Réttur


Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 48

Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 48
Þessar nafnarunur þykja kannski ekki merkilegar, en þær hafa þó visst heim- ildargildi, þar sem upplýsingar um þessa viðburði liggja ekki á lausu útum allt. Og gildi þessarar menningarviku má m.a. marka af því, að Morgunblaðið, Vísir og Alþýðublaðið reyndu að þegja hana í hel. Morgunblaðið neitaði m. a.s. að birta borgaða auglýsingu um liana, en sakaði listamenn, sem fram komu á henni, um að þiggja Rússagulk Frá annarri menningarvikunni 1,—7. maí 1965 er það einna minnisstæðast, að j)á var Sóleyjarkvœði Jóhannesar úr Kötl- um frumflutt með þjóðlagatónlist að frumkvæði Péturs Pálssonar. Þá voru og frumsýnd leikritin Jóðlíf eftir Odd Björnsson og burlesca da camera eftir Tlior Vilhjálmsson: Ætlar blessuð mann- eskjan að gefa upp andann? Að þessum leiksýningum stóðu Baldvin Halldórsson, Bríet Héðinsdóttir, Bryuja Benedikts- dóttir, Erlingur Gíslason, Jóhanna Norð- I jörð, Leifur Ingvarsson, Pétur Einarsson og Þorsteinn Ö. Stephensen. Á þessari viku létu skáld einnig til sín taka, en það voru að þessu sinni Guð- bergur Bergsson, Guðmundur Böðvars- son, Halldóra B. Björnsson, Ingimar Er- lendur Sigurðsson, Jóhannes úr Kötlum, Jón Sigurðsson (nú Tímaritstjóri), Jón úr Vör, Þórbergur Þórðarson, Þorsteinn frá Hamri og Þorsteinn Valdimarsson, sem þá mun í fyrsta sinn hafa kynnt limr- ur sínar opinberlega. Það telst til nýlundu á þessari viku, að sýndir voru dansar við tónlist eftir Bela Bartok og stýrði Þórhildur Þorleifsdóttir þeim. Einnig flutti Sverrir Hólmarsson erindi með dæmum um gömul dans- kvæði. Flestum áðurnefndum atriðum á þesari viku fylgdi meiri eða minni tón- 112 listarflutningur, og hafði Atli Heimir Sveinsson mestan veg og vanda af Jæirri hlið málanna. Myndlistin varð ekki afskipt á þessari viku frenmr en hinni fyrstu, því að nú sýndu 35 listamenn verk sín á 2. hæð í Lindarbæ. Voru þar flestir hinir sömu og á fyrstu vikunni, en auk þeirra bættust við Alfreð Flóki, Ásgerður Ester Búadótt- ir, Haukur Dór Sturluson, Hjörleifur Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Jónas Svafár, Jón Gunnar Árnason, Sigurjón Jóhannsson, Snorri Sveinn Friðriksson og Steinunn Marteinsdóttir. Og enn sprakk Mogginn. Á listavökunni 1967 má telja til tíð- inda, að sýndir voru Jiættir úr leikritinu Ótti og eymd Þriðja Rikisins eftir Bert- olt Brecht í þýðingu Þorsteins Þorsteins- sonar og undir leikstjórn Erlings E. Hall- dórssonar. Mun það í fyrsta skipti, sem leikverk eftir þennan höfund fékk verð- uga meðferð á íslandi. Þá er og einkar minnisstæð ljóðadagskrá með baksviðs- tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson og Leif Þórarinsson. En hér hefur aðeins verið minnst á brot Jiess, sem fram fór á vökum þessum. Undirskriftarsöfnunin Aðalverkefni Samtakanna fyrsta árið var skv. ákvörðun Þingvallafundar undir- skriftasöfnun gegn hersetunni og fyrir hlutleysi íslands. Markmiðið var að gefa hverjum atkvæðisbærum íslendingi kost á að krefjast þess með undirskrift sinni, að herinn hyrfi á brott og herstöðvar allar yrðu lagðar niður. Undirskriftalistarnir báru eftirfarandi yfirskrift: Við undirritaðir íslendingar krefjumst þess,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.