Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. nóvember 1995 V?W?T*?W 5 Kjarlaksstabaá. Ytra-Fell í baksýn. Myndir EH altal stangaveiði 1974-1994 eru 269 laxar, en mesta árleg veiði 509 laxar 1979. Síðastliðið sumar veiddust á annað hundrað laxar. Fáir leigutakar Leigutaki, auk fyrrgreindra manna, var um þriggja áratuga skeiö Stangaveiðifélag Akraness, sem reisti veiðihús við ána. Núver- andi leigutaki er „Laxmenn", fé- lagsskapur sem Logi Kristjánsson, Kópavogi, er í forsvari fyrir. Þeir fé- lagar eru með svæðið á leigu til loka veiðitíma 1996. Leigutaki hefur til afnota ágætt veiðihús í eigu veiðifé- lagsins, sem er í landi Ytrafells, þar sem veiðimenn geta haft sína hentisemi með gistingu og fæði. Yf- irleitt er auðvelt að komast að veiði- stöðum. Við vatnakerfið starfar Veiðifé- lag Fellsstrandar, sem fyrst hlaut staðfestingu 1939 og starfaði til 1962. Félagið var endurvakið 1976, en innan vébanda þess eru 12 jarö- ir. Núverandi formaður Veiðifélags Fellsstrandar er Ólafur Pétursson, bóndi Galtartungu, sem tók við for- mennsku 1988 við lát bróður síns, Þorsteins Péturssonar, Ytrafelli, en hann hafði verið formaöur frá 1976. Fyrsti formaður eldra félags- ins var Magnús Jónsson, Túngarði, síðan Gestur Sveinsson, Galtardal, Pétur Ólafsson, Stóru-Tungu, og Þuríður Ólafsdóttir, Staðarfelli. Kjarlaksstaðaá á Fellsströnd Náttúrufegurð er víða í Dalahér- aði, ekki síst er hún rómuð á svæði, sem umlykur vatnasvæði Kjarlaksstaöaár (Flekkudalsár) á Fellsströnd; skógivaxið umhverfi með fjölbreytt dýralíf, eins og fugla og seli, í og við ósasvæði ár- innar í sjó. Áður fyrr var áin þekkt fyrir góða silungsveiði, en varð síðar ágæt laxveiðiá í hópi minni áa, eftir að fiskrækt hófst í henni um 1940, þegar Proppé- bræbur hófust þar handa um laxarækt. Efstu upptök vatnasvæðis Kjar- laksstaðaár eru upp af botni Flekku- dals, í námunda við Hrossaborg (722 m). Eftir dalnum fellur sam- nefnd á, sem er laxgeng um 23 km. í hana fellur Galtardalsá (Tunguá), stutt frá sjó, og er því höfuðáin, Kjarlaksstaðaá, um 1 km að lengd. Hún á ós í sjó í utanverðum Hvammsfirði. Fiskvegagerb og seibasleppingar Á sínum tíma var Gullbráarfoss í Flekkudalsá, sem er skammt ofan ármóta hennar og Tunguár, hindr- un fyrir göngufisk. Þar var fyrst ráð- ist í byggingu laxastiga 1941 á veg- um fyrrnefndra bræðra. Sú fram- kvæmd heppnabist ekki sem skyldi. Aftur var hafist handa um fiskvega- gerð 1952, sem þáverandi leigutaki — en í þeim hópi var m.a. Jón Kr. Veibihús vib Kjarlaksstabaá. Gullbráarfoss í Flekkudalsá. VEIÐIMAL EINAR HANNESSON Sveinsson, kenndur við Lárós — tók að sér að gera, sem opnaði laxi ríflega 20 km leið inn Flekkudal, sem fyrr segir. Og þegar þurfti að endurnýja fiskveginn um aldar- fjórðungi síðar, lauk henni með vatnsrás til hliðar við fossinn, eins og ljósmyndin hér á síðunni sýnir. Auk þess hefur verið sleppt laxa- seiðum í vatnasvæðið, bæði fyrr og síðar, og á seinni árum sumaröld- um laxaseiðum. Eingöngu er veitt á stöng á vatnasvæðinu og veiði stunduð með þremur stöngum. Árlegt með- Um listina að ljúga á reiknistokk Nýlega héldu framsóknarmenn hádegisverðarfund á Hótel Sögu. Gestur fundarins var sjálfur stórmógúll aubhyggjunnar inn- an forystusveitar Sjálfstæbis- flokksins, Fribrik Sophusson fjármálarábherra og ab eilífu varaformabur Sjálfstæðisflokks- ins. Amen. Ekki veit ég á hvaba melting- arstigi Frammararnir voru, þeg- ar stórmógúllinn hóf upp raust sína. Hitt mátti lesa í blöbum nokkru síbar, ab hann hefbi lýst því yfir, ab launamunurinn í Iandinu væri „abeins" rúmlega þrefaldur. Þessa skarplegu nib- urstöbu dró Fribrik af skatt- greibslum hæstu og lægstu skattgreibenda. Nú er þab svo, ab í þessu Iandi eru tugir þúsunda laun- þega á svo lágum launum, ab ekki er hægt ab leggja beina skatta á tekjur þeirra. Forsendur fjármálarábherrans eru því út í hött. Fárra ára gamlar tölur benda til þess, að u.þ.b. 70.000 laun- þegar séu meb tekjur undir skattleysismörkum. Vitað er, ab hér á landi eru til menn meb allt upp í miljón á mánubi. Þab þýbir, ab rauntekjur þeirra nema yfir hálfri miljón kr. á mánubi. Lægstu tekjur lands- manna eru hins vegar á bilinu 50.000 til 60.000 kr. á mánubi. í Ijósi þessa lætur nærri, ab launa- munurinn sé tífaldur. En þar meb er ekki öll sagan sögð. Auk þess sam ofurlauna- furstarnir njóta fjölmargra fríð- inda, þá ber þess ab gæta, ab hver einasta króna láglauna- fólks fer í fæbi og húsnæbi, meban hálaunafólkib getur lagt til hliðar, t.d. meb því ab ávaxta fé sitt skattfrjálst! Meb þeim hætti eykst tekjumunurinn stór- lega. En hér er víst ráb ab vinda sér ab öbru, því þótt ég sé eng- inn reikningshaus þá er ég greinilega kominn út í of flókna hluti fyrir skilning fjármálaráb- herra. Þegar ég las umrædda frétt af hádegisverbarfundi framsóknar- manna, ákvab ég ab freista þess að verba mér úti um nýjustu töl- ur um fjölda launþega undir skattleysismörkum. Eg byrjabi á að slá á þrábinn hjá Dagsbrún. Þar á bæ er enginn hagfræbing- ur, svo mér var vísab á ASÍ. Ekki vantar nú hagfræbingastóbib á þeim slóbum eftir ab Ásmundur Stefánsson nagabi þar reikni- stokkinn sinn forbum tíb. En því mibur, tölurnar voru ekki til. Mér var vísab á ákvebinn hagfræbing hjá Þjóbhagsstofn- un. Eins og hjá ASÍ kom ég þar SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON ab tómum kofunum. Maburinn vissi ekkert í sinn haus. Þegar slíkar grundvallarupp- lýsingar liggja hvorki frammi hjá ASÍ né Þjóbhagsstofnun, get ég ekki dregib abra ályktun en þá, ab verkalýbshreyfingunni sé hollast ab hleypa hagfræbinga- stóbi sínu út úr girbingu og láta þab ganga sjálfala. Þjóbhags- stofnun er hins vegar „sjoppa" sem ég hef lengi verib sann- færbur um ab bæri ab loka. Ég er enn sannfærbari um þab eftir umrætt samtal. í öllum þessum símtölum reyndi ég að útskýra þab fyrir vibmælendum mínum, ab raunverulegur tekjumunur væri meiri en krónurnar í launaum- slaginu segbu til um, eins og þegar er komib fram í þessu spjalli. Þab gekk vel í samtalinu vib Dagsbrúnarmanninn, enda er hann „ómenntabur" verka- mabur. Ég er ekki alveg viss um ab hagfræbingurinn hjá ASÍ hafi skilið hvab ég var að fara, og sá hjá Þjóbhagsstofnun botnabi hvorki upp né nibur í því. Og svo eru til menn sem halda því blákalt fram, ab reisupassi frá Háskólanum eigi ab gilda sem ávísun á há laun! Svona í lokin get ég ekki stillt mig um ab minnast á þau orb Fribriks Sophussonar á marg- nefndum hádegisverbarfundi, ab varast bæri launajöfnun, þar eð hún gæti orsakab landflótta hálaunafólks. Frikki minn, glab- ur skal ég skutla þér og þeim kónum, sem þú þjónar, út á flugvöll, hvort heldur er á nóttu eða degi. Sláðu bara á þrábinn og láttu þab í öllum bænum ekki dragast úr hömlu. Og kemur mér þá í huga vísa sem Jón Rafnsson kvab, þegar Hannibal Valdimarsson tók staf sinn og hatt og kvaddi Allaballa forðum tíb: Þinn er mikill þrumukjaftur, þín ég lengi minnast skal. En komdu bara aldrei aftur, elsku besti Hannibal. Hætt er nú vib, ab láglauna- fólk mundi heimfæra seinnipart þessarar vísu upp á Fribrik og kó., þegar þeir hyrfu í fjarlægb- arblámann á þöndum vængjum Kolkrabbans. FÖSTUDAGS- PISTILL ÁSGEIR HANNES LÖGIN SJÁ SÍNA Sagan af Þorgeiri Ljósvetninga- goða undir feldi er kunnari en frá þurfi að segja. Hún er einn fræg- asti viðburður íslandssögunnar og líklega ein merkasta sagan í sam- anlagbri kristni. Allir íslendingar þekkja söguna og boðskap henn- ar: Ein lög verba að gilda fyrir alla landsins þegna, annars erfriðurinn úti! Samt virðast menn ekkert hafa lært í eittþúsund ár. Frá endurreisn Alþingis hafa menn stöðugt sett ný lög fyrir ýmsa helstu hagsmunaseggi lands- ins og snibib ab þörfum þeirra. Lög um búvörusamninga fyrir saubabændur. Lög um stjórnun fiskveiöa fyrir sægreifa. Lög um rekstur lyfjabúba fyrir apótekara og mörg önnur dæmi mætti telja. Hver tegund gæludýra á fætur annarri hefur þannig fengið sín eigin lög til ab gæta hagsmuna sinna. Lögin eru ekki sett fyrir neytendur eða skattgreiðendur. Börn eba gamalmenni. Ekkjur eba munaöarlausa. Þau eru ekki fyrir almenning. Lögin eru til að færa girnilegri hluta þjóbfélagsins yfir á fáar hendur en útvaldar hendur og halda honum þar í marga ættlibi. Landib og mibin og flugleibir há- loftanna. Færa auðæfi landsins í öruggt skjól fyrir alþýðu manna. Fleyta rjómann. Almenningur situr uppi meb þann hluta þjóðfélagsins sem er síbur girnilegur. Gefur af sér minni arð eða alls engan arb. Alþýba manna ber uppi samhjálpina sem kallar eingöngu á útgjöld: Lífeyris- kerfib sem saubabóndinn notar. Heilbrigðiskerfib sem sægreifinn notar. Skólakerfið sem apótekarinn notar og svo framvegis. Almenn- ingur hefur ekki aðgang ab fjár- sjóbum saubabænda og sægreifa á sama hátt og þeir hafa aðgang ab fjársjóbum almennings. Lögin sjá um sína. Ungir hrafnistumenn fá ekki lengur að vaxa eðlilega úr grasi í sjávarplássum landsins: Úr háseta í skipstjóra og síðan í útgerbar- mann. í dag verba ungir hrafnistu- menn ab kaupa kvóta af sægreif- um. Ávísun á óveiddan fisk úti í hafsauga. Fiskurinn í sjónum er ekki lengur hluti af sköpunarverk- inu, heldur hluti af bókhaldi sæ- greifanna. Sams konar erfbafesta gildir um búmörk í landbúnabi. Lögin sjá um sína. Og ekki nóg meb þab. íslend- ingar búa enn vib dæmi lénsgreifa í ibnabi. Ungt fólk á undir úrelt meistarakerfi ab sækja og fárra kosta völ í eftirsóttum ibngreinum. Nema foreldrar þeirra séu meistar- ar í faginu og þarmeb hluti af greifadæminu. Ibnfræbslan geng- ur líka í arf á íslandi eins og landib og mibin og heibloftin blá. Lögin sjá um sfna. Á sama tíma og lögin eru rofin er landsfólkinu ætlab ab halda frib- inn. Eins og ekkert hafi ískorist í eittþúsund ár. Stöbugt harbnar á dalnum hjá alþýbu manna og svigrúmib minnkar. Meb minnk- andi svigrúmi hverfur lífsglebin og lífsvonin. Engum manni þarf ab koma í opna skjöldu þó ab hópar íslendinga standi senn á fætur og bíti í skjaldarrendur: Heimti fulla hlutdeild í þjóbfélaginu meb góbu eba illu. Rjúfi fribinn eins og lög- gjafinn rauf á þeim lögin. ■ UM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.