Morgunblaðið - 01.12.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.12.2007, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is INNLEYST tap af sölu FL Group á 8% hlut í AMR er um 15 milljarðar króna. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu hafa 13 milljarðar þar af þegar verið gjaldfærðir á fyrstu þremur fjórðungum ársins og því munu áhrif af sölunni á afkomu fjórða ársfjórðungs nema um tveim- ur milljörðum króna. Taka ber fram að í þessum tölum er undanskilinn fjármagnskostnaður vegna kaup- anna á hlutnum á sínum tíma og má því gera ráð fyrir að áhrifin verði eitthvað meiri. Erfitt er þó að áætla hversu miklu meiri þar sem upplýs- ingar um lánakjör FL Group liggja ekki fyrir. Miðað við heildarhlutafé AMR og gengi félagsins í kauphöllinni í New York í fyrradag má ætla að FL Gro- up hafi fengið um 25,3 milljarða króna fyrir hlut sinn í bandaríska fé- laginu. Samkvæmt tilkynningu til kauphallar styrkir salan sjóðstöðu FL Group um 10 milljarða króna og hafa því um 15 milljarðar farið í að greiða niður skuldir. Miðað við að félagið hafi fengið í sinn hlut ríflega 25 milljarða og tapað um 15 millj- örðum á fjárfestingunni má telja víst að fjárfestingin, þ.e. vegna þeirra 8% sem í fyrradag voru seld, hafi verið um 40 milljarðar króna. FL Group heldur eftir 1,1% í félag- inu og miðað við gengi AMR í gær er markaðsvirði þess hlutar um 3,5 milljarðar króna. Salan í fyrradag er skýrð með því að FL Group vilji, í samræmi við stefnu félagsins, auka fjölbreytni eignasafns síns og muni skoða áhugaverð fjárfestingartækifæri. Óvissa ríki um framtíðaráform AMR og margt bendi til þess að hækkun olíuverðs muni halda áfram auk þess sem samdráttur geti vel verið framundan í bandarísku efna- hagslífi. Nær allur hlutur FL Group í AMR seldur Tap á fjórða ársfjórðungi ekki minna en tveir milljarðar Reuters Selt Sjóðstaða FL Group styrktist um 10 milljarða við söluna á 8% í AMR. ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar OMX á Íslandi hækkaði um 1,28% gær og er 6.983 stig. Gengi bréfa SPRON hækkaði mest, eða um 5,15%. Bréf Exista hækkuðu um 3,4%, en bréf Marels lækkuðu um 1,1%. Krónan styrktist um 0,72% sam- kvæmt upplýsingum frá Glitni, en velta á millibankamarkaði nam 21 milljarði króna. Gengi Bandaríkja- dals er nú 61,15 krónur, punds 125,85 krónur og evru 89,90 krónur. Áfram hækkanir í Kauphöllinni ● ÞRÁTT fyrir verðhrun á nýjum íbúð- um í Bandaríkjunum í októbermán- uði, hinu mesta í 37 ár, nægði það ekki til að lífga við sölu íbúðanna. Sölutölur voru talsvert lægri en hagfræðingar höfðu spáð fyrir um og fjöldi tilbúinna nýrra íbúða sem ekki hafa selst hefur aldrei verið meiri, en þær voru 191 þúsund talsins. Meðalverð nýrrar íbúðar var 13% lægra í október en á sama tíma í fyrra, eða jafnvirði um 13 milljóna króna, að því er segir á fréttavef CNN. Lækkunin milli ára hefur ekki verið meiri síðan árið 1970 en þá var meðalverð íbúðar í Bandaríkj- unum tæplega 1,4 milljónir króna. Fyrir þá fjárhæð fæst tæplega nýr bíll í dag. Verðhrun á nýjum íbúðum í BNA ● BRESKA verðbréfafyrirtækið Cenkos Securities hefur tilkynnt að áhugi þess og Landsbankans á breska fjármálafyrirtækinu Close Brothers Group sé enn til staðar. Fram hefur komið að Landsbank- inn og Cenkos hafi átt í viðræðum við stjórn Close Brothers með yfir- tökutilboð í huga. Tilboð þeirra hljóðaði upp á 950 pens á hvern hlut. Cenkos bendir á að miðað við verðlækkun á markaði ætti verð bréfanna í dag að vera 723 pens. Sérfræðingar á breskum markaði telja hins vegar að hækka þurfi í 1.100 pens til að það fáist sam- þykkt. Enn áhugi á yfirtöku á Close Brothers ● PORSCHE- forstjórinn, Wen- delin Wiedeking, er talinn hafa haft meira en 60 millj- ónir evra, eða meira en 5,4 milljarða króna, í tekjur í fyrra að því er segir frétt Die Welt. Það gerir meira en 450 milljónir á mánuði og 15 milljónir á dag. Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, stærsta banka Þýskalands, er beinlínis láglauna- maður við hliðina á Wiedeking en Ackermann hafði ekki nema 99 millj- ónir króna á mánuði í fyrra. Með meira en 450 milljónir á mánuði NORSKA fjármálaeftirlitið, Kredit- tilsynet, hefur afturkallað leyfi inn- heimtufyrirtækisins Intrum Justitia A/S (dótturfélags Intrum Justitia í Svíþjóð og systurfélags Intrum á Ís- landi) til innheimtustarfsemi í Nor- egi. Ástæðan er samkvæmt tilkynn- ingu frá eftirlitinu sú að fyrirtækið hefur 3.600 sinnum á árunum 2006 og 2007 látið skuldara greiða hærri innheimtugjöld en leyfð eru sam- kvæmt norskum innheimtulögum. Brotin eru samkvæmt Kredit- tilsynet álitin mjög alvarleg og hef- ur leyfið því verið afturkallað. Sænska blaðið Dagens Industri hefur eftir Eirik Bunæs, deild- arstjóra hjá Kredittilsynet, að enn- fremur hafi Intrum í Noregi sent út innheimtubréf of snemma en strangar reglur séu í Noregi um hversu langur tími megi líða frá gjalddaga til kröfu uns tímabært er að senda út innheimtubréf. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kredittilsynet hefur afskipti af starfsemi Intrum í Noregi en árið 2005 var fyrirtækið gagnrýnt harkalega fyrir vinnubrögð sín að sögn DI. Í fréttatilkynningu frá Intrum Justitia segir að forritunarvilla hafi valdið því að of há innheimtugjöld voru rukkuð en að því hafi þegar verið kippt í liðinn. Þá hefur Intr- um áfrýjað úrskurði Kredittilsynet til norska dómsmálaráðuneytisins og mun starfsemi félagsins ganga sinn vanagang uns ráðuneytið fellir úrskurð sinn. Svipt innheimtuleyfi Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MARKAÐIR erlendis hækkuðu al- mennt í gær, líkt og sá íslenski, þótt ekki væri um miklar hækkanir að ræða. Í rauninni var Nasdaq-vísitalan bandaríska sú eina af stóru vísitöl- unum sem ekki hækkaði, en bréf í tæknifyrirtækjum, sem mörg eru skráð í Nasdaq, áttu erfiðan dag í gær. Greint var frá því að forstjóri fjarskiptafyrirtækisins Motorola, Ed Zander, myndi hætta störfum og þá olli slakt uppgjör hjá tölvuframleið- andanum Dell lækkun á gengi bréfa félagsins um 13,5%. Vaxtalækkun í pípunum Bréf fjármálafyrirtækja sóttu í sig veðrið í gær vegna frétta af því að samkomulag væri að nást milli Bandaríkjastjórnar og helstu fjár- málafyrirtækja um að frysta tíma- bundið vexti af ákveðnum ótryggum húsnæðislánum, en slík lán eru mörgum fjárfestingarfélögunum nú þungur baggi. Vaxtafrysting af þessu tagi myndi létta á þrýstingnum sem verið hefur á fjármálafyrirtækjum og hafa fréttir af samkomulaginu aukið bjartsýni meðal fjárfesta. Annars virtust markaðir taka vel í ummæli seðlabankastjóra Banda- ríkjanna, Bens Bernankes, sem al- mennt eru túlkuð sem svo að bankinn muni lækka stýrivexti enn á ný í þessum mánuði. Lækkandi olíuverð mun einnig hafa haft jákvæð áhrif á markaðina. Hófleg bjartsýni á hluta- bréfamörkuðum ytra Reuters Ráðagerðir Miðlarar ráða ráðum sínum í kauphöllinni í New York. Í HNOTSKURN » Gengi bréfa deCode Gene-tics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hélt áfram að hækka í gær, eins og undanfarna daga. » Hækkaði gengið um 0,38%og stendur nú í 4,32 banda- ríkjadölum. » Fyrir rúmum tveimur vikumvar gengi bréfa fyrirtækisins 3,03 dalir og er því um umtals- verða hækkun að ræða á ekki lengri tíma. VÍSITALA neysluverðs mun hækka um 0,6% í desember gangi spár greiningardeildar Kaupþings eftir, og mun tólf mánaða verðbólga þá mælast 5,8% samanborið við 5,2% í nóvember. Í spánni segir að hækkun mán- aðarins helgist einkum af hækk- andi fasteigna- og eldsneytisverði. Að mati greiningardeildarinnar er líklegt að krónan verði áfram tals- vert frá sínu sterkasta gildi á árinu, sem skili sér að lokum út í verðlagi til neytenda. Hvað varðar vaxtaákvörðun Seðlabankans segir í spánni að þar togist á tvö sjónarmið. Verðbólgu- þróun hafi verið afar slæm frá síð- asta vaxtaákvörðunarfundi og hins vegar hafi verið verulegar lækk- anir á hlutabréfamörkuðum. Útlit sé fyrir kólnun á helstu mörkuðum hér heima og hægari umsvif í hag- kerfinu á næstu misserum. Spáir Kaupþing því að verðbólga hækki um 1,1% á næstu þremur mánuðum, en að hratt muni draga úr verð- bólguhraða þegar líði á næsta ár. Spá 5,8% verðbólgu                                                ! "#                                                                !"#$% &  ' "( # &) *+$ ,-./,0. ,1-,- //,,.21 20,..,110 ,2/.,00,//0 ,-.1,- 01,22, .,.0/,-1/,2/ ,./-,..,1. 1/,.2,0. 0,20,.2. ,, 0,00,/ 0,., ,.2,/ ,0-, .,02, ,,/ --,2,1 ./,-0,-0 0,., 3.- 13 .3/ .3/ .32 0-32 .23. 103 0/3 -3 -30 3 .301 -3 203 03 3/ 123 3. 130 .03. 30 0.3 30 131 .32 .31 .32 0/3 .23 103 0/3- -3 -31 3 .3 -3/ 2.3 3 32 .3 3 131 .03/ 3 /3 03 3 -3 45  !"#$% 0   ..   / . 1 /.  0  0  . .  2 2  & %  & !"#,! " 0,,./ 0,,./ 0,,./ 0,,./ 0,,./ 0,,./ 0,,./ 0,,./ 0,,./ 0,,./ 0,,./ 0,,./ 0,,./ 0,,./ 0,,./ 0,,./ .2,,./ 0,,./ 0,,./ 0,,./ 1,,./ 0,,./ .-,,./ ..,2,./ 0,,./ ,,./ .,,./       % #6 +$78, ##!56 +$78, 9%78, :6 +$78, 6% ' #78, 8,;#$8<&=  >?  6 +$78, *+$@ &' #78, : ' #= 78, %+;+ +"A 4A8,',78, B;78, C+78,    ! "   0-78, 8 ?78, % %?D %  +;DE # # &6 +$78, F B # >?  ?6 +$78,  78, G7 478, DH B&& &;"%5" 78, I +%5" 78,   # $ ! % & J %+B+; +; 6 78, ;$"4 78, ÚRVALSVÍSITALA tólf veltumestu fyrirtækjanna í Kauphöll OMX á Ís- landi lækkaði um 13,9% í nóv- embermánuði, eða um rúm 1.100 stig. Í 15 ára sögu hennar hefur hún aldrei lækkað svo mikið í einum mánuði, samkvæmt Vegvísi Lands- bankans. Mesta lækkun innan mán- aðar hingað til var í október 2004 þegar lækkunin nam 11,5%. Í nóvemberbyrjun var vísitalan 8.114,8 stig en lækkaði hratt þegar leið á mánuðinn. Lægst fór lokagildi hennar í 6.674,6 stig þann 27. nóv- ember. Lækkunin innan mánaðar nam þá 17,7%. Á síðustu dögum hef- ur vísitalan tekið að hækka á ný og stóð hún í gær í 6.983,7 stigum. '()*) '(+*, -           2. 2 /2 /- / /. / -2 -- , K! ;'  ./, 0,0, Nóvember verstur í sögunni ● NÆSTSTÆRSTA líftryggingafélag Kína, Ping An Insurance, hefur keypt 4,2% í belgíska fjármálafyrirtækinu Fortis og er það í fyrsta sinn sem Kínverjar fjárfesta í erlendu trygg- ingafélagi. Hluturinn kostaði þá jafn- virði um 160 milljarða króna. Financial Times hefur eftir Peter Ma, stjórnarformanni og forstjóra Ping An, að sérþekking Fortis m.a. á sviði áhættustýringar og vöruþróun- ar komi til með að nýtast Ping An vel. Þess má geta að helsti keppinaut- ur Ping An í Kína og stærsta félagið þar á sínu sviði áformar einnig að kaupa hlut í stóru tryggingafélagi, í Evrópu eða Bandaríkjunum. Kínverjar kaupa hlut í Fortis í Belgíu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.