Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 6. april 1994 n Pétur Gubmundsson, bronsverölaunahafi á Evrópumeistaramótinu innanhúss í kúluvarpi, stefnir hátt meb nýja kast- stílnum á þessu ári: „íslandsmetiö bætt á Reyk j aví kurleikunum " — og stefnir á verblaunapall á Evrópumót- inu utanhúss í Helsinki Pétur Guömundsson náði frábærum árangri á Evrópumeistara- mótinu í frjálsum íþróttum innanhúss í París á dögunum, þegar hann hafnaði í þriðja sæti í keppni kúluvarpara og kastaði 20.04 metra. Ekki var mikið gert úr þessum árangri Péturs í fjöl- miðlum, þrátt fyrir að bronsverðlaun Péturs séu fyrstu verölaun íslendinga á stórmóti í frjálsum íþróttum síðan Hreinn Hall- dÓRSon sigraði í kúluvarpi á Evrópumótinu árið 1977 og setti þá íslandsmet. En Pétur ætlar ekki aö láta litla umfjöllun á sig fá, heldur er mjög bjartsýnn á framhaldið í kúluvarpinu hjá sér meö nýja O'Brian-kaststílnum, og í samtali, sem hann átti við Tímann nú um páskahelgina, segir hann að íslandsmetið í kúluvarpi utanhúss verði bætt á Reykjavíkurleikunum í júní. Pétur Gubmundsson kúluvarpari nábi í bronsverblaun á Evrópumeistaramótinu innanhúss í kúluvarpi á dögunum og varb þar meb abeins annar íslendingurinn sem nœr í verblaun í frjálsum íþróttum innanhúss. Guðmundur Pétur Guðmunds- son, eins og hann heitir fullu nafni, er afreksmaður mikill. Það þarf mikinn vilja og sterkan per- sónuleika til að geta verið í 100% vinnu, verið við æfingar átta sinnum í viku og stundað keppni þar fyrir utan og svo að sjá fyrir konu og fjómm bömum, því yngsta aöeins þriggja mánaöa. En Pétri finnst þetta ekki mikiö mál, enda bjartsýnn maður sem hefur sett sér takmörk í íþrótt sinni sem hann ætlar sér aö ná. Heima er best Pétur er 32 ára, fæddur Reykvík- ingur, en fluttist i Gaulverja- hrepp 10 ára gamall þar sem hann kynntist fyrst frjálsum íþróttum. Keppnisferill Péturs í kúluvarpi hófst þó ekki fyrir al- vöm fyrr en áriö 1986, en hann segir ekki miklar kröfur gerðar til sín, miöað viö frekar litla keppn- isreynslu. „Ég geri aöallega kröfur til sjálfs míns. Þær em að standa sig virkilega vel á alþjóölegum mælikvaröa og ná í fleiri verð- launapeninga á stórmótum. Ár- angurinn í Párís á dögunum er sá besti hjá mér á ferlinum og ég set hann. ofar íslandsmetinu, þó það sé metra lengra, því þaö var sett hérna heima þar sem maöur kast- ar alltaf lengst. Ef við fengjum Ólympíuleika eða eitthvert ann- aö stórmót hingað heim og ég væri þarafleiðandi að keppa á heimavelli, þá myndi árangurinn aldeilis skila sér. Það pælir eng- inn í þessu. Viö þúrfum alltaf aö fara til útlanda að sækja öll mót. Að mínu mati er árangurinn allt- af bestur hér heima." Æfingarnar skiluðu sér í París Á Evrópumótinu í París nú í mars náöi Pétur í bronsið þegar hann kastaöi 20.04 metra, en sig- urvegarinn, Bagach frá Úkraínu, þeytti kúlunni 20.66 m, sem er einmitt jafnlangt og íslandsmet- ið innanhúss, sem Pétur á sjálfur og hefði því nægt honum til gull- verðlauna á mótinu. Pétur sagði dagsformiö ekki hafa skipt máli í þessu tilfelli. „Þetta var bara ör- yggi í París. Ég var búinn að æfa mjög vel hjá góðum þjálfara, Helga Þór Helgasyni, frá því í haust, en þá skipti ég um kaststíl. Þá hætti ég í snúningstækninni og fór yfir í bakstílinn sem kallast O'Brian- stíllinn og er kenndur við Bandaríkjamann sem fyrst notaöi þessa aðferð. Þaö eru reyndar mörg ár síðan mér var sagt aö skipta um stíl, en ég þrjóskaöist viö. Kosturinn við bakstílinn er einfaldlega sá aö ár- angurinn veröur miklu jafnari heldur en meö snúningsstílnum. Maöur getur frekar sýnt það sem býr í manni. Ég hef mikla trú á þessum bakstíl, en þarf að þróa hann aðeins betur. Mér finnst ég vel geta kastað vel yfir 21 metra og það er bara spuming um að laga það sem betur má fara. Ég veit líka af svo mörgum þáttum í bakstílnum, sem ég get lagað eins og í tækninni. Oft hefur það verið svo aö þegar búist er við miklu af íslenskum keppendum á stórmótum, þá slær í bakseglin hjá þeim og stór- sigrarnir, sem allir bjuggust við, koma ekki. Margir hafa því kennt um þeirri spennu sem fylgir að keppa á stórmótum sem Ólymp- íuleikum, en Pétur segir að með bronsinu í París muni spennan ekki standa honum lengur fyrir þrifum í framtíðinni og það sé að mestu nýja stílnum að þakka. „Meö þessari nýju tækni útiloka ég svo marga óvissuþætti sem áð- ur fyrr pirruðu mig." í þessu sam- bandi nefnir Pétur yfirborð kast- hringsins, sem skiptir miklu máli í snúningsstílnum. „Þetta skiptir engu máli í dag. Það er sama hvemig hringurinn er, ég bara kasta. Það er líka sama hvort þaö er með- eða mótvindur. Áöur fór það í taugamar á mér þegar mót- vindur var, en nú skiptir þaö engu máli. Einnig tel ég að þar sem ég hef haft frekar litla keppni hér heima, veriö ömggur með vinninginn og haft litla mót- spymu, þá hafi spennan verið stór þáttur í slökum árangri í stór- keppnum. Fákeppnin héma heima er því ekki til góðs. Pressan að heiman skiptir líka máli, en hún var með minnsta móti fyrir mótiö í París." Lítib gert úr árangrinum íslendingar hafa ekki mjög oft stigið á verðlaunapall á stórmót- um í frjálsum íþróttum, en nokkrum sinnum þó. Hæst stendur silfrið hjá Vilhjálmi Ein- arssyni á Ólympíuleikunum í þrí- stökki í Melbourne árið 1956 og bronsiö hans á Evrópumótinu í Stokkhólmi í sömu grein. Gunn- ar Huseby varð Evrópumeistari í kúluvarpi árin 1946 í Ósló og 1950 í Brussel og Torfi Bryngeirs- son varö Evrópumeistari í iang- stökki áriö 1950. Þá lenti Örn Clausen í öðru sæti í tugþraut í Brussel 1950. Allir ofantaldra kappa unnu til sinna verðlauna utanhúss. Síðan kom löng bið eftir næstu verðlaunum eöa þar til Hreinn Halldórsson náði í gulliö í kúluvarpi árið 1977 á Evr- ópumótinu innanhúss í San Sebstian og síðan er þaö bara bronsið hans Péturs í París. Verö- laun Péturs eru því aðeins önnur sem íslendingur vinnur til á Evr- ópumeistaramóti í frjálsum inn- anhúss. Erfitt er að flokka árang- ur íslendingana, enda aðstæöur mismunandi eftir mótum. Árang- ur Péturs er frábær fyrir þær sakir að samkeppnin er miklu meiri nú í kúluvarpi heldur en t.d. þegar Hreinn hreppti gullið og á það reyndar við flestar aðrar greinar frjálsra íþrótta í dag. í París voru 24 keppendur og þurfti undan- keppni til, en þegar Hreinn náöi sínum frábæra árangri voru kepp- endur 12 talsins. „Ég skil ekkert í þessu og nenni ekki að hugsa mikið um þetta, en samkvæmt umfjölluninni hlýtur þetta bara ekki aö vera nógu góð- ur árangur og maður veröur að gera betur til aö vekja athygli fjölmiðla. Ég veit um blaðamann, sem staddur var á Evrópumeist- aramótinu í París og bauð RÚV aðstoð sína eftir aö ég var kom- inn í úrslit, en þeir afþökkuðu hana, sem kannski sýnir best áhugann. Ef þetta hefði veriö brons á Evrópumótinu í hand- knattleik, þá væri sjálfsagt búið að sýna allt mótið, meö allri virö- ingu fyrir boltagreinunum." Nóg af verkefnum framundan Ólympíuhópurinn, sem er skip- aður þeim frjáisíþróttamönnum sem fara líklega á Ólympíuleik- ana í Atlanta, fer út núna í viku- lokin í æfingabúðir í Flórida og er Pétur að sjálfsögðu þar meö í för. „Ég stefni á að keppa á Grand Prix-mótunum og það fyrsta er 22. maí í New York. Þar á eftir eru mót í Los Angeles, Þýskalandi og Hollandi og loks í Róm. Landsliö- ið fer síðan til Dublin í æfinga- búðir og Reykjavíkurleikamir verða síðan um miöjan júní. í Helsinki verð ég fljótlega þar á eftir á alþjóölegu boömóti, sem er einskonar pmfumót fyrir Evr- ópumótiö utanhúss í Heisinki í ágúst. Á prufumótinu gefst kepp- endum því tækifæri til aö kynn- ast vellinum sem keppt veröur á á sjálfu Evrópumótinu, auk þess sem borgin verður kynnt. Planið er ekki komið lengra hjá mér, en það er ljóst aö það veröur nóg að gera." íslandsmetib bætt á Reykjavíkurleikunum „Markmiöið á öllum þessum mótum er að vera alltaf í fremstu röð og markmiðið fyrir Helsinki- leikana er aö komast á verölauna- pall. Fyrst ég náöi á pall í Párís, þá tel ég mig eiga jafngóöa mögu- leika í Helsinki, því þar veröur mjög svipaður hópur keppenda í Helsinki og var í París; þab bætast kannski við 4-5 kastarar. Ég stefni líka á að bæta íslandsmetið mitt (21.26m) með nýja stílnum og vonandi veröur íslandsmetið bætt á Reykjavíkurleikunum í júní, því það er alltaf best að kasta heima." Á topp10 Pétur segir Bandaríkjamanninn Randy Bames vera sterkasta kúlu- varparann í heiminum í dag og á eftir honum koma tveir til þrír mjög sterkir. „Hvaö sjálfan mig varöar, þá set ég mig á topp 10, kannski sjötta sæti þar sem ég held aö ég sé u.þ.b. núna á heimslistanum. Flestir kúluvarp- arar í heiminum í dag em löngu byrjaðir að keppa, þannig að ég býst við að detta niður um 14-15 sæti áður en mitt tímabil hefst, en þá fer ég að saxa á þá aftur." Kraftmikil stjórn FRÍ „Það er mjög jákvæö þróun hjá Frjálsíþróttasambandinu, þar sem kraftmikil stjóm ræöur ríkj- um. Þar má nefna að FRÍ er að reyna að finna aðstöðu innan- húss fyrir nær allar greinar frjálsra íþrótta og hefur Tívolí- húsið í Hveragerði verið nefnt sterklega í þvi sambandi. Þá gefur það manni byr undir báða vængi að vita af því að þaö er allt skipu- lagt fyrir Ólympíuleikana í Átl- anta hvaö varðar æfingaferöir og þess háttar. Ég vil líka koma því á framfæri ab ég finn mjög já- kvæða strauma frá Ólympíu- nefndinni og ég finn ab þar er haldiö vel um stjómtaumana. Hvað varðar allar mínar keppnis- ferðir, vil ég nefna styrktaraðila mína, Apple-umboðiö og Visa-ís- land, afreksmannasjóð ÍSÍ og samherja mína í KR, en án þeirra væri þetta varla mögulegt, auk þess að eiga skilningsríka yfir- menn í lögreglunni." Verblaunahafar á stórmótum í frjálsum Evt. Evr. Ól. Evr. Evr. Evr. 1946 1950 1956 1958 1977 1994 Vilhjálmur Hreinn Pétur Gunnar Gull Gull Silfur Brons Gull Brons Torfi Gull ' Örn Siifur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.