Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 41 gera Morgunblaðið ábyrgt fyrir skoðunum þess mikla fjölda greinarhöfunda, sem tjá sig um mál- efni spítalans á síðum blaðsins?! Á Morgunblaðið kannski bara að birta þær greinar, sem teljast „já- kvæðar“ til þess að koma betur út úr skýrslum Fjölmiðlavaktarinnar til spítalans? En leggjast á þær greinar, sem eru gagnrýnar t.d. á yfirstjórn spítalans?! Á Morgunblaðið að hætta að birta fréttir um fjárhagsvanda spítalans til þess að fréttaflutningur blaðsins verði ekki talinn „gild- ishlaðinn“ af neikvæðni í garð spítalans?! Forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss get- ur ekki verið þekktur fyrir svona málflutning. Ekki var frammistaða heilbrigðisráðherra betri á umræddum fundi. Hvað í ósköpunum á ráð- herrann við með því, að Morgunblaðinu sé „upp- sigað“ við Landspítalann og ýmislegt, sem átt hafi sér stað í heilbrigðismálum. Hvað er Siv Friðleifs- dóttir að fara? Hún segist hafa ákveðnar skýr- ingar á því, sem hún ætli að halda fyrir sjálfa sig. Hvers vegna hefur heilbrigðisráðherra uppi dylgj- ur í garð Morgunblaðsins? Hvers vegna segir hún ekki hreint út við hvað hún á? Er ekki sjálfsagt að ræða það fyrir opnum tjöldum úr því að ráð- herrann er þeirrar skoðunar að Morgunblaðinu sé uppsigað við spítalann? Það er fráleitt að halda slíku fram, en það er ekki hægt að eiga um það skoðanaskipti við Siv ef hún talar ekki hreint út um það sem henni býr í brjósti. Hver er undirrótin? H ver er undirrót þessa málflutn- ings forstjóra Landspítala – háskólasjúkrahúss og heilbrigð- isráðherra í garð Morgunblaðs- ins? Hann er þessi: Eftir sameiningu spítalanna í Reykja- vík undir nafni Landspítala – háskólasjúkrahúss var á tímabili nokkuð stöðugur straumur starfs- manna spítalans á ritstjórnarskrifstofur Morgun- blaðsins, þar sem starfsmennirnir lýstu óánægju sinni með þróun mála innan sjúkrahússins. Við öðru var ekki að búast þegar um svo viðamikla sameiningu var að ræða. Ekki gátu allir, sem gegnt höfðu yfirmannastöðum á þeim spítölum, sem fyrir voru, búist við því að ganga inn í slíkar stöður aftur enda hlaut þeim að fækka. Hins vegar kom fljótlega upp ágreiningur um það hvernig staðið var að ráðningum yfirmanna. Allt voru þetta eðlilegir vaxtarverkir stofnunar, sem er risastór á íslenzkan mælikvarða. Að leiða þessa sameiningu var augljóslega eitthvert mesta vandaverk, sem hægt var að takast á við í opinbera kerfinu. Og Magnús Pétursson ekki öfundsverður af því hlutskipti. Alvarlegasta gagnrýnin, sem viðmælendur Morgunblaðsins báru fram var hins vegar sú, að yfirstjórn spítalans reyndi að koma í veg fyrir að gagnrýnisraddir kæmu upp á yfirborðið og jafnvel að þeim, sem hefðu aðrar skoðanir væri „refsað“ fyrir það með einhverjum hætti. Í lýðræðisríki eins og Ísland er liggur í augum uppi, að það er óþolandi ef gerð er tilraun til að koma í veg fyrir að fólk lýsi skoðunum sínum. Skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi eru stjórnar- skrárvarin mannréttindi og það getur enginn leyft sér að ganga gegn þeim sjálfsögðu mannréttind- um. Viðmælendur Morgunblaðsins úr hópi starfs- manna Landspítala – háskólasjúkrahúss, og þeir eru margir, hafa hvað eftir annað sagt, að þeir þyrðu ekki að tjá sig um málefni spítalans á op- inberum vettvangi. Þessi alvarlega hlið málsins hefur stöku sinnum verið gerð að umtalsefni hér í blaðinu. Þetta er það sem Siv Friðleifsdóttir á við, þegar hún segir að „Morgunblaðið hafi haldið því á lofti að andrúmsloft þöggunar ríkti á LSH“. Þessar umræður eru undirrót þess, að forstjóra Landspítala – háskólasjúkrahúss er „uppsigað“ við Morgunblaðið, svo að orðalag heilbrigðisráð- herrans sé notað. Hins vegar er ráðlegt fyrir heil- brigðisráðherrann að kynna sér þetta mál af eigin raun. Það getur hún gert með því að tala beint við starfsfólk Landspítala – háskólasjúkrahúss. Hún gæti t.d. kynnt sér mál, sem töluvert var fjallað um á síðum Morgunblaðsins fyrir nokkrum mánuðum, þegar einn af starfsmönnum spítalans upplýsti að fólki væri haldið lengur í öndunarvélum en nauð- syn krefði vegna skorts á starfsfólki. Landspítali – háskólasjúkrahús er stórmerk stofnun og þar er unnið mikilvægt starf af mjög hæfileikamiklu fólki. Vandi spítalans liggur ekki þar. Hann liggur í samskiptamálum innan spít- alans. Sá vandi verður ekki leystur með því, að for- stjóri spítalans og heilbrigðisráðherra taki hönd- um saman um að ráðast á Morgunblaðið ýmist með dylgjum eða órökstuddum fullyrðingum. Lausn vandans felst í að það verði viðhorfsbreyt- ing innan yfirstjórnar spítalans. Morgunblaðið telur það sjálfsagða skyldu sína að eiga skoðanaskipti við Magnús Pétursson og Siv Friðleifsdóttur úr því að þau óska þess með þeim hætti, sem þau hafa gert. En þá er jafnframt æskilegt að gögnin verði lögð á borðið. Þar á meðal skýrsla Fjölmiðlavaktarinnar, sem forstjórinn skýlir sér á bak við og hugrenningar heilbrigð- isráðherrans, sem eru þeirrar gerðar að hún vill hafa þær fyrir sig. » Í Morgunblaðinu í gær, föstudag, kemur fram aðMagnús Pétursson blandar þessum efnisþáttum öllum saman. Með því að blanda saman fréttum, leið- urum og aðsendum greinum fær hann út þá niðurstöðu, að umfjöllun Morgunblaðsins sé það, sem hann kallar „gildishlaðin“. rbréf Morgunblaðið/Árni Sæberg Kópavogshöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.