Morgunblaðið - 01.12.2007, Page 54

Morgunblaðið - 01.12.2007, Page 54
54 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Sigurjónsson og undirleikari Bjarni Þór Jónatansson. Ræðumaður kvöldsins er dr. Einar Sigurbjörns- son. Kaffisala verður í kirkjunni að aðventukvöldi loknu til styrktar Hjálparstarfs kirkjunnar. Veitingar eru í boði safnaðarins, Reynis bak- ara og Ömmubaksturs. Kirkjudagur Árbæjarkirkju Það er mikið að gerast í Árbæj- arkirkju fyrsta sunnudag í aðventu. Sunnudagaskólinn er kl. 11 og þar verður tendrað á fyrsta aðventu- kertinu. Eftir sunndagaskólann verða boðnir til sölu miðar í skyndi- happdrætti líknarsjóðsins. Fjöldi vinninga er í boði. Hátíðarguðsþjón- usta er kl.14. Aron Cortes syngur einsöng og Guðmundur Haf- steinsson leikur á trompet. Prestar safnaðarins, sr. Þór Hauksson og sr. Sigrún Óskarsdóttir, þjóna fyrir alt- ari. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Kriszt- inar K. Szklenár. Eftir guðsþjón- ustuna er árleg kaffisala kven- félagsins í safnaðarheimilinu og líknarsjóðskonur verða með skyndi- happdrætti til styrktar bágstöddum í söfnuðinum. Aðventukvöld í Seltjarnarneskirkju Árlegt aðventukvöld verður í Sel- tjarnarneskirkju kl. 20. Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri 24 stunda, flyt- ur hugvekju. Blásarasveit Tónlist- arskóla Seltjarnarness leikur, Val- geir Guðjónsson tónlistamaður og Seltirningur syngur, Selkórinn flyt- ur tvö lög og Kammerkór Seltjarn- arneskirkju syngur jólalög. Ragn- heiður Steindórsdóttir, leikkona og Nesbúi, les ljóð og Guðmundur Ein- arsson, formaður sóknarnefndar, flytur ávarp. Boðið verður upp á jólakaffi í safnaðarheimilinu í lok aðventukvöldsins. Jólatréð skreytt í Fríkirkjunni í Reykjavík Fyrsta aðventuguðsþjónusta í Frí- kirkjunni í Reykjavík verður kl. 14. Þetta er guðsþjónusta fyrir alla fjöl- skylduna í umsjá Hjartar Magna Jó- hannssonar safnaðarprests. Kveikt verður á fyrsta kerti aðventukrans- ins, sungið og börnin hjálpa til við að skreyta jólatréð. Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller leiða tónlistina en auk þeirra kemur heimsókn frá Mánakórnum sem syngur nokkur lög undir stjórn Vio- lettu Schmidt. Kl. 11 verður fjölskylduguðsþjón- usta. Yngri barnakór Breiðholts- kirkju syngur ásamt hinum nýstofn- aða Kór Breiðholtskirkju. Við tendrum fyrsta kertið á aðventukr- ansinum, börn setja upp líkan af fjárhúsinu í Betlehem, sögð verður saga sem á erindi bæði við börn og fullorðna og brúður koma í heim- sókn. Aðventuhátíð Breiðholtssafnaðar Árleg aðventuhátíð Breiðholtssafn- aðar verður síðan haldin kl. 20 og verður dagskrá miðuð við alla fjöl- skylduna. Börn tendra ljós á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Söng- hópurinn Norðurljósin og Eldri barnakór Breiðholtskirkju flytja aðventu- og jólasöngva undir stjórn organistans, Julian Edward Isaacs, og Gunnhildar Höllu Baldursdóttur, sem sömuleiðis syngur einsöng. Fermingarbörn flytja helgileik og Elín Elísabet Jóhannsdóttir, kenn- ari og fræðslufulltrúi, flytur að- ventuhugleiðingu. Hátíðinni lýkur með helgistund við kertaljós. Á eftir verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimili kirkjunnar. Einnig munu ferming- arbörn selja friðarkerti til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Aðventu- samkomurnar hafa löngum verið miklar hátíðarstundir í safnaðarlíf- inu og eru sóknarbúar og aðrir sem áhuga hafa hvattir til að koma á at- höfnina og hefja þannig jólaund- irbúninginn. Kvennakirkjan í Háteigskirkju Kvennakirkjan heldur aðventu- messu í Háteigskirkju á sunnudag- inn kl. 20.30. Jóhanna Vigdís Hjalta- dóttir fréttakona flytur aðventuhugleiðingu. Inga Backman syngur einsöng og kynnir nýjan geisladisk með lögum eftir Jakob Hallgrímsson. Kór Kvennakirkj- unnar leiðir söng á aðventu- og jóla- lögum við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verður kaffi í safnaðarheimilinu. Aðventuhátíð fjölskyldunnar í Hjallakirkju Fyrsta sunnudag í aðventu verður aðventuhátíð fjölskyldunnar í Hjallakirkju kl. 17. Börn eru sér- staklega velkomin til að taka þátt í jóladagskrá með söngvum og sög- um sem jólunum tengjast. Barnakór úr Hjallaskóla kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur. Einnig verður sýnt leikritið Vinátta sem Brúðuleik- húsið flytur. Þá munu allir syngja saman jólasöngva. Þau sem vilja geta mætt fyrr, upp úr kl. 16, og fengið kakó og piparkökur í safn- aðarsal áður en hátíðin hefst. Aðventukvöld í Fella- og Hólakirkju Guðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 11. Prestur sr. Svavar Stef- ánsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni þjóna fyrir altari og sr. Guð- laug Helga Ásgeirsdóttir predikar. Konur úr kvenfélaginu Fjallkon- urnar tendra ljós á fyrsta aðventu- kertinu og lesa ritningartexta. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almenn- an safnaðarsöng undir stjórn Guð- nýjar Einarsdóttur. Aðventukvöld kirkjunnar hefst kl. 20. Börn úr listasmiðjunni Litróf dansa jóladans og syngja jólalög undir stjórn Ragn- hildar Ásgeirsdóttur og kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir al- mennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur, kantors kirkjunnar. Gry Ek Gunnarsson, varaformaður Fellasóknar, hefur hugvekju. Sr. Svavar Stefánsson og sr. Guðmundur Karl Ágústsson leiða stundina. Kirkjuverðir og meðhjálparar eru Kristín Ingólfs- dóttir og Jóhanna Freyja Björns- dóttir. Sænsk aðventu- guðsþjónusta í Dómkirkjunni Messa er kl. 11 í Dómkirkjunni. Dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor predikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Sænsk aðventuguðsþjónusta veður í Dóm- kirkjunni kl. 14, í umsjá séra Önnu Sigríðar Pálsdóttur. Stig A. Waden- toft, Kristina Andersson og Masia Hederman lesa ritningarlestra og fara með bænir. Maria Cederholm leikur á flautu og stjórnar kór. Séra Anna Sigríður prédikar og Mar- teinn H. Friðriksson leikur á orgel. Aðventukvöld verður kl. 20. Svandís Svavarsdóttir borg- arfulltrúi flytur hugleiðingu. Bragi Bergþórsson syngur einsöng við undirleik Marteins H. Friðrikssonar og Dómkórinn flytur fyrstu að- ventu- og jólastef aðventunnar. Fermingarbörn lesa ritningarorð. Kirkjunefnd kvenna býður til kaffi- veitinga í Safnaðarheimili kirkj- unnar en kirkjunefndin hefur frá upphafi haft veg og vanda af að- ventukvöldunum í Dómkirkjunni. Bandalag íslenskra skáta, sem er að ljúka sérstöku afmælisári, kemur með friðarljós sitt inn við upphaf aðventukvöldsins. Aðventukvöld í Digraneskirkju Aðventan hefst með tónlistarflutn- ingi á vegum kórs Digraneskirkju kl. 20. Á fyrri hluta dagskrár eru jóla- og aðventulög en á seinni hlut- anum kórverk eftir Vivaldi og Bach. Stjórnandi kórsins er Kjartan Kantötuguðsþjónusta í Hjallakirkju Við tónlistarguðsþjónustuna kl. 11 verður flutt kantatan Nú kemur heimsins hjálparráð nr. 61 eftir J.S. Bach. Félagar úr kór Hjallakirkju syngja, einsöngvarar eru Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Árni J. Egg- ertsson tenór og Gunnar Jónsson bassi, Julian Hewlett leikur með á orgelið. Einnig verður fluttur kant- ötuþátturinn, Slá þú hjartans hörpu strengi eftir Bach ásamt fleiri að- ventusálmum. Prestur er séra Íris Kristjánsdóttir og organisti og söngstjóri Jón Ólafur Sigurðsson. Aðventukvöld í Stóra- Núpsprestakalli Aðventukvöld sóknanna verður haldið fyrsta sunnudag í aðventu, í félagsheimilinu Brautarholti á Skeiðum kl. 20. Bjarni Ármannsson flytur hugleiðingu og kórfólk syng- ur aðventusálma, skólabörn syngja og spila. Ritningarlestur og bæn. Í lokin er kaffi og piparkökur. Prest- ur er Axel Árnason. Upphaf aðventu í Hallgrímskirkju Upphaf aðventu í Hallgrímskirkju hefst 1. desember kl. 12 með „Org- elandakt“ þar sem Björn Steinar Sólbergsson, organisti leikur á Kla- is-orgel Hallgrímskirkju. Flutt verða verk tengd aðventunni. Sr. Birgir Ásgeirsson les úr ritningunni og flytur bæn. Málverkasýning Arn- gunnar Ýrar Gylfadóttur, sem ber yfirskriftina „Land ég sá“, verður opnuð í forkirkjunni kl. 14. Þar verður um leið tekin í notkun ný lýs- ing, sem er sérhönnuð fyrir slíkar sýningar. Á sama tíma hefst jóla- fundur Kvenfélags Hallgrímskirkju í Suðursal. Fyrsta sunnudag í aðventu verð- ur hátíðarmessa kl. 11 þar sem bisk- up Íslands predikar og þjónar fyrir altari ásamt prestum og djákna Hallgrímskirkju. Mótettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskels- sonar en organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Messuþjónar aðstoða. Þessi messa er jafnframt upphaf jólasöfnunar Hjálparstarfs kirkj- unnar. Jólatónleikar Mótettukórs- ins verða kl. 17. Sungin verður frönsk jólatónlist og Betlehems- söngvar. Gestur tónleikanna er Gissur Páll Gissurarson tenór. Org- anisti er Björn Steinar Sólbergsson. Strengjasveit sem Guðný Guð- mundsdóttir leiðir leikur með. Stjórnandi á tónleikunum er Hörð- ur Áskelsson, cantor og söng- málastjóri þjóðkirkjunnar. Aðventustund í Þorlákskirkju Ása Björk Ólafsdóttir, prestur í Frí- kirkjunni í Reykjavík, er ræðumað- ur á aðventustund í Þorlákskirkju kl. 16. Eldri barnakór Grunnskóla Þorlákshafnar syngur undir stjórn Gests Áskelssonar og Esterar Hjartardóttur og Lúðrasveit Grunnskólans undir stjórn Gests auk kirkjukórs Þorlákskirkju og organista Hannesar Baldurssonar og fermingarbarna sem lesa ritn- ingalestra. Kirkjugestir halda svo að ráðhúsi Þorlákshafnar þar sem kveikt er á jólatré bæjarins við at- höfn kl. 18. Jólasamvera eldri borg- ara í Laugarneskirkju Aðventuhátíð kl. 20. Kristinn Ein- arsson, formaður Þróttar, flytur ræðu kvöldsins og aðventusálmar óma í flutningi kórs Laugarnes- kirkju. Barnakór Laugarness kem- ur fram með stjórnanda sínum, Huldu Guðrúnu Geirsdóttur, og flytur jólasyrpu en fermingarbörn vetrarins annast alla bænagjörð. Sóknarnefndin býður súkkulaði og smákökur í aðventukaffi í safn- aðarheimilinu á eftir. Árviss jólasamvera eldri borgara í Laugarneskirkju verður fimmtu- daginn 6. desember kl. 14. Gengið verður inn um aðaldyr til kirkju þar sem Þráinn Bertelsson mun lesa úr nýrri bók sinni Englar dauðans og nemendur úr Tónskóla Sigursveins leika á hljóðfæri auk þess sem sókn- arprestur hefur hugvekju og bæn. Að stundinni lokinni eru kaffiveit- ingar yfir í safnaðarheimlinu. Allt fólk yfir sextugu hvatt til að fjöl- menna. Aðventukvöld í Grensáskirkju Aðventukvöld verður í Grens- áskirkju kl. 20. Ræðumaður kvölds- ins verður Þorsteinn Pálsson, rit- stjóri og stjórnarformaður Hjálparstarfs kirkjunnar. Kirkju- kór Grensáskirku syngur undir stjórn organistans, Árna Arinbjarn- arsonar. Sr. Hreinn S. Hákonarson fangaprestur kynnir englatréð. Að dagskrá lokinni er boðið upp á kaffiveitingar. Aðventuhátíð í Grafarvogskirkju Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11 í Grafarvogskirkju. Prestar séra Vigfús Þór Árnason og séra Bjarni Þór Bjarnason. Barna- kór Grafarvogskirkju flytur helgi- leik eftir John Høby, stjórnandi: Svava Kristín Ingólfsdóttir org- anisti: Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Barnakórinn heldur kökubasar eft- ir messu. Sunnudagaskóli verður í Borgarholtsskóla kl. 11. Prestur er séra Lena Rós Matthíasdóttir, Krakkakórinn syngur, stjórnandi og organisti: Gróa Hreinsdóttir. Aðventuhátíð er kl. 20. Strengja- sveit Tónskóla Grafarvogs leikur frá kl. 19.30, ræðumaður er Guð- laugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra. Einar Már Guðmunds- son rithöfundur les úr nýútkominni bók sinni Rimlar hugans. Ferming- arbörn flytja helgileik og kirkjukór og unglingakór kirkjunnar syngja, stjórnendur eru Hörður Bragason og Svava Kristín Ingólfsdóttir. Ein- söngvarar: Ragnar Bjarnason, Sig- rún Hjálmtýsdóttir og Árni Þór Lárusson, 12 ára, ásamt 14 manna hljómsveit. Prestar safnaðarins flytja bænarorð. Jólafundur safnaðarfélags Graf- arvogskirkju verður mánudaginn 3. desember kl. 20. Edda Andrésdóttir fréttamaður fjallar um og les upp úr nýútkominni bók sinni, Í öðru landi. Þorvaldur Halldórsson söngvari flytur jólalög og Sigrún Árnadóttir matreiðslumeistari sýn- ir nokkrar tillögur að forréttum á jólaborðið. „Jólalegar“ veitingar, súkkulaði og smákökur. Hátíðarguðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju Í tilefni af fyrsta sunnudagi í að- ventu verður hátíðarguðsþjónusta á vegum Hafnarfjarðarkirkju kl. 11. Í upphafi guðsþjónustunnar bera St. Gildisskátar inn friðarljósið sem loga mun um jólin í safnaðarheim- ilinu, þar sem sjálf kirkjan er lokuð vegna viðgerða. Eftir að kveikt hef- ur verið á fyrsta ljósinu á aðven- tukransinum verður barn borið til skírnar að viðstöddum börnum úr sunnudagaskólanum. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson og mun hann predika út frá spurningunni: „Hvert stefnir kirkjan?“ Eftir predikun syngur Margrét Árnadóttir ein- söng. Kantor er Guðmundur Sig- urðsson en Barbörukór Hafn- arfjarðarkirkju leiðir söng. Kórinn var stofnaður á liðnu vori og ber nafn st. Barböru en kapella hennar fannst í hrauninu sunnan Hafn- arfjarðar. Upphaf aðventu í Garðasókn Hátíðarguðsþjónusta í Vídal- ínskirkju í Garðabæ er kl. 11. Blás- aranemendur úr Tónlistarskól- anum í Garðabæ koma í heimsókn og leika á hljóðfæri sín. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjón- ar fyrir altari ásamt Nönnu Guð- rúnu Zoëga djákna. Sunnudaga- skóli á sama tíma undir stjórn æskulýðs- og forvarnafulltrúa Garðasóknar. Félagar úr Skátafé- laginu Vífli í Garðabæ bera frið- arljós að altarinu í upphafi mess- unnar. Lionsklúbbar Garðabæjar reiða fram súpu og brauð að lokinni messu í safnaðarheimilinu. Aðventuguðsþjónusta með þátt- töku kvenfélags Garðabæjar verður í Garðakirkju kl.14. Helguð verða ný altarisklæði eftir listakonuna Herborgu Sigtryggsdóttur. Það er kvenfélag Garðabæjar sem gefur þetta listaverk til kirkjunnar. Auð- ur Ingimarsdóttir kvenfélagskona predikar og sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir þjónar fyrir altari. Boðið verður upp á akstur frá Vídal- ínskirkju kl. 13.30, frá Jónshúsi kl. 13.35 og frá Hleinum kl. 13.45. Ljósastund verður í Garða- kirkjugarði kl. 16. Samveran hefst á helgistund í Garðakirkju þar sem sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari og Jóhann Baldvinsson organisti leiðir tónlistina. Að lok- inni helgistund verður tendrað á friðarljósum og þau borin á leiði ástvina. Vígsludagur og aðventuhátíð í Bústaðakirkju Fyrsti sunnudagur í aðventu er vígsludagur Bústaðakirkju og er dagsins minnst í helgihaldi kirkj- unnar. Fjölskyldumessa er kl. 11 og er ein sameiginleg messa. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og ung- menni leika á hljóðfæri, organisti er Renata Ivan. Eftir messu er boðið upp á vöfflukaffi og sjá karlar í sóknarnefnd um framkvæmd þess. Aðventukvöld verður kl. 20, tónlist í flutningi kóra kirkjunnar, kór Bú- staðakirkju, einsöngvarar og hljóð- færaleikarar. Stjórnandi Renata Iv- an. Jóhanna V. Þórhallsdóttir stjórnar barna- og unglingakórum ásamt einsöngvurum, bjöllum og hljómsveitinni Pink Rosewood. Ljósin tendruð. Einnig munu allir kórarnir syngja saman að ógleymd- um almennum söng safnaðarins. Ræðumaður kvöldsins er Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykja- vík. Ávarp í upphafi flytur Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, formaður sóknarnefndar. Í lok athafnarinnar verða ljósin tendruð. Pálmi Matt- híasson. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Þorlákskirkja, Þorlákshöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.