Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.11.1995, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 10. nóvember 1995 Sarajevostjórn heröir kröfur sínar á hendur Bosníu-Serbum og grunnt er á því góba milli hennar og Kró- ata Vi&ræöur í þeim tilgangi að koma á fri&i í fyrr- verandi Júgóslavíu eru fyrir skömmu hafnar á hóteli á Wright-Patterson-flugvelli í Dayton í Ohio. Warren Christopher, utanríkisráö- herra Bandaríkjanna, setti rá&stefnuna me& ræ&u, a& sjálfsög&u á ensku. Túlkar voru til sta&ar að þý&a ræö- una á fimm tungumál (eins og þa& var látiö heita): frönsku, rússnesku, bosnísku, króatísku og serbnesku. Me& „bosnísku" mun vera átt vi& mál Bosníumúslíma. Nú vill svo til aö þrjú síðast- töldu málin eru af flestum mál- fræðingum og flestum öðrum talin eitt og sama málið, serbó- króatíska (eða króatóserbneska). En hátrið milli stríðsaðila á vest- anverðum Balkanskaga er orðið það magnað að sumir þeirra a.m.k. treysta sér ekki til að horfast í augu við þá málfræöi- legu staöreynd að þeir hafa allir eitt og sama móðurmálið. Bandaríkin stjórna Þetta segir sína sögu um hug- arfarið í Bosníu (sem Bosníu- maöurinn og nóbelshöfundur- inn Ivo Andric kallaði „land hatursins") og grannlöndum hennar. Og varla lofar þaö mjög góðu um árangur Dayton-ráð- stefnunnar og samskipti hlutað- eigandi þjóöa í framtíðinni. Það fer ekki leynt að það eru Bandaríkin, sem stjórna þessum þætti. Táknrænt fyrir þaö má telja að viðræðurnar fara fram í bandaríska Miövestrinu og á einum af völlum bandaríska flughersins. Undanfari friðar- viöræðnanna var sókn herja Króata og Bosníumúslíma eftir að flugher NATO hafbi rutt fyrir þá brautina. í þeim bardögum fóru Bosníu-Serbar mjög hall- oka og misstu stór svæði, sér- staklega sunnanvert í Vestur- Bosníu, enda áttu þeir þar viö að etja ofurefli landhers og öfl- ugasta fluglið veraldar. Þaraf- leiðandi er staða Bosníu-Serba í Dayton-viöræðunum allmiklu veikari en aðstaba þeirra til samninga var fyrir áminnsta sókn. Nýja Júgóslavía flytur mál þeirra, en hún hefur lítinn stuðning í bakiö á alþjóðavett- vangi og virðist vilja mikið til vinna að losna við viðskipta- bann Sameinuðu þjóbanna og komast í fulla sátt viö heims- samfélagið. Að því skapi hafa stjórnirnar í Sarajevo og Zagreb hert á kröf- um sínum, meö meira eða minna ákveðnum stuðningi Bandaríkjanna. Bandaríkin taka nú ákveðiö undir það með Sarajevostjórn múslíma ab öll Bosnía verði áfram eitt ríki, þar sem múslímar vegna fjölda síns hlytu að rába mestu. Fyrr lá í loftinu að samþykkt yrði í raun að lýðveldi Bosníu-Serba, með stjórn í Pale, sameinaðist nýju Júgóslavíu (Serbíu- Svartfjalla- landi), en í bráðina a.m.k. virð- ist vera búiö með það af Banda- ríkjanna/Vesturlanda hálfu. Bandaríkin taka og undir þá kröfu Króatíu aö algert skilyröi fyrir friði sé aö Serbar afhendi sneið þá af Austur-Slavóníu sem enn er hluti af þeirra yfirráða- svæöi. Króatísk kona í Krajina meö „ herfang " úr yfirgefnum híbýlum Serba: þrátt fyrir sigra Króatíuhers hefur Tudjman misst fylgi heima fyrir. Friöur í „landi haturs"? Skotiö af sprengjuvörpu íBosníu: flugher NATO ruddi brautina fyrir Kró- ata og Bosníumúslíma. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON Múslímar í friöar- gæsluliö Sarajevostjórnin krefst þess ennfremur að allir þeir, sem liggi undir ákærum fyrir stríðs- glæpi, verði útilokaðir frá kosn- ingum í framtíðinni. Má vera að á bak við þetta sé viðleitni til að lama forystu Bosníu-Serba, þar eð til þessa hafa Vesturlönd tek- ib undir stríðsglæpaákærur á hendur þeim svo til eingöngu, en hundsað hliðstæðar ásakanir á hendur öðrum stríðsaöilum. Ennfremur krefst Sarajevostjórn bæjarins Brcko í Noröur-Bosníu, sem nú er undir yfirráðum Serba, í þeim tilgangi að geta ráöið samgöngum milli svæða Serba í Austur- og Vestur-Bos- níu. Þar með er hætt við að nú- verandi serbneska Bosnía yrði klofin í tvennt. Sarajevostjórn vill og aö fyrirhuguðu fribar- gæsluliði á vegum NATO o.fl. verði skipað niöur um alla Bo- sníu, ekki einungis á markalín- um milli stríðsaðila. Síöast en ekki síst vilja Bosníumúslímar að íslömsk ríki taki þátt í þeirri gæslu og sendi til hennar ekki minna lið en Rússland. Hér virðist vera um ab ræða framhald af þeirri viðleitni ráða- manna Bosníumúslíma, sem þeir hafa ástundað frá upphafi stríðsins þar, að koma Vestur- löndum til aö leggja Bosníu alla undir Sarajevostjórn. A bak við tillöguna um niðurskipan frið- argæsluliðsins er ab líkindum von um, að það liö muni draga taum Sarajevostjórnar og lama viðleitni Palestjórnar til að stjórna þeim hluta landsins, sem henni verbur úthlutað. Með þátttöku íslamsríkja í frið- argæslunni á líklega að tryggja þrýsting á Vesturlönd, með þab fyrir augum að friðargæsluliðið frá þeim verði Sarajevostjórn innan handar. Enn ein af kröfum Sarajevo- stjórnar er á þá leið að allt það herliö Króatíustjórnar, sem nú er í Bosníu, verði fariö þaðan ekki síbar en mánuöi eftir und- irritun friðarsamnings. Þríhliöa viöureign Hér er minnt á að stríðiö í Bosníu er þríhliba viöureign, þar sem Bosníumúslímar og Króatar hafa stundum barist af eitthvab álíka grimmd og Bo- sníumúslímar og Serbar og Kró- atar og Serbar. Bosníu-Króatar hafa í raun eigiö ríki, Herceg- Bosna, í Bosníu-Hersegóvínu, og fátt bendir til þess að þeir séu viljugri en serbneskir landar þeirra til aö gefa sig undir ráð Sarajevostjórnar. Á sama hátt og Bosníu-Serbar vilja sameinast Serbíu-Svartfjallalandi vilja Bos- níu-Króatar sameinast Króatíu. Undir það tóku króatísk stjórn- og yfirvöld eftirminni- lega í kosningunum í Króatíu um s.l. mánaðamót. Margir Bos- níu-Króatar höfðu áður fengið ríkisborgararétt einnig í Króatíu — þ.e. tvöfaldan ríkisborgara- rétt — en fyrir kosningarnar bætti Króatíustjórn um betur í því efni og veitti „Króötum er- lendis" kosningarétt, einnig þeim sem ekki höfðu borgara- rétt í Króatíu. Drjúgur meiri- hluti þessara kjósenda erlendis voru Bosníu-Króatar. Talsverðar líkur eru á ab þetta hafi ráðiö úr- slitum um ab Lýðræðissamband Króatíu (betur þekkt undir skammstöfuninni HDZ), flokk- ur Tudjmans Króatíuforseta, hélt meirihluta sínum á þingi. í kosningunum sýndi sig sem sé að talsvert var farið að draga úr vinsældum forsetans og flokks hans innanlands, en hins vegar er talið aö Tudjman hafi fylgi mikils þorra Bosníu-Króata, lík- lega helst vegna þess að þeir treysti honum best til að forða þeim frá því að lenda undir Sarajevostjórn. ■ Christopher: setningarrœöa hans var þýdd á „fimm" tungumál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.