Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 5
og Danmerkur og skoðuðu sambæri- leg hús. „Alls staðar þar sem við komum hafði það brýnasta í grunn- gerð samfélagsins verið klárað; skól- ar, íþróttahús og slíkt, og síðan kom að menningunni, og alls staðar þar sem hún af þessu tagi reis, í sveit- arfélögum á stærð við Akureyri, hef- ur það valdið byltingu.“ Sinfóníuhljómsveit Norðurlands eyðir milljónum króna í hvert skipti til þess að geta haldið tónleika í Íþróttahöllinni, Akureyrarkirkju eða hvar sem hún kýs hverji sinni, að sögn Sigrúnar bæjarstjóra, en Hof breyti verulega aðstöðu hljómsveit- arinnar. Loksins, loksins Guðmundur Óli Gunnarsson, að- alstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, hlakkar enda mikið til: „Ég held að segja megi að það verði stökkbreyting fyrir okkur hvað alla aðstöðu varðar. Í fyrsta lagi er tón- leikasalurinn hannaður með hljóm- burð fyrir sinfóníuhljómsveit í huga. Öll aðstaða verður líka fyrsta flokks og svo verður Tónlistarskóli Ak- ureyrar í sama húsi og það verður mikið hagræði því við samnýtum hljóðfæri og ýmsan búnað með skól- anum.“ Guðmundur Óli segir að erfiðara verði með hverju árinu að fá inni í húsum þar sem hljómsveitin getur leikið. „Við höfum spilað mikið í kirkjum en þar er starfsemi alltaf að aukast og erfiðara að koma okkur fyrir því við leggjum algjörlega und- ir okkur það hús sem við vinnum í hverju sinni.“ Aðstæður verða því allt aðrar fyrir sveitina en hingað til „og þar fyrir utan hlakkar maður auðvitað óskaplega til þess að loks rísi salur á Íslandi sem hannaðar er utan um sinfóníska tónlist. Þessu fylgir óskapleg tilhlökkun“. Hann fullyrðir að hið nýja hús gera það kleift að hljómsveitin sinni ýmsum verkefnum sem ekki hafi verið mögulegt til þessa. „Í húsinu er t.d. hljómsveitargryfja. Við höfum að vísu ekki burði til þess, eins og fjár- veitingum til sveitarinnar er háttað nú, að setja upp óperusýningar en sjáum fyrir okkur einhverjar slíkar sýningar í samvinnu við aðra. Mögu- leikar á samvinnu við Leikfélagið verða t.d. talsvert meiri en áður. Við vorum síðast í samvinnu við LA með söngleikinn Óliver og stefnt var að því að slíkt verkefni yrði sett upp ár- lega eða með tveggja ára millibili en af því hefur ekki orðið. Slíkar sýn- ingar eru svo dýrar að litli 200 manna salurinn í Samkomuhúsinu ber ekki kvöldið. Þegar 500 manna salur verður tekinn í notkun verður reikningsdæmið allt öðru vísi.“ Magnús Geir Þórðarson, leik- hússtjóri LA, kveðst, eins og aðrir, sannfærður um að tilkoma hússins verði gríðarleg breyting fyrir bæinn og raunar svæðið í heild. „Við höfum séð það í leikhúsinu að mikil þörf hefur verið fyrir stærra hús; bæði vegna þess að eftirspurnin eftir mið- um er meiri en framboð okkar; sýn- ingin Óvitar vék til dæmis nýlega fyrir fullu húsi fyrir næstu sýningu. Og eins til þess að hingað sé hægt að flyta gestasýningar, en stærð sviðs- ins í gamla Samkomuhúsinu hefur takmarkað það hvað við getum boðið upp á. Í menningarhúsinu verður sambærilegt svið við það sem er í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu og verður í Óperunni. Þess vegna verður hægt að taka hingað mun fleiri sýningar en áður hefur verið hægt, auk þess sem nýja húsið eykur möguleika Leikfélags Akureyrar á verkefnavali því það fer eftir sæta- fjölda í húsinu út í hve mikinn kostn- að er hægt að leggja við sýningu.“ Höfuðstöðvar Leikfélags Ak- ureyrar verða áfram í gamla Sam- komuhúsinu við Hafnarstræti og fé- lagar verða áfram með Rýmið við sömu götu til afnota, en síðan verður bætt við einni sýningu á ári – stórri sýningu sambærilegri Litlu hryll- ingsbúðinni, Óliver eða Óvitum. „Stærsta sýning ársins yrði í menn- ingarhúsinu og kannski væri hægt að bæta við tveimur til þremur gestasýningum á ári eftir að húsið verður tilbúið.“ Framboð eykst Fyrir leikhúsið breytir menningar- húsið sem sagt því að hægt er að auka framboð; mögulegt verður að setja upp fleiri sýningar og félaginu er gert kleift að sýna hvert verk lengur en hingað til; á meðan spurn er mikil eftir miðum er óþarfi að hætta sýningum. Magnús Geir segist einnig mikið hafa orðið var við að ýmsir aðilar leiti eftir húsnæði fyrir alls kyns fundi, tónleika og leiksýningar þeg- ar Samkomuhúsið er of lítið – en þar sé stærsti salur bæjarins. „Ég held að ef vel tekst til að velja góða dagskrá inn í húsið, blöndu af listgreinum og að tryggt verði að gæðin séu nægilega mikil – á sama tíma og samfélagið hafi aðgang fyrir nemendasýningar og þess háttar; ef tekst að tvinna þetta saman verður húsið gríðarleg lyftistöng fyrir svæðið. Svo eykur þetta auðvitað mjög mikið ráðstefnuhald, ég er sannfærður um það.“ Eitt af því sem Guðmundur Óli nefndi voru einmitt skólatónleikar sem Sinfóníuhljómsveitin hefur haldið úti í skólunum en hugmyndin sé að færa þá inn í menningarhúsið. „Það hefur vissulega kosti að færa tónleikana inn í umhverfi krakkanna en við teljum að það verði enn meiri upplifun fyrir þá að koma inn í glæsilegt tónleikahús og hlýða á hljómsveitina spila á flottu sviði. Okkur langar að gera meira æv- intýri úr þessum tónleikum og erum þegar farin að undirbúa það.“ Svo segist Guðmundur auðvitað vonast til þess að hljómburður í saln- um verði svo góður að aðrar hljóm- sveitir sækist eftir að koma og spila þar, „bæði Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og kammersveitir“. Er reynd- ar viss um að hljómburðurinn verði afburðagóður. Allir viðmælendur blaðsins eru sannfærðir um að húsið gjörbreyti aðstöðu til þess að halda ráðstefnur og fundi á Akureyri og að mati bæj- arstjórans verða slíkar samkomur helsta tekjulindin. „Og það sem ég mun kalla eftir er að allir leggist á eitt og bjóði hingað velkomin lands- þing, aðalfundi og slíkt. Það höfum við aldrei getað gert svo vel sé; höf- um að vísu haldið fjölda ráðstefna en ekki við mjög góðan aðbúnað í Íþróttahöllinni,“ segir hún. Páll L. Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri KEA-hótela, segir al- mennt miklar væntingar í ferðaþjón- ustunni til hússins. Húsnæði sem þetta hafi tilfinnanlega vantað í bæ- inn vegna stærri viðburða, ráð- stefna, tónleika og annarra menn- ingaratburða af ýmsu tagi, eins og aðrir viðmælendur minntust á. Nú standa 150 hótelherbergi fólki til boða á Akureyri yfir vetrarmán- uðina og fleiri á sumrin. Í þessum vistarverum er rými fyrir um 270 manns yfir veturinn og að auki er fjöldi gistiheimila og orlofsíbúða í bænum. Páll segir að nú sé nýting gistirýmis á hótelum í bænum um 50%, og helmingur allrar notkunar sé yfir sumarið; í júní, júlí og ágúst. Nýtingin aðra mánuði ársins en þessa þrjá er frá 18 til 30% segir Páll. Akureyrskir hótelmenn geta því óhræddir mælt með auknu tón- leika- og ráðstefnuhaldi stærstan hluta ársins. Páll segir reyndar að á „góðum helgum“ yfir vetrartímann séu hótelin stundum full: „Lands- lagið hefur breyst töluvert með því að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er mun meira opið en áður og við finnum líka verulega fyrir blómlegri starf- semi Leikfélagsins og vonandi blæs tilkoma menningarhússins mönnum enn meiri von í bjóst.“ Páll segir að unnið hafi verið að markaðssetningu Hótels KEA sem ráðstefnustaðar og nokkuð hafi orðið ágengt í því efni en til þessa hafi ekki verið mögulegt að bjóða upp á að á Akureyri væri haldnir stórir fundir eða ráðstefnur, en á því verði nú breyting. Ferðaskrifstofur og skipu- leggjendur ráðstefna viti af menning- arhúsinu en fyrr en það verði komið á koppinn verði ekkert ákveðið. „Stærri ráðstefnur eru alltaf skipu- lagðar með löngum fyrirvara og ég held að fyrst núna fari menn að hugsa um húsið hér sem alvöru valkost.“ Með fætur á jörðinni Hingað til hafa stórir tónleikar farið fram í Íþróttahöllinni á Akureyri og þar komist fyrir 1.200 til 1.500 áhorf- endur. Sigrún Björk bæjarstjóri segir það áhugaverðar vangaveltur hvort tillit eigi að taka til þess, við byggingu húss eins og Hofs, að ak- ureyrski stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson (svo dæmi sé tekið) fylli Höllina með tónleikum annað slagið eða hvort byggja eigi með það í huga að aðalsalur hússins nýtist samfélag- inu oftar. „Það var ákveðið að vera á jörðinni varðandi stærð salarins og ákveðið að hafa hann álíka stóran og í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhús- inu. Það hentar betur og auðveldara að leysa „vandamálið“ með Kristján með því að hann endurtaki tón- leikana heldur en að byggja sal fyrir allra mesta fjölda sem hugsanlega kemur á svona viðburði.“ Sigrún segir oft talað um 17 þús- und manna tónleika í Egilshöll og vissulega sé gott að hugsa stórt, „en tónleikar fyrir 500 manns eru líka eftirsóknarverðir og ég er viss um að margir vildu leggja leið sína hingað til lands til þess að halda slíka tón- leika“. Miklar breytingar eru fyrirhug- aðar á miðbæ Akureyrar á næstu ár- um og Sigrún bæjarstjóri segist viss um að menningarhúsið Hof muni styrkja þær breytingar. Hún segir að til þess að Hof verði sem best hluti af miðbænum þurfi að hægja á umferð á Glerárgötunni og það sé minna mál en margur heldur. „Ég vil heldur að hægt sé að ganga yfir götuna en að farið verði í að gera göng undir eða brú yfir hana. Gler- árgatan – sem er vel að merkja þjóð- vegur 1 og liggur í gegnum Akureyr- arbæ endilangan – er tvær akreinar á kafla en Sigrún segir að þótt hún verði mjókkuð við menningarhúsið seinki það ekki umferð nema um nokkrar sekúndur á milli Sjallans og Torfunefsins. „Ég vil leggja áherslu á fólkið frekar en bílinn á þessum stað.“ Húsið aðdráttarafl Athyglisvert er að heyra sjónarmið Einars Bárðarsonar, sem kallaður hefur verið umsboðsmaður Íslands. „Það er augljóst að glæsilegt menn- ingarhús sem vel er haldið utan um og gott að nota þýðir ótrúlega mikið fyrir viðkomandi bæ eða borg,“ sagði hann í samtali við Morg- unblaðið. „Ég er viss um að húsið sjálft verður aðdráttarafl fyrir ferðamenn og fleiri þótt það geri auðvitað enn meira, gríðarlega mikið, fyrir lista- lífið sjálft.“ Einar er búsettur í London um þessar mundir og nefnir nærtækt dæmi um áhrif menningarhúss á þá stóru og miklu borg. „Hér er búið að breyta því furðuverki sem kallað var aldamótakúlan og nýttist ekki neitt en Bretar tala nú um hana sem flott- asta tónleikahús í Evrópu.“ Í „furðuverkinu“ er ekki bara eitt tónleikahús heldur mörg, segir Ein- ar, svo og skemmtistaðir og margir veitingastaðir. „Ég held satt að segja að nýja menningarhúsið á Akureyri muni ekki hafa minni áhrif ef litið er á stærð bæjarins. Og 500 manna salur á Akureyri er mjög fýsileg stærð til þess að gera þar skemmtilega hluti.“ Einar segist oft hafa velt því fyrir sér að halda tónleika á Akureyri með Garðari Thor Cortes og fleiri lista- mönnum, sem hann er umboðsmaður fyrir, en það hafi varla verið hægt. „Ég hef átt góða vini í Sjallanum en það gefur augaleið að maður fer ekki með Garðar Thor þangað. Hann hef- ur komið fram í íþróttahúsum en það er ekki skemmtilegt; það er alls ekki illa meint að nefna þetta en er bara staðreynd.“ Einar sér fyrir sér að um páska eða að sumarlagi væri hægt að halda tónleika í Hofi, jafnvel tónleikaröð, með þekktu listafólki. „Um páska fara margir á skíði til Akureyrar og gætu eflaust hugsað sér að koma á nokkra tónleika í svo fallegu húsi í leiðinni. Húsin sjálf hafa nefnilega aðdráttarafl; þau þykja ekki minna spennandi fyrstu árin en það sem fer fram í þeim. Einhverjir koma örugg- lega bara til þess að skoða húsið, al- veg sama hver er á sviðinu.“ Miðað við þær teikningar sem hann hefur séð segir Einar menn- ingarhúsið á Akureyri glæsilegt og framkvæmdin beri merki um stór- hug. „Svo spillir það ekki fyrir hve staðsetning hússins er glæsileg. Það skiptir auðvitað miklu máli og ég gæti alveg trúað því að þetta hús yrði jafnmikilvægt fyrir Akureyri í framtíðinni og óperuhúsið við höfn- ina í Sydney er fyrir þá borg.“ tákn, ný tækifæri Arkþing ehf Stuðlaberg Hof er einangrað utan og klætt loftaðri íslenskri stuðlabergs- kápu. „Útlit hússins verður mjög íslenskt,“ segir Sigrún Björk Jak- obsdóttir bæjarstjóri. „Þetta kemur mjög vel út; húsið er ábúðarmikið eins og klettaborgir eiga að vera,“ segiri Sigrún Björk. » „Svo spillir það ekki fyrir hve staðsetning húss- ins er glæsileg. Það skiptir auðvitað miklu máli og ég gæti alveg trúað því að þetta hús yrði jafn- mikilvægt fyrir Akureyri í framtíðinni og óp- eruhúsið við höfnina í Sydney er fyrir þá borg,“ segir umboðsmaðurinn Einar Bárðarson sem segir 500 manna sal á Akureyri mjög fýsilegan kost fyrir uppákomur með ýmsum listamönnum. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.