Réttur


Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 5

Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 5
Tilgangurinn með þessum ægilega víg- búnaði og með stórfelldum fyrirætlunum um að auka hann, er að halda f. o. f. sem mestum hluta „þriðja heimsins" (þ. e. Suður-Ameríku, Afríku, þorra Asíu- ríkja) undir arðránskló sinni. Um Vestur- Evrópu verður rætt í annari grein síð- ar. En það sem gerir hættuna svo geig- vænlega nú — auk þess sem Bandaríkin undirbúa í Vestur-Evrópu — er að ýmsar þessara fornu nýlendna eða hálfnýlendna eru að brjótast undan kúgun vestræna auðvaldsins — og leiðtogar auðvaldsins virðast ærast við það. Nærtækasta dæmið er Iran: íran var að áliti Carters „eyja stað- festunnar í órólegustu landsvæðum heims“, „sökum framúrskarandi forustu- liæfileika keisarans" o. s. frv. Lesið ræðu Carters fyrir Iranskeisara, lialdna á garnl- árskvöld 1977 í Teheran, til að tjá keis- anum ,,ást“ og „aðdáun“ þjóðarinnar. (Hluti liennar birtnr í „Neistum“ Réttar 1979, bls. 136). Og nú kasta Bandaríkja- menn þessum „þjóðaiieiðtoga, sem þeir eiga meiri þakkarskuld að gjalda“ en nokkrum öðrum, eins og hræi frá sér af ótta við hvað ofstækismenn Múhameðs- trúar kunni að gera. Og lenda síðan í misheppnuðum innrásum eins og í apríl- lok — og segjast undirbúa nýjar — er kveikt gæti í öllu þessu eldfima olíu- svæði. Carter virðist vera annar ofstækismað- urinn til (eins og Komeni), — skynsöm- ustu borgaralegu stjórnmálamenn, amer- ískir og evrópskir, óttast glópskuna, er hann kunni að grípa til með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Það er táknrænt um hættuna, sem skynsamari borgaralegir stjórnmálamenn sjá, er Cyrus Vance, utanríkisráðherra segir af sér af því hann er andvígur íran- ævintýri Carters. Hann virðist heldur ekki hafa verið hafður með á leynifundi í „Camp David“ í nóvember 1979, jrar sem Carter, Mondale varaforseti og Broiun hermálaráðherra, Brezinski og Turner, yfirmaður CIA, lögðu á ráðin með æðstu herforingjunum um hvemig taka skyldi völdin í Iran — og Carter kvað það nauðsynlegt innan sex mánaða. Klaufaskapurinn, ofstopinn og valda- frekjan virðast haldast í hendur hjá þess- um ofstækismönum. Og þeir ráða ægi- legustu vígvélum heims: Kjarnorkuforði Bandaríkjanna er næg- ur til að drepa hvert mannsbarn á jörð- inni. I viðbót við 5 flotadeildir með 530 her- skipum og þar af 12 sérstökum árásar- flugvélamóðurskipum — er 6. flotadeild- in nú undirbúin fyrir Indlandshaf. Og svo á að bæta við 90 fullkomnustu kaf- bátum og 600 ofansjávarherskipum er til séu 1983. Bandaríkin einsetja sér að drottna á öllum heimshöfum — og svo eru til ginningarfífl, jafnvel í ríkisstjóm Islands, sem halda að allt þetta sé gert til varnar, vafalaust eins og níðingsverk bandarísku blóðhundanna í Víetnam í sjö ár! Bandaríkin kaupa sér að vinum verstu einvalda heims og byrgja þá að vopnum. Tökum dæmið af hinum siðlausa, forríka einvaldskonungi Saudi-Arabíu, — þess er O 1 I A brenna lét prinsessu fyrir ástarævintýrf og bannaði stórveldum „lýðræðisríkj- anna“ að sýna kvikmynd af þessu morði — og þessi ræfilsríki hlýttu eins og hund- ar — og gelta um leið um lýðræðið hjá sér. Bandaríkin ákváðu að selja þessum morðfursta 60 herflugvélar og annan her- 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.