Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 55
FIMMTUDAGUR 2. apríl 2009 31 UMRÆÐAN Arndís Soffía Sigurðar- dóttir skrifar um sj úkra - flutninga Í kjölfarið á því að grein mín sem bar titilinn Lifi Rangæingar? birtist á fréttavef Suðurgluggans, mbl.is og í Morgunblaðinu og eftir að opið bréf Sveins Kr. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, til heilbrigðisráðherra birtist í Dagskránni og Morgun- blaðinu var birt umfjöllun um sjúkraflutninga í Rangárvalla- sýslu m.a. á vef Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands (hsu.is). Ekki kemur fram hver ritar heldur er vísað til þess að framkvæmda- stjórn HSU vilji koma ákveðnum atriðum á framfæri til að bregð- ast við framkominni gagnrýni á fyrirhugaðar breytingar á sjúkra- flutningum í Rangárvallasýslu. Þar kom fram að til þess að tryggja sem mest gæði heilbrigðis- þjónustunnar og sjúkraflutninga- manna væri lögð áhersla á að sem flestir sjúkraflutningamenn hafi það að aðalstarfi og fái þar af leiðandi sem mesta menntun og þjálfun og verði öruggari í sínu starfi. Í umfjölluninni á vef HSU er talað um atvinnusjúkraflutn- ingamenn í þessu samhengi. Þessi umfjöllun vekur undrun mína í fyrsta lagi vegna þess að ég hef aldrei áður orðið vör við það að sjúkraflutningamenn séu flokk- aðir í atvinnusjúkraflutninga- menn sérstaklega og ég velti því fyrir mér hver hinn flokk- urinn sé. Allir sjúkraflutninga- menn í Rangárvallasýslu hafa hlotið þá menntun sem sjúkra- flutningamenn þurfa að búa yfir. Í öðru lagi skiptir sú staðreynd að sjúkraflutningamenn séu það að aðalstarfi litlu máli þegar þeir þurfa að sinna hjartastoppi við Seljalandsfoss svo dæmi sé tekið. Þeir verða að öllum lík- indum ekki komnir á vettvang í tæka tíð til að reynsla þeirra fái að njóta sín. Í þriðja lagi hafa komið fram staðfestar heimild- ir fyrir því að af hálfu HSU hafi verið leitað til björgunarsveita á Hellu og Hvolsvelli til að veita fyrstu hjálp á slysavettvangi þar til sjúkrabílar koma á vettvang. Þetta vekur ótal spurningar. Hvað með atvinnumennskuna? Hver er ábyrgð og staða björgunarsveit- armanna ef eitthvað fer úrskeið- is? Hvaða búnað munu björgunar- sveitarmenn hafa? Hvaða þjálfun munu þeir hljóta? Hver er þá hinn raunverulegi sparnaður? Í umfjöllun fram- kvæmdastjórnar HSU kom einnig fram að öryggi þeirra íbúa sem búa í Vestur-Rangárvalla- sýslu myndi aukast eða a.m.k. yrði það jafn gott þar sem tímalend í útkalli myndi ekki lengjast á því svæði. Þá spyr maður sig við hvað sé miðað þegar vísað er til vesturhluta sýslunnar. Sá þéttbýliskjarni í Rangárvallasýslu sem telur flesta íbúa, vestan við Hvolsvöll, er Hella. Milli Hellu og Hvolsvall- ar eru 13 km en milli Selfoss og Hellu eru 36 km. Við þurfum aug- ljóslega að vera staðsett 12 km vestan við Hellu eða vestar til að öryggi manna geti talist aukið eða jafn gott. Það myndi vera á móts við Áshól eða vestar. Austan við Áshól búa hins vegar 95% íbúa Rangárvallasýslu. Á vef HSU er útlistað hver sé fjöldi útkalla í Árnes- og Rangár- vallasýslu eftir klukkan 16.00. Komist er að þeirri niðurstöðu að sjúkraflutningar í báðum sýsl- unum til samans eftir dagvinnu- tíma sé að meðaltali 1 flutningur á sólarhring á bíl en miðað er við 2 sjúkrabíla. Það getur verið gott og gilt að reikna út meðaltal en hafa verður í huga að tilfelli slysa og veikinda dreifast ekki með svona jöfnum hætti yfir daga árs- ins. Þetta sýnir glögglega að ekki er um sérhagsmunamál Rang- æinga að ræða heldur snertir þetta líka alla Árnesinga því svo virðist sem framkvæmdastjórn HSU geri ekki ráð fyrir að fjölga sjúkraflutningamönnum á vakt til að mæta auknum útkallsfjölda. Í þeim tilfellum sem sjúkrabíl- ar á Selfossi eru uppteknir þarf næsti sjúkrabíll að koma frá höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjórn HSU held- ur því að lokum fram á vef sínum að útgjöld stofnunarinnar lækki um 14 milljónir króna á ársgrund- velli með fyrirhuguðum breyting- um. Ég og fleiri Sunnlendingar myndum gjarnan vilja fá að sjá nákvæma útlistun á því hvern- ig HSU nær að spara þá upphæð með umræddum breytingum. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. ARNDÍS SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR Vandi Rangæinga verður vandi Árnesinga Hver er ábyrgð og staða björg- unarsveitarmanna ef eitthvað fer úrskeiðis? Hvaða búnað munu björgunarsveitarmenn hafa? Hvaða þjálfun munu þeir hljóta? Hver er þá hinn raunverulegi sparnaður? Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 Helena Rubinstein vörur - Snyrtibudda - Prodigy dagkrem 5 ml - Prodigy næturkrem 5 ml - Life Ritual Peeling gel-lotion 50 ml - Kinnalita / púðurbursti - Augnskuggabursti - Varapensill með loki Verðmæti kaupaukans 15.500 krónur Einnig aðrar gerðir kaupauka. HR DAGAR Í DEBENHAMS 2. TIL 8. MARS KATTARAUGU ÁHRIFARÍKT AUGNARÁÐ FELINE BEAUTY VORLITIR 2009 - Lash Queen Feline Blacks maskari - Tvöfaldir Wanted augnskuggar Feline blacks - Augnblýantar Feline blacks www.helenarubinstein.com * G ild ir á ky nn in gu m eð an b irg ði r e nd as t. G ild ir ek ki m eð 2 b lý ön tu m . E in n ka up au ki á v ið sk ip ta vi n. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Auglýsingasími Arndís Sig
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.