Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 68

Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 68
68 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞAÐ er nú ekkert öðruvísi en að hann er æskuvinur konu minnar og þess vegna er hann hér á landinu, ég er ekkert með stóra endurkomu í bransann eins og margir halda,“ seg- ir Kristinn Sæmundsson hlæjandi um komu plötusnúðsins DJ Cheeba til landsins. Kristinn er kannski betur þekktur undir nafninu Kiddi kanína en í lok seinustu aldar var hann vel þekktur í tónlistarsenu borgarinnar sem eig- andi Hljómalindar og fyrir að standa að tónleikum með mörgum af stór- stjörnum tónlistarheimsins. DJ Cheeba er mjög ötull í klúbba- senunni í Bristol sem telst til einnar mestu partíborgar Bretlands. Meðal annars heldur hann úti eina fasta Solid Steel-kvöldinu í heiminum en Solid Steel er útvarpsþáttur Ninja tune sem Coldcut er með. Þeir eru einhverjir vinsælustu plötusnúðar í heimi. Kiddi segir að DJ Cheeba ætti að höfða til allra. „Hann er með svo víðan stíl, hann stendur ekki fyr- ir eitt frekar en annað og blandar saman tónlist úr ólíklegustu áttum á mjög listrænan hátt auk þess sem hann kann að halda uppi stuðinu.“ Spurður hvernig honum finnist danssenan vera á Íslandi í dag segir Kiddi að hann hafi bara verið týndur úti í garði í fimm ár. „Ég er ekki dómbær, ég er bara í barnauppeldi svo ég er hættur að fylgjast með partítónlistinni. En það sem ég sé utan að mér og heyri finnst mér til mikillar fyrirmyndar.“ Lífið á að vera allskonar Eftir að Kiddi hætti í tónlistar- bransanum fór hann að vinna við garðyrkju. „Ég kann jafn vel við mig úti í garði og bak við búðarborðið í Hljómalind á sínum tíma. Mér finnst að lífið eigi að vera allskonar og mað- ur eigi að prófa sem mest í því. Það kitlar mig ekkert að fara út í tónlist- arbransann aftur, ég er ekki til í að fórna garðyrkjunni fyrir stressið og óvissuna sem bransinn var. Þótt það hafi verið gaman og maður sakni ýmislegs er ég ánægður að þessum kafla er lokið,“ segir Kiddi sem var á leiðinni út úr húsi þegar blaðamaður náði tali af honum til að hengja upp plaköt. „Um tvítugt var ég að- alplakatdreifari Reykjavíkur og þá gegndi ég nafninu Kiddi kúreki. Ef ég setti plakatið ekki upp þá sást það ekki í bænum, ég var algjör bófi í þessum plakatbransa, rúllaði þeim upp alls staðar. Núna ætla ég að rifja upp gamla takta og hengja upp plak- öt til að auglýsa DJ Cheeba.“ Tónlistarbransinn kitlar ekki Kiddi, kenndur við kanínu og Hljómalind, flytur inn Dj Cheeba Morgunblaðið/Frikki Kiddi Saknar ekki tónlistarbransans sem hann yfirgaf fyrir nokkrum árum til að snúa sér að garðyrkju. DJ Cheeba verður gestaplötusn- úður í Party Zone á Rás 2 milli kl. 19.30 og 22 í kvöld, laugardag, og síðar í kvöld heldur hann uppi stuðinu á Organ. Húsið verður opnað kl. 23 og kostar 1.500 kr. inn. WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SAMBÍÓIN - EINA / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA MICHAEL CLAYTON kl. 8 B.i.7.ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 1 - 3 LEYFÐ STARDUST kl. 3 - 5:30 B.i.10.ára FORELDRAR kl. 6 Síðasta sýningarhelgi LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1 - 3:10 LEYFÐ BEOWULF kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára 3D-DIGITAL SYDNEY WHITE kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 5:30 - 8:30 B.i.16.ára AMERICAN GANGSTER kl. 2:30 - 5:30 - 8:30 B.i.16.ára LÚXUS VIP THE ASSASSIN. OF JES... kl. 10:30 B.i.16.ára 30 DAYS OF NIGHT kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára SÝND Á SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FYRSTA ALVÖRU ÞRÍVÍDDAR MYND SÖGUNNAR „Í SANNLEIKA SAGT, EIN AF BEST TEIKNUÐU KVIKMYNDUM FYRR OG SÍÐAR“ AINTITCOOLNEWS.COM „BEOWULF ER EINFALD LEGA GULLFALLEG...“ ENTERTAINMENT WEEKLY „...ÞETTA ER ÓTRÚLEG UPPLIFUN OG JAÐRAR VIÐ SKYLDUÁHORF...“ EMPIRE „ZEMECKIS SPRINGS SO MANY POW 3D SURPRISES YOU'LL THINK BEOWULF IS YOUR OWN PRIVATE FUN HOUSE.“ ROLLING STONE BEOWULF kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára 3D-DIGITAL SYDNEY WHITE kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 6D - 9D B.i. 16 ára DIGITAL ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1:50 LEYFÐ SÝND Í AKUREYRI ÞEGAR Á BJÁTAR MÁ TREYSTA Á ÞAÐ AÐ SANNAR HETJUR GEFAST EKKI UPP! 600 kr.M iðaverð SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.