Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 11
Kraftbirtingarhljómur hljóðbókarinnar Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Eins konar bylting í bókmenntaneyslu hef-ur átt sér stað og stundum finnst mér aðég hafi aðeins orðið var við hana þegarhún var orðin að veruleika, búin að festa sig í sessi, að ég hafi verið með þeim síðustu til að vera með á nótunum. Það væri svo sem ekki í fyrsta skipti, en hér á ég við hinn afskaplega heppilega og stórsögulega samslátt hljóðbókarinnar og ipodds- ins (eða spilastokksins). Samfundur þessara tveggja fyrirbæra er sannkallaður kraftbirting- arhljómur nýrra tíma í lífi bókaunnenda, ný aðferð til að njóta bóka hefur breitt úr sér í meginstraumi almennrar bókaneyslu þar sem áður afmörkuð ver- öld upplesinna bóka hefur öðlast nýjan og mun stærri áheyrendahóp, í raun hefur hljóðbókin í þessum nýju umbúðum breiðst út eins og sinueld- ur. Hljóðbækur eru að sjálfsögðu ekki nýjar af nál- inni. Langt er síðan tekið var að lesa bækur inn á snældur, ekki aðeins til sölu á markaði heldur líka sem þjónusta fyrir sjónskerta, en hér er svo vit- anlega einnig um tengingu við útvarp að ræða, og langa hefð lesinna sagna í útvarpi. Og ef litið er enn lengra um öxl má reyndar sjá glitta í forna hefð „ófjölmiðlaðra“ upplestra og munnlegrar miðlunar en þar erum við komin á eilítið aðrar slóðir. Hér eru tæknivísindi og nútímalegur lífsstíll til umfjöllunar. En hljóðbókin sem slík nýtur þó nokkurrar sér- stöðu og ekki er svo ýkja langt síðan það að gefa út bók upplesna samhliða því að gefa hana út á prenti var nokkur nýlunda. Ætli við séum ekki að tala um svona 15 til 20 ára gamla hefð erlendis sem hefur síðan sótt í sig veðrið svo um munar á undanförnum tíu árum. Í dag er svo staðan orðin sú að umtals- verður hluti þeirra bóka sem gefnar eru út fyrir almennan markað af stórum útgáfum í ensku- mælandi löndum birtast sem hljóðbækur. Þar var jafnan um að ræða útgáfu á snældum og geisla- diskum, sem er reyndar ennþá helsta formið, einkum diskar. Og um þetta er ekkert neikvætt að segja – en maður þarf eiginlega að hafa upplifað það að þvælast um með 20 diska safn af bók á borð við Brideshead Revisited (í frábærri túlkun Jeremy Irons) til að skynja takmarkanir þessarar miðlunaraðferðar. Auk hins ofvaxna diskaspilara þurfti að burðast um með litla diskatösku og fátt mátti út af bregða án þess að einhvers konar ruglingur ætti sér stað, nú eða mann vantaði einmitt næsta disk þegar einn kláraðist! Hér var því um að ræða listform – hin upplesna bók – sem enn hafði ekki fundið sér sína eiginlegu og eðlislægu miðlunartækni. Spilastokkurinn var hins vegar tæknin sem þessi tjáningarleið hafði beðið eftir. Í stað diskatösk- unnar ertu núna með örlítið tæki á stærð við eld- spýtustokk í vasanum, og í stokknum rúmast fjöl- margt, ekki bara eitt tiltekið verk, heldur fjöldinn allur af upplesnum bókum, allar þjappaðar í eitt eða tvö skjöl og með innbyggðu bókamerki. Og með spilastokkinn og bókaúrvalið í fartesk- inu, ja, þar með taka flugferðir, lestaferðir, göngu- ferðir með hundinn og líkamsræktin töluverðum breytingum. Og sama verður reyndar að segja um bókmenntaverkin sem hlustað er á. Bókin sem streymir inn í vitundina þegar umheimurinn á líka ríkan þátt í þér, meðan augun hvarfla yfir borg- arumhverfið, hún verður öðruvísi en verkið sem lesið er í einrúmi, þegar bókin sem prentaður og áþreifanlegur hlutur á hug þinn allan og býður hvorki upp á gláp né ráp. Að hlusta á Dickens með- an þú ert staddur í neðanjarðarlestinni í London og horfir á mannlífið streyma hjá er dálítið annar Dic- kens en sá sem þú kynntist í einkarýminu heima, þarna mætast ólíkar aldir og ólíkar borgir í vitund- inni, tímaskynjunin víkkar og breytist og bókin gerir það líka. Og svo bætist við sú unun sem fylgir því að heyra fallegan texta lesinn af hæfileikafólki í raddtjáningu, það væri eiginlega klisja að segja að textinn lifni við en á vissan hátt tekur hann um- skiptum, verður annar og skapar ný hugrenn- ingatengsl. ERINDI » Og með spilastokkinn og bókaúrvalið í farteskinu, ja, þar með taka flugferðir, lesta- ferðir, gönguferðir með hundinn og líkamsræktin töluverðum breytingum. Og sama verður reyndar að segja um bókmennta- verkin sem hlustað er á. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 11 Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Ný skáldsaga eftir Hari Kunzruer komin út og heitir My Re- volutions (2008). Hún segir frá manni sem hafði verið róttækur á sjöunda áratugnum en hefur nú orð- ið að ógnarverka- manni sem lætur lítið fyrir sér fara, býr með fjöl- skyldu sinni, sem þekkir ekki fortíð hans, undir nýju nafni en þegar sagan hefst sækir fortíðin æ meir á hann. hari Kunzru vakti mikla athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína, The Impressionist, en þessi þykir sýna sterkari tök á skáldsagnaforminu.    Í bókinni The Telephone Gambit segir Seth Shulman söguna á bak við það hvernig síminn varð til. Almennt er talið að Alexander Gra- ham Bell hafi fundið upp símann, en í bók sinni færir Shulman sannfær- andi rök fyrir því að málum hafi ver- ið hagrætt Bell í vil. Annar uppfinn- ingamaður, Elisha Gray, sótti nefnilega um einkaleyfi á svipuðum búnaði sama dag og Bell. Og Shulm- an spyr hvort það sé hugsanlegt að Bell hafi stolið rannsóknarnið- urstöðum af Gray. Málaferli munu hafa sprottið af kapphlaupinu um að verða fyrstur til þess að skrá einka- leyfi á þessum tímamótabúnaði og Shulman spinnur sögu sem gagn- rýnendur segja jafnast á við bestu krimma.    The Bush Tragedy nefnist ný bókum forseta Bandaríkjanna, George W. Bush, eftir Jacob Weis- berg. Í bókinni rekur Weisberg ævisögu Bush, togstreitu við föð- urinn og fyrrver- andi forseta, óhagstæðan sam- anburðinn við ímynd hans og bróðurinn Jeb sem foreldrarnir töldu alltaf sterkari á svellinu og líklegri til stórræða. Meginefni bókarinnar er þó fall George W. sem Weisberg rekur til ráðgjafa og aðstoðarmanna forset- ans í Hvíta húsinu, Karl Rove sem afvegaleiddi Bush í von um að geta sett mark sitt á söguna, Dick Chea- ney sem lagði ofurkapp á að viðhalda valdi forsetans og verja landið eftir 11. september og gekk fyrir vikið fram af restinni af heiminum og loks Donald Rumsfeld og Condoleezza Rice sem hafa kynnt undir fráleitri utanríkisstefnu Bush.    Nýjasta skáldsaga Stephen King,Duma Key, kom út 22. janúar. Bókin fjallar um Edgar Freemantle sem er að jafna sig á slysi þar sem hann missti hand- legg og minni að hluta. Slysið batt líka enda á hjóna- band Freem- antles og gerir hann örvænting- arfullan og reið- an. Hann óskar þess heitast að hann hefði ekki lifað slysið af. Sál- fræðingurinn hans ráðleggur honum að fara burt og teikna sem hafði ver- ið áhugamál Freemantles. Hann fer til Duma Key sem er fallegur og gamaldags bær á strönd Flórída. Hann byrjar að teikna og heimsókn dóttur hans léttir honum lund. Hann finnur sálufélaga í manni sem býr í bænum og kynnist svo konu, El- ísabetu, sem á djúpar rætur í Duma Key. Freemantle málar og málar, myndir hans eru fullar af sterkum tilfinningum og töfrum sem hann ræður stundum lítið við. Þegar draugar úr fortíð Elísabetar taka að birtast er stutt í að sjóði upp úr. BÆKUR Hari Kunzru Stephen King George W. Bush Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is H vernig er krummaskuð á frönsku? Bubbi söng „Aldrei fór ég suður“ og þetta suður er ekki bara Reykjavík heldur allar borgir veraldar, önnur lönd hafa líka átt sína landflutninga á möl úr sveit og svipuð átök eru ávallt til staðar, átök fortíðar og nútíma, sveitar og borgar, þeirra sem urðu eftir og þeirra sem fóru. Hvert land á þó sín sérkenni í þessum efnum og í Kanada var staðan sú um tíma að hinir ensku- mælandi bjuggu að mestu í borgum á meðan frönskumælandi minnihlutinn bjó upp til sveita. En bardaginn á milli sveitar og borgar átti sér ekki síst stað í bókmenntunum. Louis Hémon skrifaði í upphafi tuttugustu aldar skáldsöguna Dóttir landnemans (Maria Chapdelaine) – sem Karl Ísfeld íslenskaði síðar – þar sem ættjarð- arástin var heilög skylda eins og þessar línur bera með sér: „Við verðum að lifa í þessu landi, þar sem for- feður okkar ólu aldur sinn, og lifa sams konar lífi og þeir lifðu, til að hlýða þeim óskráðu lögum, sem voru rist í hjörtu þeirra, hafa flutzt í hjörtu okkar og við munum arfleiða óteljandi afkomendur að. Í Kanada má ekkert deyja og ekkert breytast …“ En vitaskuld breyttist allt, rigningin skolaði fortíðinni í burtu og undir lok sömu aldar skrifar Lise Trembley sína fyrstu skáldsögu, Rigning- arveturinn (L’hiver de pluie) og lýsir þessu sama landi svo: „Smábæirnir eru helvíti á jörð því að þar neyð- ist maður til að vera í sama hlutverkinu til eilífð- arnóns, án afláts.“ Louis og Lisa eru þó í raun að segja það sama – sveitin er staðurinn þar sem ekkert breytist, þau eru bara afar mishrifin af breytingarleysinu. Fangelsi sumra er draumsýn annarra – eða breyt- ast hugsanlega allar útópíur í fangelsi áður en yfir lýkur? Sveitaskáld á byggðastyrk Þessi dæmi eru alls ekki einstök, grænar grundir feðranna voru lengi lofsungnar í bókmenntum, þar til bæði borgarbúar, langþreyttir á sveitaróm- antíkinni, og þeir íbúar sveitanna sem ekki könn- uðust við þessa útópíu fóru að skrifa sínar eigin bókmenntir – og náðu fljótlega yfirhöndinni. Hegravarpið er smásagnasafn eftir áðurnefnda Lisu Trembley sem gerist allt í sama smábænum. Sömu persónur koma við sögu í mörgum sagn- anna fimm en það sem tengir þær er þessi deyj- andi bær. Hegravarpið sem hún skýrir safnið eftir er kynnt til sögunnar með þessum orðum: „Þang- að fórum við aldrei því lyktin var svo vond. Við kölluðum það alltaf draugamýrina. Þetta er nú líka mjög sérkennilegur staður …“ – en það sem sögumaður veit ekki er að hann er þá þegar í Hegravarpinu miðju og ekkert síður til sýnis fyrir ferðamenn sumarsins en aðrir sérkennilegir fugl- ar héraðsins. Einn þessara skrítnu fugla virðist raunar skop- stæling á sveitaskáldum fortíðar, eða kannski öllu heldur fúskurunum sem reyndu að feta í fótspor þeirra og reyna að enduryrkja deyjandi bók- menntagrein. „Raynald var ímynd hins ógeðfelld- asta í fari sveitaskáldsins. […] Hann var dæmi um það versta í stefnu ríkisins í menningarmálum. Hann fékk endalausa styrki til að skrifa það sem ég kallaði Sögurnar úr sveitinni: þjóðsagnakver, yfirleitt illa skrifuð, þar sem hann þóttist varð- veita minningu gamallar þjóðar. Hann var afleitur rithöfundur en hann hafði verið snöggur að læra á kerfið. Hann varð fljótt sérfræðingur í að beita fyrir sig stofnanafrösum í öllu sem viðkom menn- ingarmálum, þó einkum héraðsbundinni menning- arstarfsemi. Öll gagnrýni á hann hafði verið af- greidd sem stórborgarsnobb sem, eins og allir vita, felst í að lítilsvirða allt sem gerist á lands- byggðinni.“ Að snúa aftur í heiðardalinn Í Hegravarpinu er Montréal borgin sem virðist tæla alla á endanum. En á meðan sögumaður fyrstu tveggja sagnanna er íbúi þorpsins þá eru seinni sög- urnar þrjár sögur þeirra sem snúa aftur úr borginni til sveitarinnar, hvort sem er til frambúðar eða sum- arlangt. Og þeirra saga er í raun enn sorglegri en hinna sem aldrei fóru, því þótt ættjarðarskáldin haldi öðru fram voru ástæðurnar fyrir að fara ekki sjaldn- ast rómantískar. Hins vegar virðast þeir sem koma aftur margir innst inni trúa orðum Hémons um að í sveitinni breytist ekkert – en þetta er ekki lengur þeirra sveit, hversu mjög sem þeir þrá að end- urheimta græna velli bernskunnar þá blasir við þeim gjörólík lífsreynsla sveitunganna – og líkast til líka ástæðurnar fyrir því að þeir fóru til að byrja með. Sveitamennirnir sem aldrei yfirgáfu sveitina eru flestir frekar einfaldir en við fáum aldrei að vita al- mennilega hvort heimaöldu börnin eru heimsk, þau virðast fyrst og fremst frústreruð. Þessi sveit er búin að gleyma æskunni og sögur Tremblay fjalla lítið um unga fólkið sem er iðulega í auka- hlutkverki, aðalpersónurnar virðast flestar álíka nálægt dauðanum og sveitin sjálf. Þessar sögur Trembley draga upp skarpa mynd af sveitinni en hún er þó ögn eintóna. Smábærinn, sveitin, er hvorki það himnaríki sem Hémon reyndi að gera úr henni né það helvíti brostinna sálna og smásálna sem Trembley dregur upp mynd af. Rómantíkin og svartagallsrausið hefur hvort tveggja átt sinn tíma, nú er kominn tími fyrir róm- antískan bölmóð. Aldrei fóru þau suður Fransk-kanadíska rithöfundinum Lise Trembley er sveitin hugleikin. Í smásagnasafninu Hegra- varpinu lýsir hún lífinu í deyjandi smábæ í ná- grenni Montréal þar sem íbúarnir virðast margir vera að deyja með bænum. Safnið kom nýlega út í íslenskri þýðingu Ásdísar R. Magnúsdóttur, Davíðs Steins Davíðssonar og Lindu Rósar Arn- ardóttur. Morgunblaðið/ Borgin í suðri Montréal er sunnan við smábæin nafnlausa í Hegravarpinu. Hún er næstfjölmennasta frönskumælandi borg veraldar á eftir París.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.