Réttur


Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 2

Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 2
Það er helst að örli á ábyrgðartilfinningu hjá vissum stjórnmálaforingj- um Vestur-Evrópu, er þeir horfast í augu í tortímingarhættu af hendi trúar- ofstækismannanna, en eru raunsæismenn sjálfir. Wilhelm Schmidt, ríkis- kanslari Vestur-Þýskalands segir: ,,Að tala um Afghanistanmálið sem mestu stjórnmálakreppu eftirstríðsáranna er hlægilegt." ,,Spiegel“ telur utanríkis- pólitík Bandaríkjanna hrunda til grunna fyrir aðgerðir Carters (5. maí blað- ið). Giscard d’Estaing, Frakklandsforseti, telur ekki Carter ráða því við hverja hann tali (Varsjár-fundurinn með Bresjnev). - Það er sem ómur væri af sjálfstæðissvari forna íslendingsins: „Heyra má eg erkibiskups boðskap, en ráðinn er eg í að hafa hann að engu.“ - Jafnvel ábyrgir stjórnmálaritarar í Washington telja Carter sæmast að afsala sér tilkalli til forsetaembættis. Þeir íslenskir stjórnmálamenn taka á sig þyngstu ábyrgð, sem með því að blekkja þjóðina, gera hana að fórnarlambi þess tortimingarstríðs, sem Bandaríkjaforseti, fullur ofmetnaðar auðs og atomsprengna vegna, kynni að hleypa af stokkunum í alblindu ofstæki sínu. Þeirra huggun er máske sú, að engir yrðu eftir til að kalla þá til ábyrgðar fyrir verk sín. Heimskreppa auðvaldsins breiðist út. Það er sem hægur efnahagslegur jarðskjálfti fari um auðvaldsheiminn, svo jafnvel auðrisar riða til falls. Stál- hringur Bandaríkjanna (U.S. Steel Co) tilkynnir 40% minnkun pantana á 5 vikum. Chrysler, þriðji stærsti bílahringur Bandaríkjanna, er á barmi gjald- þrotsins og óvíst að honum verði bjargað. í Vestur-Þýskalandi berst AEG, næststærsti rafmagnshringur landsins, við hættuna á hruni. í Bretlandi er allur bílaiðnaðurinn í bráðri hættu. - Þannig mætti lengi telja. Skammsýnir atvinnurekendur hér heima eru farnir að kvarta yfir „frels- inu“, er þeir gáfu Efta-hringunum til að drepa sig. Útflytjendur óttast hrun markaða í auðvaldsheimi. Það er hægt að halda þessari kreppu utan íslands, ef beitt er víðsýni og stórhug í viðskiptum, en ekki bara rekin vægðarlaus yfirstéttar-verðbólga, gengislækkun að amerísku undirlagi eða trúað á fals-frelsi leiftursóknar- boðbera. 1958 var þriðjungur íslenskrar utanríkisverslunar utan við kreppu- sjúkan kapítalismann - og gæti verið meiri nú, ef menn þyrðu - fyrir Was- hington. „Réttur“ hefur undanfarið einbeitt sér allmikið að heimsmálunum. Við vonum að næsta hefti verði fyrst og fremst helgað innanlandsmálunum: tveggja ára vinstri stjórn í Reykjavík og stjórnmálaþróun landsins eftir að leiftursókn afturhaldsins var hnekkt. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.