Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 33
Öllu léttvægara en þó leiðinlegt var sá skuggi sem pólitíkin varpaði á líf mitt. Það var hreint ekki auðvelt að vera dóttir kommúnista í svona litlum bæ. Ég öfundaði börn sjálf- stæðis- og framsóknarfólks, ég vildi vera þeim megin sem allir hinir væru. En ég sveik ekki pabba, ég stóð alltaf með honum. Síðar breytt- ist hið pólitíska landslag og þá átti ég leik sem kommi, tilheyrði stóra hópnum sem fór í Keflavíkurgöngur gegn her í landi. Nám, gifting og barneignir Ég varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1967. Þá var hægt að taka svokallaða stúd- entadeild í Kennaraskólanum. Ég held að það hafi verið svo um bæði mig og margar vinkonur mínar að okkur var farið að langa til að sjá peninga, geta eignast flík og svoleið- is. Ég skellti mér því í Kennaraskól- ann og fór svo að kenna. Ég bjó í Suðurgötu 15, í sama húsi og Anna og Ólafur Jóhann Sigurðs- son, og bar óttablandna virðingu fyrir honum, það er skemmtilegt að minn- ast þessa því ég fór svo sjálf síðar að stunda ritstörf. Þarna bjó líka Ólafur Jóhann Ólafsson, einnig rithöfundur, og var mjög fjörugur strákur. Þegar ég fór að kenna fann ég að ég kunni ekki mikið. Það er ekki hægt að verða kennari á einu ári . Ég kenndi við Réttarholtsskóla og fékk erfiða bekki og vildi nú gerast fagkennari, læra eitthvert fag til hlítar. Þá dreif ég mig til Danmerk- ur og fór þar í kennaraháskóla eftir að hafa unnið á spítala þar í nokkur sumur. Ég hef síðan fundið heima- tilfinningu í Kaupmannahöfn. Ég lærði þar mikið en til að gera langa sögu stutta fór ég, ástfangin upp fyr- ir haus, með manni mínum til Þýska- lands.“ Tókst þér að hafa ráð ömmu þinn- ar, kyssa bara einn? „Nei, ég kyssti fleiri en einn og fleiri en tvo og álít mig ekki verri manneskju fyrir það. En ég hef hins vegar ekki kysst neinn annan en eig- inmanninn eftir að ég var gift. Minn útkjörna, Jón Hálfdánarson, hitti ég á Garðsballi, hann var að læra eðl- isfræði út í Göttingen. Þangað fór ég frá Kaupmannahöfn og þar eignaðist ég tvo drengi, Stein Arnar og Eirík. Eitthvað gutlaði ég við háskólanám, mest bókmenntir og þýsku. Mað- urinn minn var í doktorsnámi. Mér fannst skipta mestu máli að halda ut- an um mitt fólk. Ég hafði kynnst og hrifist af rauð- sokkahreyfingunni á Íslandi og í Danmörku en ég skal játa að ég var dálítið klofin í afstöðu minni síðar. Eftir að heim frá Þýskalandi kom eignaðist ég fljótlega þriðja barnið. Ég hef alltaf séð í þessum kvenrétt- indamálum ákveðna þversögn – þau mál verða ekki leyst á einni nóttu. Ég hellt mér út í vinnu en fannst jafnframt erfitt að hafa yfir mér þá kröfu að eiga að fara út á vinnu- markaðinn. Það var skýlaus krafa á þessum tíma. Ég sá hins vegar fljót- lega að það kom brestur í mitt fólk ef ég var ekki nógu mikið heima. Mað- urinn minn vann óskaplega mikið. Ég hef haldið mig við það gegnum þykkt og þunnt að mestu máli skipti hagur fjölskyldunnar. Það þarf að koma því þannig fyrir að konur geti unnið utan heimilis án þess að allt fari í vitleysu í fjölskyldunni. Við höfum horft upp á of mörg „lykla- börn“ og síðar alls konar lausung í samfélaginu, svo er fólk að undrast að upp komi vandamál þegar heilu kynslóðirnar hafa nánast gengið sjálfala. Börn þroskast best og mest undir hæfilegri umsjá foreldranna. Þetta segi ég vegna reynslu minnar sem kennari. Skriftir, kennsla og heimili Sjálf leysti ég þessi mál með því að kenna þegar börnin voru í skóla. Maðurinn minn fór að vinna hjá Ís- lenska járnblendifélaginu svo við settumst að á Akranesi. Þar vantaði kennara og því gat ég komið stunda- skrá minni í það horf sem hentaði okkar fjölskyldu. Ég vildi ekki að börnin mín kæmu að tómu húsi. Ég fór síðar að kenna í Fjöl- brautaskóla Vesturlands og þar gat ég líka haft þetta svona. En það voru mörg börn heima hjá mér á eftirmið- dögum, þetta voru félagar minna barna sem áttu foreldra sem höfðu kannski ekki sömu möguleika á sveigjanlegum vinnutíma og ég. Síðan gerðist það að fóstra mannsins míns, fjörgömul, fluttist til okkar. Hún mátti aldrei vera ein því hún var sjúklingur. Hún hét Sigríður Víðis Jónsdóttir, eins og dóttir okk- ar. Meðan ég var að kenna milli 1 og 5 á daginn kom kona til að vera hjá ömmu, en á morgnana var ég heima með henni og skrifaði. Þarna var ég komin undir fertugt og farin að skrifa. Skrifaði leikrit með Iðunni systur Þetta byrjaði með því að ég og Ið- unn systir skrifuðum útvarps- leikritið; 19. júní, sem við sendum nafnlaust inn í keppni hjá Rík- isútvarpinu og unnum fyrstu verð- laun fyrir. Ég tek það fram að þetta var áður en Heimir bróðir var út- varpsstjóri. Við vorum alveg í skýj- unum með þessi verðlaun, í Útvarps- sal vorum við boðnar ásamt mökum og vissum ekki hvar í röðinni við værum. Lesin voru upp þriðju verð- laun, svo önnur verðlaun og svo komu nöfnin okkar. Við misstum næstum fótanna og Dagblaðið bað um viðtal við okkur. Ég sagðist ekki geta það, dóttir mín ætti afmæli og ég þyrfti að fara upp á Skaga til að halda upp á það. En þá sagði eig- inmaðurinn: „Ég skal sjá um afmæl- ið, far þú í viðtalið, góða.“ En nú vorum við Iðunn komnar með „blod paa tanden“ og tókum til við að skrifa; Síldin kemur og síldin fer, það var sýnt út um allt land af áhugamannafélögum og hafði að geyma talsvert af æskuminningum okkar. Við settumst bara saman í sum- arbústað og skrifuðum til skiptis eða í sameiningu. Við gerðum þetta að- allega til að skemmta okkur og not- uðum gömul lög frá þessum tíma. Þetta var algjör nostalgía sem fór meira að segja alla leið til Færeyja. Síðar var þetta verk sýnt hjá Leik- félagi Reykjavíkur og hét þá; Síldin er komin við tónlist og texta eftir Valgeir Guðjónsson. Við héldum áfram að skrifa og rákum okkur á að það er ekki bara gaman að skrifa fyrir leikhús, það getur haft sínar skuggahliðar, – skiptar meiningar og svo framvegis. Verðlaun fyrir barnabókarskrif Síðar fór ég að skrifa barnabæk- ur, ekki síst fyrir hvatningu frá Ið- unni systur. Ég tók þátt í samkeppni á vegum Vöku-Helgafells. Ég skrif- aði mest endurminningar mínar, þær rifjaði ég upp meðan ég var að taka til, mér finnst heimsins leið- inlegasta verk að taka til, einkum ryksuga. Svo tók ég mig til og skrif- aði niður ryksugusögurnar, úr því varð bókin; Franskbrauð með sultu. Vaka-Helgafell verðlaunaði bókina og gaf hana út. Ég vildi ekki hætta og spurði hvort þeir vildu gefa út aðra bók eftir mig. Það gekk og úr þessu varð trílógía, næst var; Fallin spýta og síðan; Stjörnur og stráka- pör. Þessar bækur voru mynd- skreyttar af Brian Pilkington. Það var ægilega gaman að skrifa þessar bækur, hreint endurminningafyllirí. Upp úr þessu varð ekki aftur snúið. Við Iðunn héldum áfram í nokkur ár að skrifa saman og ég hélt áfram með barnabækurnar. Heimilið var stórt og eitthvað varð undan að láta. Ég sagði upp kennslunni 1989 og hef verið rithöfundur í fullu starfi síðan. Aðallega hef ég skrifað fyrir börn. Einnig hef ég fengist við leiðsögn, það er leiðinlegt að sitja alltaf við einn. Þrjátíu barnabækur og tvær skáldsögur Ég saknaði frímínútnanna mjög mikið, það er enginn sem fer í frí- mínútur með manni þegar maður er að skrifa bækur. Maður er einn með sitt kaffi. Þá er ágætt að hitta þýska túrista. Ég held að ef ég tel saman alla titla sé ég búin að skrifa 30 barna- bækur og tvær bækur fyrir full- orðna. Fimmtán af barnabókunum eru skrifaðar fyrir Námsgagna- stofnun og miðaðar við ákveðinn ald- ur og ákveðnar þarfir sem ég þekki sem kennari. Amma Guðrún hefur gengið aftur í ýmsum þessum bókum, lengst hef ég gengið þegar hún varð Guð al- máttugur, en hún varð líka engill í verðlaunabókinni; Engill í vest- urbænum. Það var mjög gott fyrir mig að skrifa bókina; Sólin sest að morgni. Mamma fór svo skyndileg og ég var svo reið í mörg ár við Guð og Seyðisfjörð. En eftir að ég skrif- aði þessa bók hef ég losnað að mestu við reiðina. Eftir að bókin kom út fór ég út í kirkjugarð með blóm, settist á leiðið hjá mömmu og pabba og sagði si svona: „Nú er ég búin að þessu og ég vona að þið misvirðið það ekki við mig.“ Þetta varð til þess með öðru að ég vildi halda áfram á þessum vettvangi og nú er ég komin með fullburða skáldsögu. Það var dálítið spaugilegt að þeir sem voru að gagnrýna; Sólin sest að morgni, voru ekki á eitt sáttir hvers konar saga þetta væri. Mér datt satt að segja aldrei í hug að það gæti verið mál hvort þetta héti skáldsaga, nóvella eða endurminn- ingabók. Við skulum segja að bókin mín nýja sé sannarlega skáldsaga – og ég vona að það verði ekki erfitt að flokka hana.“ guðrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 33 Síðumúla 11 - 108 Reykjavík - S. 575 8500 Brynjar Fransson, löggiltur fasteignasali í 30 ár PENINGAMARKAÐSSJÓÐURINN 14,1% ávöxtun Markmið Peningamarkaðssjóðsins er að skila jafnri ávöxtun með fjárfestingum í skammtímaverðbréfum. Aðallega er fjárfest í innlánum, skuldabréfum og víxlum skráðum í Kauphöll Íslands. Meðaltími sjóðsins er mjög stuttur, innan við ár og því er ekki að vænta mikilla sveiflna á gengi sjóðsins. Peningamarkaðssjóðurinn skilaði 14,1% nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 29. september–31. október 2006. Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 575 4400 eða kíktu á vefsíðuna okkar www.vsp.is. Engin kaup- eða söluþóknun Peningamarkaðssjóðurinn er rekinn af Rekstrarfélagi Sparisjóðanna hf. Verðbréfaþjónusta Sparisjóðanna hf. er vörsluaðili sjóðsins. Peningamarkaðssjóðurinn er fjárfestingarsjóður sem starfar skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Fjárfestingarsjóður telst vera áhættusamari fjárfesting en verðbréfasjóður skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjóðs er m.a. fólgin í rýmri fjárfestingarheimildum sem geta leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóði. Frekari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu og útdrætti útboðslýsingar sem hægt er að nálgast á www.vsp.is F í t o n / S Í A MasterCard Mundu ferðaávísunina! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 E N N E M M / S IA • N M 22 92 7 frá 29.990 kr.* Beint morgunflugtil Salzburg Skíðaveisla í Austurríki - Flachau - Zell am See 26. des. – 11 dagar AUKAFLUG 6. jan. – 12 dagar UPPSELT 18. jan. – 9 dagar SÍÐUSTU SÆTI 27. jan. – vika SÍÐUSTU SÆTI 3. feb. – vika SÍÐUSTU SÆTI 10. feb. – vika UPPSELT 17. feb. – vika SÍÐUSTU SÆTI 24. feb. – vika SÍÐUSTU SÆTI Frá 29.990 kr. Flugsæti með sköttum. Fargjald A. 67.990 kr. vikuferð 27. jan. Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í herbergi á gististað „án nafns“ við Zell am See, 27. jan., vikuferð með morgunmat.* Áramótaveisla - 11 nætur flug og gisting frá kr. 99.995 Netverð á mann, m.v. 2 full orðna og 2 börn í herbergi í 11 nætur á Gasthof Kunstle ralm með hálfu fæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.