Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is DAGANA 9.–22. júlí sl. heimsótti hollenska dróttskátasveitin Wyxus íslenskan skátahóp í Mosfellsbæ, þar sem tekið var á móti henni. Íslensku skátarnir fengu styrk frá Evrópu- samtökunum Ungt fólk í Evrópu til þess að fjármagna ævintýrið. Þema verkefnisins var jarðfræði Íslands og álfa- og huldufólkssögur. Þetta tvennt var fléttað saman með ferðum, fræðslu og skemmtun. M.a. var farið í 4 daga göngu með allan búnað á bakinu. Svo má nefna flúða- siglingu niður Hvítá, hestaferð um Mosfellsdalinn og skoðunarferð um álfa- og huldufólksslóðir á Íslandi. Laugavegurinn genginn Hápunktur ferðarinnar var án efa gönguferð um Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Þessi leið er um 54 km á lengd, þar sem fara þarf um fjöllótt land og vaða óbrúaðar ár. Fyrsti göngudag- urinn byrjaði vel því það var sólskin og blíða. Á leiðinni var áð við Stóra hver og núðlusúpan soðin á heitum hvernum. Síðan var haldið áfram og gengið í snjó síðustu kílómetrana. Þegar komið var í Hrafntinnusker fór aðeins að dropa úr lofti. Þetta var aðeins byrjunin á því vonskuveðri sem þeir áttu nú í vændum. Gefin hafði verið út óveðurspá á hálendinu og útlitið var ekki gott. En sannir skátar geta gengið í rigningu og þoku. Annan daginn í göngunni vöknuðu allir við hávaðarok og rigningu. Rætt var um að halda kyrru fyrir í skálanum í Hrafntinnuskeri, en þar sem þetta voru nú sannir skátar lögðu þau af stað upp úr hádegi. Veðrið hafði aðeins lagast með deg- inum en blaut voru þau engu að síður alla gönguna. Það var mikill léttir að komast í skálann í Hvanngili og ynd- islegt að komast inn í hlýjuna og í þurr föt. Þriðja daginn var áætlað að ganga frá Hvanngili í Emstrur, sem er stysti kafli göngunnar. Voru þau mjög bjartsýn á góðan göngudag vegna þess að þessi kafli er frekar beinn og auðveldur yfirferðar. En annað kom á daginn, því mikil rign- ing og brjálaður mótvindur skall á þau. Þegar komið var í Emstrur höfðu skátarnir því miður ekki feng- ið gistingu í skálanum þar heldur þurftu þau að byrja á að tjalda í þessu vonda veðri. Það gekk betur en á horfðist og eftir alveg yndislega og langþráða máltíð, sem brösuð var við erfiðar aðstæður, sofnuðu allir værum svefni hver í sínu tjaldi. Í Þórsmörk Síðan rann upp síðasti dagur göngu- ferðarinnar. Þegar komið var að göngubrúnni yfir syðri Emstruá var staðnæmst og eitt af jarðfræðiverk- efnum leyst. Þar fræddust þau um skriðjökla og landrof. Ferðin sóttist nú vel og enginn farartálmi á leiðinni nema ef vera skyldi Þröngá, sem getur verið stríð. Það var létt yfir skátunum þegar takmarkinu var náð og mikil ánægja með að hafa lokið þessari strembnu göngu, vitandi að þau væru á leiðinni heim í heitt bað, hlýtt rúm. Í þessari göngu var sérstök áhersla lögð á jarðfræði Íslands. Fengu þau mörg fræðandi og skemmtileg verkefni á leiðinni til þess að leysa og læra af. Bæði Ís- lendingarnir og Hollendingarnir lærðu mikið um eldfjöllin, skriðjökl- ana, jökulárnar og jarðhitann. Á þessum tveimur vikum tengdust hol- lensku og íslensku skátarnir sterk- um vináttuböndum. Báðum hóp- unum fannst þessi ferð vel heppnuð í alla staði og samskipti hópanna framar vonum. Eftir að verkefninu lauk hafa skátarnir haldið samskipt- unum áfram með því að skiptast á bréfum og myndum. Með rafrænum samskiptum vonast hóparnir til þess að halda sambandinu, geta e.t.v. hist aftur og farið saman á vit nýrra æv- intýra. UNNUR SIGURÐARDÓTTIR, DRÍFA ÖRVARSDÓTTIR, dróttskátar í Mosverjum. Hollenskir skátar heimsækja íslenska skáta Frá Unni Sigurðardóttur og Drífu Örvarsdóttur: Hópurinn fyrir framan Skagfjörðsskála í Þórsmörk. Hópurinn í vitlausu veðri á Emstrunum. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sérlega glæsilegt parhús á þessum góða stað í Ásahverfinu í Garðabæ. Húsið er 170,9 fm auk bíl- skúrs sem er 28,5 fm, samtals 199,4 fm. Skipting eignarinnar: Neðri hæð: Geymsla, bílskúr, hol, stofa, borðstofa, eldhús og baðherbergi. Efri hæð: 3 svefnherbergi, sjónvarpshol, tvennar svalir, bað- herbergi og þvottahús. Laust strax. Tilboð óskast. Jón Borgar og Þorleif bjóða ykkur velkomin Allar nánari upplýsingar gefur Þorbjörn Helgi í síma 896 0058. Grjótás 6 - Garðabæ Opið hús í dag kl. 14-16 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Glæsileg 99 fm 3ja herb. íbúð á efstu hæð, íbúð merkt 0401, í þessu fallega endurbyggðu húsi í hjarta miðborgarinnar. Hæðin var byggð ofan á húsið árið 2005 og er því um nýbyggingu að ræða. Glæsilegar sprautulakkaðar innréttingar. Stórar og bjartar stofur með miklum frönskum gluggum, stórt svefnherb. með miklu skápaplássi og baðherb. með vönduðum tækjum. Eyja í eldhúsi og hellulagðar svalir til suðaust- urs með miklu útsýni yfir borgina. Laus fljótlega. Verð 34,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. Miðborgin - Vatnsstígur 3 Glæsileg 3ja herb. íbúð í endurbyggðu húsi Opið hús í dag frá kl. 14-16 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. OPIÐ HÚS Í DAG Kópavogsbraut 72 Sýnum í dag mjög bjarta og vel skipulagða 133 fm efri sérhæð í þessu húsi á mjög rólegum og fallegum útsýnis- stað í vesturbæ Kópavogs. Sérinngangur. Þvottahús á stigapalli. Gott skipulag íbúðar. Rúmgott eldhús með vinnuaðstöðu innaf. Rúm- góðar og bjartar stofur með fallegu útsýni. Suðursvalir af herbergjagangi. Þakið endur- nýjað fyrir nokkrum árum. Suðurgarður. Verð 29,9 millj. Áhvílandi lán frá KB banka kr. 24,5 millj. til 40 ára. Mikael og Helga taka á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14 og 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.