Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Slengjandi snjófjúk í Ingólfsstræti sest með reykjarkófinu á Prikinu. Frostbitnar kinnar fylgjast með frá barnum, sötra kaffi kynslóðanna óhjákvæmilega gegnum (danska) sykurmola. Bolli eftir bolla heilu kollurnar bullsjóðandi beint úr jörðinni. Í rauðamölinni mátar lítill skór sig í klakaspori. Nær skýjum teygir ítalska sendiráðið sig til sólar. Þrír, tveir, einn. Gengi veðursins skráð hjá bankanum, rændum í gær af nýföllnum hirði fjárins. Matið nú lægra, mælirinn fellur. Tveir, þrír, einn. Hilary Finch/Einar Jóhannesson þýddi. Reykjavík í janúarmánuði 1996 Höfundur er tónlistargagnrýnandi við The Times í London og hefur heimsótt Ísland í 20 ár.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.