Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 2
2 Wíwmn Föstudagur 10. nóvember 1995 Tíminn spyr... Ver&ur Kvennalistinn mikilvæg- ur þáttur í kvennabaráttu í framtí&inni? Ragnhildur Vigfúsdóttir, jafn- réttisfulltrúi Akureyrarbæjar. „Kvennalistanum var ekki ætlað eilíft líf og vel má vera aö kvennal- istakonur komist aö þeirri niöur- stööu aö þaö aö bjóöa fram sérstak- ' an lista sé úr sér gengiö baráttutæki og aörar aöferöir vænlegri til árang- urs. Þótt Kvennalistinn veröi lagö- ur niöur er ég ekki í nokkrum vafa um aö kvennalistakonur halda áfram aö taka virkan þátt í kvenna- baráttu á einn eöa annan hátt. Kvennabaráttan kemst kannski af án Kvennalistans en hún kemst ekki af án kvennalistakvenna. Þess vegna svara ég spumingunni hik- laust játandi. Bryndís Hlööversdóttir, alþingis- ma&ur og forma&ur Kvenrétt- indafélags íslands. „Kvennalistinn hefur gegnt mjög mikilvægu hlutverki í ís- lenskri kvennabaráttu. Um þaö veröur ekki deilt. Hins vegar bend- ir fylgi Kvennalistans í síöústu kosningum og fylgisþróun hans síöustu tvö árin til þess aö svo veröi ekki í framtíðinni. Það er samt ómögulegt að spá um framtíöina. Ég held að þetta muni ráðast mikið af því hvernig kvennabaráttan kemur til meö að birtast inni í öðr- um flokkum. Kvennalistinn er ein- mitt afleiðing af því að hinir flokk- amir höfðu ekki sinnt þessum mál- um sem skyldi." Kristín Halldórsdóttir, þingmaö- ur Kvennalistans. „Kvennalistakonur hafa nú staö- iö vaktina fyrir íslenskar konur í hátt á annan áratug. Kvennalistinn er eina stjórnmálaaflið sem setur baráttu fyrir kvenfrelsi og mann- réttindum kvenna í öndvegi. Meö- an ekkert annað afl tekur við þeim kyndli mun Kvennalistinn halda honum á lofti." Stúdentaráö 75 ára: Efling rannsókna og ný lög um um lánasjóðin helstu baráttumál „Eitt helsta baráttumái okkar um þessar mundir er aö auka þátttöku námsmanna í rann- sóknum en þvert ofan í yfir- lýsingar í stjórnarsáttmála um aö rannsóknir ungs fólks ver&i auknar er ríkisstjórnin nú a& skera ni&ur framlög í alla rannsóknasjó&i ungs fólks í landinu," segir Guö- mundur Steingrímsson B.A., formaöur Stúdentará&s Há- skóla íslands, en rá&ib á 75 ára afmæli í dag. Af því tilefni er efnt til afmæl- isfagnaðar í hátíðarsal Háskóla íslands og hefst hann kl. 12 á hádegi. „Þannig er gert ráð fyrir að fjárveiting í Nýsköpunarsjóð námsmanna lækki úr fimmtán milljónum í tíu, auk þess sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyr- ir því ab framlag í Rannsókna- námssjóð, sem styður stærri verkefni hjá nemum í fram- haldsnámi, lækki úr tuttugu og fimm milljónum í tuttugu," segir formaður Stúdentarábs. „Þaö starf sem hér á aö draga úr er miög brýnt og nokkub sem Cuömundur Steingrímsson allir hafa tekið undir að sé skyn- samlegt að efla. Þaö eru því mik- il vonbrigði að fjárlagafrum- varpið, eins og það liggur fyrir, skuli ekki taka undir yfirlýsta stefnu í stjórnarsáttmálanum, enda stendur Háskóli íslands er- lendum háskólastofnunum Uppsveifla í sjávarútvegi samfara nýrri stóriöju gœti hleypt veröbólgu aftur á fulla ferö: Efnahagsveöur geta oft skipast skjótt í lofti Seölabankinn varar vib að uppsveifla í sjávarútvegi sam- fara uppbyggingu nýrrar stór- ibju gæti aubveldlega hleypt verðbólgu á fulla ferb á ný. „Þótt horfur á verðlagsstöbug- leika séu góðar um þessar mundir, er vert ab minna á að í efnahagsmálum geta vebur oft skipast skjótt í lofti", segir í nýrri greinargerð Seblabank- ans um þróun og horfur í pen- ingamálum. Bent er á að hag- spár sem lagöar eru til grund- vallar spá um innan vib 2,9% hækkun neysluverbs á næsta ári taki ekki mib af þeim möguleika ab framkvæmdir viö uppbyggingu orkufreks iðna&ar hefjist á næsta ári. Mikið velti á tímasetningu einstakra viðburða á þessum vettvangi og fylgni þeirra við önnur skilyrði, svo sem verð- lag sjávarafuröa og aflabrögð. „Ef ráðist yrði í eina eða fleiri framkvæmdir af þessum toga á sama tíma og uppsveifla væri í sjávarútvegi, gæti jafnvægi aubveldlega raskast á skömm- um tíma og eftirspurnarþensla farið úr böndum", segir Seðla- bankinn. „Ef slík staba kemur upp mun reyna verulega á hagstjórn hvab varðar mót- vægisaðgerðir, ef koma á í veg fyrir að verðbólga fari úr bönd- um á ný". langt að baki hvab varöar rann- sóknir." Um starfsemi Stúdentaráðs að öðru leyti segir Guðmundur Steingrímsson: „Hún er ab miklu leyti í föstum skorðum. Við rekum m.a. húsnæðismiðl- un stúdenta sem er einhver um- fangsmesta húsnæðismiðlun á landinu, Atvinnumiðlun stúd- enta sem er mjög stór og um- fangsmikil líka, einkum yfir sumartímann en er einnig meb hlutastarfamiðlun yfir vetrar- tímann. Við útvegum stúdent- um líka barnagæslu, rekum einskonar gæslumiðlun og gef- um út Stúdentablaðið, mjög veglegt, á þriggja vikna fresti og önnumst réttindamál stúdenta hér innan skólans. Þá er komið aö því grundvallaratriði að Stúdentaráð er náttúrlega mál- svari stúdenta í skólanum, lýð- ræðislega kjörinn. í Stúdentaráöi sitja þrjátíu kjörnir fulltrúar sem vinna ab þessum hagsmunum að staðaldri. Nýsköpunarsjóður námsmanna er í okkar vörslu. Hann er tiltölulega nýr af nál- inni og hefur verið ágætlega kynntur." Guðmundur bendir á að skrif- stofa Stúdentaráðs reki enn- fremur lánasjóðsþjónustu sem er beinlínutengd viö tölvu Lánasjóðs íslenskra náms- manna, og þá komum við að einu helsta áherslumáli Stúd- entaráðs alla tíð, en það eru ein- mitt lánasjóðsmálin.v Ríkjandi kerfi sem komið var á 1992 er undir mikilli gagnrýni, enda er nú búið að skipa nefnd sem á ab endurskoða þessi lánasjóðslög. Markmið okkar er að sett verði ný lánasjóbslög og við eigum fulltrúa í þessari nefnd sem er á vegum stjórnarflokkanna, en þessi mál setja verulegan svip á starfsemi okkar um þessar mundir." StúdenTar í Háskóla íslands eru nú um 5.600 að tölu, en þar af segir Guðmundur Steingríms- son að um 2.500 taki lán úr sjóönum. Ab vanda gengst Stúdentaráð fyrir hátíðarhöldum á fullveld- isdaginn, 1. desember. Sagt var... Horfbi á meb velþóknun Þegar æska Vestmannaeyja setti bækur og plötur í risastóra tunnu og kveikti í stób Snorri og horf&i á meb velþóknun. Amen, sag&i Snorri, og þaö sást hvar „grillarinn" og allt hans hyski li&a&ist eins og reykur í loft upp me& Kissplötunum og öllu því dóti." Helgarpósturinn um bókabrennu og Snorra Óskarsson í Betel. Elnstæbur stabur Akureyrl „Akureyri er eini staðurinn í heimin- um þar sem ég hef orbib þess var, nú á tímum, a& þab eru ekki bara ung- lingar heldur líka fullorðib fólk sem kallartil mín: Hommi! um miöjan dag í Hafnarstrætinu." Heiöar snyrtir í HP. Ab skjóta ömmu „Ég myndi skjóta ömmu mína á laugardegi ef þab dyg&i til þess að ná í þrjú stig. En ekkki illa — það dygbi ab særa hana abeins." < Brian Clough er einn af þeim sem HP eignar frægar knattspyrnutilvitnanir. Linkumenn og rar-sa.... „Þetta er eins og þegar íslenskt Al- þingi hefur verib verst, samsett af linkumörtnum og pólitískum rassas- leikjurum." Gunnar Bjarnason í DV um Sameinuöu þjóöirnar. Einkennileg vinnubrögb „Einkennileg vinnubrögð hjá frétta- mönnum Ijósvakamiblanna; alltaf reynt ab ab ná fram neikvæðum hlib- um mála líka. Nægir ekki önnur hlib málsins þegar fyrir liggur ab ekki er um a&ra a& ræða?" Spyr Eggert í DV. Allt í lagl því ég hef ógeb „Ég sagbi á blabamannafundi eftir leikinn að þegar ég hefði séb hvaba dómarar voru mættir, hefði ég vitað ab vib yrðum fimm mörkum undir. Þettta vakti ekki mikla kátínu, en mær fannst þab allt í lagi því ég hef ógeb á svona lögu&u." Hæstvirtur Þorbjörn Jensson samsæris- J kenningama&ur og landsliösþjálfari í Mogga. í pottinn í gær kom einn sem hafbi ver- ib nibri á Alþingi og frétti ab Jóhanna Sig. væri ab undirbúa mál þar sem 18 ára unglingum yrði heimilað ab kaupa vín. Stuðningsmenn málsins eru þó nokkrir í þinginu og m.a. fékk Jóhanna Siv Fri&leifsdóttur framsóknarmann og stjórnarþingmann til ab flytja málið meb sér. Þá vildi Cubrún Helgadóttir fá ab flytja málib með Jóhönnu en fékk ekki heimild til þess hjá þingflokknum þar sem mönnum finnst Guðrún hafa spilab nægjanlegt sóló ab undanförnu og benda á kostabargreibslumálib því til stu&nings. • Á þingi situr nú Ólafur Hannibalsson, varaþingmabur sjálfstæbismanna á Vestfjörbum. Páll Pétursson félags- málarábherra er mikill ræktunarmabur og hefur mikib dálæti á þeim bræ&rum Ólafi og Jóni Baldvin og orti í tilefni af komu Ólafs: Alltaf vex þab meir og meir mannvitib í þessum sal. Eru þeir nú orbnir tveir, undan gamla Hannibal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.