Morgunblaðið - 03.12.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 03.12.2006, Síða 28
Nýtt íslenskt skáld Óskar Magnússon Borðaði ég kvöldmat í gær? Frásagnargáfa og húmor eins og Íslendingar vilja hafa hann „Þetta er þaul- hugsaður texti, hverfist um skýra fléttu hverrar sögu án útúrdúra. Og um allt leikur elskuleg hæðni sem veldur hlátri hjá grandalausum lesanda sem veit varla hvers er von.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttablaðinu 13. nóvember daglegtlíf Sigrún Davíðsdóttir ríður nú á vaðið með sína fyrstu skáld- sögu. Hún segir skriftir áhættusamt ferðalag. » 34 feimnismál Jón G. Friðjónsson prófessor hefur unnið mikið verk í nýrri og aukinni útgáfu bókarinnar Mergur málsins. » 36 mergur málsins Við Laugaveginn er Morkin- skinna, verkstæði Hilmars Einarssonar. Þar leggjast inn myndir og stöku bækur. » 38 forvörðurinn Gísli Sigurðsson fer um Mýrasýslu og Snæfellsnes í fjórðu bók ritraðarinnar Seiður lands og sagna. » 42 seiður lands Helena Eyjólfsdóttir ákvað sex- tán ára að fórna menntaskóla fyrir söng. Brátt fagnar hún 50 ára söngafmæli. » 30 söngdíva H ún er nýkomin til landsins eftir tals- verða útivist, hún kemur ekki tómhent, hún breiðir úr ljós- myndum sínum á borðstofuborðið og rekur hvernig hver og ein markar spor í ferilinn. Íris Þorsteinsdóttir heitir þessi unga kona sem þegar hef- ur fengið gott atvinnutilboð frá Lond- on en hugsar sér að starfa á íslensk- um vettvangi líka. Henni er margt til lista lagt, hún er ekki aðeins vel menntaður og fær ljósmyndari held- ur líka flinkur grafískur hönnuður. Íris bjó lengst af í San Fransiskó á námsárum sínum í Bandaríkjunum, en hún byrjaði ekki taka myndir þar og heldur ekki á Íslandi. „Ég byrjaði að taka myndir í Finn- landi,“ segir hún. 18 Ára fór Íris til Finnlands til að vinna með Nordjobb, sem eru samtök á vegum Norrænnar samvinnu um vinnuskipti fyrir ungt fólk á Norðurlöndunum. „Árið áður hafði ég unnið í Svíþjóð en í þetta skiptið ákvað ég að fara til Finn- lands,“ segir Íris. „Þar kynntist ég ungum manni sem átti heima í litlu húsi upp í sveit, þar sem var rafmagn en ekkert renn- andi vatn. Það var brunnur úti í garði, þar sem við náðum í ferskt vatn og útihús sem klósett. Ég verð að játa að þurfa að hlaupa út í niðarmyrkur í nístingskulda til að fara á klósettið um miðja nótt getur verið ansi mikil taugaraun. Var ég þó mjög heilluð af þessum lífsstíl enda alin upp við mikil tengsl við náttúruna, ólst upp í Kópavogi, og ákvað því að halda þarna til aðeins lengur. Það sem áttu að vera þrír mánuðir urðu með smáhléum þrjú ár. Ísland fór að kalla Finnland er mjög ólíkt Íslandi að því leyti til að landið er hulið skógi þannig að Finnarnir eru vanir því að sjá ekki lengra en nokkra metra fyrir framan sig, eða að næsta tré. Þeir hafa þó þurft að hreinsa burt sum af þessum trjám til að koma fyrir ökrum til hinnar ýmsu ræktunnar. Þó passa þeir alltaf að hafa þéttan trjágarð í kringum húsið sitt. Hús eru því hálf falin inni í trjánum. þetta varð að um- ræðuefni á milli Íslendingsins og Finnans sem deildu nú húsi á jaðri skógar og akurs. Ég fékk að skera niður trén við akurinn svo að ég sæi út, en hann hélt trjánum þétt upp við aðrar hliðar hússins.“ Íris fór snemma að búa til myndir. „Ég hef alltaf verið að skapa síðan ég var lítil stelpa og málaði mikið í æsku. Eitthvað stoppaði þetta á ung- lingsárunum og hafði ég ekki málað í nokkur ár þegar ég kom til Finn- lands, - en svo tók ég eftir að ég var stanslaust að skapa myndir í hugan- um og ramma inn hið draumkennda unhverfi landsins. Þetta leiddi til að ég keypti mér myndavél, stækkara og fullt af bókum um listina og byrj- aði að búa til myndir með ljósmynd- un. Eftir næstum þrjú ár í skóginum fór Ísland að kalla þannig að ég yf- irgaf jarðarberin og skógarfegurðina og flutti heim. Eftir að ég kom aftur til Íslands hélt ég áfram að þreifa mig áfram í ljósmynduninni. Þar sem þá voru ekki mörg tækifæri til að læra ljósmyndun á Íslandi varð ég að nýta öll möguleg tækifæri til að afla mér upplýsinga. Þ. á m. leigði ég framköll- unaraðstöðu með Ragnari Axels og Palla Stefáns, þótt þeir hefðu raunar aldrei vitað af mér og lærði ég heil- mikið af því að skoða myndirnar þeirra og hvernig þeir unnu þær, léku sér t.d. með ljós og skugga.“ Um þetta leyti byrjaði Íris að vinna hjá Oz, þar sem hún kynntist þrívídd- argrafík. „Ég hafði mikinn áhuga á List á að vekja spurningar Það er alltaf fagnaðarefni þegar landar koma heim er- lendis frá með færni og þekkingu í farteskinu. Guð- rún Guðlaugsdóttir ræddi við Írisi Þorsteinsdóttur ljósmyndara og grafískan hönnuð um nám hennar og reynslu við listaháskóla í San Fransiskó. Morgunblaðið/Ásdís Verkin Sýnishorn af ljósmyndum Írisar. Listakonan Íris Þorsteinsdóttir ljósmyndari og grafískur hönnuður. |sunnudagur|3. 12. 2006| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.