Fréttablaðið - 02.04.2009, Side 55

Fréttablaðið - 02.04.2009, Side 55
FIMMTUDAGUR 2. apríl 2009 31 UMRÆÐAN Arndís Soffía Sigurðar- dóttir skrifar um sj úkra - flutninga Í kjölfarið á því að grein mín sem bar titilinn Lifi Rangæingar? birtist á fréttavef Suðurgluggans, mbl.is og í Morgunblaðinu og eftir að opið bréf Sveins Kr. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, til heilbrigðisráðherra birtist í Dagskránni og Morgun- blaðinu var birt umfjöllun um sjúkraflutninga í Rangárvalla- sýslu m.a. á vef Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands (hsu.is). Ekki kemur fram hver ritar heldur er vísað til þess að framkvæmda- stjórn HSU vilji koma ákveðnum atriðum á framfæri til að bregð- ast við framkominni gagnrýni á fyrirhugaðar breytingar á sjúkra- flutningum í Rangárvallasýslu. Þar kom fram að til þess að tryggja sem mest gæði heilbrigðis- þjónustunnar og sjúkraflutninga- manna væri lögð áhersla á að sem flestir sjúkraflutningamenn hafi það að aðalstarfi og fái þar af leiðandi sem mesta menntun og þjálfun og verði öruggari í sínu starfi. Í umfjölluninni á vef HSU er talað um atvinnusjúkraflutn- ingamenn í þessu samhengi. Þessi umfjöllun vekur undrun mína í fyrsta lagi vegna þess að ég hef aldrei áður orðið vör við það að sjúkraflutningamenn séu flokk- aðir í atvinnusjúkraflutninga- menn sérstaklega og ég velti því fyrir mér hver hinn flokk- urinn sé. Allir sjúkraflutninga- menn í Rangárvallasýslu hafa hlotið þá menntun sem sjúkra- flutningamenn þurfa að búa yfir. Í öðru lagi skiptir sú staðreynd að sjúkraflutningamenn séu það að aðalstarfi litlu máli þegar þeir þurfa að sinna hjartastoppi við Seljalandsfoss svo dæmi sé tekið. Þeir verða að öllum lík- indum ekki komnir á vettvang í tæka tíð til að reynsla þeirra fái að njóta sín. Í þriðja lagi hafa komið fram staðfestar heimild- ir fyrir því að af hálfu HSU hafi verið leitað til björgunarsveita á Hellu og Hvolsvelli til að veita fyrstu hjálp á slysavettvangi þar til sjúkrabílar koma á vettvang. Þetta vekur ótal spurningar. Hvað með atvinnumennskuna? Hver er ábyrgð og staða björgunarsveit- armanna ef eitthvað fer úrskeið- is? Hvaða búnað munu björgunar- sveitarmenn hafa? Hvaða þjálfun munu þeir hljóta? Hver er þá hinn raunverulegi sparnaður? Í umfjöllun fram- kvæmdastjórnar HSU kom einnig fram að öryggi þeirra íbúa sem búa í Vestur-Rangárvalla- sýslu myndi aukast eða a.m.k. yrði það jafn gott þar sem tímalend í útkalli myndi ekki lengjast á því svæði. Þá spyr maður sig við hvað sé miðað þegar vísað er til vesturhluta sýslunnar. Sá þéttbýliskjarni í Rangárvallasýslu sem telur flesta íbúa, vestan við Hvolsvöll, er Hella. Milli Hellu og Hvolsvall- ar eru 13 km en milli Selfoss og Hellu eru 36 km. Við þurfum aug- ljóslega að vera staðsett 12 km vestan við Hellu eða vestar til að öryggi manna geti talist aukið eða jafn gott. Það myndi vera á móts við Áshól eða vestar. Austan við Áshól búa hins vegar 95% íbúa Rangárvallasýslu. Á vef HSU er útlistað hver sé fjöldi útkalla í Árnes- og Rangár- vallasýslu eftir klukkan 16.00. Komist er að þeirri niðurstöðu að sjúkraflutningar í báðum sýsl- unum til samans eftir dagvinnu- tíma sé að meðaltali 1 flutningur á sólarhring á bíl en miðað er við 2 sjúkrabíla. Það getur verið gott og gilt að reikna út meðaltal en hafa verður í huga að tilfelli slysa og veikinda dreifast ekki með svona jöfnum hætti yfir daga árs- ins. Þetta sýnir glögglega að ekki er um sérhagsmunamál Rang- æinga að ræða heldur snertir þetta líka alla Árnesinga því svo virðist sem framkvæmdastjórn HSU geri ekki ráð fyrir að fjölga sjúkraflutningamönnum á vakt til að mæta auknum útkallsfjölda. Í þeim tilfellum sem sjúkrabíl- ar á Selfossi eru uppteknir þarf næsti sjúkrabíll að koma frá höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjórn HSU held- ur því að lokum fram á vef sínum að útgjöld stofnunarinnar lækki um 14 milljónir króna á ársgrund- velli með fyrirhuguðum breyting- um. Ég og fleiri Sunnlendingar myndum gjarnan vilja fá að sjá nákvæma útlistun á því hvern- ig HSU nær að spara þá upphæð með umræddum breytingum. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. ARNDÍS SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR Vandi Rangæinga verður vandi Árnesinga Hver er ábyrgð og staða björg- unarsveitarmanna ef eitthvað fer úrskeiðis? Hvaða búnað munu björgunarsveitarmenn hafa? Hvaða þjálfun munu þeir hljóta? Hver er þá hinn raunverulegi sparnaður? Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 Helena Rubinstein vörur - Snyrtibudda - Prodigy dagkrem 5 ml - Prodigy næturkrem 5 ml - Life Ritual Peeling gel-lotion 50 ml - Kinnalita / púðurbursti - Augnskuggabursti - Varapensill með loki Verðmæti kaupaukans 15.500 krónur Einnig aðrar gerðir kaupauka. HR DAGAR Í DEBENHAMS 2. TIL 8. MARS KATTARAUGU ÁHRIFARÍKT AUGNARÁÐ FELINE BEAUTY VORLITIR 2009 - Lash Queen Feline Blacks maskari - Tvöfaldir Wanted augnskuggar Feline blacks - Augnblýantar Feline blacks www.helenarubinstein.com * G ild ir á ky nn in gu m eð an b irg ði r e nd as t. G ild ir ek ki m eð 2 b lý ön tu m . E in n ka up au ki á v ið sk ip ta vi n. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Auglýsingasími Arndís Sig

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.