Morgunblaðið - 01.12.2007, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 01.12.2007, Qupperneq 38
Bleikir svanir Svanahjónin para sig snemma og halda alltaf saman. „Einn svanur getur verið hættu- legur fyrir hjónabandið, og bleikir verða þeir að vera. V ið keyptum þetta hús fyr- ir einu og hálfu ári og mættumst eiginlega á miðri leið hér í Fossvog- inum. Ég er úr Árbæn- um,“ segir Marta María Jónasdóttir, rithöfundur og ritstjóri Sirkus. „Eig- inmaður minn, Jóhannes Ingimund- arson sjónfræðingur, er af Nesinu.“ Marta María hefði ekki viljað búa í Árbænum og Jóhannes ekki á Nes- inu, svo þetta var góð lausn fyrir bæði. „Þegar við komum hingað féll ég strax fyrir panelnum á veggnum. Þetta er palisander, sem er að verða útdautt fyrirbæri. Mér finnst hann óskaplega fallegur. Við breyttum ekki miklu, skiptum þó um gólfefni, tókum teppi og settum sísalteppi í staðinn á stofuna og stigana og flot- uðum gólfið í borðstofu og eldhúsi. Eldhúsinnréttingin er sú upp- runalega en við tókum okkur til og lökkuðum borðplötur og fækkuðum svolítið skápum til að létta yfirbragð- ið. Upprunalegu hlutirnir í húsinu, hurðir, skápar og handrið, voru allir mjög vel með farnir og því ekkert fengið með að býtta þeim út.“ Dæmigert Fossvogshús Húsið er byggt um 1970 og í hefð- bundnum stíl húsa í Fossvoginum, eiginlega á fjórum pöllum. Gengið er inn í forstofu og þaðan í borðstofu og eldhús, upp í stofu, niður í svefnhluta hússins og þrjár tröppur að auki nið- ur í neðsta hlutann. Þar er m.a. þvottahús. Hún segir að veðrið sé hvergi jafngott og í Fossvoginum og í sólskininu í sumar breyttust íbúar hússins í hálfgerða múlatta, en fundu til þess að skítkalt var annars staðar, t.d. þegar þeir brugðu sér niður í miðbæ. Þótt borðstofan sé eiginlega nokk- urs konar miðpunktur hússins og kannski ekki sá rólegasti, þá reyndist hún vinkonunum Mörtu Maríu og Þóru Sigurðardóttur, vel þekktri sem Birtu í Stundinni okkar, frábær vinnustaður í sumar. Þar sátu þær við borðstofuborðið og lögðu loka- hönd á bókina sem þær skrifuðu í sameiningu, Ef þú bara vissir … Þetta er reyndar önnur bók þeirra. Árið 2005 kom út Djöflatertan, sem þær skrifuðu líka saman. Marta María segir að upphafið að bókinni hafi verið ótal símafundir, enda býr Þóra á Bahamaeyjum. Þannig fóru þær yfir „plottið“ og ræddu málin en settust svo niður og skrifuðu hvor í sínu landinu. Verklok fóru fram á borðstofupallinum í Fossvoginum. Kaupglöð sögupersóna Marta María var um tíma ritstjóri tímaritsins Veggfóðurs svo það ligg- ur beinast við að spyrja hvort heimili og húsbúnaður komi við sögu í Ef þú bara vissir. „Já, svo sannarlega. Bók- in fjallar um Klöru sem er í 9. bekk og kemst að því að fjölskyldan býr yf- ir miklu leyndarmáli. Í framhaldi af því hrynur veröld hennar. Nafn bók- arinnar er einmitt vísun í það enda er plottið krassandi og sannarlega saga til næsta bæjar. Ástin tvinnast svo saman við söguþráðinn og Klara ger- ir allt til að reyna að ná í drauma- prinsinn Jonna. Móðir Klöru er viðskiptafræðingur sem hefur snúið sér að jógafræðum til að öðlast innri frið. Það er svolítið erfitt því hún er svo upptekin við að kaupa bráðnauðsynlegan óþarfa í lífsstílsverslunum. Heimilið hafði reyndar átt að vera mjög svo „míni- malískt“ en vegna kaupgleði húsmóð- urinnar er það hreinlega að springa utan af öllu dótinu. Þetta er svolítil ádeila á það sem er að gerast á svo mörgum heimilum þar sem fólk kaupir og kaupir og kaupir. Mamman er þó ekki alslæm þótt hún sé alltaf úti að „sjoppa“,“ segir Marta María. Sjálf hefur hún gaman af að kaupa hitt og þetta og kannski ber mest á öllum kertunum sem prýða heimilið. Í loftunum hanga PH-lampar, þekkt dönsk hönnun, og í öðrum enda stof- unnar standa tveir bleikir svanir, hönnun Arne Jacobsens. „Það er Jó- hannes sem hefur komið með þessar skandínavísku áherslur, enda lærði hann í Danmörku. Fyrst áttum við bara einn svan en ég sagði honum að Einfaldað eldhús Litlu hefur verið breytt í eldhúsinu, borðplöturnar reyndar lakkaðar og skápum fækkað. Nýtt eldhús er efst á óskalista hús- móðurinnar sem dreymir um að hafa það svart með „glamúrþema“. Appelsínugulur og bleikur rithöfundur Appelsínugult Sófinn er í einum af uppáhaldslitum rithöfundarins. Sterkir litir, skandinav- ísk hönnun og hlýlegur viður einkennir heimili Mörtu Maríu Jónas– dóttur, rithöfundar og ritstjóra Sirkuss. Fríða Björnsdóttir sótti hana heim í pallaraðhúsið hennar í Fossvoginum og komst að því að hús- freyjan getur verið lið- tæk með hamarinn. Sæt saman Helgi litli í fangi móður sinnar. Hann er rúmlega ársgamall og hressilegur strákur sem eflaust kann vel að meta litadýrðina á heimilinu. lifun 38 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.