Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 16
Miðbæjarmynd bakið bogið af bogri á austrænum ökrum frá sólarupprás til sólseturs hörundið hrjúft eftir óvægna asíska sól tínir upp tómar flöskur í hrollköldu tómasarstræti frá sólsetri að sólarupprás á ótrúlega rauðum skóm Jónína Leósdóttir 16 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Ljóðstafur Jóns úr Vör Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur á mánudaginn auk tveggja viðurkenninga. Það er lista- og menningarráð Kópavogs sem stendur að verðlaununum en að þessu sinni bárust rúmlega 250 ljóð í samkeppnina. Hér er verðlaunaljóð Jónínu Leósdóttur birt auk tveggja ljóða sem hlutu sérstaka viðurkenningu. Menn hlæja bara að þeim þegar Jónas hafði lesið yfir rætinn ritdóm sinn um Tistransrimur (og rækilega dregið Breiðfjörð í svaðið og sent hlaupastrák fyrir fimm skildinga með ritstúfinn til Konráðs til yfirlestrar svo að koma mætti manúskriftinu til Kvists prentara í Snörugötu) þá æddi hann út í beljandi rigninguna yfir á Regensi, þar sem hann fann vin sinn Pál, og hrópaði nunc est bibendum vi skal væk til Hviids Vinstue og þeir skildu eftir Jón Sívertsen, þann kveinandi kramarbobba og þurradrumb, í bæli sínu þegar þeir ösluðu yfir Kóngsins Nýtorg kvaðst Jónas þess fullviss að Jónki hefði nælt sér í ópóetíska óværu, þegar hann laumupokaðist í pútnakassann með Brynka og er kompánarnir sátu gegndrepa við gróft viðarborð í loftlágum sal á hlýrri kránni, sleitulítið svolgrandi öl úr bílduðum jóskum leirkrúsum og dispúterandi hástöfum, þá minntist Jónas þess hvernig Svarti-Pétur, bróðir Brynka, hefði tekið í bóndabeygju sérhvern danskan djöful sem steytti görn en þeir væru ólíkindatól, Víðivallabræður, já, þeir gömlu góðu dagar, áður en Baldvin brann í bólinu og Skafti Tímóteus drekkti sér í Hólmsins Kanal, meðan Íslendingar tóku Dani í bóndabeygju kóngsins skál! bætti hann snöggt við, hóf krúsina á loft og leit til annarra gesta óekkí mikið lengur, tautaði Páll og góndi vonaraugum á bosmamikla frauku vertsins, kvenlegar línur hennar fagursveigðar sem rósastilkar af skuggaspili frá arineldinum, Friðrik drepst bráðum líka betri tíð með blóm í haga! hrópaði Jónas þá, skál! skál! Frikki dauður og Kristján tekur við! á hvurn andskotann eruð þið að glápa? Danirnir tveir á næsta borði, sem höfðu hægt á súpusötri sínu og gotið gremjulegum augum til hans, grúfðu sig aftur yfir diskana fullir eins og ætíð, þessir Íslendingar, alls staðar til óþurftar hann er en digter, mælti Páll afsakandi til þeirra, en slags landflygtig digter langt hjemmefra öll skáld eru útlagar, hrópar Jónas á íslensku, bráður, skáldmæltur, umkringdir vofum og válegum svipum, vafrandi í holtaþoku hugans hann Heine minn er útlægur, hann er í París og háði þar einvígi í sumar hættu þessu röfli, Jónas, okkur verður hent út þá skipti Jónas skyndilega um tón: önd mín er þreytt, Paulus, betra að ég væri dauður, muldraði hann raunamæddur og neri gisið skeggið um kjammann, en enginn grætur Íslending ljóta svartagallsrausið í þér alltaf maður skammast sín fyrir þig, drengur nei, enginn grætur Íslending menn hlæja bara að þeim Helgi Ingólfsson Hann blæs Hann blæs um klett og bláa fjallasali og blístrandi hann skoppar milli tinda, hann sporar gler á spegli tærra linda og splundrar kyrrð um þögla hliðardali. Hann jóðlar efst á jökli eins og smali, sem jötunn stikar ýlfrandi um rinda en hendist til að hætti sviftivinda og hanann púar á í miðju gali. Í lundinum þó læðist hann sem blær og laumast rétt með herkjum til að anda í skugga þar sem skógarburkni grær. Og feigu blaði frest hann nýjan ljær en föla biðukollu lætur standa og líkjast tekur logni, þreytuvær. Davíð Hjálmar Haraldsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.