Réttur


Réttur - 01.04.1980, Síða 50

Réttur - 01.04.1980, Síða 50
á sveilabæ og vera boðið uppá kafíi, áður en málin eru rædd, eða hringja á bjöllu í fjölbýlishúsi og segja erindi sitt í dyra- síma. Þess ber einnig að gæta, að íslending- ar voru á þessum árum enn lítt vanir því að beita beirri framhléypni og aðgangs- liörku, sem nauðsynleg er til að unnt sé að framkvæma svo altæka könnun sem stefnt var að. Það beinlínis stríddi gegn eðli margra einlægra baráttumanna að þrengja sér þannig upp á bláókunnugt fólk. Það mætti liinsvegar ætla, að nú væri til einhversstaðar á vinstri hring- leiðinni allstór hópur, sem hefði meiri einurð til að vaða þennan ósýnilega eld og vatn lyrir sinn málstað. Engu að síður væri rangt að vanmeta þau rönnnu tök, sem íhalds- og liernáms- öflin höfðu á fólki í Reykjavík og víðar. Helsti samnefnari fyrir þau tök eru hræðsla launþegans og bótaþegans við hefndarráðstafanir af einhverju tagi. Enda gaf Morgunblaðið tóninn strax og söfnunin hófst opinberlega í Reykjavík með svohljóðandi feitletraðri forsíðufyr- irsögn: Varið ykkur á Moskvuvíxlinum! Söfnunin í Reykjavík hófst annars opinberlega með fjölsóttum fundi í Aust- urbæjarbíói 12. mars 1961. Má geta þess til gamans, að á þeirri samkomu las Hall- dór Laxness upp úr Paradísarheimt, og mun þetta vera í síðasta skipti, sem hann hefur komið fram á vegum þvílíkra sam- taka. Það fer ekki milli mála, að það dró mjög úr bjartsýni og atorku hernáms- andstæðinga, þegar undirskriftasöfnunin rann út í sandinn. Eftir það vantaði nær- tækt og áþreifanlegt stórverkefni til að keppa að. Svanasöngvar Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru varðandi aðgerðir Samtakanna á þessum árum. Þess skal þó getið til viðbótar, að þau gáfu m. a. út blaðið Dagfara um nokkurra ára skeið, og ennfremur gáfu þau út ljóðabók Guðmundar Böðvarsson- ar, Hriðarspor, árið 1965. Samtökin voru mestan hluta þessa tíma- bils til húsa í Mjóstræti 3 (Vinaminni). Endanlega var ekki flutt úr þeirri skrif- stofu fyrr en 1. ágúst 1967, og má að ýmsu leyti telja það marktæk tímamót í sögu Samtakanna. Þau störfuðu samt nokkuð hátt á annað ár í tilbót einsog t.d. Keflavíkurgangan 1968 bar með sér, svo og mótmæli gegn ráðsfundi Nató í Háskólanum sama sumar og heimsókn Nató-herskipa. Það sumar létu Samtökin einnig Tékkóslóvakíumálið til sín taka og af- hentu sendiráði Sovétríkjanna orðsend- ingu þegar um mánaðamótin júlí-ágúst, þrem vikum fyrir innrás, þar sem lýst var andúð á afskiptasemi Varsjárbandalags- ríkjanna í innanlandsmálefni Tékkósló- vakíu. Þá héldu Samtökin glæsilegan fund í Háskólabíói 30. mars 1969 til að minn- ast þess, að 20 ár voru liðin frá inngöng- unni í Nató. Þar var m.a. flutt heimilda- dagskrá í leikformi og með skuggamynd- um um aðdraganda Nató-aðildarinnar og atburðina innan og utan Alþingishússins þennan dag. Hefur þessi dagskrá eða hlut- ar hennar síðan verið notaðir nokkrum sinnum af öðrum aðilum. Að loknum fundinum í bíóinu var haldið á Austur- völl, þar sem nokkur þúsund manns héldu stuttan fund, en síðan að banda- ríska sendiráðinu. Síðasta aðgerð þessara söguhægu sam- 114

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.