Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 10. nóvember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Vit og vilji er allt sem þarf Tæknivæðing og hagræðing eru lausnarorð í öllum rekstri nútímans. Þær kröfur eru gerðar til stjórnenda ríkis, fyrirtækja og stofnana að draga úr mannafla og nýta tæknina til að vinna verkin og hagræða, sem ávallt þýðir það sama: að draga úr kostnaði. Vélar taka við störfunum, mannshöndin eöa jafn- vel mannshugurinn verður þarflaus og afleiðingarn- ar verða atvinnuleysi og önnur félagsleg vandamál, sem telja má beina afleiðingu hagræðingarinnar og breyttra hátta í athafna- og þjóðlífi. v Mikið er um þessi mál fjallað í ræðu og riti, en sárasjaldan er minnst á orsök þeirrar ringulreiðar, sem hrjáir tæknivædd þjóðfélög, né leiðir til að leysa úr henni. Aðeins er rætt um að atvinnueysið sé böl og að skapa þurfi atvinnutækifæri til að losna við það. Um svona fávíslega afstöðu er réttast að hafa sem fæst orð. „Nýjar hugsanir í atvinnumálum" er fyrirsögn á grein, sem birt var í Tímanum í gær. Er hún eftir danskan mann, sem starfar við að útvega atvinnu- lausum störf. í bók sem hann skrifaði telur hann um 100 verkefni handa atvinnulausum. Mörg þeirra fel- ast í að fela manninum aftur þau verkefni, sem tækn- in og hagræðingin hafa rænt hann. í fljótu bragði kunna sum verkefnanna að sýnast skref aftur á bak til gamalla starfshátta. En við nánari athugun kemur í ljós að ekki er um hefðbundið aft- urhald að ræða, heldur kannski leiðréttingar á frum- hlaupi tæknikratanna, sem hvorki skeyta um skömm né heiður þegar framfaraæðið grípur þá og hyggja hvorki að geipilegum umhverfisspjöllum né röskun á mannlegu'samfélagi. Ráðin, sem gefin eru, eiga ekkert síður við hér á landi en í Danmörku eða öömm hagræddum tækni- þjóðfélögum. Dæmi um áherslupunkta: - Gera land- búnaðinn sjálfbæran og lífrænan. Slíkt kallar á fleiri hendur, vinnur gegn villimannlegri meðferð á dýr- um og auðgar þjóðfélegið á margan hátt. - Færa vöruflutninga frá bílum til strandferðaskipa. Vöru- flutningabílar eru að eyðileggja vegakerfið á megin- landinu og eitra andrúmsloftið, en flutningar með skipum eru vistvænasta flutningsformið, auk þess sem slíkt mundi skapa vinnu í skipasmíðastöðvum, höfnum o.s.frv. - Koma á nýjum samskiptaháttum vib þjóbir þriðja heims til þess að koma til móts við flótta „atvinnutækifæra" til láglaunasvæðanna. Löng, tímafrek og rándýr ferðalög milli heimila og vinnustaða eru ekki atvinnuskapandi og draga veru- lega úr kaupmætti launanna. Tölvu- og fjarskipta- tækni mætti nota í mun ríkara mæli til að fólk geti unnið heima, og fyrirtæki og stofnanir mundu spara mikinn húsnæðiskostnað m.m. Mismunurinn gæti skilað sér í betri launum og styttri vinnutíma. Það er ekki nóg að skapa nýja hugsun til að nýta tækniframfarir og vafasamur ágóði verður af hagræð- ingu þegar hún er gerð á kostnað lífshamingju ein- staklinga og raskar umhverfi og samfélagsgerð til hins verri vegar. Til mótvægis þarf nýjar hugsanir til að nýta tækni og hagræða með jákvæðum hætti, og þá er vit og vilji allt sem þarf. Hugh Grant og Heiöar Frá Bandaríkjunum bárust á dögunum fréttir af Hugh Grant, hinum ástsæla breska leikara sem hugöist óséöur — aö hann hélt — auðga lífsreynslu sína og fá til fylgilags viö sig þeldökka gleðikonu. En löggan lá í leyni og beið eftir því aö leikarinn geröi mistök. Um leiö og Ijóst var aö kæra myndi halda voru þau skötuhjúin handtekin og úr varö heimsfrægur skandall, sem eflaust á eftir aö loöa viö Hugh Grant þaö sem eftir er. Þetta æv- intýri reyndist hins vegar vera happadrættisvinningur fyrir gleöikonuna sem stórefnaöist á málinu og haföi engu mannoröi aö tapa. Ekki skal gert lítiö úr því aö svona hluti geri menn ekki þeg- ar þeir eru heimsfrægir leikarar og eru fyrir löngu orönir aö op- inberum persónum. Slíkir menn geta ekki búist viö aö eiga einkalíf. Því gat Hugh Grant sjálfum sér um kennt aö hafa komiö sér í þessa fádæma hall- ærislegu aöstööu, enda geröi hann enga tilraun til aö draga úr því aö hann hafi gert mistök. Hitt er svo annaö mál aö þaö hlýtur aö vera ógeöfellt starf lögreglumannsins sem liggur í leyni og bíöur og vonar aö þessi frægi leikari misstígi sig svo aö hægt væri aö handtaka hann meö tilheyrandi hvelli. íslendingar eignast sitt mál Nú eru íslendingar búnir aö fá Hugh Grant Heiöar sitt eigiö „Hugh Grant"- mál, þar sem fer mál Heiöars Jóns- sonar snyrtis. Eins og fram hef- ur komið m.a. í viðtali hér í Tímanum missté Heiöar sig illi- lega í einkasamkvæmi á hóteli á Akureyri í síðasta mánuði þegar hann hugðist losa eitthvaö um kynorkuná einn meö sjálfum sér úti í horni hótelherbergisins. GARRI Slíkt gera menn náttúrulega ekki í samkvæmum og allra síst með ókunnum manni og hrein- lega alls ekki þegar menn eru orönar opinberar persónur eins og Heiðar er. Heiðar hefur kom- iö fram og beðist velvirðingar á þessum mistökum og gefið þá skýringu aö sérstaklega illa hafi staöið á fyrir sér andlega. Fréttirnar af þeim Hugh Grant og Heiðari snyrti sýna glögglega aö þaö er ýmislegt sem menn geta ekki leyft sér aö gera og ef frægir menn leyfa sér slíka hluti er þeim voöinn vís. Þaö má ekki pissa bak við hurö og ekki kast grjóti oní skurð. Ekki kaupa sér gleðikonu á Sunset Bulevard og ekki fitla viö sjálfan sig í partýi að öörum manni ásjáandi. Kikk ab klekkja á frægum Mönnum getur sýnst eitt og annaö um þær hvatir frægra manna að stefna framtíð sinni í hættu meö svona vitleysu. Hitt er þó ekki síður erfiðara að skilja, en þaö eru viöbrögö þess sem verður vitni að niðurlæg- ingu Heiðars á Akureyri. Að fara aö taká myndir eru t.d. afar sér- kennileg viðbrögö manns sem hefur oröið fyrir því aö blygð- unarkennd hans hefur veriö særö. Þó eru þaö enn sérkenni- legri hvatir sem liggja aö baki hjá þeim mönnum eöa manni sem kemst yfir þessar myndir og sendir þær út á Internetiö svo öll þjóðin og þar með talin börn og unglingar megi sjá þær. Viö slíku er tæplega hægt að bera viö stundarvitleysu því það er talsvert mál að framkalla slíkar myndir og síðan skanna þær inn á Netið og senda þær út. Þess vegna hlýtur aö vera um talsverða grimmd að ræða og löngun til aö niöurlægja eins mikiö og kostur er. Sá sem stendur í slíkri dreifingu er svo sannarlega rekinn áfram af óvenjulegri ónáttúru. Þetta er sama smámennahvötin og hjá þeim sem biöu í leyni eftir aö góma Grant meö gleðikonu: „kikkið" aö klekkja á einhverj- um frægum. Garri 63 lúsablesar? Greinarhöfundur fór i Vesturbæj- arlaugina fyrir nokkrum dögum, sem ekki er í frásögur færandi. Heiti potturinn var fullur af fólki, og einn af hópnum, ræðinn eldri maöur sem ég hitti stundum þar, tók mig tali um ástand og horfur og kosti og galla ríkisstjórnarinn- ar. Þegar viö felldum niöur talið, kemur í pottinn eldri maður og viðmælandi minn heilsar honum og segir honum aö hér sé hann aö tala viö einn af þingmönnun- um. Þá bregður svo viö að komu- maöur bregst hinn versti viö og lýsir því yfir aö þeir séu lúsablesar og hann fyrirlíti þá alla. Síðan settist hann með samanbitnar varir í hæfilegri fjarlægö frá þess- um voðalega manni. Þaö sló heldur vandræöalegri þögn á viðstadda og um stund mátti heyra saumnál detta. Ég sá þann kost vænstan aö gangsetja vatnsnuddið í pottinum til þess aö rjúfa þögnina, og fyrr en varöi fékk fólkiö málið á ný. Einsleitir hópar Ég hef heyrt aö umtalið um þingmenn um þessar mundir hjá þjóöarsálinni sé ekki mjög gott, þótt ekki nái ég aö fylgjast með því öllu saman. Yfirlýsingar sundlaugargestsins voru ómur af því á kjarnyrtri íslensku. Ég fór að hugleiöa aö illa væri nú komið fyrir þessari þjóð að kjósa yfir sig 63 fyrirlitlega lúsablesa. Það er ljótt ef satt er. Ég trúi því nú enn aö þetta sé dálítið oröum aukið. Hins vegar setti maöurinn okk- ur alla undir sama hattinn, talaöi um allt þingmannaliðið í einni kippu eins og hér væri nánast um einsleitan hóp aö ræöa. Þetta er ekki nýtt og algengt er aö heyra talað um ákveöna hópa í þjóðfé- laginu eins og þeir einstaklingar, sem þá fylla, séu allir eins. Það em æði margir sem gera sig seka um þetta, og dæmiö úr heita pottinum er aðeins eitt lítið dæmi hvað þetta varöar. Allt of víða verða fyrir í tali manna vísar að fordómum um ákveðna þjóö- félagshópa. Um þetta eru mý- mörg dæmi. Fordómar Svo ég byrji á kollegum mínum stjórnmálamönnunum, þá er nokkuö algengt að heyra þá tala um fjölmiölamenn í einni kippu sem fólk sem snýr hlutunum á haus og afbakar veruleikann og slítur hann úr samhengi. Ég hef líka heyrt fólk úti á landsbyggð- inni tala um Reykvíkinga sem einn hóp manna, sem séu upp til hópa afætur á þjóðfélaginu. Ýms- Á víbavangi ir Reykvíkingar tala oft á tíðum á nákvæmlega sama hátt um hndsbyggðarmenn og bændur. Útgeröarmenn eru upp til hópa stimplaðir sægreifar, embættis- menn eru kallaðir kerfiskarlar og svona mætti lengi telja. Einu sinni voru heildsalar undirrót alls ills, bankastarfsmenn vom kall- aðir blýantsnagarar og svona gengur þetta áfram án enda. Reynt er á víxl að alhæfa um fylg- ismenn stjórnmálaflokka. Allt þetta tal er góöur jarðvegur fyrir fordóma. Veruleikinn er þannig að í öll- um þjóöfélagshópum, úti á landsbyggöinni, í þéttbýlinu, í fjölmiölum, inni á Alþingi og í embættismannakerfinu, í bönk- um, í útgerö og verslun eru ein- staklingar meö ólíkar skoðanir og persónueinkenni. Innan stjórn- málaflokkanna er fólk meö ólíkar skoöanir. Ég á mér þann draum að fólk líti á einstaklíngana og dæmi þá sem slíka af skoðunum sínum og geröum, en alhæfi ekki um ákveðna hópa í þjóðfélaginu eins og er allt of algengt. Ná- grannakryturinn er afsprengi af þessum fordómum, en hann er víða nógur hérlendis. Hin alvarlegri stig fordómanna Hins vegar geta þessir fordómar færst á ennþá alvarlegra stig. Þeg- ar fólk er fariö aö trúa því aö hvít- ur Noröurlandabúi sé öörum mönnum framar að visku og þroska og öllu atgervi, þá er skör- in farin aö færast upp í bekkinn. Sjálfsálitið, sem felst í slíkri af- stöðu, er ekki mjög hugnanlegt. Kynþáttafordómar hafa leitt af sér margan harmleikinn í veröld- inni, en ekki er ætlunin að þessu sinni aö kafa djúpt í þau mál. Hins vegar hrökk ég dálítið við, þegar mér var tjáö aö í þætti á Stöö 2 hjá Stefáni Jóni Hafstein heföu verið greidd atkvæði um hvort Íslendingar ættu að taka viö útlendingum inn í landið, og tveir þriðju heföu verið sammála fulltrúa frá Norrænu mannkyni sem hafi verið boöiö til umræö- unnar. Hér á landi viröist vera góöur jarðvegur fyrir fordóma, því er verr. Þessar hugsanir um hina ein- sleitu hópa vakna hjá mér þegar ég heyri rætt um þingmenn eins og nánast sé um eina skoðun og einn vilja í þeim hópi aö ræöa. Þess vegna spruttu þessar hug- Ieiöingar af ávarpi sundlaugar- gestsins, sem vonandi er búinn aö taka gleöi sína á ný. Ég vil aö sjálfsögöu taka það fram aö ég tel engan lúsablesa eiga sæti á þingi og hef þá trú á þjóðinni aö hún heföi ekki kosiö slíka menn, en hins vegar sitja á þingi afskaplega ólíkir einstaklingar sem ekki er hægt aö tala um í sama orðinu, hvorki um skoöanir eöa hæfni til starfa. J.K.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.