Réttur


Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 50

Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 50
á sveilabæ og vera boðið uppá kafíi, áður en málin eru rædd, eða hringja á bjöllu í fjölbýlishúsi og segja erindi sitt í dyra- síma. Þess ber einnig að gæta, að íslending- ar voru á þessum árum enn lítt vanir því að beita beirri framhléypni og aðgangs- liörku, sem nauðsynleg er til að unnt sé að framkvæma svo altæka könnun sem stefnt var að. Það beinlínis stríddi gegn eðli margra einlægra baráttumanna að þrengja sér þannig upp á bláókunnugt fólk. Það mætti liinsvegar ætla, að nú væri til einhversstaðar á vinstri hring- leiðinni allstór hópur, sem hefði meiri einurð til að vaða þennan ósýnilega eld og vatn lyrir sinn málstað. Engu að síður væri rangt að vanmeta þau rönnnu tök, sem íhalds- og liernáms- öflin höfðu á fólki í Reykjavík og víðar. Helsti samnefnari fyrir þau tök eru hræðsla launþegans og bótaþegans við hefndarráðstafanir af einhverju tagi. Enda gaf Morgunblaðið tóninn strax og söfnunin hófst opinberlega í Reykjavík með svohljóðandi feitletraðri forsíðufyr- irsögn: Varið ykkur á Moskvuvíxlinum! Söfnunin í Reykjavík hófst annars opinberlega með fjölsóttum fundi í Aust- urbæjarbíói 12. mars 1961. Má geta þess til gamans, að á þeirri samkomu las Hall- dór Laxness upp úr Paradísarheimt, og mun þetta vera í síðasta skipti, sem hann hefur komið fram á vegum þvílíkra sam- taka. Það fer ekki milli mála, að það dró mjög úr bjartsýni og atorku hernáms- andstæðinga, þegar undirskriftasöfnunin rann út í sandinn. Eftir það vantaði nær- tækt og áþreifanlegt stórverkefni til að keppa að. Svanasöngvar Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru varðandi aðgerðir Samtakanna á þessum árum. Þess skal þó getið til viðbótar, að þau gáfu m. a. út blaðið Dagfara um nokkurra ára skeið, og ennfremur gáfu þau út ljóðabók Guðmundar Böðvarsson- ar, Hriðarspor, árið 1965. Samtökin voru mestan hluta þessa tíma- bils til húsa í Mjóstræti 3 (Vinaminni). Endanlega var ekki flutt úr þeirri skrif- stofu fyrr en 1. ágúst 1967, og má að ýmsu leyti telja það marktæk tímamót í sögu Samtakanna. Þau störfuðu samt nokkuð hátt á annað ár í tilbót einsog t.d. Keflavíkurgangan 1968 bar með sér, svo og mótmæli gegn ráðsfundi Nató í Háskólanum sama sumar og heimsókn Nató-herskipa. Það sumar létu Samtökin einnig Tékkóslóvakíumálið til sín taka og af- hentu sendiráði Sovétríkjanna orðsend- ingu þegar um mánaðamótin júlí-ágúst, þrem vikum fyrir innrás, þar sem lýst var andúð á afskiptasemi Varsjárbandalags- ríkjanna í innanlandsmálefni Tékkósló- vakíu. Þá héldu Samtökin glæsilegan fund í Háskólabíói 30. mars 1969 til að minn- ast þess, að 20 ár voru liðin frá inngöng- unni í Nató. Þar var m.a. flutt heimilda- dagskrá í leikformi og með skuggamynd- um um aðdraganda Nató-aðildarinnar og atburðina innan og utan Alþingishússins þennan dag. Hefur þessi dagskrá eða hlut- ar hennar síðan verið notaðir nokkrum sinnum af öðrum aðilum. Að loknum fundinum í bíóinu var haldið á Austur- völl, þar sem nokkur þúsund manns héldu stuttan fund, en síðan að banda- ríska sendiráðinu. Síðasta aðgerð þessara söguhægu sam- 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.