Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is L oksins verður hægt að bjóða upp á sinfón- íska tónlist í fullri alvöru í höfuðstað Norðurlands! Loksins verður hægt að halda stóra ráðstefnu með bravúr. Kannski setja upp stóran söngleik þannig að aðgangseyrir dugi fyrir kostnaði hvers kvölds. Vorið 2009 verða tímamót í sögu Ak- ureyrar og menn bíða spenntir – Hof verður tekið í notkun. Hof; menning- arhúsið við Pollinn sem ugglaust á eftir að verða eitt helst táknið í bæj- armyndinni. Kirkjan uppi á hæðinni og Hof niðri við sjóinn. Á það eftir að skipa álíka sess á Akureyri og óp- eruhúsið við höfnina í Sydney? Ein- ar Bárðarson, „umboðsmaður Ís- lands“, er ekki frá því. Hugmynd um menningarhús út um land var fyrst varpað fram af Birni Bjarnasyni, þáverandi menntamálaráðherra, árið 1999. Ak- ureyringar voru fljótir til, skipuðu vinnuhóp og hófu strax undirbúning slíks húss. Og verða fyrstir til þess að taka það í notkun. Arkitekt hússins er Þórður Þor- valdsson hjá Arkþing, en hönnun hússins er samstarfsverkefni fyr- irtækisins og Arkitema í Danmörku. Meginmarkmið tillögunnar sem valin var eru, að hans sögn, þessi:  … að skapa í nýrri byggingu verðugan ramma um menningar- og tónlistarlíf á Norðurlandi ásamt almennu ráðstefnu- og sýn- ingarhaldi.  … að skapa byggingu í miðbæ Akureyrar sem gæti orðið eitt helsta kennileiti bæjarins.  … að skapa aðstöðu fyrir mót- töku ferðamanna sem hefði ákveðna sérstöðu við fjörðinn.  … að skapa byggingu sem taki mið af nærliggjandi umhverfi og byggingum en hafi þó sitt sjálf- stæði. Ein heild Grunnhugmynd tillögunnar er að setja saman í eina heild – í eitt form og undir eitt þak – hinar mörgu kröfur sem gerðar voru í áætlun um húsrýmið. Sem umgjörð um þessa notkun hafa höfundar valið hring- formið sem með lögun sinni er stefnulaust. Gjá eða sprunga skiptir húsinu í tvennt. Forráðamenn bæjarins kalla þetta Fljótið. Það verður aðal- umferðaræð hússins; anddyri og for- salur um leið. Þetta rými er í eðli sínu hátt og veggir þess endurspegla hliðstæðu úr íslenskri náttúru, gráan steininn, segja hönnuðirnir. „Í botni gjárinnar liðast straumur mannlífs áfram. Yfir gjánni eru þakgluggar, en síðir bitar tengja húskroppana sam- an. Birta og geislar sólar leika um gjána og endurspegla árstíðirnar hverju sinni,“ segir í gögnum þeirra. Austan við Fljótið er tónlistarsal- urinn og rými honum tengd, en við það vestanvert er m.a. upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn, miðasala og fjölnotarými með átta metra loft- hæð. Í sjálfum forsalnum er veit- ingasala sem ýmist getur tengst stærri eða minni viðburðum í húsinu eða þjónað ein og sér. „Veitingasalurinn skiptir aðkom- unni frá suðri í tvo hluta, bryggjuna og tenginguna við land,“ segja hönn- uðirnir og að umgjörð veitingasvæð- isins sé klædd lóðréttum við – trénu – sem í eðli sínu sé andstæða veggja gljúfursins. Veitingasalurinn er með ótakmarkað útsýni inn fjörðinn og að ströndinni til vesturs, segja þeir. Inngangur í tónlistarsal er úr for- sal í suðri, en rýmið framan við tón- listarsalinn hefur útsýni til suðurs inn fjörðinn. Sjálfur tónlistarsal- urinn er á tveimur hæðum og rúmar 500 manns í sæti. Gangur umlykur tónlistarsalinn frá gjánni og útveggjum hússins svo ekki verði truflun úr forsal eða utan frá. Tónlistarsalurinn verður búinn fullkomnasta ljósa- og tæknibúnaði í lofti og á veggjum. Fyrir hljómburð eru hljóðflekar í lofti og á veggjum. Hljómsveitargryfja er fyrir enda áhorfendasalar. Vegna staðsetningar hússins í bænum þar sem hluti lóðarinnar liggur að götum og hinir hlutar hennar að sjó má segja að með hringforminu verði ekki til nein framhlið eða bakhlið, að sögn Þórð- ar. Mót austri er skorið í hringinn við vörumóttöku en annars staðar svífur hann yfir eins og framan og vestan við fjölnotasalinn en þriggja til fjögurra metra bil er frá jörðu upp undir ysta hluta hússins, eins og vel sést á stóru myndinni. „Lifandi“ Í gegnum hringlaga bygginguna lið- ast svo Fljótið sem myndar gjá eða sprungu, sem fyrr segir, en þar verður umferðin um húsið – straum- urinn. Í gögnum hönnuða segir að bygg- ingin opni sig annars vegar að sjálf- um bænum, þ.e. með sjónrænum tengslum að gatnamótunum til norð- urs og að bílastæðunum við Gler- árgötu. „Úr þeirri átt er megininn- gangur byggingarinnar. Hins vegar opnar byggingin sig mót útsýninu yfir fjörðinn til suðurs. Úr þessari átt geta komið til húss- ins annars vegar sjófarendur á minni bátum sem leggja að við bryggju tengda húsinu, og hins veg- ar ferðamenn, gestir og gangandi sem koma að byggingunni frá Strandgötunni.“ Þannig geti byggingin orðið eins skonar stoppistöð fyrir ferðafólk og þá sem til bæjarinns koma með skemmtiferðaskipum. Á sama tíma geti húsið tekið á móti gestum úr báðum áttum og ver- ið eins lifandi og kostur er. Fjöldi skemmtiferðaskipa kemur til Akureyrar á hverju sumri og Sig- rún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri segir að Hof verði nokkurs konar andlit bæjarins af sjónum. „Hér verður veitingasala og upp- lýsingamiðstöð ferðamanna og í hús- ið koma því væntanlega flestallir gestir af skemmtiferðaskipunum.“ Hún sér fyrir sér að í framtíðinni verði viðlegukantur fyrir skemmti- ferðaskip. „Hér er vaxandi ferða- þjónusta og það þarf að þjóna henni vel.“ Fljótið, forsalur hússins, verður skemmtilegur staður að mati bæj- arstjórans og útsýni þaðan mjög gott yfir Pollinn. „Þetta verður mjög skemmtilegt rými þar sem hægt verður að halda tónleika eða mann- fagnaði og ég er sannfærð um að þessi hluti hússins verður skemmti- legur hluti af stígaskipulagi Ak- ureyrar; að fólk í göngutúrum muni koma þarna við,“ segir Sigrún Björk við Morgunblaðið. Fljótið er um leið gata og forrými eða aðalrými byggingarinnar, þaðan sem gestir dreifast á hinu ýmsu staði hússins. Fljótið skiptir húsinu í tvennt, þar sem tónlistarsalurinn og stoðrými tengd honum liggja austanmegin í húsinu, en fjölnotasalurinn og upp- lýsingamiðstöðin að vestan. Þannig er hægt að nota báða hluta hússins saman eða hvorn fyrir sig. Sigrún Björk kom að verkefninu snemma; sat í vinnuhópnum og síðar í dómnefnd þegar hugmynda- samkeppni var haldin um hönnun hússins. Þátttaka í samkeppninni var mikil, fór raunar fram úr björt- ustu vonum að sögn bæjarstjórans núverandi. Hugmyndir voru margar mjög skemmtilegar en hún er sann- færð um að sú besta hafi orðið fyrir valinu. Ábúðarmikil klettaborg „Útlit hússins verður mjög íslenskt,“ segir hún og vísar til stuðlabergs- klæðningarinnar. „Við vorum stund- um spurð að því hvort við ætluðum að taka allan Aldeyjarfoss, en þetta er afskurður af steinum frá Stein- smiðju S. Helgasonar, sem annars hefði verið hent. En þetta kemur mjög vel út; húsið er ábúðarmikið eins og klettaborgir eiga að vera.“ Sigrún segir húsið munu breyta bæjarmyndinni „og ég held það komi til með að hafa jafnmikil áhrif á lífið hér og það hefur á umhverfið – því það breytir algjörlega aðstöðu til sköpunar“, segir bæjarstjórinn. Fulltrúar Akureyrarbæjar fóru með hönnuðum hússins til Svíþjóðar Hof á Akureyri: Nýtt Menningarhúsið Hof á Akureyri verður tekið í notkun eftir rúmt ár, vorið 2009. Í húsinu verða tveir salir, annar tekur 500 manns í sæti, hinn er 200 fermetrar að stærð og verður fyrir margvíslegar uppákomur. Þá flyst Tón- listarskólinn á Akureyri í húsið auk þess sem Akureyrarstofa verður þar til húsa en hún annast menningar- og markaðsmál bæjarins, auk þess sem ferðamál og atvinnumál heyra undir hana. Árvakur/Skapti Hallgrímsson Áberandi Hof verður áberandi í bænum. Hér er horft úr Brekkuskóla. Arkþing ehf Sá stóri Aðalsalur menningarhússins á Akureyri tekur 500 manns í sæti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.