Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.04.1994, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 6. apríl 1994 Tíminn spyr... Á aö stofna sendiráð í Kína? Arnþór Helgason, fyrrverandi formabur Kínversk-íslenska menningarfclagsins „Ég svara því játandi. Ég Iagöi til ásamt Emil Bóassyni árið 1986 að stofnuö yrði viöskiptaskrifstofa í Kína. Viö töldum að það gæti oröið grundvöllur að auknum viðskipt- um íslendinga í Asíu og það væri líklegra að hún skilaði árangri en samskonar skrifstofa í Japan. Við töldum jafnframt nauðsynlegt að til Kína færi einstaklingur sem hefði þekkingu á kínversku þjóðlífi. Sannleikurinn er sá að flest þaö, sem stjómvöld hafa aðhafst í sam- skiptum íslendingum við Kínverja, hafa veriö hálfgerð asnaspörk. ís- lendingar em nú þegar að missa af lestinni vegna seinagangs og áhugaleysis. Þannig ab mér þykir stofnun sendiráðs í Kína hið besta mál." Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands „Það er að sjálfsögðu viss þörf á því að stofna sendiráð í Kína, en spurn- ingin er hvort menn hafi allt í einu fundið peningana til þess. Ef svo er, geri ég engar athugasemdir við það. Hins vegar tel ég aö þaö væri kannski nægilegt að fara af stað með viðskiptaskrifstofu, þvi það er fyrst og fremst vegna viöskipta- hagsmuna okkar þama eystra sem menn em að velta því fyrir sér ab opna sendiráð. Aðalatriðið er að fá sem mest fyrir þá peninga sem í þetta em lagðir." Amar Sigurmundsson, formabur Samtaka fiskvinnslustöbva „Ég tel orðib tímabært að koma upp sendiráöi í Asíu. Einkum vegna þess að viðskipti okkar við álfuna hafa verið ab aukast og munu halda því áfram. Ég er ekki að mæla með því að útgjöld verði aukin, heldur ab við drögum úr kostnaði annars staðar, jafnvel meb fækkun sendi- ráða. Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um Noröurlöndin. Vib verb- um að dreifa sendiráðunum betur um heiminn." Samstaba vill sjónvarpsþœtti um neikvœö áhrif EES-samningsins: Fræbsluþættirnir í raun áróbur um kosti EES Formaöur Samstöðu um óháb ísland fer fram á aö Sjónvarpiö geri þætti um áhrif EES-samningsins á ís- lenskt þjóöfélag þar sem and- stæöingar samningsins geti komiö sjónarmiöum sínum og viöhorfum á framfæri. Þessi krafa kemur fram í bréfi sem formaöurinn hefur sent Útvarpsráöi. Kveikjan að ósk Samstöðu voru fræðsluþættir um EES-samninginn, sem sýndir vom í Sjónvarpinu sunnudaginn 20. mars og mið- vikudaginn 24. mars og endur- sýndir sunnudaginn þar á eftir. í bréfinu til Útvarpsráðs segir Gunnlaugur Júlíusson, for- maður Samstöðu, að þættimir gefi afar einhliða mynd af Evr- ópska efnahagssvæðinu og áhrifum þess á íslenskt þjóðlíf og þjóðfélag. Hann segir nær að kalla þættina áróðursþætti um ágæti samningsins en fræösluþætti. Þar hafi ekki ver- ið minnst á það einu orði hvaða áhrif það hafi á íslenskt samfélag að vera komið í náið viðskipta- og stjómmálasam- band við ESB, en mörg orö höfð um jákvæð áhrif EES- samningsins á íslenskt at- vinnulíf, þótt aðeins séu liðnir þrír mánuðir frá gildistöku hans. Þá hafi samningnum ver- ið þakkað ýmislegt sem gerðist áður en hann tók gildi, en ekk- ert fjallað um það stríð sem ís- lenskir fiskútflytjendur hafa átt við tollayfirvöld í Frakklandi. Gunnlaugur telur upp ýmis atriði sem hann segir að heföi veriö eðlilegt að fjalla um. Þar af má til dæmis nefna: Stöðu íslands sem fullvalda ríkis í kjölfar samningsins, stöðu Al- þingis varðandi afgreiðslu á lögum og tilskipunum ESB á þeim sviðum sem varöa EES- samninginn og framtíðarstöðu íslands innan ESB. í framhaldi af þessu segir í bréfinu að þar sem allir séu skyldugir til að borga afnota- gjald af Ríkisútvarpinu Sjón- varpi, hljóti sú krafa að vera gerð til þess að þar fái helstu skoðanir í svo stóra máli að koma fram. Því fer Samstaða fram á að Útvarpsráð beiti sér fyrir því aö RÚV veiti viðlíka fjármagni og tíma í dagskrá sinni til að gefa gagnrýnum röddum á áhrif EES-samnings- ins tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og stuðningsmenn hans fengu í þáttunum sem sýndir vora í lok mars. -GBK Gunnar Rafn Birgisson, deildarstjóri innanlandsdeildar hjá Samvinnuferbum-Landsýn, vib Grand Cherokee jepp- ann, sem reyndur var hér á dögunum. Tímamynd cs Hópur blaöamanna, Ijósmyndara og lúxusjeppa vœntanlegur til landsins í sumar: íslensk náttúra látin kynna Grand Cherokee? Umboösaöili Chrysler í Bret landi hefur í hyggju aö koma hingaö til Iands í sum- ar meö 50 manna hóp blaöa- manna og ljósmyndara til þess aö reynsluaka og mynda lúxusjeppann Grand Cherokee. Afraksturinn veröur notaöur, ef af veröur, til þess aö hefja kynningu og markaössetningu á jeppan- um í Bretlandi. Fyrir páska vora hér á landi maður frá Chrysler í Bretlandi ásamt ljósmyndara og blaða- manni breska bílatímaritsins Car. Fluttu þeir sérstaklega með sér Grand Cherokee jeppa til þess að reyna hann og mynda í íslensku landslagi. Jeppinn var reyndur við mis- munandi veðurskilyrði og m.a. ekið inn á hálendið og með suðurströnd landsins í dymbilviku. Lúxusjeppinn var fluttur út aftur eftir að reynslu- akstrinum lauk, en íslensk náttúra þótti það stórbrotin og myndræn að nú er ráðgert að koma aftur með fleiri bíla hér í sumar ásamt fjölda blaða- manna og ljósmyndara. Mennimir komu hingað á vegum ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða-Landsýnar, en að sögn Gunnars Rafns Birgis- sonar, deildarstjóra innan- landsdeildar S-L, yrði þaö væntanlega mikil og góð kynning á íslandi ef Grand Cherokee jeppinn yrði mark- aðssettur í Bretlandi í íslenskri náttúra. -ÁG Framhaldsskólanemar keppa í myndun atvinnutcekifœra: Hvernig má tryggja sumarstörf? Framhaldsskólanemar leggja sitt af mörkum til aö bæta atvinnuástand reykvískra ungmenna, sem leita út á vinnumarkaöinn í sumar. Félag framhaldsskólanema, Aflvaki Reykjavíkur og Námsmannalína Búnaöar- bankans standa í samein- ingu fyrir hugmyndasam- keppni meöal framhalds- skólanema um bestu tillög- una ab atvinnuskapandi verkefnum fyrir ungt fólk. Markmið keppninnar er tví- þætt. Annars vegar að gera unga fólkiö meðvitað um at- vinnuástandið og hins vegar að koma með raunhæfar hug- myndir um hvemig megi skapa atvinnu fyrir ungt fólk.. Vonast er til að hugmyndimar geti nýst borgaryfirvöldum þegar kemur að atvinnumiðl- un fyrir unga fólkiö. Skilafrest- ur í hugmyndasamkeppninni er til 6. maí næstkomandi og úrslit verða kunngerð milli 10. og 15. maí. Allir framhaldsskólanem- endur geta tekiö þátt í keppn- inni. Koma þarf með hug- mynd að verkefnum, sem gætu útvegað ungu fólki í Reykjavík atvinnu á komandi sumri. Eina skilyrðið er að til- lögumar séu innan raunsæis- marka. Fulltrúaþing Kennarasam- bandsins: Svanhildur lætur af for- mennsku KÍ Viöbúiö er aö miklar breyt- ingar veröi á stjóm Kennara- sambands íslands á fulltrúa- þingi samtakanna, sem hefst á Hótel Loftleiöum í dag og lýkur n.k. föstudag. Meðal annars mun Svanhildur Kaaber, núverandi formaður, láta af formennsku, vegna ákvæðis laga KÍ um að enginn megi gegna því embætti lengur en þrjú kjörtímabil. Af sömu ástæðu munu tveir stjómar- menn hverfa úr stjóm, auk þess sem nokkrir stjómarmenn gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Fulltrúaþing KÍ er haldið þriðja hvert ár og að þessu sinni munu 104 fulltrúar sitja þingið ásamt 15 manna stjóm, auk innlendra og erlendra gesta. Fjölmörg mál liggja fyrir þing- inu, m.a. drög að siðareglum kennara. En á þinginu verður mörkuð stefna Kennarasam- bandsins í kjaramálum, skóla- málum og félagslegu starfi sam- bandsins fyrir næsta kjörtíma- bil. -grh Athugasemd Aðalsteinn Leifsson, ritstjóri Háskólans Stúdentafrétta, vill koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar í Tímanum fyrir páska: „í fréttinni segist Ólafur G. Einarsson menntamálaráð- herra kannast við að hafa átt við mig símtal, en á Alþingi sagði harín að samtalið hefði aldrei átt sér stað. Hann hefur því viburkennt aö samtalib hafi átt sér stað, en hann á eft- ir að ganga alla leið og biðjast afsökunar á ummælum sín- um. Hann vissi að sjálfsögðu að um viðtal væri að ræða, því ég bað um viðtal og hann hringdi síðan í mig vegna þeirrar beiðni. Það er ekki rétt að í viðtalinu við ráðherrann í Háskólanum Stúdentafréttum sé sagt að hann hafi skipað starfshóp til að endurskipu- leggja lögin um LÍN. Þar kem- ur fram að hópurinn eigi að kanna afleibingar breyttra laga um Lánasjóbinn, leiris og ráðherra segir." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.