Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. nóvember 1995 mroiww 7 Þrjár konur í bíl - á leiö austur á firöi: Tveggja daga ferðalag - á 400 siðum Steinunn Sigurðardóttir er hláturmild kona. í spjalli sem blabamaður Tímans átti við hana um grafalvarlega nýja skáldsögu, Hjartastaö, sem hún hefur notaö síðastliðin fimm ár til að skrifa, fann hún fjölda tilefna til gjallandi hláturs. Þetta er stærsta bók Steinunnar, meira en helm- ingi lengri en Tímaþjófurinn, en á tæpum fjögur hundruð síöum fara persónur hennar í tveggja daga ferðalag austur á firöi. Forvitnin varð frumlegum spurningum yfirsterkari og mál- bein Steinunnar fékk lausan tauminn: Um hvað er Hjarta- staður? „Þessi Hjartastaður er bæði konkret og abstrakt. Þetta er ákveöinn staður úti á landi þar sem amma og mamma hetjunn- ar, sem heitir Harpa Eir, áttu heima og þangað sem ferðinni í bókinni er heitið. Nafnið kemur til af því að þetta er bæði alvöru ferðalag austur á firði og líka ferðalag inn í hjarta hennar sjálfrar. Þetta er flótti móður með unglingsdóttur sína úr vondum félagsskap í Reykjavík og svo bókstafleg leit móður- innar að sínum uppruna. Það er vinkona söguhetjunnar sem keyrir þær, þannig að þetta eru þrjár konur í bíl og þar verða náttúrlega átök, milli þeirra allra. Þannig að þetta er ekki sléttur sjór sem er sigldur. Svo koma við sögu ýmsir ættingjar söguhetjunnar. Hún heimsækir m.a. einn fööurbróður sinn, sem er einbúi fyrir austan Mýr- dalssand, og svo heimsækir hún móðursystur sína, sem býr ekki langt frá Höfn í Hornafirði og er rammskyggn." Steinunn segist hafa haft tækifæri til að bregða dálítiö á leik með þessa karaktera, því bókin sé annars fremur alvarleg. „Það er dauðans alvara hvort þér tekst að bjarga krakka sem þú átt, eða ekki. Þaö er upp á líf og dauöa í bókstaflegri merk- ingu, því mikið af þessum krökkum, sem lenda á skjön, hreinlega deyja bara. Svo er leit mömmunnar í raun líka leit upp á líf og dauða, því það er spurning um hvernig hún kemst af sem persóna, hvort henni tekst að grafa sjálfa sig upp." Hreyfiskáldsaga Steinunn segir söguna vera öðrum þræði bókstaflega lýs- ingu á ferðalaginu, en hins veg- ar lýsingu á bakgrunni hetjunn- ar, sambandi hennar við for- eldra sína og vinkonuna og þró- un sambands vinkvennanna. „Söguhetjan er fædd 1960 og sker sig mjög mikiö úr. Hún er lítil og dökk og þá var nú frekar lítið komið af nýbúum, en vin- konan er þessi klassíski bjarg- vættur. Vinkonan er með svona ljónshjarta og hún er stöðugt að bjarga þessari minnimáttar vin- konu sinni. Hún er sjálf flautu- leikari og ofsalega upptekin, spilar út um allan heim, en það er hún sem sest undir stýrið á einhverjum pick-up til að fara með þær austur. Svo koma auð- vitaö ástamál hetjunnar við sögu. Það er ekki hægt að hafa langa skáldsögu þar sem engin ástamál koma við sögu. Þaö er bara svo leiðinlegt. Einn hittir hún nú bara svona á förnum vegi og grípur hann." — í tveimur skáldsögum þínum, Tímaþjófhum og Síbasta orðinu, lékstu þér dálítið með form skáld- sögunnar. Hvað gerðirðu nú? „Ég myndi segja að formið í sögunni sé bara vegurinn. Kafla- skiptin í sögunni eru þegar bíll- inn stoppar og tekur aftur af staö. Þetta er náttúrlega ekki beint hábókmenntalegt, ha? í einu skiptin sem fyrirsagnir koma fyrir í bókinni, þá er það bara Selfoss — Kambabrún — Kirkjubæjarklaustur, skiltin koma sem kaflaheiti og svo eru bil á milli þess þegar hreyfingin hættir og byrjar aftur." — Ertu þá að skrifa þig inn í þessa vegabókmenntahefð eða leiðir formið sjálfkrafa út af efn- inu? „Ég hef ekki fyrirmynd að bókinni sem slíkri. Þetta er nátt- úrlega augljóslega að hluta til vegasaga, en ég hugsa aldrei um hana þannig. Svo sagði einhver útlendingur við mig að þetta væri þá svona road-movie bók og ég hreinlega góndi. Maður er létt grandalaus um það sem maður er að gera. Ég veit ekkert hvernig á að skilgreina þessa Steinunn Siguröardóttir er þakklát fyrir aö vera ekki lengur meö Hjartastaö hálfkaraöa inni á tölvunni, heldur vera búin aö koma henni frá sér í áþreifanlegu bókarformi. Tímamynd cs bók. Það mætti kannski kalla þetta svona hreyfiskáldsögu." 3 kynslóðir kvenna Steinunn segir að varla séu til miklu ólíkari bækur en Tíma- þjófurinn og Hjartastaður, enda sé hún nú að einbeita sér að sambandi móður, dóttur og ömmu. „Mamma söguhetjunn- ar hefur verið dáin í tíu ár þegar bókin gerist, en hún kemur með í ferðina. Það eru alltaf samtöl í gangi milli hennar og dóttur- innar. Þaö eru ekki mjög fögur samtöl, því þeim kom mjög illa saman á meðan mamman liföi og samkomulagið hefur ekkert skánað á þeim tíma sem liðið hefur frá því hún dó. Söguhetj- an er tuttugu ára þegar mamm- an deyr og það er allt ósagt og óafgreitt. Söguhetjan átti barn þegar hún var 16 ára, og mamma hennar djöflaðist í henni og gerði allt þveröfugt við það sem rétt og gott hefði verið. Hún er í bókinni að reyna að sættast við þessa fortíðarvofu. Ég geri þeirra samband bókstaf- legt með því að hafa samtöl og Iáta hana sjá mömmuna, þó að söguhetjan sé ekki skyggn í mínum augum. Þetta er bara svona eins og maöur sér fyrir sér fólk sem er dáið, það er svo sterkt í huga manns." — Ungir karlar í rithöfundastétt hafa verið húðskammaðir fyrir að fjalla sífellt um œskubrek drengja Rokksveitin XIII er aö gera góöa hluti á geislaplötunni Serpentyne: Fengur fyrir þungarokkara Eftir að hafa hlustað á nýjustu af- urð rokkhljómsveitarinnar XIII, geislaplötuna Serpentyne, er ekki aö undra þótt erlend fyrirtæki hafi sýnt áhuga á að gera sainning við sveitina. En fyrsta plata XIII, Salt, sem kom út í fyrra, hefur fengið góða dóma í erlendum tónlistar- blööum og m.a. gaf belgíska tón- listartímaritið Mindview plötunni 92 stig af 100 mögulegum. Þá hefur bandið gert samning við KOCH International, sem rekur rokkútgáf- una No Bullet Records og er XIII helsta forgangsverkefni útgáfunnar um þessar mundir. Á nýju geislaplötunni, Ser- pentyne, eru alls 13 rokklög af ýms- GEISLADISKAR CUÐMUNDUR R. HEIÐARSSON um þyngdarflokkum, en flest em þau þó í þyngri kantinum með enskum texta. Hljómurinn á plöt- unni er meö alþjóðlegum blæ og hljóðfæraleikur og uppbygging laga eins og gerist best í þessum flokki rokksins. Þungur og markviss taktur einkennir flest lögin, með þekkilegum gítar og kraftmiklum söng. Þá spillir ekki fyrir í auraleys- inu að platan spannar rúmar 72 mínútur í spilun, þannig að fólk fær mikið fyrir þær 1999 krónur sem diskurinn kostar í verslunum. Öll lögin á Serpentyne em eftir gítarleikarann, söngvarann og trommarann Hall Ingólfsson, en honum til halds og trausts eru þeir Jón Ingi Þorvaldsson á bassa og Gísli Már Sigurjónsson gítarleikari. Fjórði maðurinn á plötunni er.svo trommuleikarinn Birgir Jónsson. Að undanförnu hafa strákarnir ver- ið á fullu við undirbúning á Evr- ópuútgáfu Salt og útgáfu nýja disksins, sem var hljóðritaöur í Grjótnámunni í maí og júní sl. Plötuumslagið er mjög fmmlegt, en það hannaði Hallur Ingólfsson í félaga við Stefán Mána. Utgefandi er Spor hf. ■ í sögum sínum og nú virðist sem sögur þriggja kynslóða kvenna séu að verða vinscelar tneðal yngri kvenhöfunda. Af hverju heldurðu að svo sé? „Æi, það eru bara hlutir sem liggja svona í tímanum. Þetta er ekki það að maður setjist niður og hugsi meö sér: Ja, nú ætla ég að skrifa eitthvert mótsvar við einhverju. Þetta er eitthvab sem er í hausnum á manni sjálfum, en jafnframt einhverjar hug- myndir sem liggja í tímanum. Bókin er svo löng, það er svo margt sem kemst að í henni fyr- ir utan þessar þrjár kynslóðir. Þarna er líka vinkonusamband- ið og samband söguhetjunnar við þessa ástmenn sína." — Er húmorinn til staðar? „Já, það er víst. Þeim finnst þetta helvíti hlægilegt sem hafa verið að glugga í þetta. Náttúr- lega finnst mér þetta hvorki fyndið né annað. Núna finnst mér ekki neitt um þessa bók, hún er algjörlega dauð eins og sláturkeppur fyrir mér, ég er bú- in ab vesenast svo mikið í henni. En hún er ekki fyndin út í gegn, það eru langir þungir kaflar í henni líka." — Ertu sátt við hana? „Ég er ekki neitt. Þab eina sem ég er, er að ég er þakklát fyrir ab ég lauk við hana." LÓA Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 16. útdráttur 3. flokki 1991 - 13. útdráttur 1. flokki 1992 - 12. útdráttur 2. flokki 1992-11. útdráttur 1. flokki 1993 - 7. útdráttur 3. flokki 1993 - 5. útdráttur 1. flokki 1994 - 4. útdráttur 1. flokki 1995 - 1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. janúar 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úrfjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu föstudaginn 10. nóvember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. CXfcl HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS I 1 HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍL • SÍMI 569 6900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.