Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 1
lesbók ÓÐURINN TIL GLEÐINNAR VILJIÐ ÞIÐ FAGNA BRÆÐRALAGI MANNA? HÉRNA HAFIÐ ÞIÐ ÞAÐ, MANNKYNIÐ EINS OG ÞAÐ ER Í REYND >> 15 Leikurinn lítur út fyrir að vera tapaður, fyrir okkur borgarbúa » 2 Mikines Yfirlitssýning á verkum færeyska málarans Mikines verðru opnuð í Kjarvalsstöðum í dag en Mikines var málari færeysku þjóð- arinnar og þjóðarsálarinnar, á svipaðan hátt og Kjarval hér. Verkið hér að ofan er sjálfsmynd Mikines frá árinu 1933. » 3 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Árið 2006 var meistaraverk Irène Ném-irovsky, Suite Française, gefið út í enskriþýðingu og rataði á flesta vinsældalistaþað árið. Tveimur árum áður hafði bókin komið út á frummálinu í Frakklandi og vakið mikla athygli. Bókin inniheldur dagbókarfærslur Ném- irovsky frá 4. júní 1940 til 1. júlí 1941 en þá var Frakkland undir hernámi Þjóðverja. Dagbækurnar mynda í raun tvær ófullgerðar skáldsögur eða nó- vellur en Némirovsky ætlaði að skrifa þrjár til við- bótar sem áttu að gerast á stríðstímum, en hún var send í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz í júlí 1942 þar sem hún lést mánuði síðar. Suite Française er einstakt verk vegna þess að hún er skrif- uð af gyðingi á hernámstíma og birtir ekki síst forvitnilega mynd af daglegu lífi undir oki nasisma, tilfinningum hinna hernumdu og fáránleika ástandsins. Fyrri sag- an „Storm in June“ gerist í París en sú seinni „Dolce“ fjallar um samskipti nasista og íbúa í frönsku sveitaþorpi. Némirovsky var vinsæll höfundur í Frakklandi fyrir stríð. Hún fæddist í Úkraínu 1903 en fluttist til Frakklands árið 1919 eftir að hafa búið í eitt ár í Finnlandi en þangað hraktist fjölskylda hennar und- an rússnesku byltingunni. Hún byrjaði að skrifa 18 ára að aldri er hún stundaði nám við Sorbonne í Par- ís. David Golder var fyrsta bókin sem kom út eftir Némirovsky 1929. Útgefandinn hafði fengið hana senda í pósti og vildi strax nálgast höfundinn sem var hins vegar hvergi finnanlegur, útgefandinn aug- lýsti eftir honum í blöðum sem bar ekki árangur enda var Némirovsky á fæðingardeildinni. Þegar hún loksins kom á fund útgefandans lýsti hann furðu sinni yfir því hvernig svo ung kona gæti skrifað svo frábært skáldverk. Némirovsky var neitað um franskan ríkisborgararétt árið 1938 en ári seinna turnaðist hún til kaþólskrar trúar og hóf að rita greinar í andgyðingleg tímarit, sennilega til þess að fela gyðinglegan uppruna sinn og verja dætur sínar tvær ofsóknum. En allt kom fyrir ekki. Árið 1940 missti eiginmaður hennar vinnu sína og Némirovsky fékk bækur sínar ekki lengur útgefnar. Eftir dauða Némirovskys lágu bækur hennar meira og minna í þagnargildi í sex áratugi en þá treysti dóttir hennar sér loksins til þess að lesa dag- bókarhandritið sem móðir hennar hafði skilið eftir hjá henni. Þar leyndist Suite Française og síðan hef- ur einnig verið gefin út skáldsagan Fire in the Blood (2007) sem hún skildi eftir í handriti. Og í ársbyrjun kom út bók sem inniheldur fjórar stuttar skáldsögur eftir Némirovsky, The Ball, Snow in Autumn, The Courilof Affair auk fyrrnefndrar David Golder. Claire Messud skrifar inngang að bókinni og að auki fylgir ritinu æviskrá höfundarins þar sem líf hennar er rakið í tímaröð. Frönsk svíta MENNINGARVITINN Irène Némirovsky Laugardagur 26. 1. 2008 81. árg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.