagsmála þessa tímabils, myndi koma í ljós að bjartsýnisspái hafa veriö að skjóta upp kollinum sí og æ, en jafn harðan teknar aftur, enda hafði reynslan séð um að afsanna þær án þess að hafa um það mörg orb. Kreppan er nánast viðvar- andi. Hagvöxtur er sáralítill, hefur legið niður undir núlli eins og í Þýskalandi og raunar fleiri lönd- um. Getuleysi óheftrar markaðs- hyggju og kapítalisma hefur sýnt sig í verki. Atvinnuleysi sívaxandi í Evrópusambandinu Að undanförnu hefur gengið yfir eitt bjartsýniskastið. Bent er á eitt og eitt batamerki á stangli í einu landi eða öðra, þó síst í Þýskalandi nema að því leyti sem menn reyna nú ab eygja von í því að uppbygg- ing í Austur-Þýskalandi skili ein- hverju þegar til lengdar lætur. Fer sú von í bága við' þá handhægu skýringu á efnahagsvanda Þjób- verja (sem oft hefur heyrst) að sameining Þýskalands hafi verið efnahagslegt óheillaspor. Stab- reyndin er eigi að síður sú ab at- vinnuleysið vex hröðum skrefum í landinu og nær til allra starfs- stétta. „Engin trygging er í því ab hafa góða menntun eða starfs- reynslu," sagði fréttaritari RÚV í fréttaþætti nýlega. Verslunarlært fólk, tæknimenntabir menn, verk- fræðingar og rafeindavirkjar, vel- launaða mibstéttarfólkið sem var, er ekki síður atvinnulaust en ófag- lærðir iðnverkamenn. Tala at- vinnuleysingja í Þýskalandi er tal- in muni aukast um hálfa milljón á árinu úr 4 milljónum í 4.5 millj- ónir. Við skulum því halda áfram ab virða fyrir okkur staðreyndirnar eins og þær blasa við. Hinn 17. mars sl. hélt Alþýöu- samband íslands ráðstefnu um „stefnumótun í atvinnu- og kjara- málum". Á ráðstefnu þessari var fjallað allítarlega um ástand at- vinnumála í löndum, sem aðild eiga að Efnahags- og framfara- stofnun þeirri sem í daglegu tali gengur undir nafninu OECD eftir enskri skammstöfun sinni. í sam- tökum OECD era 24 aðildarlönd, allt lýðræöislönd meö þróab hag- kerfi, stór og smá. Þetta era sam- tök velmegunarlanda heimsins. Að tölunni til ber þama mest á Evrópulöndum, Norburlöndum, Vestur-Evrópulöndum auk Ítalíu, Spánar og Portúgals, Grikklands og Tyrklands. Bandaríkin og Kan- ada era þar ein Ameríkuríkja, Jap- an eitt Asíulanda, en auk þess Ástr- alía og Nýja-Sjáland. Þetta er blómi hins frjálsa heims. Megin- hlutverk OECD er að stuðla að efnahagsframföram og auknum félagslegum réttindum í aðildar- löndunum. Tölulegar upplýsingar OECD era gagnlegar, ef þær fá að tala sínu máli án litaðra útlegg- inga. Þab var því upplýsandi að heyra Þórð Fribjónsson, forstjóra Þjób- hagsstofnunar, lesa upp tölur um atvinnuástandið í helstu velmeg- unarþjóðfélögum hins frjálsa heims, þar sem samnefnari hug- sjónanna er ab stuðla ab efnahags- framföram og félagslegu réttlæti. Morgunblaðið skýrir svo frá ræðu Þórðar Friöjónssonar (19. mars): „í máli Þórðar kom fram að fjöldi atvinnulausra í OECD-ríkjum sé nú um 35 milljónir samanborið við 10 milljónir á sjötta og sjö- unda áratugnum ... Atvinnuleysi hefur farið stöðugt vaxandi í ESB [Evrópusambandinu], en í Banda- ríkjunum fylgir það hagsveiflum." Lausn ekki í sjónmáli Hér kemur það í ljós sem nauð- synlegt er aö menn viti áðui en þeir fyllast oftrú á „Evrópu", hversu atvinnuleysi er útbreitt vandamál í Evrópulöndum. Menn þurfa líka að átta sig á því ab lausn þessa vanda er ekki í sjónmáli. Þessi vandi hefur aukist meb áran- um og ekki annaö sjáanlegt en að vöxtur atvinnuleysisins haldist í hendur vib vaxandi áhrif nýkapít- alismans á stjómmál og atvinnu- mál hina síðari áratugi. Sú vís- bending sem Þórbur nefnir, að at- vinnuleysi í Bandaríkjunum „fylgdi hagsveiflum", er vissulega athyglisverð mibab við það sem er að gerast í Evrópu, nefnilega að í Bandaríkjunum fjölgar störfum í núverandi uppsveiflu, en í Evrópu er ekki á vísan að róa meö það, enda hagvöxtur þar mjög hægur. Ari Skúlason, hagfræbingur ASÍ, benti á, að „Bandaríkjamenn hafi vissulega skapab störf, en þau hafi veriö léleg, illa launuð tímabund- in störf og hlutastörf í greinum þar sem framleiöni sé mjög lág." í Bandaríkjunum er atvinnuástand því engan veginn eins gott sem oft er gefið til kynna. í fyrsta lagi er þar 7% skráb atvinnuleysi, en dul- ið og óskráð atvinnuleysi er feikn- legt. Það er lítdl sárabót að upp- hefja bandaríska kapítalismann á kostnað hins evrópska, því margt er líkt meö skyldum. Þab kom líka fram í hófsamri ræðu Þórðar Fribjónssonar á ASÍ- ráöstefnunni að hagvöxtur verður að ná ákveðnu marki svo að hann dugi til þess ab draga úr atvinnu- leysi svo að um muni. Hann nefndi 4% hagvöxt í því sam- bandi. Þessi tala er í samræmi við það sem fram hefur komið í um- ræðum um efnahagsþróun í Evr- ópu. Ráðamenn ESB viburkenna að 3 1/2-4% hagvöxtur sé lág- markið, ef hagvöxtur einn saman á að ráða við atvinnuleysið. / al- vöru dettur engum í hug að slikur hagvöxtur sé í sjónmáli í Evrópu. Spár um veralega aukinn hagvöxt era framtíöarspár upp á von og óvon. Margt bendir fremur til þess að Evrópa sé á hnignunarstigi, sem örðugt reynist að rába við. Efna- hagsvandi þeirra Evrópulanda, sem mest hafa mátt sín, kann að vera svo djúpstæður aö ekki verði komist fyrir rætur hans með þeim ráðum sem hrár kapítalisminn beitir. Hins vegar bendir fátt til þess að snúið veröi af braut hinnar óheftu markaöshyggju. Hún hefur búið þannig um sig að henni verð- ur ekki um þokað að sinni. Hins vegar safnar hún glóðum elds að höfbi sér. Þvi lengur sem tugmillj- ónir fólks á öllum aldri, ekki síst ungt fólk og miðaldra, gengur um atvinnulaust eða framfleytir sér á snapvinnu, vex félagslegur vandi, sem kynni að gerbreyta pólitískum viðhorfum almennings. Þegar svo er komið kann að verða of seint að dusta rykið af afdönkuðum lýb- ræöissósíalisma, blönduðu hag- kerfi og öðra „miðjumoði". Ekki er víst að vonsvikinn lýbur, sem al- inn er upp vib það og skólamennt- aður til þess að lifa í öryggi fágaðr- ar, borgaralegrar siðmenningar, þakki fyrir sig með því að hverfa aftur til hófsemdarstefnu eftir að þjóðfélagsgeröin, sem hann trúði á, hafði dæmt hann til félagslegs útigangs. Ekki hefur stabib á því að útmála fýrir íslendingum, hvemig færeysk heimili komast í greiöslu- þrot með afborganir af einbýlis- húsunum og heimilisbílunum vegna kreppu og atvinnuleysis. Hins vegar er látið undir höfuð leggjast að greina jafnskilmerki- lega frá gjaldþrotum þýskra og breskra heimila af sömu ástæbu. Síst þarf skortur á dæmum þai um ab valda missögnunum. Dæmin era næg. (Framhald greinarínnar birtist í nœsta blaði). Höfundur er fynrv. ritstjóri Tímans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.