Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 8
Bágborið Ásigkomulag íslenskrar náttúru er svo bágborið á köflum að náttúruvernd – myndarleg náttúruvernd en ekki eitthvert frímerkjasafn – er ein af forsendum þess að Ísland geti talist lýðræðisrí Eftir Ólaf Pál Jónsson opj@khi.is I Lýðræði er stjórnarfar nútímans. Undir það taka allir. Vandinn er bara sá að enginn virðist vita hvað átt er við. Og ekki verður málið skýrara þegar orðið „nátt- úruvernd“ fylgir í kjölfarið, því nú eru líka allir náttúruvernd- arsinnar, hver á sinn hátt. Síðastliðið vor var atkvæðagreiðsla í Hafn- arfirði um það hvort álverið í Straumsvík skyldi stækkað. Henni var lýst sem prófsteini á lýð- ræðið og að kosningu lokinni var henni lýst sem sigri fyrir lýðræðið – eða öllu heldur fyrir sér- stakt afbrigði þess sem kallast „íbúalýðræði“. En hvernig var þetta lýðræði annars? Þarna varð til naumur meirihluti og þar með sigurveg- ari kosninganna. Sigurinn var reyndar skamm- vinnur því varla hafði fólk náð að þurrka stír- urnar úr augunum morguninn eftir þegar í ljós kom að kannski hafði ekki verið kosið um stækkun álversins heldur eitthvað annað. Þessi atkvæðagreiðsla hafði ekki síður áhrif á fólk á bökkum Þjórsár sem þó fékk ekki að taka þátt. Það fólk var nefnilega ekki íbúar í skilningi þessa íbúalýðræðis. Og ákvörðunin hafði líka áhrif á fólk norður á Húsavík, því ef orðið hefði að stækkun í Straumsvík, þá hefði þrengt að hugsanlegu álveri við Húsavík vegna takmark- aðra losunarheimilda. En Húsvíkingar voru heldur ekki íbúar þennan dag. Og raunar var kosningabaráttan sjálf eins og viðureign Davíðs og Golíats. Ef þessi atkvæðagreiðsla í Hafnarfirði var sigur fyrir lýðræðið, þá var það einungis vegna þess að þarna var þó gerð tilraun. Sem slík var hún hvorki sigur fyrir lýðræði né náttúruvernd né nokkra hugsjón yfirleitt. Þetta var atkvæða- greiðsla sem olli ýmsum sárum vonbrigðum, gaf öðrum andrými fyrir næsta slag, en umfram allt dró hún fram hversu frumstætt hið lýðræðislega stjórnskipulag okkar er. Samt birtist í þessari atkvæðagreiðslu sú von margra að ef lýðræðið sé virt, þá verði náttúrunni borgið – eða að minnsta kosti betur borgið en nú er. Þetta er vonin um lýðræði sem bjargræði náttúrunnar. Þessi von er á einum augljósum rökum reist, nefnilega að án lýðræðislegrar aðkomu almenn- ings eru náttúruspjöll einkamál þeirra sem eiga afmarkaðra sérhagsmuna að gæta, hvort sem um er að ræða landeigendur sem leggja stór landsvæði undir búgarðabyggð, eða grafa í burtu heilu fjallshlíðarnar, eða hvort það eru stórfyrirtæki, innlend eða erlend, sem seilast jafnvel í dýrmætustu náttúruverðmæti landsins. En þótt þessi rök séu augljós, þá eru þau, ein og sér, ekki sérlega þungvæg á meðan hin lýðræð- islega umgjörð er öll í molum. IILýðræði snýst um að hópur fólks ráðimálum sínum sameiginlega – líka þeg-ar það tekst á um ólík sjónarmið. Til að svo megi verða þurfa borgararnir að kunna að fóta sig í lýðræðislegu samfélagi, bæði almennir borgarar og ekki síður valdamenn. Þeir verða að gera tiltekin lýðræðisleg gildi að viðmiði og drif- krafti persónulegrar og opinberrar breytni – manngerð þeirra verður að vera lýðræðisleg. Það skiptir líka máli að litið sé á þær stofnanir, sem mynda hina lýðræðislegu umgjörð sam- félagsins, sem framlengingu eða birtingarmynd hinna lýðræðislegu gilda, en ekki sem tæki til að vinna afmörkuðum hagsmunum brautargengi. En lýðræðið getur ekki reitt sig á góðviljaða manngerð og afmarkaðar stofnanir. Eitt meg- inatriði í öllu lýðræði, hvort sem það birtist á vettvangi vinnustaðar, sveitarfélags eða heils samfélags, er leikreglur, opinberar, afgerandi og sanngjarnar leikreglur. Sumar leikreglur lýðræðisins getum við kall- að inntaksreglur. Þær fjalla um hvert sé inntak Lýðræði og náttúru „Bitastætt lýðræði – alvöru lýðræði – gefur ekki von um náttúruvernd, það hefur nátt- úruvernd að forsendu,“ segir greinarhöfundur og bætir við: „Það er tómt mál að tala um lýð- ræði nema náttúrunni sé borgið.“ 8 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.