Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 6
6 0tK— í- Miðvikudagur 6. apríl 1994 Pétur Jónsson: Dásamlegi flokkurinn vaknar Ifjölmiðlum þann 25. mars sl. var frétt um að Ámi Sig- fússon, nýkjörinn borgai- stjóri, hafi fengið samþykkt í borgarráöi að við útboð og verðkannanir hjá borgarsjóði og fyrirtækjum borgarinnar verði tryggt aö hlutur inn- lendra framleiðenda og þjón- ustuaðila verði hvergi fyrir borð borinn. Jafnframt aö nú- gildandi starfshættir og fyrir- mæli verði endurskoöuö í sam- ræmi við þetta markmið. Loksins, loksins, loksins vaknar oddviti meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjóm og ætlar að taka upp vitræn vinnubrögð og endur- skoða starfshætti og fyrirmæli um innkaup. Það er nánast eins og maður heyri ab nú sé búið að finna upp hjóliö. Mikið lifandis skelfing er þetta gáfað og dá- samlegt fólk, meirihlutinn í borgarráði. Sjálfstæbisflokkurinn hefur stjómað borginni nær óslitiö í 60 ár og þar af hefur Árni Sig- „Loksins, loksins, loksins vaknar oddviti meirihluta Sjálfstœðisflokksins í borgarstjóm og œtlar að taka upp vitrœn vinnu- brögð og endurskoða starfshœtti og fyrirmœli um innkaup." VETTVANGUR fússon setiö í borgarstjótn í 8 ár. Merkilegt er aö Áma og öbr- um í meirihlutanum hefur ekki dottiö þetta í hug fym Ámi hefur á þessum ámm sínum í borgarstjóm og borg- arráði samþykkt ýmislegt, ef ekki beinlinis með atkvæði sínu, þá með þögninni. Ekki hefur sést að sópað hafi að til- lögum hans hingaö til I þá vem að hvetja borgarfyrirtæki til að kaupa íslenskt og minnka þannig atvinnuleysi. Kannski hefur Ámi ekki veitt því athygli að atvinnuleysi hefur aukist í borginni á und- anförnum ámm. Atvinnuleysi er ekkert nýtt núna eftir að hann varö borgarstjóri. Ekkert nýtt sem leysa þarf bara svona fyrir kosningar. Kannski hefur hann allt I einu séð í sjónvarp- inu ab átak er í gangi til að hvetja fólk til að kaupa ís- lenskt. En það er náttúrlega bara hið besta mál að Árni vakni af dvala sínum í þessu efni. i stefnuyfirlýsingu Reykja- víkurlistans, sem birtur var 18. mars sl., er sérstaklega tekiö fram að móta skuli innkaupa- og útboðsstefnu, sem taki mið af innlendri framleiðslu. Þar segir svo: „Það er markmið Reykja- víkurlistans aö gera Reykjavík að miðstöð nýsköpunar og þróunar í atvinnumálum og stuðla þannig að fjölbreyttu at- vinnulífi í framtíðinni. Unnib verði markvisst að því ab draga úr vanda þeirra sem em at- vinnulausir. Þessum markmibum hyggst Reykjavíkurlistinn ná með eft- irfarandi hætti: Með því aö örva nýsköpun í atvinnumálum með sam- ræmdu og skipulögðu stuðn- ingskerfi fyrir lítil og meöal- stór fyrirtæki. Með því að stofna atvinnu- þróunarsjóð sem láni meb hagstæðum kjömm til nýrra verkefna sem líkleg em til að skapa störf til frambúðar. Með því að móta innkaupa- og útboðsstefnu sem taki mið af innlendri framleiðslu." Fleira er upptalið til að styrkja atvinnulíf og draga úr atvinnu- leysi. Nánari útfærsla er líka til í fómm Reykjavíkurlistans, þó hún sé ekki tíunduð hér að þessu sinni. Það hefur löngum verið hátt- ur meirihlutans í borgarstjóm að fella góðar tillögur frá minnihlutanum. Síðan tekur meirihlutinn þær upp aftur og framkvæmir sem sínar. En því miður oft affærðar og skmm- skældar. Ég vona sannarlega að Ámi hafi hér séö ljósið og megni að framkvæma þessar ágætu fyrir- ætlanir óbrenglaðar án þess ab villast af réttri leið, að minnsta kosti fram að kosningum. Höfundur er 4. mabur á Reykjavíkurlistan- um til borgarstjórnarkosninganna í vor. Tengsl Forza Italia og Fininvest Fjölmiblaveldi á sigurbraut. S Ítalíu hefur á síðustu ár- um farið fram víðtæk rannsókn á misferli ráð- herra, þingmanna og for- stöðumanna stórfyrirtækja, einkum á mútugreiöslum gegn fyrirgreiðslu. Yfirheyrbir hafa verib tim 400 þingmenn, núverandi og fyrrverandi, margir rábherrar, fyrrverandi og núverandi, og nokkrir fyrr- verandi forsætisráðhenar, líkt og stjórnarhættir undanfar- andi fimm áratuga liggi undir gmn. Stærsti stjórnmálaflokk- ur Ítalíu, Kristilegi lýðræðis- flokkurinn, sem stjómarfor- ystu hefur haft þessa áratugi, hefur leyst upp sakir rann- sóknar þessarar líkt og næst- stærsti flokkur landsins, Kommúnistaflokkurinn, helsti stjórnarandstööuflokkurinn eftir kollvarp Ráöstjórnarríkj- anna. Upp úr Kommúnista- flokknum hefur sprottib Framfarabandalagið og smár harðlínuflokkur, og munu það þykja umskipti. Hamskiptum virðast hins vegar staðgenglar Kristilega lýðræðisflokksins hafa tekið. Silvio Berlusconi, aöaleigandi Fininvest, ítalsks fjölmiðla- hrings, (hins næststærsta í Evrópu á eftir Bertelsmann- hringnum þýska), stofnaöi 1993 nýjan stjórnmálaflokk, Forza Italia, sem bauð fram í þingkosningunum 27. mars sl. í samvinnu við Norður-banda- lagið undir forystu Umbertos Bossi og Þjóöarbandalagið (eins og flokkur nýfasista nefnist nú), undir forystu Gi- anfrancos Fini. í ræðum hag- abi Berlusconi orbum sínum sem forsetaefni væri. Baö hann sér stuönings sem vænt- anlegs forsætisrábherra. Berlusqoni hefur eiginlega umbreytt stjómmálunum í átök á milli sósíaldemókrat- VIÐSKIPTI ískra stjórnarhátta, eins og Framfarabandalagið býður upp á þá, og íhaldssamari veg- sömun viðskiptalegra dyggða." Sex sjónvarpsrásir senda út til Ítalíu allrar. Þar af em þrjár rík- isstöðvar. Fininvest ræður hin- um þremur, og á að auki ítök í landshlutastöðvum. Er Finin- vest sagt njóta 85 af hundraði áhorfs á einkarásir, en 45 af hundraði alls áhorfs á sjón- varp í landinu. Sjónvarpsrás- um sínum beitti Fininvest mjög og óhikað í þágu Forza Italia í kosningabaráttunni. Berlusconi keypti 1986 fót- boltafélagið AC Milan, og hef- ur hafið það til meiri vel- gengni en ítalskt knattspymu- lið hefur áöur notið, en klúbb- ar abdáenda þess eða stuðningsmanna eru víða um landið. Með þá að fyrirmynd hefur Forza Italia sett upp klúbb stuöningsmanna sinna, en innviðir þeirra em sagöir starfsmenn Fininvest og ann- arra fyrirtækja á vegum Berlus- conis, en samsteypa hans er sú þriðja stærsta á Italíu. ■ Frjalshyggjumenn hreibra um sig í flokki krata Frjálshyggjumenn, sem trúa á peningamagns- kenningu Friedmans, hafa ráöið talsveröu innan Sjálfstæbisflokksins. En áhrif þeirra hafa farib þverrandi síb- ustu árin. Margir, m.a. alþing- ismenn, sem njóta virðingar í flokknum, hafa varað við frjálshyggjunni og lýst andúð á henni, einkum stefnu vaxta- okurs og kaupkúgunar. Telja sumir að lélegt gengi Sjálf- stæðisflokks í nýlegum skoð- anakönnunum megi rekja til frjálshyggju. Engan þarf reyndar aö undra slíkt. Lýðum er orðib ljóst að geigvænlegt atvinnuleysi, sem nú hrjáir vestræn ríki, er afsprengi frjálshyggjunnar. Fylgjendur hennar hafna allri opinberri íhlutun. Samkeppnin og markaðslögmálin eiga að ráða ferðinni. En nú em frjálshyggjumenn- LESENPUR imir sem sagt orðnir utan- garbs í Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa haslað sér völl í röb- um krata. Þegar Jón Sigurðs- son, þáverandi viðskiptaráð- herra, réttlætti vaxtahækkan- ir, bar hann fyrir sig markaðs- lögmálin. Sama gerir Þorvaldur Gylfason, þegar hann boðar launalækkanir. Vinnumarkaðurinn, segir hann, þarf að líkjast öðmm mörkuðum, þar sem verb og kostnaður ræðst af jafnvægi framboðs og eftirspurnar. Stéttarfélögin hindra þab, seg- ir hann ennfremur, og því ber ab takmarka vald þeirra meö lagabreytingu. Brjóstvörn verkalýösins skal brotin á bak aftur! Þetta er bæði fomeskjuleg og óskammfeilin kenning. Hún er 200 ára gömul og byggist á misskilningi. Á kreppuskeiði ná fyrirtæki ekki aö selja alla framleibslu sína, og allir verka- menn ná ekki að selja vinnu sína. Ef bæði verðlag og vinnulaun lækka, helst raun- kaupgjald óbreytt, en einmitt það ákvarðar atvinnustig. Við þessar aöstæður, þegar of mik- ið framboð er bæði á vöm- og vinnumarkaðnum, nær hag- kerfiö ekki aö rétta við sjálf- krafa, jafnvel þótt bæbi verð og vinnulaun séu sveigjanleg. Til þess að fá hjólin til aö snú- ast, verða stjórnvöld að auka eftirspurnina með atvinnu- framkvæmdum. Kauplækkun og aukinn launamismunur, sem henni fylgir, mun því ekki efla at- vinnu, eins og Þorvaldur segir. Þvert á móti mun aukinn launajöfhuður geta það. Þannig mætti hafa hærra skattþrep á hærri tekjur og hátekjur, en nota féð til að auka umsvif og vibskipti. Síðan frjálshyggjumenn hreiðmðu um sig í Alþýðu- flokknum, hrynur fylgið af honum. Hann er nú lang- minnsti flokkurinn í landinu og kann að þurrkast út í næstu kosningum. Hlálegt er að hlýöa á Sighvat Björgvinsson tala fjálglega um blessun sam- keppninnar á fundi Félags ísl. stórkaupmanna, meðan Guð- mundur Ámi Stefánsson held- ur áfram að rífa niður velferð- arkerfið. Samkeppnin hefir knúb fyrirtæki til aö framleiöa æ meiri vömr með æ færri verkamönnum. Uppsagnir starfsliðs og atvinnuleysi setja svip sinn á hagkerfi allra OECD-ríkja. Viðskiptafrceðmgur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.