Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 11
Föstudagur 10. nóvember 1995 wfJwfww 11 Bima Björnsdóttir Bima Bjömsdóttir fœddist 27. janú- ar 1936 á heimili foreldra sitma á Grund í Ólafsvík. Hún lést 1. nóv- ember sl. á heimili sínu að Logafold 53 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Bjöm fónsson, sjómaður í Ó- lafsvík, og Kristín Bjamadóttir, kona hans. Bjöm og Kristín eignuð- ust 8 böm. Þau voru, auk Bimu: Bjamdís Inga, sem lést á bamsaldri; Fríða fenný, húsmóðir, dáin 1965; Bára, hjúkrunarkona, dáin 1985. Þau, sem eru á lífi, eru: Jón, fv. starfsm. Vegagerðar ríkisins, Ólafs- vík; Þorgils, starfsm. Vegagerðar rík- isins, Ólafsvík; Helgi, verktaki í Garðabœ, og Sigríður, húsmóðir í Reykjavík. Bjöm á Grund lést 1937 aðeins 47 ára og Kristín kona hans 21. mars 1979. Bima stundaði nám í húsmœðra- skólanum Ósk á ísafirði 1956- 1957. Þann 29. ágúst 1958 giftist Bima Maris G. Marissytn sjómanni frá Bolungarvík. Þau komu sér upp heimili að Vallholti 4 í Ólafsvík. Þau eignuðust sex böm, öll fœdd í Ólafsvík. Þau eru: Ásdís, f. 14/6 1958, tttaki Kristinn Valur Kristó- fersson, böm þeirra Bima og Sara, heimili í Reykjavík; Kristín Björk, f. 30/71962, maki Sigurður Valditnar Sigurðsson, böm Lea Hmttd, Sif, Magnús Darri og Gils Þorri, heimili á Hellissandi; Omar, f. 21/2 1964, maki Ingibjörg Steinþórsdóttir, böm Jóhann Óttar, Rakel, heimili á Ó- lafsvík; Maris Gústaf, f. 15/11.1967, sambýliskona Auður t MINNING Amarsdóttir, böm Amar Levy, Kristín Bima, EllertAmar, heimili í Reykjavík; Nína Sif, f. 22/8 1971, er í heimahúsum; Gerður, f. 12/9 1978, er í heimahúsum. Bima lést 1. nóv. sl. á heimili sínu, Logafold 53, eftir nœr 5 ára baráttu við illvtgan sjúkdóm. Bálfór hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 10. nóv., og hefst athöfhin kl. 13:30. Birna var yngst systkinanna á Grund. Hún var strax sólargeisl- inn á Grundarheimilinu. Þegar Björn faðir hennar lést, var hún rúmlega ársgömul. Harmur heim- ilisins var mikill og sár, en litla, fallega dóttirin, sem ekki skildi þá hvað geröist, sefaði sorgina og var strax í aðalhlutverki hjá móður sinni og syskinahópnum. Þannig var Birna á Grund. Hún átti alla ævi eiginleika ljúf- mennsku og hæversku, sem gerði það að verkum að öllum, sem hún umgekkst, þótti vænt um hana og vildu eiga hana að vini. Sem unglingur átti ég því láni að fagna aö vera heimagangur á Grund, viö vorum systkinabörn. Meðan Björn heitinn lifði voru kvöldvökur hans á Grund mikil- vægur þekkingarbrunnur fyrir börn hans og frændsystkini. Þetta hjálpaði Kristínu og börnum þeirra að standa þétt saman og sigrast á sorgum við ótímabært fráfall hans. Baráttusaga Kristínar á Grund með börnum sínum veröur ekki rakin hér. Sagan um hvernig Kristín á Grund sigraði alla erfið- leika er hetjudáð, sem vert væri að festa á blað, saga sem greinir frá lífsbaráttu og hetjudáð og styrkri trú á hið góða í lífinu. Hún ól börn sín þannig upp að þau voru órofa heild og tóku höndum saman með móöur sinni með það markmið að sigra alla erfiðleika. Við þessar aðstæður mótaðist fal- lega stúlkan Birna á Grund, hún öðlaöist þrek og jákvætt viðhorf til lífsins. Birna var strax í æsku með mikla hæfileika fyrir alla hand- mennt og eftir nám í húsmæðra- skólanum Ósk á ísafirði 1956-57 var hún velmótuð á þessu sviði. Lífsförunautur hennar var þá kominn í spilið. Hann var ungur dugmikill sjómaður frá Bolungar- vík, Maris Gilsfjörð Marisson. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband í Ólafsvík 29. ágúst 1958. Þau byggðu sér heimili að Vallholti 4 í Olafsvík. Þar komu hæfileikar Birnu í ljós. Heimili þeirra var ávallt fallegt og smekk- vísi Birnu naut sín vel. Börnin fæddust hvert af öðru, allt hæfi- leikafólk. Maris gerðist umsvifa- mikill. Hann tók að sér umboð fyrir Olíuverslun íslands í Ólafs- vík og nágrenni með tilheyrandi verslun, sem hann starfrækti í 23 ár. Aðalvettvangur Birnu var heimilið og uppeldi barnanna, sem var til fyrirmyndar á flestum sviðum. Maris dáði eiginkonu sína og vildi veita henni sem mest af lífs- ins gæðum. Þau gengu í ferða- klúbbinn „Eddu" 1981. Tilgangur klúbbsins voru ferðalög um heimsbyggðina. Birna og Maris voru virkir þátttakendur og sér- lega vinsælir ferðafélagar. Það hefi ég eftir félögum þeirra, sem búsettir eru víðs vegar um landið. Ein síðasta ferðin, sem þau tóku þátt í, var heimsferð, þar sem meðal annars var farið til Ástral- íu. Þau nutu þessara ferða og juku þær enn á hamingju þeirra og samhug. í Ólafsvík byggðu þau upp Gistiheimili við Ólafsbraut, sem þau starfræktu í eitt ár. Á þessu tímabili blasir hamingjan við þeim, börn þeirra eru flest að verða fullorðin og eru að móta framtíð sína og barnabörnin koma til. Þau sjá fram á notalega framtíð. í ágúst 1990 flytjast þau alfarin frá Ölafsvík til Reykjavík- ur, þar sem þau koma sér upp fal- legu heimili. Þau keyptu mat- vöruverslun í Reykjavík að Bræðraborgarstíg 1, sem Maris rekur undir sínu nafni. í október 1990 dregur ský fyrir sólu, Birna veikist og grei'nist með krabbamein. Þetta var mikiö áfail. Þarna kom samhugur og mann- kostir Birnu og Maris í ljós. Þau stóbu fast saman, æðruleysi og sterkur vilji auðkenndi þau bæði í baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm. Ákvörðun Birnu að gef- ast ekki upp, fá að dveljast á heimili sínu milli abgerða, sýnir best þolgæði hennar og sterka skapgerð. Styrkur Maris og barn- anna hlýtur að vekja abdáun, hversu vel þau stóbu sig í þessari löngu baráttu. Maris var ávallt við hlið Birnu, vakti yfir henni og gerði allt sem í mannlegu valdi stób til að létta þjáningar hennar. Birna frá Grund er horfin yfir móðuna miklu. Við, sem eftir stöndum, erum ráðþrota og harmi þrungin. Ég vil þakka Birnu samfylgdina gegnum lífiö. Hún hafði djúp á- hrif með ljúfmennsku sinni, hæversku og jákvæbu viðhorfi til manna og málefna. Vib Björg og fjölskylda okkar kveðjum Birnu með viröingu og þökk og biöjum góðan Guð aö styrkja Maris og börnin öll í sorg þeirra. Minningin um Birnu frá Grund mun lifa. Alexander Stefánsson NYJAR BÆKUR Fleiri gamlar vísur handa nýjum börn- um Bókaútgáfan FORLAGIÐ hef- ur sent frá sér bókina Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum. Guðrún Hannesdóttir bókasafnsfræðingur hefur valið í bókina gamlar vísur, þulur og kviðlinga sem hún hefur fundið í ýmsum prentuöum og óprent- uðum heimildum og fórum fólks, sem geymdi efnið í minni sér. Guðrún hefur einnig mynd- skreytt vísurnar á afar smekkleg- an og skemmtilegan hátt og er hver vísa felld inn í litprentaða teikningu. Fleiri gamlar vísur handa nýj- um börnum er sjálfstætt fram- hald af bókinni Gamlar vísur handa nýjum börnum, sem kom út í fyrra. Hlaut bókin mik- ib lof og voru henni veitt verð- laun fyrir útlit og hönnun, bæbi af Barnabókaráðinu og af Sam- tökum iðnaðarins. Fleiri gamlar vísur handa nýj- um börnum er 36 bls., prentuð í Um 10. hluti gjaldeyristeknanna í vexti af erlendum lánum og nœr fjóröungur í afborganir: Vaxtagreiöslur til útlanda um 47 milljarðar á 3 árum Áætlaö er að íslendingar verbi ab greiba tæplega 47 milljarba króna í vexti af erlendu skuld- unum sínum á árunum 1994- 96, samkvæmt útreikningum Seblabankans. Upphæbin samsvarar kringum ÍÓ. hluta áætlabra útflutningstekna þjóbarinnar og rúmlega 700.000 kr. ab mebaltali á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu í landinu. „Vaxtajöfnuöur (vaxtagreiðsl- ur að frádregnum vaxtatekjum) við útlönd var neikvæður um 15,5 milljaröa króna í fyrra, og nú er áætlað að hann verði óhagstæður um 16 milljarða króna í ár og um 15,4 milljarða króna á næsta ári. Hreinar vaxtagreibslur til útlanda nema nú um 9-10% af útflutnings- tekjum og um 3,5% af vergri landsframleiðslu", segir í nýrri greinargerö Seblabankans um greiðslujöfnuð og erlendar skuldir. Meðalvextir erlendra lána voru 6,2% í fyrra og eru áætlaöir um 6,3% á þessu ári og 6% á því næsta. Löng erlend lán íslendinga námu 258 milljörðum króna á miðju þessu ári. Hrein skulda- staða við útlönd, þ.e. öll lán að frádregnum peningalegum eignum erlendis, nam hins veg- ar um 222 milljörðum króna í júnílok og hafði upphæðin haföi þá lækkað um 7 milljarða frá áramótum. Greiðslubyrði af- borgana og vaxta af löngum er- lendum lánum var orðin 34,6% allra útflutningstekna þjóðar- innar á síöasta ári og hafði þá vaxið úr 14,1% útflutningstekn- anna árib 1980. Afborganir eru áætlaöar um 26 milljarbar á þessu ári. ■ Sigurður Pálsson. Prentsmiðjunni Odda hf. og kostar 1.390 kr. Frelsið og lífs- háskinn Bókaútgáfan FORLAGIÐ hef- ur sent frá sér ljóðabókina Ljóð- línuskip eftir Sigurð Pálsson. Þetta er áttunda ljóðabók Sig- urðar, sem hefur verið kallaður skáld margbreytileikans, frelsis- ins og lífsháskans, og má líta á hana sem einn hlekk í heildar- ljóðverki þessa höfundar, sem stendur í fremstu röð íslenskra ljóðskálda. Ljóðlínuskip er óvenju hnit- mibuð í byggingu og formsmíöi. Ljóðlínuskipið siglir stöðugt að og frá landi og á línuna veiöir skáldið orð, myndir og líkingar sem smám saman raðast í heild- stæða mynd af vegferð manns- ins frá fæðingu til dauða. Öðr- um þræði er þessi bók óður til unaðssemda lífsins, þó ljóst sé að tilveran hýsir hið illa ekki síður en hið góða og fagra. Ljóðlínuskip er 82 bls. Kápu gerði Steingrímur Eyfjörð. Bók- in er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. og kostar hún ,2.480 kr. Knöpp Ijóö Út er lcomin bókin Fjögra mottu herbergið eftir japanska hækusmiðinn Matsuo Bashö. Japanska hækan er eitt knapp- asta ljóðform sem þekkist. Hún er náttúruljóð, andartaksmynd, snöggrissuð, oft eins og dropi sem gárar vatnsflöt, en líka eins og elding sem lýsir upp veraldir. Skáldið og zenmunkurinn Matsuo Bashö (1644-1694) er talinn meistari japönsku hæk- unnar. Hann átti stóran þátt í að hefja hækuna til vegs og virð- ingar með því að einfalda hana, skerpa og dýpka, svo nú er hún talin merkasta framlag Japana til heimsbókmenntanna. í bók- inni birtist úrval verka þessa mikla hækusmiðs. Óskar Árni Óskarsson þýddi og ritaði inngang. Bókin er prentub í Gutenberg. Kápugerð annaðist Snæbjörn Arngríms- son. Útgefandi er BJARTUR. Verð bókarinnar er 1.595 krón- ur. Framsóknarflokkurínn Framsóknarvist Framsóknarvist ver&ur spiluð sunnudaginn 12. nóvember kl. 14.00 í Hótel Lind. Veitt ver&a þrenn ver&laun karla og kvenna. Haraldur Ólafsson dósent flytur stutt ávarp í kaffi- hléi. A&gangseyrir er kr. 500 (kaffiveitingar innifaldar). Framsóknarfélag Reykjavíkur Haraldur Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Félag framsóknarkvenna í Reykjavfk skorar á félagskonur a& taka þátt í rábstefnu B.K.R. mi&vikudaginn 15. nóvember kl. 18.00 um manninn í umhverfinu. Rá&stefnugjald og llttur kvöldveröur kr. 1.000. Upplýsingar og þátttökutilkynningar á skrifstofunni. FFK umrm Vinn ngstöiur 8.11.1995 j VINNINGAR FJÖLDI VINNING A UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 6 af 6 0 47.740.000 5 af 6 +bónus 1 290.180 5 af 6 3 76.000 Kjj 4 af 6 210 1.720 3 af 6 +bónus 834 180 fjjvinningur er tvöfaldur næst Aðaitölur: (3)(§)(25) @(3l)(46) BÓNUSTÖLUR ©(§)(§) Helldarupphæð þessa vlku: 48.769.500 áísi.: 1.029.500 UPPtYSIHQAR. 8ÍMSVAW 66 15 11 LUKKULÍHA W 10 00 * TEXTAVARP 491 •I«T MkD pymAVARA uu FfltNrvatuR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.