Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 9
Ljósmynd/Ólafur Páll Jónsson íki. lýðræðisins. Um hvað snýst lýðræðið? Hverjir eru innviðir þess? Í þennan flokk falla t.d. reglur um framkvæmd kosninga, reglur um réttláta málsmeðferð, skilgreining tiltekinna pólitískra réttinda o.fl. í þeim dúr. En einnig sú regla að réttlæti vegi þyngra en hagkvæmni. Aðrar reglur getum við kallað afmörk- unarreglur, vegna þess að þær segja til um hverjir það eru sem hið lýðræðislega skipulag miðast við og hvert það teygir anga sína. Hér höfum við reglur um hverjir geti tekið beinan þátt í lýðræðinu, t.d. hverjir hafi kosningarétt og hverjir hafi rétt á að tjá sig á opinberum vett- vangi og hverskonar opinber umræða er yf- irleitt leyfð. En líka viðmið um hvaða mál eigi heima á vettvangi lýðræðisins. Eiga umhverf- ismál, svo dæmi sé tekið, heima á vettvangi lýð- ræðisins, eða er þeim betur fyrir komið hjá sér- fræðistofnunum og einkaaðilum? Hvernig metum við annars hvaða mál eiga heima á vett- vangi lýðræðisins? Leikreglur lýðræðisins hvíla á ákveðnum gildum og það er í ljósi þessara gilda sem regl- urnar eru túlkaðar og réttlættar. Þessi gildi segja okkur hvaða skilning skuli leggja í regl- urnar. En hvaða gildi eru þetta? Þau gildi sem liggja lýðræðinu til grundvallar eru t.d. umburð- arlyndi, virðing fyrir ólíkum skoðunum og gild- um, og virðing fyrir manngildi borgaranna. Hér myndi ég hins vegar ekki telja með löghlýðni, vegna þess að skilyrðislaus löghlýðni er ekki forsenda lýðræðisins. Allsherjarregla og al- menn hlýðni við lög er lýðræðinu vissulega nauðsynleg, en lýðræðið krefst ekki skilyrð- islausrar hlýðni. Þvert á móti þá leggur lýðræð- ið þá skyldu á hendur borgaranna að þeir beiti eigin dómgreind og komist að eigin niðurstöðum og tjái þær á vettvangi lýðræðisins. Og þegar slíkar skoðanir fara í bága við opinbera stefnu, þá krefst lýðræðið þess að jafnvel í slíkum til- vikum sýni ríkisvaldið mildi og umburðarlyndi. Gera má greinarmun á ólíkum tegundum lýð- ræðislegs samfélags með hliðsjón af ólíkum gild- um, t.d. greinarmun á lýðræðislegu markaðs- samfélagi og markaðsmiðuðu lýðræði. Í lýðræðislegu markaðssamfélagi – markaðs- samfélaginu sem þó ber svip af lýðræði – eru hin lýðræðislegu gildi ekki grunngildi samfélagsins. Grunngildin eru þau sem ráða á frjálsum mark- aði og gildi lýðræðisins gætu þurft að víkja fyrir þeim. Í markaðsmiðuðu lýðræði væri þessu þá snúið við. Þar væru hin lýðræðislegu gildi grunngildi samfélagsins. Hinn frjálsi markaður væri vissulega fyrirferðarmikill en gildi mark- aðarins yrðu þó að víkja hvenær sem þau stöng- uðust á við gildi lýðræðisins. IIIEinn vandi við að taka þátt í hinnilýðræðislegu umræðu um um-hverfismál er hversu flókin hún er. Það er ekki á færi hvers sem er að taka þátt í umræðunni öðru vísi en á fullkomlega yfirborðs- legan hátt og þar með án raunhæfra möguleika á að hafa nokkur áhrif. Slík þátttaka er jafn góð og engin. Þessi vandi gerir ríkar kröfur til stjórnvalda um uppbyggingu sérfræðistofnana – en ekki bara sérfræðistofnana til þjónustu fyrir at- vinnulíf heldur sérfræðistofnana í almannaþágu. Stofnana sem vinna á sama vettvangi og Um- hverfisstofnun, Orkustofnun, Náttúru- fræðistofnun og Hafrannsóknastofnunin, svo dæmi séu nefnd. Brotalömin hér er sú, að þær stofnanir sem eru virkilega sérfræðistofnanir á ólíkum sviðum hafa illa skilgreint almannaþjón- ustuhlutverk og þær stofnanir sem eiga að sér- staklega að gegna almannaþjónustuhlutverki, t.d. Ríkisútvarpið, skortir alla sérfræðiþekk- ingu. Hið flókna eðli umhverfismála gerir líka ríkar kröfur til stjórnvalda um stuðning við frjáls fé- lagasamtök. Með því að tengjast samtökum get- ur fólk tengt saman þá þekkingu sem er nauð- synleg til að skilja þau mál sem um er að ræða, skapað sér tíma til að vinna að þeim og safnað saman þeirri færni sem nauðsynleg er til að geta tekið þátt í umræðunni. Meðal annars af þessum sökum er fullgilding Árósasamningsins, sem leggur þær skyldur á hendur stjórnvalda að þau búi í haginn fyrir frjáls félagasamtök og tryggi aðkomu þeirra að umhverfismálum, í senn mikilvæg fyrir lýðræðið í landinu og fyrir náttúruvernd. Á meðan hann hefur ekki verið fullgiltur hér á landi, verðum við að horfa upp á alvarlega brotalöm í íslensku lýðræði. IVÉg sagði áðan að lýðræði snerist umað hópur fólks réði málum sínumsameiginlega. En hvaða hópur? Í okkar tilviki eru það Íslendingar. En allir Ís- lendinga eða bara þeir sem hafa kosningarétt? Hvað með börnin, og hvað með tilvonandi barnabörn – komandi kynslóðir? Það, hvernig við svörum spurningunni um af- mörkun lýðræðisins, byggist á því hvaða sýn við höfum á það samfélag sem við byggjum. Við gætum haft mjög þrönga sýn á það, litið á það sem skipulag fyrir okkur hér og nú óháð því hvað taki við þegar okkar tími verður liðinn. Þetta væri þá sýn á samfélagið sem einhvers- konar tæki til að vinna stundlegum hagsmunum brautargengi. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum á þessa sýn. Hún gengur ekki upp. Við verðum að líta á samfélagið sem fyrirbæri sem hefur orðið til og mótast á löngum tíma og á eftir að verða til um ókomnar kynslóðir. En þá hljótum við líka að svara afmörkunarspurningunni þannig að markmið lýðræðisins sé ekki bara núverandi borgarar heldur líka komandi kynslóðir. Þetta þýðir að leikreglur lýðræðisins miðast ekki bara við þá sem eru beinir þátttakendur í lýðræðinu. Vitanlega geta ekki aðrir farið eftir leikreglum lýðræðisins en þeir sem eru beinir þátttakendur í því á hverri stundu, en leikreglurnar geta engu að síður miðast við stærri hóp. Frelsi og far- sæld, sem grunngildi samfélags sem á eftir að vara um komandi kynslóðir, varða ekki einungis frelsi og farsæld núverandi kynslóða heldur einnig komandi kynslóða. En hvers konar leikreglur lýðræðisins er hægt að setja fyrir komandi kynslóðir? Ein regla er að núverandi kynslóðir varðveiti af- rakstur menningar og samfélags, viðhaldi þeim réttlátu stofnunum sem hefur verið komið á fót og leggi til hliðar hæfilegt magn uppsafnaðs auðs.1 Við gætum orðað þessa reglu svo að nú- verandi kynslóð megi ekki ganga á höfuðstól samfélagsins – ekki sólunda þeim verðmætum sem liggja samfélaginu til grundvallar, hvort sem þau eru efnahagsleg, menningarleg, fé- lagsleg eða náttúruleg, þ.e. í formi náttúru. Hin náttúrulegu verðmæti eru ekki einungis óspillt náttúra, heldur náttúra almennt. Og ekki bara landsvæði og dæmigerðar náttúruminjar, held- ur líka t.d. líffræðileg fjölbreytni og þau gang- verk náttúrunnar sem veita mannlegu lífi ým- iskonar þjónustu, t.d. hreinsun úrgangs, viðhald frjósemi og fleira í þeim dúr.2 VKrafan um að ganga ekki á höfuðstólsamfélagsins er í raun ekkert annað enkrafan um sjálfbæra þróun. Og hún er ekki bara krafa um náttúruvernd, eins og stund- um virðist vera álitið. Ekki bara vegna þess að krafan um sjálfbæra þróun einskorðast ekki við náttúruna, en tekur einnig til efnahags, menn- ingar og félagslegra kringumstæðna. Það er einfaldlega ekki rétt að líta á kröfuna um sjálf- bæra þróun sem verndarkröfu. Hún er réttlæt- iskrafa og hún tilheyrir inntaksreglum sérhvers lýðræðislegs samfélags sem varir frá einni kyn- slóð til annarrar. Þess vegna er samfélag, þar sem krafan um sjálfbæra þróun er ekki orðin að ófrávíkjanlegri reglu um ákvarðanir samfélags- ins, gallað frá sjónarhóli lýðræðisins. VIEitt af þeim tækjum sem löggjaf-arvaldið hefur til að stuðla að sjálf-bærri þróun er verndun náttúru, t.d. með friðlýsingum. Þegar friðlýsingar eru ann- ars vegar hefur venjan verið að spyrja fyrst hvort ásættanlegt sé að þrengja kosti viljugra athafnamanna. Og þeir hafa aldrei verið viljugri en einmitt um þessar mundir. Ég hef kallað þetta fyrirkomulag sem lætur friðunarrök víkja fyrir framkvæmdagleðinni – þennan hugs- unarhátt sem gleymdi að deyja á öldinni sem leið – varnarstöðuhugmyndina um friðun.3 Þeg- ar málum er stillt þannig upp hefur sértæk hagsmunakrafa fengið forgang fram yfir rétt- lætið. Þessi hugsunarháttur er ekki einasta mót- drægur friðun og náttúruvernd. Hann er í and- stöðu við sjálft lýðræðið að því marki sem friðun er tæki til að stuðla að sjálfbærri þróun. Ásig- komulag íslenskrar náttúru er raunar svo bág- borið á köflum – ekki bara vegna útþenslu þétt- býlis, virkjana og ofveiði, heldur líka vegna ofbeitar í aldaraðir, uppblásturs og jarðvegseyð- ingar – að krafan um sjálfbæra þróun felur í sér ríka kröfu um náttúruvernd. Og þetta þýðir aft- ur að náttúruvernd – myndarleg náttúruvernd en ekki eitthvert frímerkjasafn – er ein af for- sendum þess að Ísland geti talist lýðræðisríki. Ég minntist áðan á vonina um lýðræði sem bjargvætt náttúrunnar. Þessi von gerir það sem er ófrávíkjanlegur hluti af lýðræðinu að hugs- anlegum afleiðingum þess. Bitastætt lýðræði – alvöru lýðræði – gefur ekki von um nátt- úruvernd, það hefur náttúruvernd að forsendu. Við þurfum ekki að krossleggja fingur og vona að lýðræðisleg umræða og lýðræðislegar kosn- ingar hafi farsælar afleiðingar fyrir náttúruna. Það er tómt mál að tala um lýðræði nema nátt- úrunni sé borgið. En við þurfum kannski að krossleggja fingur og vona að lýðræðið braggist.  1 Sjá Náttúru, vald og verðmæti, bls. 170–171. Þetta kallar John Rawls lögmálið um sanngjarnan sparnað (e. just savings principle). Sjá Rawls. 1999. A Theory of Justice. Endurskoðuð útgáfa. HUP, bls. 252 2 Sjá „Verðmæti og mælikvarðar“, Náttúra, valda og verð- mæti, kafli 4. 3 Sjá „Undir hælum athafnamanna“, Náttúra, vald og verð- mæti, kafli 1. uvernd Höfundur er lektor í heimspeki við Kennara- háskóla Íslands og stjórnarmaður í Náttúru- verndarsamtökum Íslands. » Lýðræði snýst um að hópur fólks ráði málum sínum sameiginlega – líka þegar það tekst á um ólík sjónarmið. Til að svo megi verða þurfa borg- ararnir að kunna að fóta sig í lýðræðislegu samfélagi, bæði almennir borgarar og ekki síð- ur valdamenn. Þeir verða að gera tiltekin lýðræðisleg gildi að viðmiði og drifkrafti per- sónulegrar og opinberrar breytni – manngerð þeirra verður að vera lýðræðisleg. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.