Réttur


Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 43

Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 43
ísland hefði samþykkt að verða að eilífu hluti af ,,det samlede danske Rige."1 eftir að Jón Sigurðsson hafði í allri frels- isbaráttu vorri einmitt byggt sjálfstæðis- kröfur okkar á því, að við hefðum með Gamla sáttmála aðeins samið um erlend- an konung yfir íslandi, aldrei um inn- limun í annað ríki. —■ Svo langt ganga þessir amerískt hugsandi innlimunar- menn á Alþingi að þeir álíta það svik að hafa ekki innlimað ísland í „veldi Dana- konungs" 1908. (Sbr. skrif eins slíks í Helgarpóstinum 8. febr. 1980, er hann er að ráðast á Gunnar Thoroddsen: ,,Föð- urbróðir hans var Skúli Thoroddsen, sem sveik félaga sína á örlagastundu í Kaupmannahöfn 1908.“ Eðlilega álíta slíkir menn það óhæfu öfgamanna að hafa stofnað lýðveldi á íslandi 1944, — í stað þess að láta dansk- an konung vera æðsta mann landsins sem fyrr. — Máske hefði það verið dýrleg hug- sjón slíkra manna að verða „Kgl. minist- er í det samlede danske Rige.“ Hjá þessum ofstækisfulla landráðalýð eru það orðin svik við ísland að ofurselja það ekki og innlima í erlent ríki. — Ekki að undra þótt slíkir menn séu æstir í að selja erlendum auðfélögum bestu auð- lindir íslands til frambúðar. -k Hve djúpt mun þessi lýður sökkva ef svo heldur fram sem nú horfir með við- leitni til þess að níða íslenska sjálfstæðis- baráttu og sverta minningu þeirra, er háðu hana. Þeir hafa enn sem komið er kinokað sér við að svívirða Jón Sigurðsson fyrir að mótmæla slitum þjóðfundarins, — en hvemig skyldu menn með svona hugar- far liafa brugðist við er sjálfur fulltrúi konungsins, Trampe greifi hefði slitið fundi þeim, til þess að hindra einhverja „öfgamenn", máske undir áhrifum Febr- úrbyltingarinnar, í að bera fram „róttækt stjórnarskrárfrumvarp“ ,sem alls ekki var í anda „miðlunarmanna"? Skyldu þeir ekki hafa sagt: Allt er gott, sem gerið þér, herra greifi, í nafni kon- ungs, — og jafnvel bent greifanum á að handataka vissa „öfgamenn", er mót- mæla vildu, því blessaður danski herinn væri við hendina og hægast að flytja slíka „mótmælamenn“ af landi brott? Hve langt skyldi vera þangað til svona menn leggja til að setja myndina af Trampe greifa inn í neðri deildar salinn þar sem mynd mótmælamannsins Jóns Sigurðssonar er nú — og hola henni nið- ur annars staðar, — og flytja standmynd Kristjáns 9. niður á Austurvöll í stað styttunnar er þar stendur nú af „den for- bandede vSlesvig-Holsteiner", — svo not- uð séu skammaryrði danskra innlimunar- blaða um uppreisnarmanninn gegn inn- limun íslands í danska ríkið? Eða eru þessir aumingjar hræddir við að ganga svona langt, óttast þeir um at- kvæðin, ef svo færi, af því ekki sé búið að sökkva þjóðinni nógu djúpt? Óttast þeir að hún kynni að rísa upp, af því lijarta hennar væri enn óspillt, þó tekist hefði um tíma að formyrkva huga all margra? SKÝRINGAR: 1) I. gr. uppkastsins endar með þeim orðum að ís- land „danner saaledes sammen mcd Danmark en Statsforlnndelse, det samlede danske Rige“ (á ísl.: Danmörk og ísland cru því í ríkjasambandi, er nefnist veldi Danakonungs"). Hér er ekki rætt, að utanríkismál og hervamir voru óuppsegjanleg í höndum Dana, né lleiri slór- hneyksli í sambandi við „uppkastið". 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.