Morgunblaðið - 01.12.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 01.12.2007, Síða 32
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Allir fá þá kerti og spil …“Það hafa líklega flestirsungið þessar jólalags-línur einhvern tímann á ævinni og víst er að kertaljós eru fastur hluti aðventunnar í huga margra. Ekki er heldur verra ef kertunum er fyrirkomið í fal- legum stjökum, enda flökt- andi birta frá lifandi ljósi góð leið til að skapa hlýlega stemningu. Hún ætti því að verða ansi hlýleg stemningin í Grens- áskirkju nú um helgina, en eftir messu þennan fyrsta sunnudag í aðventu er opnuð þar sýning á kertastjökum. Stjak- arnir eru í öllum stærð- um og gerðum og eiga það sameiginlegt að vera handgerðir, enda verk félaga í Leirlista- félaginu. „Lengi vel hélt Leir- listafélagið bara sýn- ingar þegar stór tilefni voru til, afmæli til dæmis,“ segir Ragn- heiður Ingunn Ágúst- dóttir sem tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara í Grens- áskirkju ásamt El- ísabetu Magn- úsdóttur. Þær eru báðar félagar í leir- listafélaginu ásamt 48 öðrum konum sem spanna breitt aldursbil og segja samsýningar á borð við þessa góða leið til að kynnast því hvað hinar séu að gera. „Fyrir ekki svo löngu tókum við síðan þann pól í hæðina að við yrð- um að vera sýnilegri, jafnvel þó að tilefnið væri minna,“ segir Ragn- heiður og bætir við að aðventan sé þar af leiðandi tilvalinn tími til að sýna kertastjaka, enda eru þegar komnar upp hugmyndir um aðra kertastjakasýningu að ári. Nokkur hefð virðist líka vera að skap- ast fyrir þessum smærri sýningum innan félagsins og má nefna að í ár hafa verið haldnar bollasýning, sem gestir Kringlunnar kannast e.t.v. við, og vasasýning í Ketilhúsi á Akureyri. Þessar samsýningar hvetja líka, að sögn þeirra Ragn- heiðar og Elísabetar, félagsmenn til að takast á við nýja hluti. „Við þessi tækifæri komum við út úr vinnustofunni og sjáum hvað hinar eru að gera. Sumar sýna til að mynda ekki það oft að maður viti að hverju þær hafa verið að vinna,“ segir Ragnheiður og El- ísabet bætir við: „Þetta er áhugavert fyrir bæði þá sem vinna af krafti og eins fyrir þá sem sinna leirnum minna.“ Sjálf er hún myndmenntakennari og vinnur með leirinn í hjá- verkum, en Ragnheiður vinnur sem auglýs- ingahönnuður meðfram sinni list. Tími huggulegheita Veggljós, borð- og gólfstjakar sem ýmist eru litsterkir, ljósir, fínlegir eða grófir gefa sýningunni í Grensáskirkju fjölbreytilegt yfirbragð, en alls eiga 30 leirlistamenn þar verk. Þær Elísabet og Ragn- heiður sýna þar báðar ljósa borðstjaka þótt verk þeirra séu að öllu jöfnu mjög ólík. „Yfirleitt eru mín verk lit- ríkari og undanfarið hef ég verið að vinna með stóra hluti með upphleyptum skreytingum, þannig að kertastjakarnir eru ólíkir því sem ég hef verið að gera,“ segir Elísabet. „Mér fannst hins vegar passa kerta- Morgunblaðið/Frikki Leirlistamenn Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir og Elísabet Magnúsdóttir segja samsýningar Leirlistafélagsins gefa þeim gott tækifæri til að fylgjast með því sem aðrir félagar eru að gera. Þjóðlegar Frúrnar eru sparilegar og fínar sem ljósberar. Logaglóð Rakú-brennd leirkúlan skapar óneitanlega skemmtilega um- gjörð um lifandi loga kertisins sem í kúlunni hvílir. Voldugir Þeir taka sig vel út í kirkjunni þessir stóru stjakar og gætu alveg hafa verið sérhannaðir inn í kirkjulegt umhverfið. Lifandi ljós á aðventu Við þessi tækifæri kom- um við út úr vinnustof- unni og sjáum hvað hinar eru að gera. Sumar sýna t.a.m. ekki það oft að maður viti að hverju þær hafa verið að vinna. Postulín Örþunnt postulínið skapar hlýlegan blæ er það hleypir við- kvæmnislegri birtunni í gegn og því alvöru jólasvipur á kertastjökunum. Sýningin er opin frá kl. 10-15 virka daga og á messutíma um helgar. Hún stendur fram til jóla. Þeim sem hafa áhuga á verkunum er bent á að hafa samband beint við listamanninn, en upplýsingar um hvern þeirra er að finna við verk hans. stjakanum að nota hvítan glerung. Síðan fannst mér líka tilheyra að- ventunni að gefa honum tvöfalt hlutverk. Því að þegar við höfum það huggulegt á aðventunni kveikjum við gjarnan á kertum og fáum okkur síðan jafnvel eitthvert góðgæti í skál og skálarbotn stjak- anna hentar vel til þess.“ Verk Ragnheiðar byggjast hins vegar mikið á endurvinnslu. „Ég geri mikið af því að nota það sem til er og vinn talsvert út frá um- hverfinu. Undir hærri kertastjak- anum sem ég sýni í Grensáskirkju er til að mynda stjaki sem ég fann í Góða hirðinum. Þessi endur- vinnsla er ráðandi í verkum mín- um núna og til að mynda hef ég undanfarið gert mikið af því að nota styttur sem handföng á got- terísskálar.“ Þær eru líka ánægðar með þá miklu grósku sem er í íslensku handverki þessa dagana. „Fólk er farið að átta sig á því að það er eitt að kaupa kertastjaka og annað að kaupa kertastjaka sem einhver hefur lagt sál sína í. Það eru nefnilega oft á tíðum einstakir hlutir.“ |laugardagur|1. 12. 2007| mbl.is daglegtlíf Það verður æ erfiðara að velja jólagjafir fyrir vini og vanda- menn vegna þess hversu kresn- ir þeir eru. » 35 Völin og kvölin Bleikt, appelsínugult og gyllt er áberandi í raðhúsinu sem rithöf- undurinn Marta María Jónsdóttir hefur hreiðrað um sig í. » 38 Litir og viður Litur jólasveinanna er líka litur ástríðunnar og hleypir hita á sál og kropp í vetrarkuldunum í desember. » 34 Rautt og heitt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.