Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Erlent | Alvaro Noboa og Rafael Correa berjast um forsetaembættið í Ekvador. Bækur | Ráðinn hefur verið „þekktur og virtur“ rithöfundur til að skrifa bók um James Bond og er hann sá fjórði sem fetar í fótspor Ian Flem- ing. Sumarið 2007 | Fólk hugar fyrr að sumarleyfisferðum en áður og algengast er að fjölskyldur fari í tveggja vikna sólarlandaferðir. VIKUSPEGILL» Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is F rambjóðendurnir eru báðir vændir um lýð- skrum og það næstum því ábyggilega með réttu. Þeir eru auðfundn- ir sem halda því fram að síðari um- ferð forsetakosninganna í dag, sunnudag, í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador muni litlu breyta fyrir landsmenn. Því er jafnframt spáð að úrslitin reynist ekki fallin til að tryggja stöðugleika í stjórnmálum landsins; þrír forsetar Ekvador hafa verið hraktir frá völdum á síðustu tíu árum. Mikil kosningaalda hefur riðið yfir Rómönsku-Ameríku á undanliðnum mánuðum. Hún hófst í nóvember í fyrra og nú í desember munu forseta- kosningar hafa farið fram í 12 ríkjum álfunnar og öllum þau stærstu að Argentínu undanskilinni. Vinstri menn eru í mikilli sókn í Rómönsku- Ameríku og er nú svo komið að hægri sinnaður forseti er aðeins við völd í einu af stærri ríkjum álfunnar. Þar ræðir um Alvaro Uribe, forseta Kól- umbíu. Kosningar fara fram í Hondúras í vikunni en athyglin beinist nú einkum að Venesúela auk Ekvador. Kjósend- ur ganga að kjörborðinu í Venesúela um næstu helgi og kemur þá í ljós hvort hinn umdeildi forseti landsins, Hugo Chavez, fær áfram umboð til að gera Bandaríkjastjórn lífið leitt. Cha- vez lítur á sig sem leiðtoga hinna fá- tæku og forsmáðu í álfunni og hefur notað mikinn olíuauð Venesúela til að flytja út byltingarhugsjón sína. Cha- vez hefur nú myndað bandalag með öðrum leiðtogum sem lengst eru til í vinstri í Rómönsku-Ameríku, þeim Fídel Castro Kúbuleiðtoga og Evo Morales, forseta Bólivíu. Fyrr í mán- uðinum var byltingarleiðtoginn gamli Daniel Ortega kjörinn forseti Ník- aragva en hann naut stuðnings Cha- vez þótt óvíst sé að hann hyggist fylgja forseta Venesúela. Og vera kann að bandalaginu bætist einn liðs- maður til viðbótar fari Rafael Correa með sigur af hólmi í kosningunum í Ekvador í dag. Correa hefur líkt og Chavez and- styggð á stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta. Þetta nægir Cha- vez og hefur hann í hvívetna leitast við að styðja vin sinn í Ekvador. Segja má að forsetakosningarnar í dag snúist ekki síst um samskiptin við Chavez og Venesúela. Chavez hef- ur verið vændur um óeðlileg afskipti af innanríkismálum Ekvador og hljóma þær ásakanir heldur kunnug- lega. Forseti Venesúela hefur ítrekað verið sakaður um slík afskipti í kosn- ingalotunni miklu í Rómönsku-Amer- íku. Í kosningunum í dag stendur valið á milli þeirra Alvaro Noboa og Rafael Correa. Þeir urðu efstir í fyrri um- ferðinni sem fram fór 15. fyrri mán- aðar. Þá hlaut Noboa 26,8% atkvæða en Correa 22,8%. Baráttan fyrir síðari umferðina hefur verið geysilega hörð og ein- kennst af prýðilega hugvitsamlegum svívirðingum og lygabrigslum. „Sendiboði Guðs“ Alvaro Noboa hefur tvívegis áður boðið sig fram í forsetakosningum í Ekvador, 1998 og 2002. Ættarveldi eru mjög mótandi í stjórnmálum Ekvador og hann tilheyrir einu slíku. Faðir hans byggði upp mikið banana- , flutninga- og bankaveldi og var einn af auðugustu mönnum Rómönsku- Ameríku. Noboa er 56 ára gamall, trúmaður mikill og svarinn andstæðingur kommúnisma. Hann tilheyrði löngum Roldosista-flokknum en hefur nú stofnað eigin samtök sem bera langt nafn og illþýðanlegt og kölluð verða hér „Endurnýjunar- og þjóðarátak- sflokkurinn“ ( á spænsku „Partido Renovador Institucional de Acción Nacional“ ). Noboa telst nú auðugasti maður Ekvador og hefur ekki frekar en í fyrri tilraunum sínum til að hreppa forsetaembættið hikað við að nota silfrið til að auka sigurlíkur sín- ar. Líkt og 1998 og 2002 hefur hrís- grjónum og beinhörðum peningum verið útdeilt á kosningafundum hans. Frambjóðandinn heitir aragrúa nýrra starfa og nánast íslensku „stór- átaki“ í húsnæðismálum hinna efna- minni. Hann hefur einnig komið upp hreyfanlegum skoðunarstofum og gert kjósendum kleift að fara til læknis um leið og þeir hlýða á boð- skapinn. Noboa rekur raunar fyrir eigið fé stofnun sem stendur fyrir margvíslegum félagslegum verkefn- um í Ekvador og líkt og gildir um flokk hans er sparsemi ekki ráðandi þegar að nafninu kemur; „Krossferð nýrrar mannúðar“ („Cruzada Nueva Humanidad“) þótti eigandanum kom- ast einna næst því að lýsa markmið- inu. Eftir því sem næst verður komist á Noboa nú rúmlega eitt hundrað fyr- irtæki. Kemur því vart á óvart að hann er eindreginn talsmaður við- skiptalífsins og hlynntur því að geng- ið verði til fríverslunarsamstarfs við Bandaríkin. Hann hefur hins vegar jafnan gætt þess að reyna einnig að höfða til hinna fátæku, þeirra sem setið hafa eftir á því mikla umbreyt- ingarskeiði sem riðið hefur yfir Ekva- dor á síðustu 30 árum eða svo. Olíu- vinnsla hefur margfaldast og iðnvæðing mótar nú samfélag sem áður var einkum grundvallað á land- búnaði. Þessi umskipti hafa haft í för með sér enn aukna misskiptingu auðsins. Helmingur þjóðarinnar dregur fram lífið undir fátæktar- mörkum og millistéttin er hlynnt rót- tækum breytingum. Valdastéttin sem einkum á rætur að rekja til Spánar hefur spjarað sig vel enda er hún ráðandi í viðskiptalífinu en indí- ánar og blendingar hafa setið eftir. Noboa hefur gjarnan nýtt slagorðið „Afl hinna fátæku“ og ekki verður annað sagt en banana-auðkýfingur- inn sé maður yfirlýsingaglaður. No- boa hefur m.a. sagt að vilji almætt- isins sé sá að hann verði forseti Ekvador. „Ég er einn hinna fátæku og ég er frambjóðandi hinna fátæku vegna þess að Guð hefur sagt mér að verða forseti.“ Á kosningafundi í höf- uðborginni, Quito, í liðinni viku féll Noboa fram á kné sér, hóf skjálfandi hendur til himins og grátbað kjósend- ur „í nafni Guðs“ að kjósa sig. Í fótspor Berlusconi? Fjendur Noboa vara við „ítölsku ástandi“ í stjórnmálum landsins hreppi hann forsetaembættið. Vísun- in er augljós; Noboa minnir um margt á Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu. Líkt og við á um Berlusconi er iðulega erfitt að gera greinarmun á hagsmunum fyr- irtækjaveldisins sem Noboa stjórnar og ríkisins. Noboa er sagður safna í kringum sig já-mönnum sem telja leiðtogann boðbera mikilla vísinda. Varaforsetaefni Noboa er jafnframt lögmaður hans. Andstæðingar Noboa hafa einkum leitast við að gera auð hans og við- skiptaumsvif tortryggileg og í því efni hefur Hugo Chavez, forseti Vene- súela, ekki látið sitt eftir liggja. Fyrr í Bananar og byltingarmóður Síðari umferð forsetakosninga fer fram í Ekvador í dag og stendur valið á milli litríkra stjórnmálamanna sem eiga það eitt sameiginlegt að vera vændir um lýðskrum Reuters Sendiboði Alvaro Noboa fellur fram á kosningafundi í Quito, höfuðborg Ekvador, og hvetur almenning til að fara að vilja Guðs og kjósa sig. Þessi fram- ganga frambjóðandans var sennilega hápunktur kosningabaráttunnar. Noboa er enda einlægur trúmaður og segir andstæðing sinn fulltrúa „hins illa“. ERLENT» Í HNOTSKURN »Í Ekvador búa rúmlega 13milljónir manna í ríki sem er 272.000 ferkílómetrar að stærð. »Fylgiskannanir hafalöngum reynst óáreið- anlegar í Ekvador auk þess sem fyrir liggur að miklar sveiflur verða iðulega þar syðra skömmu fyrir kjördag. » Fylgi Correa mældistlöngum meira en Noboa fyrir fyrri umferð forseta- kosninganna. Síðustu kann- anir benda til þess að Noboa fari með sigur af hólmi í dag en verulegar fylgissveiflur koma fram í þeim og eru þær flestar Correa í hag. Reuters Byltingarmaður Rafael Correa ávarpar aðdáendur sína á kosningafundi í borginni Santo Domingo um 90 kílómetra suður af Quito, höfuðborg Ekva- dor. Correa varð óvænt í öðru sæti í fyrri umferð forsetakosninganna í októbermánuði en þar eð enginn frambjóðenda hlaut meirihluta greiddra atkvæða var nauðsynlegt að boða til annarrar umferðar líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.