Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 16
Veörib (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.B0 í gær) Föstudagur 10. nóverriber 1995 I Suburland tll Brelbafjarbar: Hæq nor&læq eöa breytileg átt. Léttskýi- ab. Hiti 0 til 4 stig. • Vestfirbir: Hæg norðlæg eba breytileg átt og léttskýjaö víbast hvar. Hiti nálægt frostmarki. • Strandir og Norburland vestra: Norban gola eba kaldi og él. Hæg breytileg átt og léttskýjab síbdegis. Hiti verbur nálægt frostmarkk • Norburland eystra oq Austurland ab Glettingi: Norban gola eba kaldi og él. Sibdegis fer ao létta til meb minnkandi norban átt. Híti verbur nálægt frostmarki. • Austfirbir: Norban kaldi eba stinningskaldi og slydduél. Fer ab létta til meb minnkandi norban átt síbdegis. Hiti 1 til 3 stig. • Subausturland: Norban gola eba kaldi. Hæg breytileg átt síbdegis. Létt- skýjab. Hiti 1 til 5 stig. Húsbréfalániö hcekkaöi um 6.500 kr. vegna 25% veröhœkkunar lottómiöa: Um tvöfalt meira í lottó en kartöflur Lottómiðakaup vega þyngra í heimilisútgjöldum vísitölu- fjölskyldunnar heldur en ýmsir hafa kannski áttaö sig á. Þannig olli 25% verbhækk- un á lottómiðum í október 0,13% hækkun á vísitölu neysluverðs núna í nóvember. Sú hækkun hefur meðal ann- ars þau áhrif, að höfuðstóll 5 milljón króna verbtryggðs húsbréfaláns hækkar um 6.500 kr. Þessi 25% verðhækk- un á lottómiðum eyddi þann- ig nær allri þeirri lækkun, sem varb á vísitölunni af völdum Subaru tryggir þér gæði og öryggi Öryggi Subaru er búinn sterkri stáiöryggisgrind um farþegarýmið, bæði í mælaborði og hurðum. Krumpusvæði eru bæði að aftan og framan sem draga úr höggi. Nýtt og betra verð á Subaru Legacy Betra verð: Subaru Legacy 4WD skutbíll kr: 2.134.000,- Subaru Legacy 4WD skutbíll, sjálfskiptur kr: 2.264.000,- Subaru Legacy 4WD 4ra dyra kr: 1.997.000,- Subaru Legacy 4WD 4ra dyra, sjálfskiptur kr: 2.321.000,- Staðalbúnaöur: fjórhjóladrif, vökvastýri, raf- drifnar rúður, samlæsingar, útvarp og segulband. Sjálfskipting og fjórhjóladrif Fjórhjóladrifinn Subaru er með sjálfskiptingu sem hægt er að stilla á sparnaðar- eða spyrnu- stillingu aftir því sem við á. Þar að auki er sérstök "Hold" stilling fyrir akstur f hálku og snjó sem eykur enn á öryggið í umferðinni. Stór Subaru sýning um helgina frá kl. 14 - 17 Ingvar Helgason hf. _______ Sævarhöfða 2 ■"====- Sími 525 8000 Subarusýning kl. 14-17 um helgina Bifreibaverkstæbi Sigurbar Valdimarssonar Óseyri 5A Akureyri 6% verblækkunar grænmetis og ávaxta. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar nema kaup á lot- tómiðum um 0,7% af grund- velli neysluverðsvísitölunnar, sem byggist á neyslukönnun meöal landsmanna. Með öðrum oröum fara 0,7% af heildarút- gjöldum vísitöiufjölskyldunnar til kaupa á lottómiðum. Það er t.d. kringum tvöfalt hærra hlut- fall en fjölskyldan ver til kaupa á kartöflum og öðrum vörum sem úr þeim eru unnar (m.a. frönskum). Heldur meira fer líka í lottóið en til kaupa á kaffi/te/kakó/súkkulaði (0,6%). Öll fiskinnkaup fjölskyldunnar nema hins vegar 1% heimilisút- gjaldanna, eða heldur meiru en fer í lottóið. Lottóið er samt ekki nema hluti þeirra miklu fjármuna sem vísitölufjölskyldan ver til kaupa á vinningsvon. Samkvæmt vísi- tölugrundvellinum fara alls 1,7% heimilisútgjaldanna í happdrætti, lottó og annað slíkt — sem er t.d. meira en tíundi hluti (11%) af öllum matarinn- kaupum fjölskyldunnar. Fróðlegt getur verið að bera þetta hlutfall saman við ýmsa aðra nauðsynjaliöi í heimilisút- gjöldunum: Happdrætti/lottó ..... 1,7% Húshitun 1,7% Skófatnabur 1,0% Rafmagnstæki 0,8% Barnaheimili/húshjálp 1,1% Póstur og sími 1,0% Skólaganga 1,5% Áfengi/bjór 1,6% Tóbak 1,7% íslenskar fjölskyldur verja þannig nokkurn veginn sömu upphæb í kaup á happdrættis- og lottómiðum eins og til að hita upp öll íbúðarhúsin sín, og næstum eins miklu í lottóið eitt eins og til kaupa á öllum raf- magnstækjum til heimilanna (sem fæstir ieggja í nema með afborgunum eða raðgreiðslum). Lottómiðakaupin virðast þann- ig glöggt dæmi um sannleiks- gildi gamla máltækisins: „Margt smátt gerir eitt stórt".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.