Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 59 Nú hefur Reinhard Olsen gengið sína ævibraut á enda á þessu tilveru- stigi og fæ ég ei lengur notið fé- lagsskapar hans en get glatt mig við margar góðar og skemmtilegar minningar frá liðnum árum og þakka þær. Olsen var glæsimenni, stór, karl- menni að burðum, geðþekkur og vin- sæll samferðamaður og ekki síst tryggur vinur. Hann var einkabarn hjónanna Önnu Ágústsdóttur Olsen sem fædd var árið 1900, látin 1959 og Ditlev Ol- sen fæddur 1894 látinn 1988. Ditlev var Norðmaður sem kom hingað til lands ungur að árum. Minntist Olsen oft æskuára sinna við leik í Skerja- firðinum. Eftir lát Önnu bjuggu þeir feðgar félagsbúi að Grundargerði þar til faðir hans lést, nokkrum árum eftir lát föður síns flutti Olsen í hverfi 101 og kunni vel við sig þar. Ég átti því láni að fagna að starfa með Olsen í 28 ár og varð okkur vel til vina og traustari vin er vart hægt að hugsa sér. Hann var mikið náttúru- barn, undi sér best við silungsveiði í fallegum ám, hestamennsku og ekki síst við lestur góðra bóka. Öllum er okkur dauðinn vís, en Ol- sen átti sér sterka trú. Ljóminn er ei- lífur bak við allt, eilífur hjá Guði. Jú, það er huggun okkar og styrk- ur þegar ástvinir eru kvaddir og frelsarinn opinberaði fyrir okkur þau orð sín er hann sagði „ég lifi og þér munið lifa“. Blessun Guðs veri með kærum vini. Almarr Gunnarsson. Reinhard Olsen var samferðamað- ur fjölskyldu minnar í hartnær hálfa öld. Hann og faðir minn heitinn, Pét- ur Árnason, unnu vel saman. Þeir voru miklir mátar og Olsen var tíður gestur á heimilinu. Það lifir í minn- ingunni hve mikill sögumaður hann var og hve innilega var hlegið þegar hann kom í heimsókn. Reinhard Ol- sen var hár maður vexti og hraustur. Hann var sérlega barngóður, góður drengur og húmoristi. Olsen hóf störf í fyrirtæki föður míns, P. Árnason, upp úr 1950 og starfaði til 1992 þegar hann hætti vegna aldurs. Hann var lengstum verkstjóri og reyndist starfsmönnum vel, bæði sem vinur og yfirmaður. Hann var frábær starfsmaður og átti stóran þátt í uppbyggingu fyrirtæk- isins. Hann var alla tíð einhleypur, fæddist í Reykjavík og ólst upp í Skerjafirði. Síðar flutti hann í Smá- íbúðahverfið og bjó lengi í föðurhús- um. Móðir Olsens lést árið 1959 og faðir hans 1988. Eftir það flutti hann í nýtt hús á Klapparstíg og bjó þar uns hann flutti á Grund, þar sem hann naut aðhlynningar síðustu árin. Áður en Olsen hóf störf hjá föður mínum vann hann við hleðslu flug- véla á Keflavíkurflugvelli. Eitt sinn gerðist það að lyftari skemmdi glæ- nýja herflutningavél frá Kanada og kanadíski flugstjórinn varð æfur við fréttirnar. Svo mikill mannasættir var Olsen, að flugstjórinn baðst inni- legar afsökunar á öllu saman, þegar Olsen hafði talað hann til. Þó tafði áreksturinn för vélarinnar um rúman mánuð. P. Árnason hafði aðstöðu í her- bragga í Nauthólsvík fyrstu árin. Einu sinni komu bandarískir eftir- litsmenn að taka út aðstöðuna. Olsen tók vel á móti þeim í bragganum og Reinhard Alfreð Olsen ✝ Reinhard AlfreðOlsen fæddist í Reykjavík 8. maí 1925. Hann lést 11. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Anna Oddný Ágústsdóttir Olsen, f. 1900, d. 1959, og Ditlev Anton Olsen, f. í Noregi 1894, d. 1988. Reinhard bjó all tíð og starfaði í Reykjavík. Útför Reinhards var gerð í kyrrþey frá Fossvogs- kapellu. bauð hjartanlega vel- komna. Til þess var tekið hve honum var starsýnt á gólfið, eins og hann væri að leita að einhverju. Eftirlits- mennirnir gerðu hið sama og Olsen fylgdi þeim út horfandi nið- ur. Með þessu tókst honum að koma í veg fyrir að mennirnir litu til lofts. Bragginn átti samkvæmt skýrslu að vera með nýuppgerðu þaki, en þar vantaði töluvert á. Reinhard Olsen var áhugasamur hestamaður. Hann hélt hesta með Ingva vini sínum hjá Hestmanna- félaginu Sörla í Hafnarfirði. Þeir gerðu sér m.a. skjól úr flutninga- kassa við Kleifarvatn og áttu margar góðar stundir á þeim slóðum. Einnig hafði Olsen mjög gaman af veiðiferð- um og dró starfsmenn fyrirtækisins oftar en ekki með sér. Olsen stríddi við veikindi síðustu árin. Þá naut hann vina sinna, þar sem Almarr Gunnarsson var fremst- ur í flokki. Þeir unnu hlið við hlið sem verkstjórar hjá P.Árnason á Keflvík- urflugvelli í hartnær 30 ár. Almarr reyndist Olsen einstaklega vel sem vinur og stoð í veikindunum. Minningin lifir um góðan og örlát- an mann. Fyrir hönd flutningafyrir- tækisins P.Árnason vil ég þakka frá- bærum starfsmanni dygga þjónustu. Sjálfur þakka ég skemmtilegum heiðursmanni og góðum vini fyrir vegferðina. Takk fyrir allt og allt. Jakob Þór Pétursson. Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði                   Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát okkar ástkæra föður, SNORRA PÉTURSSONAR, Álftamýri 48. Laufey Kolbrún Snorradóttir, Árni Baldursson, Sigrún María Snorradóttir, Hjálmur Steinar Flosason, Elísabet Guðrún Snorradóttir, Sigmar Halldór Óskarsson, Ólafur Björn Snorrason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega samúð, hlýju og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa okkar, JÓNS GUÐMUNDSSONAR frá Raufarhöfn. Þökkum einnig starfsfólki á Seli frábæra umönnun. Hrefna Friðriksdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Þórarinn Stefánsson, Friðrik Jónsson, Steinunn Leósdóttir, Gissur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra ÞÓRÐAR SIGURÐSSONAR, Blikahólum 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 2B Landspítala Fossvogi fyrir frábæra umönnun. Kristín H. Kristjánsdóttir, Þóra Ólafsdóttir, Aad Groeneweg, Jón Pétur Jóelsson, Ólafur Þór Jóelsson, Lára Óskarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innlegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR I. W. JÖRGENSEN, Öldugötu 9, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Stefanía G. Snorradóttir, Sigrún S. Snorradóttir, Snorri J. Snorrason, Sigrún Alda Jensdóttir, Carsten J. Kristinsson, Bryndís Bragadóttir og barnabörn. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, ANDRÉSAR MAGNÚSSONAR, Kleppsvegi 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild B4 á Landspítala Fossvogi fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Svava Jónsdóttir, Jóna Andrésdóttir, Sigurður Ingi Ingólfsson, Edda Andrésdóttir, Stefán Ólafsson, Gunnar Andrésson, Margrét Jónsdóttir, barnabörn, langafabörn og langalangafabarn. ✝ Við þökkum innilega samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs sambýlismanns míns, DANÍELS DANÍELSSONAR fyrrverandi verkstjóra hjá Eimskip, Þinghólsbraut 35, Kópavogi. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Geirsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og heiðruðu minningu ástkærrar sambýliskonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, LILJU SIGRÍÐAR BACHMANN HAFLIÐADÓTTUR. Starfsfólki hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða eru færðar sérstakar þakkir fyrir kærleiksríka umönnun. Óttar Októsson, Ragnar Kærnested, Sigrún Ólafsdóttir Bylgja Kærnested, Gizur Bergsteinsson, Örvar Kærnested, Harpa Ævarsdóttir, Dröfn Kærnested, Kristinn Guðjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.