Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 6
6 gqn|iTftl^ jFTni Föstudagur 10, nóvember 1995 Ásgeir Valdimarsson hagfrœöingur vinnur aö skýrslu um orsakir og þróun atvinnuleysis í Reykjavík: Hækkun skatta hefur aukib at- vinnuleysib Ef tekjuskattur veröur lækk- aöur, mun draga úr atvinnu- leysinu. Hækkun lægstu launa heföi sömu áhrif. At- vinnuleysi jókst mjög árib 1991 og þá mældist í fyrsta sinn neikvæö eftirspurn eftir vinnuafli. Atvinnuleysiö hef- ur ekki minnkaö síöan. Þróun atvinnuleysis hefur verib svip- ub meöal karla og kvenna. Ásgeir Valdimarsson hagfræb- ingur hefur unniö að því und- anfarna mánuði aö gera úttekt á þróun atvinnuleysis í Reykjavík sl. 10 ár. Úttektin er unnin fyrir Atvinnumálanefnd Reykjavík- ur. Ásgeir hefur þegar skilaö bráöabirgöaskýrslu, en hyggst ljúka vinnu sinni fyrir nefndina í þessum mánuði. Ásgeir segir það vekja athygli sína hversu lítið atvinnuleysi var í borginni árið 1987, þrátt fyrir aö framboð á vinnuafli hafi verið mikiö. „Það veröur mikil aukning á atvinnuleysi 1991 og það hefur ekki minnkaö síðan. Þetta ár varö líka mikil breyting á eftir- spurn atvinnurekenda eftir vinnuafli. Hún var neikvæð í fjögur ár, en var í fyrsta sinn frá 1991 hlutlaus í síöustu könnun Þjóöhagsstofnunar. En þegar eftirspurnin hefur verið nei- kvæö í fjögur ár, hefur fólki í vinnu fækkaö mikið, því þeir sem missa vinnuna finna ekki önnur störf. Þróunin hefur ver- iö svipuð hjá konum og körlum og á svipuðum tíma." Ein þeirra spurninga, sem Ás- geir leitar svara við með vinnu sinni, er sú hverjir em raun- vemlega á vinnumarkaði af þeim sem fá atvinnuleysisbæt- ur. „Meö því að segja að einhver sé raunverulega á vinnumarkaði meina ég að hann eða hún sé tilbúin(n) til að taka vinnu þeg- ar hún býðst. Þetta er erfitt við- ureignar, því í raun er aðeins hægt að gera eitt til aö komast að þessu, þ.e. að bjóða fólki vinnu. Ef fólk hafnar vinnu, þarf að athuga hvort það á rétt á öðrum bótum. Til dæmis er tal- að um að konur, sem fram- lengja barneignarfrí með því að sækja um atvinnuleysisbætur, séu í raun að taka sér eins konar uppeldislaun, þótt þær skil- greini sig á vinnumarkaði með því að fá atvinnuleysisbætur. Það getur hins vegar enginn ve- fengt að þær séu á vinnumark- Rábhúsib íReykjavík. aði, svo lengi sem þær hafna ekki vinnu. Þetta er mjög vib- kvæmt mál og ef til vill breytir þetta litlu um fjölda atvinnu- lausra, á meðan meira framboð er á vinnuafli en eftirspurn." Ásgeir mun leggja fram tillög- ur til þess að draga úr atvinnu- leysi í skýrslu sinni. Hann segir að það sé sín skoðun og margra annarra sem til þekkja, að launastefnan sé ein ástæða þess hversu mjög atvinnuleysi hefur aukist. Hækkun skatta undan- farin ár hafi einnig valdið auknu atvinnuleysi. „Þab vita allir að þab er lítill munur á lægstu laununum og atvinnuleysisbótum og það fylgir því viss kostnabur að sækja vinnu. Ráðstöfunartekjur atvinnulauss fólks geta því beinlínis minnkað ef það fær vinnu. Það er líka mín skoðun að þab eigi að vera tvö skattþrep og þaö lægra eigi að vera upp að 100 þúsund krónum. Auðvitað svara menn því ab ríkissjóöur hafi ekki efni á að tekjuskatturinn lækki. Þá gleymist að skattbreyt- ingin sem tók gildi áriö 1988, þ.e. staðgreiðsla skatta, ásamt hækkun jaðarskatts hefur leitt til aukningar atvinnuleysis. Ég hef ekki getað fært beinar sann- Tímamynd GS anir fyrir þessu, nema með því aö bera saman hvað fólk með 80 þúsund krónur í tekjur hafbi í rábstöfunartekjur árið 1988 og hvað það hefur í dag. 1988 borgaði það 3 þúsund krónur í skatta, en í dag borgar það 8.500 krónur. Þótt þetta séu ekki háar upphæðir, skiptir þessi munur máli og dregur úr vilja til að vinna. Þetta hefur líka bein áhrif á fjölgun starfa, því ef fólk hefur litlar ráðstöfunartekjur dregst neyslan saman. Ef skattar veröa lækkaðir, mun þab því draga úr atvinnuleysi, að mínu viti." -GBK Bræöraborgarstígur 3 7 Bræöraborgarstígur liggur á milli Hringbrautar og Vesturgötu, húsið númer 37 var byggt á spildu úr landi Bergskots og er meb elstu húsum sem nú standa vib þessa götu. Árið 1899 fékk Þor- grímur Jónsson úthlutab lób undir húsið, í heimildum frá þessum tíma segir að lóö- in sé austan Kaplaskjólsvegar, fyrir vestan Bergskotslóö, 25 álnir meöfram veginum og 48 álnir austureftir. Einnig er sagt að fyrir norðan lóöina, milli hennar og næstu lóðar, sé 10 álna spilda óútvísuð, ætluð undir veg. Um leið er veitt ieyfi fyr- ir byggingu húss aö stærð 9x10 álnir og skúrs 3x3 álnir. Björn Jónsson, sem síðar varð formaöur Múrarameistarafélagsins, byggöi húsiö með Þorgrími bróöur sínum. Þann 18. júní 1907 selur Þorgrímur bróbur sínum Birni hálfa eignina. Þeir bræöur selja síöan Otto, þriöja bróðurn- um, 1/4 eignarinnar. Árib 1907 er húsinu lýst þannig í brunaviröingu (brunabótamati) og er þar litla breytingu ab finna frá mati sem gert var árið 1902: „Húsið byggt úr bindingi með porti og 3 álna risi. Klætt að utan með kantsettum 1" borðum, meb pappa og járni á hliöum og þaki. Niðri þrjú íbúð- arherbergi, eldhús, búr og gangur, sem allt er þiljaö innan, og herbergi meö pappa á veggjum, með striga og pappa í loftum, allt málað. Þar er einn ofn og ein eldavél. Uppi tvö herbergi, eldhús og tveir fastir skápar, þiljað og málaö. Þar er einn ofn og ein eldavél. Kjallari er undir öllu húsinu, hólfaöur í tvennt, 3 álnir á hæð. Viö austurhliö hússins er inn- og upp- gönguskúr, hann er byggður eins og hús- ib, í honum er gangur og tveir fastir skáp- ar." Þorgrímur Jónsson selur bræbrum sín- um, þeim Otto og Birni, sinn eignarhluta 9. janúar 1913. í brunaviröingu frá árinu 1934 segir að hús Björns Jónssonar, Bræðraborgarstíg 37, sé óbreytt frá virðingu 21. júlí 1924. Ekki er vitað hvenær Björn kaup- ir eignina alla. Árib 1934, í marsmánuði, sækir Björn Jónsson um ab mega byggja geymslu og gripahús úr timbri á lóð þeirri, sem hann fær hjá Reykjavíkurbæ til viðbótar lóöinni sem fyrir er á Bræbraborgarstíg 37. í umsókn- inni tekur Björn það fram aö skúr þennan sé mjög nauðsynlegt aö byggja í staö skúrs og hlöðu sem standi í Bergskotslób. Sú bygging var orðin fyrir og nauösynlegt aö rífa, en bærinn átti aö fá spildu úr lóðinni undir Hávallagötu til viðbótar öðrum lóðapörtum í nágrenninu. Björn Jónsson stundaöi búskap, hann var með kýr, kind- ur, hænsni og hesta. Til heyskapar hafði hann tún vestur á Melum, á þeim slóðum sem Melaskóli stendur nú. Einnig hafði hann haga fyrir gripina á svipuöum slóðum og allt vest- ur að Sauðagerði við Kaplaskjólsveg. Mjólkin, sem ekki þurfti aö nota til heimilis, var seld til fastra viðskiptavina. í húsinu var sérstakt mjólkurherbergi þar sem mjólkin var síuð og sett á þau ílát sem kaupendur komu meb. Þegar ísland var hernumiö, voru reistir braggar á því landi sem Björn haföi. Bú- smalinn frá Bergskoti (Bræöraborgarstíg 37) var ekki lengur á beit á grænum gmndum og var felldur. En lágreist braggaþyrping réb ríkjum, varin með hárri girðingu og vopnuðum hermönn- um. Þarna var Camp Knox og ekki ýkja- langt síban síöustu minjar þessa hverfis hurfu. HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR Áriö 1937 fær Björn Jónsson leyfi til að skipta lóð sinni í tvennt. Á eystri helm- ingi lóðarinnar er nú Sólvallagata 40. Eftir að Björn Jónsson hætti búskap fór hann að vinna í sandnámi bæjarins. Þess má einnig geta að hann flísalagði Sund- höll Reykjavíkur. Eftir að búið var að farga búsmalanum var gripahúsunum breytt og þau notuð í annað. í þeim hluta hússins, sem hýsti kindur, var kjallari, sem yfir voru grindur (féð haft á grindum). Björn kom sér upp verkstæði í þeim hluta og vann þar aö skósmíði. Björn Jónsson var giftur Jóhönnu Guð- laugu Þorvaldsdóttur frá Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit, hún lést áriö 1956. Björn lést sjö árum síðar, áriö 1963. Árið 1965 fær Gunnar Björnsson, son- ur Björns Jónssonar, leyfi fyrir stækkun á Bræðraborgarstíg 37. Hann stækkar húsið um 8,3 ferm til að koma fyrir baði og snyrtingu. Gunnar Björnsson selur síðan eignina áriö 1971 Elínu Ólafsdóttur. Hún hefur haldið húsinu vel vib og látið upphaflegt útlit þess halda sér eins og hægt hefur ver- ið. Helstu breytingar inni eru í kjallara hússins, en hann var dýpkaður og lítil íbúð innréttuð í honum. Þar er einnig þvottahús. í risi eru fjögur svefnherbergi og á hæðinni rúmgóð stofa og eldhús. í viðbyggingu er baö og gangur. Á lóbinni er búiö að byggja reisulegan bílskúr. Þeir, sem muna eftir fólki sem var kunnugt á þessum slóðum og lifði alda- mótin síðustu, telja það fullvíst að Bræðraborgarstígur 37 sé byggður úr býl- inu Bergskoti og hafi stundum verib kall- að fjósib. Ekki er vitað af hverju. Þetta hef- ur veriö reisulegt aldamótahús og er það raunar enn í dag. Það er góður andi í þessu gamla húsi, sem nú nálgast að veröa einnar aldar gam- alt. Sumir, sem hafa búið þar, telja það eiga verndara sem líti til meö íbúum þess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.