Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Jón Karl Helgason jkh@hi.is ! Hér á árum áður kom slæmi kaflinn hjá handboltalandsliðinu oftast í fyrri hluta síðari hálf- leiks. Þá var eins og strákarnir okkar hefðu ákveðið að gera tóma vitleysu; þeir fóru að skjóta of fljótt eða úr of þröng- um færum, leikmenn gleymdu því hvaða hlutverki þeir gegndu innan liðsins. Andstæðingarnir gengu á lagið, röðuðu inn mörkum og náðu yfirhönd- inni. Ef leikurinn tapaðist var ósigurinn skrifaður á „slæma kaflann“. Skipulagsmál í Reykjavík voru til um- ræðu í Krossgötum, afbragðsgóðum út- varpsþætti Hjálmars Sveinssonar á Rás 1 síðastliðinn laugardag. Leiðarstef þátt- arins var einföld spurning: Af hverju fengu verktakar leyfi til að reisa fjögurra hæða hótelbyggingu á skipulagsreit við Laugaveg þar sem gert var ráð fyrir ný- byggingu undir verslunarrekstur og aðra starfsemi upp á tvær hæðir og ris? Í sam- tölum Hjálmars kom fram að óvenjuvel hafi verið staðið að því deiliskipulagi Laugavegarins sem borgarbúum var kynnt árið 2002. Menn hafi bæði haft að leiðarljósi verndun og uppbyggingu, auk þess sem tekið var mið af götumyndinni í heild. Slæmi kaflinn hófst ekki fyrr en í síðari hálfleik, þegar kom að því að vinna samkvæmt skipulaginu. Þá gleymdu embættismenn eða stjórnmálamenn (nöfn óskast!) því hvaða hlutverki þeim var ætlað að gegna í ferlinu; þeir létu undan þrýstingi, gerðu tóma vitleysu. Einn viðmælenda Hjálmars benti á að þótt nýja hótelið yrði fjórar hæðir í stað þriggja (hún talaði alltaf um þrjár hæðir fremur en tvær hæðir og ris) þá yrði það ekki nema rúmum metra hærra en gert væri ráð fyrir í skipulaginu. Þegar ég heyrði þessi rök datt mér í hug að það væri einmitt þessi hugsunarháttur sem yrði handboltalandsliðinu að falli á slæma kaflanum. Menn gera ekki lengur það sem lagt var upp með heldur um það bil það sem talað var um. Menn skjóta niðri á markmanninn en ekki uppi, í stöngina en ekki í netið. Erlendis nefnist þessi hugsunarháttur agaleysi, hér á landi töl- um við um að „slumpa“ á hlutina. Í huga okkar merkir 60 km hámarkshraði að við getum ekið á 70 til 80 km hraða, tvær hæðir og ris merkja fjórar hæðir. Þetta er skýringin á umferðarslysum, töpuðum landsleikjum, húsum sem skyggja á sól- ina. Borgarstjórnarmeirihluti sjálfstæð- ismanna og framsóknarmanna fór ágæt- lega af stað í upphafi kjörtímabils en svo kom slæmi kaflinn. Andstæðingurinn gekk á lagið og sneri töpuðum leik sér í vil. En hvernig eigum við að túlka nýtt meirihlutasamstarf Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar og Ólafs F. Magnússonar? Er slæma kaflanum lokið? Væntanlega líta borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins svo á. Þeir lofa því meira að segja að bæta fyrir slæma kaflann í skipulags- vinnunni varðandi Laugaveg 4-6. Þar stefnir þó í raun í áframhaldandi vitleysu. Síðbúin ákvörðun um verndun þessara húsa er ekki aðeins í ósamræmi við hæpnar samþykktir borgarinnar í þessu máli undanfarin misseri heldur er hún líka frávik frá deiliskipulaginu frá 2002. Á Evrópumótinu í handbolta gekk ís- lenska liðinu verr en búist hafði verið við. Slæmi kaflinn var regla fremur en und- antekning. Yfirstandandi kjörtímabil í borgarmálunum stefnir í sömu átt. Stjórnmálamennirnir hafa gleymt því að hlutverk þeirra er að veita stórri liðsheild borgarstarfsmanna forystu. Enn og aftur fara nokkrir marklitlir mánuðir hjá þessu fólki í að turna ákvörðunum fyrri meiri- hluta. Hornamaður sem setið hefur á varamannabekknum er kominn í hlut- verki leikstjórnanda. Leikurinn lítur út fyrir að vera tapaður, fyrir okkur borg- arbúa. Slæmi kaflinn Eftir Önnu Kristínu Jónsdóttur akj@hi.is F ramvinda stjórnmálanna í Reykjavík var reyfarakennd í vikunni sem leið. Þar skorti ekkert á dramatík. Borg- arstjórnarmeirihlutinn, sem enn hét sá nýi í munni margra, hvellsprakk og nýr varð til. Splunkunýr borgarstjóri mætti til leiks og sá gamli góði reis upp að nýju. Við fylgdumst í fréttunum með bláeygðum stjórnmálamönn- um sem gengu glaðbeittir til fundar við fé- lagana, áttu sér ekki ills von og stóðu svo svekktir og sárir í lok dagsins. Undirferli og leynimakk var dagskipunin. Mörgum áhorf- andanum kom þetta spánskt fyrir sjónir, því það er svo stutt síðan þetta leikrit var sýnt. Ekki nema rétt rúmlega þrír mánuðir síðan Vilhjálmur beið eftir Birni Inga, nú beið Dagur eftir Ólafi F., búinn að heyra í honum á deginum. Ef við hugsum aðeins lengra aft- ur, til kosningavorsins 2006, þá beið víst Ólafur eftir því að heyra í Vilhjálmi. Biðin sú á enda. Nú er auðvitað ekkert annað að gera fyrir áhugamenn um stjórnmál en bara að bíða og sjá hvað gerist, þegar öld klækjastjórnmál- anna er runnin upp á Íslandi. Stjórn- málafræðiprófessorinn Gunnar Helgi Krist- insson nefndi þau til sögunnar í viðtali í byrjun vikunnar. Það vantaði heldur ekki að prófessorinn beitti fyrir sig tungutaki reyf- aranna, borgarstjóranum nýja hefði verið gert tilboð sem hann hefði ekki getað hafnað. Slík tilboð eru okkur kunnugleg úr mafíur- eyfurum, þeirra frægast í Guðföðurnum. Og það vekur líka athygli þegar líkingamálið, sem stjórnmálamenn grípa til, er svo stór- kostlegt, að þar standa menn með heilu hnífasettin í bakinu. Rýtingsstunga í bakið ein og sér er ekki nógu dramatísk. – Það var reyndar svolítið skoplegt að sjá Björn Inga reiða sverð til höggs við opnun skylminga- miðstöðvar í Laugardalnum, nánast í sömu andránni og fornvinur hans, nú fjandi, talaði um hnífasettið. Þótt Gunnar Helgi segði að nú væri tími klækjanna upprunninn hafa klækir og stjórnmál löngum átt samleið og í huga margra er þetta tvennt óaðskiljanlegt. Niccolo Machiavelli skrifaði Furstann á sex- tándu öld og hvort sem það er maklegt eða ekki er oft til hans vitnað um það að tilgang- urinn helgi meðalið og þar er furstanum unga bent á aðferðir til að halda völdum, ekki bara hvernig eigi að ná þeim. Á stundum er talað um að stjórn- málaumfjöllun sé alltaf að verða yfirborðs- kenndari og snúist frekar um persónur en málefni. Sumpart styður umfjöllun síðustu daga slíka afstöðu. Fyrir réttri viku beindist athyglin ekki bara að stjórnmálamönnunum heldur líka því hverju þeir klæddust og hvort frambjóðendur Framsóknarflokksins hefðu keypt föt sín á reikning flokksins. Að vísu má segja að vangavelturnar um fötin tengist veigameiri spurningum um aðgreiningu kostnaðar hjá stjórnmálamönnum. Hvað er eðlilegt að þeir borgi sjálfir og hvaða kostnað á flokkurinn að bera? En gildir ekki einmitt um þetta að þarna þurfa að vera hreinar lín- ur og aldrei er það nú mjög traustvekjandi þegar menn hvorki játa né neita í upphafi og segja svo eftir á „þetta var nú bara eðlilegt“. Það hefur víst gerst annars staðar, til dæmis í Svíþjóð, að stjórnmálamenn hafi vikið vegna þess hve grautarlegt bókhaldið var orðið. Mona Sahlin sagði af sér um árið vegna þess að hún borgaði bleyjur og toblerón-súkkulaði með vinnukrítarkortinu. Björn Ingi baðst lausnar til að hlífa sér og flokknum við rætinni umræðu og geyma æru sína. Ákafar spurningar fjöl- miðlamanna til Ólafs F. Magnússonar um heilsu hans þegar nýi borgarstjórnarmeiri- hlutinn var kynntur eiga sér fáar hliðstæður í umfjöllun um íslensk stjórnmál. Vangavelt- ur um stöðu varaborgarfulltrúans Margrétar Sverrisdóttur voru líka settar miklu oftar í samhengi við möguleg veikindi en tíðkast hefur. Þegar sviptingar urðu á Alþingi og þingmenn gengu milli flokka, þá var talað um varaþingmenn og stöðu þeirra gagnvart þeim sem ofar sat, en heilsufar þingmann- anna sjaldan dregið inn í umræðuna. Sumir segja að verðandi glæpamenn horfi á mafíumyndir til að tileinka sér hátterni og orðfæri mafíósa. Stjórnmálamenn horfa þá kannski á sjónvarpsþætti og myndir um stjórnmálamenn til að læra hvernig þeir eigi að bera sig að við stjórnmálin. Ráðabrugg og leynifundir síðustu daga benda þó frekar til þess að njósnamyndir séu innblásturinn. Flestum sem horfa á finnst að lífið sé lyginni líkast. Nú hafa handritshöfundar í Bandaríkj- unum verið í verkfalli frá því í nóvember. Þar vestra eru menn að verða uggandi um framhaldið. Aldrei að vita hvað verður um sauðtrygga áhorfendur ef þeir eru sviknir um skammtinn sinn. Framleiðendur fram- haldsþátta og sápuópera áttu flestir nokkra þætti á lager. Þær birgðir uppurnar eða verða það senn. Engu að síður er nóg að sjá og fólk enn að horfa á sjónvarpið. Menn beina kröftunum og sjónum sínum að íþróttaefni eða raunveruleikaþáttum. Svo gætu þeir líka reynt að setja texta á ráðhúsið í Reykjavík. Ráðabrugg í Reykjavík Árvakur/Kristinn Ingvarsson Sjónvarpsstjórnmál? Hvar læra stjórnmálamenn þessa klæki? Eru þeir að horfa á sjónvarpsþætti eins og West Wing á kvöldin? Almenningi finnst veruleikinn þó sennilega lygilegri en nokkur skáldskapur. Myndin var tekin af nýjum borgarmeirihluta á Kjarvalsstöðum á mánudaginn. FJÖLMIÐLAR » Ákafar spurningar fjöl- miðlamanna til Ólafs F. Magnússonar um heilsu hans þegar nýi borgarstjórnar- meirihlutinn var kynntur eiga sér fáar hliðstæður í umfjöllun um íslensk stjórnmál. Vanga- veltur um stöðu varaborg- arfulltrúans Margrétar Sverr- isdóttur voru líka settar miklu oftar í samhengi við möguleg veikindi en tíðkast hefur. Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.