Réttur


Réttur - 01.04.1980, Side 5

Réttur - 01.04.1980, Side 5
Tilgangurinn með þessum ægilega víg- búnaði og með stórfelldum fyrirætlunum um að auka hann, er að halda f. o. f. sem mestum hluta „þriðja heimsins" (þ. e. Suður-Ameríku, Afríku, þorra Asíu- ríkja) undir arðránskló sinni. Um Vestur- Evrópu verður rætt í annari grein síð- ar. En það sem gerir hættuna svo geig- vænlega nú — auk þess sem Bandaríkin undirbúa í Vestur-Evrópu — er að ýmsar þessara fornu nýlendna eða hálfnýlendna eru að brjótast undan kúgun vestræna auðvaldsins — og leiðtogar auðvaldsins virðast ærast við það. Nærtækasta dæmið er Iran: íran var að áliti Carters „eyja stað- festunnar í órólegustu landsvæðum heims“, „sökum framúrskarandi forustu- liæfileika keisarans" o. s. frv. Lesið ræðu Carters fyrir Iranskeisara, lialdna á garnl- árskvöld 1977 í Teheran, til að tjá keis- anum ,,ást“ og „aðdáun“ þjóðarinnar. (Hluti liennar birtnr í „Neistum“ Réttar 1979, bls. 136). Og nú kasta Bandaríkja- menn þessum „þjóðaiieiðtoga, sem þeir eiga meiri þakkarskuld að gjalda“ en nokkrum öðrum, eins og hræi frá sér af ótta við hvað ofstækismenn Múhameðs- trúar kunni að gera. Og lenda síðan í misheppnuðum innrásum eins og í apríl- lok — og segjast undirbúa nýjar — er kveikt gæti í öllu þessu eldfima olíu- svæði. Carter virðist vera annar ofstækismað- urinn til (eins og Komeni), — skynsöm- ustu borgaralegu stjórnmálamenn, amer- ískir og evrópskir, óttast glópskuna, er hann kunni að grípa til með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Það er táknrænt um hættuna, sem skynsamari borgaralegir stjórnmálamenn sjá, er Cyrus Vance, utanríkisráðherra segir af sér af því hann er andvígur íran- ævintýri Carters. Hann virðist heldur ekki hafa verið hafður með á leynifundi í „Camp David“ í nóvember 1979, jrar sem Carter, Mondale varaforseti og Broiun hermálaráðherra, Brezinski og Turner, yfirmaður CIA, lögðu á ráðin með æðstu herforingjunum um hvemig taka skyldi völdin í Iran — og Carter kvað það nauðsynlegt innan sex mánaða. Klaufaskapurinn, ofstopinn og valda- frekjan virðast haldast í hendur hjá þess- um ofstækismönum. Og þeir ráða ægi- legustu vígvélum heims: Kjarnorkuforði Bandaríkjanna er næg- ur til að drepa hvert mannsbarn á jörð- inni. I viðbót við 5 flotadeildir með 530 her- skipum og þar af 12 sérstökum árásar- flugvélamóðurskipum — er 6. flotadeild- in nú undirbúin fyrir Indlandshaf. Og svo á að bæta við 90 fullkomnustu kaf- bátum og 600 ofansjávarherskipum er til séu 1983. Bandaríkin einsetja sér að drottna á öllum heimshöfum — og svo eru til ginningarfífl, jafnvel í ríkisstjóm Islands, sem halda að allt þetta sé gert til varnar, vafalaust eins og níðingsverk bandarísku blóðhundanna í Víetnam í sjö ár! Bandaríkin kaupa sér að vinum verstu einvalda heims og byrgja þá að vopnum. Tökum dæmið af hinum siðlausa, forríka einvaldskonungi Saudi-Arabíu, — þess er O 1 I A brenna lét prinsessu fyrir ástarævintýrf og bannaði stórveldum „lýðræðisríkj- anna“ að sýna kvikmynd af þessu morði — og þessi ræfilsríki hlýttu eins og hund- ar — og gelta um leið um lýðræðið hjá sér. Bandaríkin ákváðu að selja þessum morðfursta 60 herflugvélar og annan her- 69

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.