Morgunblaðið - 01.12.2007, Page 29

Morgunblaðið - 01.12.2007, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 29 Opið hús í dag 1. des. frá kl. 13.00–17.00 í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg. Lifandi brúðuleiklist og sýning á leikbrúðum Jóns E. Guðmundssonar og fleiri íslenskra brúðulistamanna. Dagskrá: 14.00: Leikbrúðuland: Vinátta 16.00: Sögusvuntan: Súpan hennar Grýlu Aðgangur er ókeypis í boði Landsbankans. Brúðulistahátíð Leikminjasafnsins - síðasti sýningardagur M b l 9 41 86 7 RISA JÓLAUPPBOÐ Næsta listmunauppboð Gallerís Foldar verður haldið á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudagskvöldið 2. desember og mánudagskvöldið 3. desember. Á uppboðinu verður að venju gott úrval verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna. Öll verkin eru sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg föstudag 10–18, laugardag 11–17 og sunnudag 12–17, en það sem boðið verður upp á mánudagskvöld verður einnig sýnt á mánudag 10–18. Hægt er að skoða uppboðsskrána með myndum á vefslóðinni myndlist.is. Rau›arárstíg 14, sími 5510400 · www.myndlist.is N ína Tryggvadóttir EINU sinni las ég bók eftir Roger Zelazny og Robert Sheckley sem nefnist Bring Me the Head of Prince Charming. Það er fantasía sem fjallar um djöfla og engla, og hefst hún í helvíti. Púkarnir hræra í stórum pottum þar sem sálir for- dæmdra kveljast um alla eilífð, en í kring leika misheppnaðir tónlist- armenn músík eftir misheppnuð tón- skáld. Þessi tónskáld eru löngu gleymd ofan jarðar, en í helvíti vita allir hver þau eru. Mér datt þetta í hug á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnu- dagskvöldið. Á dagskránni var tón- verk eftir Sergei Taneijev, en það hafði ég aldrei heyrt áður. Þegar ég las ævisögur Rakmaninoffs og Skrí- abíns á sínum tíma og komst að því að kennari þeirra í tónsmíðum hefði verið einhver Taneijev, hélt ég að hann hefði verið eitt af misheppnuðu tónskáldunum á vonda staðnum. Og svo virðist almennt hafa verið talið. Þar til nýlega, þegar þetta sama tón- verk, kvintett fyrir píanó og strengjahljóðfæri opus 30, birtist í stafrænu formi í flutningi afburða listamanna, og var lofað upp í há- stert af tímaritinu Grammophone. Hvað er svona merkilegt við þessa tónsmíð? Jú, hún er sérlega hugvit- samlega samin, talsvert flóknari að gerð en margt sem nemendur Ta- neijevs sömdu (Prokofíev var einnig nemandi hans) og ekki eins aðgengi- leg, en ótrúlega innihaldsrík og djörf þegar kafað er undir yfirborðið. Maður gleymir ekki þannig tónlist. Af hverju gleymdist þá Taneijev? Kannski vegna þess að hann var ekki eins „glamúrkenndur“ og sam- tíðarmenn hans í Rússlandi, hann var ekki „poppari í hámenning- arbúningi“, eins og heimspeking- urinn Adorno uppnefndi Tsjaj- kovskí. Sum tónskáld gleymast nefnilega stundum án þess að eiga það skilið; Bach féll úr tísku á tíma- bili vegna þess að fólk skildi hann ekki. Á Taneijev eftir að verða vin- sælt tónskáld síðar meir, eins og Bach er núna? Það var ekki síst að þakka frábær- um leik fimmmenninganna á tón- leikunum sem hér eru til umfjöll- unar að verk Taneijevs kom svona vel út. Þetta voru fiðluleikararnir Auður Hafsteinsdóttir og Pálína Árnadóttir, víóluleikarinn Iben Bramsnes Teilmann, píanóleikarinn Mona Sandström og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Túlkun þeirra var mögnuð, ótrúlega kraft- mikil og sannfærandi, með afar fal- lega útfærðum blæbrigðum sem un- aður var á að hlýða. Maður var ekki í grautarpotti í undirheimum þar, ónei. Kvintett Taneijevs var aðalatriðið á dagskránni, en einnig fluttu þær Auður, Bryndís Halla og Mona tríó í g-moll eftir Smetana, hrífandi tón- smíð sem skilaði sér fullkomlega í vandaðri túlkuninni; og Trio eleg- iaque eftir Rakmaninoff, æskuverk tónskáldsins sem gaman var að hlýða á. Þetta voru skemmtilegir tón- leikar, efnisskráin var vönduð og metnaðarfull, spilamennskan him- nesk. Er hægt að biðja um meira? Himnaríki og helvíti TÓNLIST Bústaðakirkja Tónlist eftir Taneijev, Smetana og Rak- maninoff í flutningi Auðar Hafsteins- dóttur, Pálínu Árnadóttur, Iben Bramsnes Teilmann, Monu Sandström og Bryndísar Höllu Gylfadóttur. Sunnudagur 25. nóv- ember. Kammermúsíkklúbburinn  Morgunblaðið/Ómar Kammermúsíkklúbburinn Bryndís, Iben, Pálína, Auður og Mona. Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.