Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 13
henni að barni Guðs. Kjarni safnaðarins er skilinn sem hópur slíkra endurfæddra einstaklinga sem eru Guðs börn. Endurfæðingin er þar með rifin úr sam- hengi barnaskírnarinnar og bundin við persónulega játningu einstaklingsins til Guðs eftir erfitt uppgjör við fyrra líf. Menn vilja verða „hluttakendur í guðlegu eðli“ (1Pét 1.4). Í miðju alls er einstaklingurinn og helgun hans, sem er innri uppbygging. Þessi skilningur á kristindóminum leiðir til hóp- amyndunar innan safnaða af þeim sem eru „lengra komnir“ en venjulegir safnaðarmeðlimir. Áherslan er á einstaklinginn og upplifum hans, en ekki ytri um- gjörð guðþjónustunnar og útleggingarþættinum (eða fræðsluþættinum) í boðuninni. Stefnan er að umbylta umhverfinu og veruleikanum með því að breyta manninum. Vonin um betri tíma og baráttan fyrir þeim er oft sett fram með kröfum um félagslegar um- bætur sem rökstuddar eru með útópískum vonum. Áherslan á siðferðilega framför mannkyns er mikil og að breyttir og betri menn skapi breytt samfélag og betri heim. Hugarfarsbreyting er forsenda allra fram- fara. Þessi einstaklingshyggja og „súbjektívismi“ tæmir náðarmeðulin merkingu sinni. Kvöldmáltíðin er skilin sem andleg næring og barnaskírnin hverfur í skugga endurfæðingar. Afleiðingin er sú að ein- staklingurinn er gerður ábyrgur fyrir sjálfum sér og um leið missir embættið vægi sitt, guðþjónustan og hefðirnar. Persónan er sett yfir embættið, áhersla á sjálfboðaliða kemur í stað skyldu og venja, nýjung í stað hefða; sýn einstaklingsins víkur til hliðar guð- fræðihefðum og játningum. Áhrif píetismans Afleiðingar píetismans hafa verið miklar. Hvað kenn- ingargrundvöllinn varðar settu fulltrúar hennar fram ritninguna og boðun Jesú sem einfaldan kærleiks- boðskap og siðfræði gegn guðfræðihefðinni og játn- ingum kirkjunnar. Einfaldur kristindómur og skýr siðaboð er inntakið. Gagnrýninni er frá upphafi beint gegn kirkjunni sem fastmótaðri stofnun og kenn- ingum hennar. Gottfried Arnold (1666–1714) lagði grunninn að þessari gagnrýni með riti sínu um kirkjusöguna sem hann nefndi Unparteiische Kirc- hen- und Ketzerhistorie (1699–1700), þ.e. „hlutlaus kirkju- og villutrúarsaga“. Hann beinir sjónum sínum að jaðarhópum innan kirkjusögunnar og kemst að þeirri niðurstöðu að innan þeirra hafi verið lifandi arfleifð frumsafnaðarins og boðunar Jesú. Annað er upp á teningnum með kirkjuna, því að hún á að hafa kæft kenningu Jesú undir fargi kennisetninga og guð- fræðikerfa. Hún hafi auk þess oft brugðist við boðun þessara jaðarhópa með ásökunum um villutrú og í framhaldi jafnvel ofsótt þá. Píetistar með sínar rót- tæku kröfur og hópamyndanir innan safnaðanna væru arftakar þeirra. Innan þeirra væri að finna upp- runalega boðun Jesú og leitast væri við að móta sam- félagið í ljósi kærleiksboðskapar hans.5 Í upphafi var höfðað til ritningarinnar einnar sem uppsprettu boð- unarinnar og henni stillt upp gegn guðfræðihefðum kirkjunnar. Þegar menn rákust á að margt innan ritningarinnar samræmdist ekki þeim einfalda kær- leiksboðskap og siðakröfum sem þeir telja sig finna í boðun Jesú, þá er þetta uppgjör fært inn í textana sjálfa þar sem menn sjá fyrir sér hvernig fyrstu kirkjustjórnirnar ritstýrðu gerð Nýja testamentisins. Nú sé aftur á móti verkefni manna að greina það upprunalega frá síðari tíma túlkun innan ritanna sjálfra. Stöðugt uppgjör við fyrri kynslóðir í ljósi nýrrar þekkingar fólks á frumkristninni og vitn- isburði Nýja testamentisins er ein af lifandi arfleifð- um píetismans. Áherslan á endurfæðinguna og frelsun einstaklings- ins sem einstaks atburðar í lífi hvers manns veitti al- þýðu manna aukið vægi. Sýn píetismans á ein- staklinginn hefur haft mikil áhrif á almenna ævisöguritun og er það þessari hreyfingu mikið að þakka að alþýða manna fékk svo að segja andlit innan kirkjusögunnar. Krafan um lifandi kristindóm mótaði hegðun manna og setti siðferðilegan ramma utan um daglegt líf einstaklingsins. Krafan um að setja fram tillögur um samfélagslegar breytingar var stutt og hvatti menn til þátttöku í starfi er stuðlaði að þeim. Endurfæðingunni fylgir vitnisburðarhlutverkið. Það var ekki einungis bundið við einstaklinginn og líf hans, því að vegna félagslegrar áherslu gerðust fulltrúar píetismans oft málsvarar jaðarhópa innan samfélagsins. Þeir gerðu þeirra mál að sínum og ósjaldan leiddi þessi nálgun til vissrar forræð- ishyggju. Í þessu samhengi skiptir þáttur uppgjörsins milli kynslóða miklu máli innan píetískrar hefðar. Þar sem hver tími hefur sín vandamál og hópa sem þarfn- ast málsvara, geta áherslur milli kynslóða rekist á. Ósjaldan er líka jaðarhópurinn sem áður þurfti mál- svara kominn með eigin rödd o.s.frv. Þetta leiðir til deilna, uppgjörs og nýs tilbrigðis við eitt af grundvall- arstefum píetismans. Það er ekki óalgengt í ævisög- um fulltrúa píetismans og skyldra hreyfinga að á vissu aldurskeiði hafi komið til áreksturs og síðan til uppgjörs við siðferðiskröfur samfélagsins sem við- komandi var hluti af. Afleiðingin er oft að viðkomandi snýr baki við gamla samfélaginu og gengur í annað eða myndar nýjan hóp. Í honum eru meginatriði píet- ismans útfærð upp á nýtt og túlkaðar inn í nýjar að- stæður; þannig er píetisminn ætíð pólitískur. Áberandi er einnig hve þáttur tilfinninga er mót- andi í allri boðun og málflutningi. Áhersla er lögð á upplifun frekar en fræðslu um kenningar og rök þeim tengdum. Verkefni prédikunarinnar er að stuðla að tilfinningalegri upplifun og stuðla að frelsun ein- staklingsins. Nú á tímum væri þessi áhersla orðuð svo að meginþunginn hvíldi á því að stuðla að hug- arfarsbreytingu og ryðja nýrri framtíðarsýn braut inn í samfélagið. Óneitanlega fylgir málflutningnum viss forræðishyggja, þar sem prédikarinn á að vera fyr- irmynd. Hann er á þeim stað sem hann boðar að áheyrendur þurfi að komast á.6 Mikilvægt er að skilja stöðu annarra með því að setja sig í spor þeirra og er upplifun mikilvægur þáttur í boðuninni. Oft er það prédikarinn sem hefur þá reynslu að baki og getur miðlað af henni. Framsetningin er ljós, stefnan er frá gömlu til nýs, úr hlekkjum kenninga úrelts boðskapar til nýs frelsis. Niðurstaða og vangaveltur Þegar píetisminn er skoðaður kemur í ljós að hann hefur í sér innbyggða dýnamík og mikla aðlög- unarhæfni. Stór og merkilegur þáttur í arfleifð hans er uppgjörið við það sem var og er til að koma því að sem á að vera. Það má vel tala um þennan þátt píet- ismans sem pólitískan. Uppgjörið getur verið komið fram sem endurskoðun, verið róttækt og jafnvel virk- að sem höfnun á því sem var og er, og sköpun ein- hvers alveg nýs. En þegar betur er að gáð er ein- ungis um útfærslu og tilbrigði að ræða við það sem áður var. Ástæða þessa er að uppgjörið er oftast á siðferðilegum nótum þar sem gengið er út úr einni út- færslu yfir í aðra, eða á máli lútherskrar guðfræði: frá einni siðferðilegri lögmálstúlkuninni yfir í aðra. Þetta uppgjör er mikilvægur þáttur í hefð píetismans. Hve mikilvægur hann er kemur fram í tungutakinu, eða þeirri orðræðu sem mótast hefur í tengslum við hana. Tvískiptingin er gegnumgangandi á milli þess sem er annars vegar gamalt og úrelt og hins vegar hins nýja og framsækna. Hugtök eins og endurfæðing má vel þýða með þroska, persónulegu uppgjöri við það sem var, eða sem nýrri sýn. Frelsun innan píetismans má skilja á svipaðan hátt og hugarfarsbreytingu nú á dögum og á hún í tengslum við náðarskilning píetismans því jafn- auðvelt með að tengjast framfaragoðsögum í nútíman- um og það að hafna þeim. Áherslan á „jaðarhópa“ hefur haldist og sú krafa að vera málsvari þeirra. Hana má vel leggja að jöfnu við áhersluna á að leggja fram persónulegan vitnisburð. Hún á sér tvær hliðar, að greina frá eigin reynslu og fjalla um reynslu ann- arra. Markmiðið er hið sama, að koma áheyrendum og andstæðingum nær „ljósinu“, vekja menn til um- hugsunar og þegar best lætur að kalla fram hug- arfarsbreytingu. Í upphafi var minnst á aðgreininguna „við og hinir“ og ljóst er að hún á sér djúpar rætur í píetískri hugs- un. Það merkilega er að hún er furðu stöðluð í fram- setningu. Áherslan er á líf í stað storknaðra eða dauðra kenninga, samfélag í stað staðnaðra stofnana, tilfinningar í stað kaldrar skynsemi o.s.frv. Þessi til- finningaþáttur mótar mjög umræðu um trú og kirkju hér á landi um þessar mundir. Spurning er hvort ekki megi komast upp úr þessu fari? Framsetningarmáti og röksemdafærsla píetískrar hefðar dugir að minnsta kosti ekki í guðfræðilegri umræðu. Hún er hreint út sagt orðin frasakennd og þreytandi. Því eins og þýski heimspekingurinn Robert Spaemann segir: „Boðskapur Nýja testamentisins, um að Guð sé kær- leikur, missir marks, ef hann er svo oft endurtekinn, að maður gleymir því um hvern þetta er sagt.“7  1 Davíð Þór Jónsson, „Veldi tilfinninganna“,Fréttablaðið 16.09.2007 2 Loftur Guttormsson, Kristni á Íslandi. III. Bindi,Reykjavík 2000, 11, 175–183, 331–339. 3 Johannes Wallmann, „Pietismus“,í RGG 4. útg 6. bindi Tübingen 2003, 1342. 4 Martin Schmidt, „Pietismus“, RGG, 3. útg., Tübingen 1986, 370– 375. 5 Johannes Wallmann, Der Pietismus, Göttingen 1990, 93–95. 6 Hans Martin Müller, Homiletik, Berlín 1996, 84. 7 Robert Spaemann, Das unsterbliche Grücht – Die Frage nach Gott und die Täuschung der Moderne, Stuttgart 2007, 22. » Áherslan er á líf í stað storknaðra eða dauðra kenninga, samfélag í stað staðnaðra stofnana, til- finningar í stað kaldrar skynsemi o.s.frv. Þessi til- finningaþáttur mótar mjög umræðu um trú og kirkju hér á landi um þessar mundir. Spurning er hvort ekki megi komast upp úr þessu fari? Höfundur er tvöfaldur doktor í guðfræði. Hann er hérðasprestur og stundakennari við guðfræðideild HÍ. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 13 Fjölmargar lausnir bárust á verðlaunagátunum sem birtust í Lesbók-inni 22. des. sl. Þeir sem fá verðlaunin fyrir að leysa krossgátunaeru: 25 þúsund krónur fær Lárus Jóhannsson, Frostafold 38, 112 Reykjavík og 20 þúsund krónur fá Herdís Jónsdóttir, Eyrarflöt 3, 300 Akranes og Sigurjón Guðmundsson (og Ása), Seljalandsvegi 77, 400 Ísa- fjörður. Verðlaunahafar í myndagátunni eru Ragnheiður Halldórsdóttir, Loka- stíg 11, 101 Reykjavík, sem fær 25 þúsund krónur, Guðbjörg Sigfúsdóttir, Ögurási 3, 210 Garðabær, og Valborg Þorleifsdóttir, Sunnubraut 44, 200 Kópavogur sem fá 20 þúsund krónur. Lausn myndagátunnar var þessi: Hafið er mikið kapphlaup um norð- urskautið. Ísinn þar freistar ekki heldur ásælast löndin afar dýrmætar auð- lindir undir hafsbotni eins og til dæmis olíu, gas og málma. Lesbókin þakkar lesendum sínum þátttökuna en réttar lausnir fylgja hér með. Verðlaunagátur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.