Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 12
Eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson sae@mmedia.is Þ áttur tilfinninga mótar mjög umræðu um trú og kirkju á Íslandi.1 Í guðfræðilegri umræðu sem og annarsstaðar ber í því samhengi nokkuð á tilraunum til að greina á milli ólíkra viðhorfa og skipta mönnum í hópa. Ef þetta er sett á odd- inn má segja að umræðunni liggi til grundvallar tví- skiptingin „við og hinir“. Þessi skipting er oft sett fram í umræðu guðfræðinga með hugtakapörunum eða andstæðunum nýtt og gamalt. Menn tala þá um fram- sækna eða afturhaldsama guðfræði, einfalda eða kerf- isbundna guðfræði, lifandi eða storknaða guðfræði, nú- tímalega eða úrelta, róttæka eða staðnaða. Höfðað er til grasrótarinnar en ekki stofnunarinnar, til orþopraxí (verka) en ekki orþodoxí (kenninga). Andstæðurnar eru frjálslynd eða íhaldssöm guðfræði, tillitssöm eða tillitslaus, mannmiðlæg eða guðmiðlæg, hreint út sagt nútímaleg eða hallærisleg guðfræði o.s.frv. Það læðist að mér sá grunur að þessi hugtakapör eða hugsun eigi að samsvara aðgreiningunni í rétt og rangt eða gott og illt. Eins og gefur að skilja vilja flestir tilheyra þeim hópi sem fyrra hugtakið á við um en ekki hinu seinna. Því að hver vill ekki vera með tærnar í gras- rótinni, fingurinn á púlsi tímans, og mæla af munni fram það sem fólk þarf að heyra og þá helst úr góðri stöðu? Þó að hér sé dregin upp hæðnisfull mynd af um- ræðunni, þá vekur þessi staða margar spurningar. Í fyrsta lagi hvort þessi aðgreining og tvískipting kæfi ekki umræðu og útiloki allar athugasemdir sem fylgja ekki fyrirfram skilgreindum brautum. Því að hver vill vera fulltrúi íhaldssamrar, kerfisbundinnar stofn- anaguðfræði þegar allir vilja og eiga að vera fram- sæknir? Spurningin sem hér vaknar er á þennan veg: Á hvaða hefð byggist þessi orðræða? Hér á eftir verður leitast við að tengja hana arfleifð píetismans eða heit- trúarstefnunnar. Ég hef valið að staðsetja umfjöll- unina undir yfirhugtakinu „pólitískur píetismi“ og samtímis leitast við að varpa ljósi á það hugtak. Píetisminn Píetismanum hefur ætíð fylgt vitundin um félagslegt óréttlæti en einnig vilji og kraftur til úrbóta. Óhætt er að segja að fyrir tilstilli píetismans hafi verið gerðar miklar úrbætur í skólamálum sem stuðluðu m.a. að al- mennu læsi á Íslandi,2 að ekki sé minnst á áhrif hans á félags- og heilbrigðismálin. Píetisminn sem guð- fræðistefna hefur auk þess verið stöðugur áhrifavald- ur í starfi og boðun kirkjunnar. Innan fjölda annarra hreyfinga er arfleifð píetismans lifandi og kemur áhersla hans fram með ýmsum tilbrigðum hjá ýmsum vakningarhreyfingum, eins og heimtrúboðinu, meþód- istum, hvítasunnuhreyfingunni og svokölluðu Social Gospel, en einnig hjá 68-kynslóðinni, náðarvakningar-, friðar- og kvennahreyfingum, að ekki sé nú minnst á umhverfissinna og áhersluna á miðlægt vægi sálgæsl- unnar í öllu kirkjulegu starfi.3 Í öllum þessum stefnum eða hreyfingum er arfleifð píetismans til staðar í ýmsum tilbrigðum. Í þessu sam- hengi nægir að huga að þeirri píetísku hefð um rót- tækt uppgjör á milli kynslóða og nýrrar hópamynd- unar í kjölfar þeirra. Það stafar jafnan af breyttum siðferðiskröfum andspænis vanda hverrar samtíðar. Vandamál sem blöstu við einni kynslóð og hún vildi leysa eru ekki eins knýjandi fyrir þá næstu. Hún tekst á við nýjan vanda. Þannig var meginvandinn sem fyrsta kynslóð píetista glímdi við að efla almennt safn- aðarlíf innan kirkjunnar. Áherslur hans beindust að trúarlífinu innan guðsþjónustunnar og samfélagi í tengslum við hana. Í annarri kynslóð hafa áherslurnar þegar færst til og hún tekur á samfélagslegum þáttum eins og menntun barna o.s.frv. Í heimatrúboðinu síðar og hjá meþódistum eru það erfið kjör verkamanna- stéttarinnar í upphafi iðnbyltingarinnar sem eru í deiglunni. Í þessum hreyfingum helst nokkuð í hendur end- urnýjun eða þróun trúarvitundar og samfélagsleg ábyrgð. Mætti orða þetta sem svo að ein siðferðis- og samfélagsleg áhersla leysi aðra af hólmi, eða ein sið- ferðileg lögmálstúlkunin aðra innan píetismans. Sam- hliða þeim fylgir uppgjör milli kynslóða og jafnvel höfnun á því sem var. Þessi þáttur skýrir að vissu leyti þann klofning sem kemur alltaf aftur upp innan hreyfinga sem byggjast á píetískum grunni. Áherslan á persónulegt afturhvarf sem er um leið uppgjör við fyrra líf getur vel átt einhvern þátt í þessari hefð. Það kemur því lítt á óvart að þýski guðfræðingurinn Albrecht Ritschl (1822–1889) bendir þegar á það 1880 í riti sínu Saga píetismans (1880–1886) að hugtakið píetisma þurfi að víkka og tengja það frekar við hug- myndastefnu en kirkjusögulegt tímabil. Menn hafa upp frá því tengt píetismann við svipaðar stefnur inn- an reformertu kirkjunnar í hinum enskumælandi heimi eins og púrítana eða Jesú-dulúðina innan róm- versk-katólsku kirkjunnar. Samhliða þessu hafa menn orðið meðvitaðri um rætur píetismans í hreyfingum síðmiðalda og í siðbótinni. Margir upphafsmenn píet- ismans lásu mikið í Lúther. Í annarri kynslóð ber þó minna á því, en áherslan á hinn unga Lúther er mikil. Enduruppgötvun Lúthers á kenningu ritningarinnar um réttlætingu af trú er lögð að jöfnu við áherslu píetismans á endurfæðingu og frelsun. Menn stilla upp hinum unga Lúther (fram til 1524) andspænis hinum gamla (eftir 1525) sem lútherski rétttrúnaðurinn byggðist meira á. Þá eru áhrif dulúðar miðalda á píetismann greinileg. Jóhannes Arndt (1555–1621) samdi hugvekjurnar Sannur kristindómur (1605) sem enduróma Jesú-dulúð og áherslu á innra trúarlíf manna. Í þessu riti gætir áhrifa frá dulúð Jóhannesar Taulers (1300–1361) og miðaldaritinu Breytni eftir Kristi. Hugvekjur Arndts náðu mikilli útbreiðslu og nutu vinsælda meðal píet- ista. Loks ber að nefna tengslin við enska púrít- anismann. Með honum eru settar fram siðferðiskröfur um almennar endurbætur innan kirkjunnar og má segja að hann sé mótaður af hugmyndum sem húm- anistar á síðmiðöldum settu síðan á oddinn. Píetisminn sem hugmyndastefna Í þessu samhengi hafa fræðimenn viljað virða píet- ismann sem guðfræðistefnu og hreyfingu sem hefur skýr sérkenni sem koma þegar fram hjá Spener og í gegnum aldirnar hafa haldist með tiltölulega litlum til- brigðum innan ýmissa hreyfinga. Þýski kirkjusagn- fræðingurinn Martin Schmidt setur fram helstu ein- kenni píetismans.4 Að mati hans hefur píetismastefnan það að markmiði að klára það verk sem hófst með sið- bótinni. Menn tengja við hreyfinguna setningu sem eignuð er Lúther, „ecclesia semper reformata“, en það merkir „kirkjan á að vera í stöðugri siðbót“. Píetistar rísa upp gegn kerfis- og stofnanahugsun sem þeir álitu að lútherski rétttrúnaðurinn væri dæmigerður fulltrúi fyrir. Þeir stilla upp lífi gegn kenningu, anda gegn embætti, krafti gegn yfirskyni. Kjarnahugtak siðbótarmanna, trúin, fær aukið mikilvægi innan píet- ismans og er nú talað um „lifandi trú“. Trúin á að koma fram í verki, ávextir hennar eru kærleikurinn og rétt siðferðileg breytni o.s.frv. Þessi hugmynd er drif- krafturinn í samfélagslegum áherslum innan píetism- ans. Menn láta helgunina og fullkomleikann sitja í fyr- irrúmi. Starfið er viðfangsefnið, en ekki kenningin og deilur um einstök atriði hennar. Kenningar og kerfi er það sem öllum rétttrúnaði er til trafala. Fljótlega koma fram aðrar kenningarlegar áherslur innan píet- ismans en þær sem tekist var á um og útfærðar í sið- bótinni og í kjölfar hennar. Í stað umfjöllunar um réttlætingu af trú og tengsl þeirrar kenningar við orð Guðs sem lögmál og fagnaðarerindi, verður viðfangs- efnið endurfæðingin. Þetta kemur þegar fram í riti þýska guðfræðingsins Philipps Jakobs Speners (1635– 1705) Frómar óskir, sem kom út árið 1675, en þar er að finna kenningarlegan grundvöll píetismans. Siðbótarmennirnir lögðu áherslu á náðina sem eitt- hvað sem maðurinn öðlast í sambandi sínu við Guð. Náðin er skilin sem ávarp Guðs sem setur líf manns- ins í nýtt samhengi. Í píetismanum er áherslan færð til og náðin bundin við breytingar í innra lífi mannsins og skilin sem kraftur og nýtt eðli. Skilningur píetismans á syndinni sem spilltu eðli víkur til hliðar áherslu siðbótarmanna um syndina sem truflað samband Guðs og manns, eða sem van- traust og vantrú á Guði og náð hans. Syndin er í píet- ismanum aftur á móti bundin við eðli og breytni mannsins. Hún er meira tengd við sektina og siðferði- legan breyskleika. Syndin er svo að segja „mór- alíseruð“. Áherslan á hegðun einstaklingsins verður mótandi og lífið er sem heild ekki skilið eins og hjá siðbót- armönnunum sem iðrunar- eða helgunarferli. Iðrunin er mun fremur bundin við endurfæðinguna og frelsun. Hún er skilin sem ákveðinn tímapunktur í lífi ein- staklingsins, eða sú stund þegar náðin brýst inn í líf einstaklingsins. Á þeim tímapunkti frelsast hann. Píetisminn leggur ríka áherslu á að menn endurfæð- ist og verði að nýrri sköpun. Maðurinn verður með Pólitískur píetismi Morgunblaðið/Sverrir Dýnamík „Þegar píetisminn er skoðaður kemur í ljós að hann hefur í sér innbyggða dýnamík og mikla aðlögunarhæfni. Stór og merkilegur þáttur í arfleifð hans er uppgjörið við það sem var og er til að koma því að sem á að vera. Það má vel tala um þennan þátt píetismans sem pólitískan.“ „Framsetningarmáti og röksemdafærsla píetískrar hefðar dugir ekki í guðfræðilegri umræðu. Hún er hreint út sagt orðin frasakennd og þreytandi,“ segir greinarhöfundur sem fjallar hér um arfleifð hrein- trúarstefnu í lútherskum sið. Hann telur að umræða um trúmál sé byggð á fulleinföldum andstæðum. 12 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.