Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Morrissey eða Mozzer eins oglandar hans í Bretlandi kalla hann hefur ekki látið deigan síga síðan hann öðlaðist annað (lista- manns)líf. Endurreisn Morrisseys, sem nálgast nú óðum fimmtugsald- urinn (fæddur 1959), hófst með hinni geysisterku plötu You Are The Quarry (2004) og var fylgt glæsilega eftir með Ringleader of the Tormentors (2006) sem stóð þeirri fyrstnefndu lítt að baki að gæðum. Ný plata er væntanleg í ár, en það verður níunda hljóðversplata meistarans. Til að stoppa í gatið ætlar Polydor/Decca Records að gefa út safnplötu sem er væntanleg í byrjun febrúar, en Morrissey samdi við útgáfurisann fyrir stuttu (popparmur hins fornfræga Decca Records er í dag undir Polydor. Sem er svo undir Universal. Já, hann er kenjóttur þessi útgáfufyr- irtækjabransi).    Titill safnplötunnar er ekki beintsprottinn úr mikilli andagift, en hinu þrautreynda heiti „Greatest Hits“ var smellt á gripinn. Laga- valið er athyglisvert, en átta lög af fimmtán koma af tveimur nýjustu plötum Morrisseys sem áður eru nefndar. Fjögur af You Are … og fjögur af Ring- leader … Tvö koma af fyrstu plötu Morrisseys, Viva Hate („Suedehead“ og „Everyday Is Like Sunday“), eitt af Vauxhaull and I og eitt af hljómleikaplötunni Live at Earls Court (sem kom út árið 2005). Í upphafi ferils síns ástundaði Morr- issey að gefa út smáskífulög sem ekki var að finna á breiðskífum og eitt þeirra, The Last Of The Famo- us International Playboys, ratar inn á plötuna. Mesti fengurinn í plöt- unni fyrir hungraða aðdáendur eru þó tvö glæný lög, „Thats How People Grow Up“ og „All You Need Is Me“, lög sem hann hefur verið að viðra á tónleikum að undanförnu. Það er óneitanlega sérkennilegt að helmingur platna Morrisseys, alls fjórar breiðskífur, er sniðgenginn með öllu í efnisvali plötunnar, þar á meðal Your Arsenal (1992), sem er iðulega talin vera merkasta skífa kappans.    Annars hafa margar torkenni-legar safnplötur komið út á ferli Morrisseys og í þessu tilfelli er skiljanlega valið að einblína á nýj- ustu útspilin til að hita upp fyrir breiðskífuna nýju sem er áætluð til útgáfu í haust. Hún er víst full- kláruð, en snurfusi lauk í sumar. Morrissey hefur í gegnum tíðina verið óspar á gagnrýni á menn og málefni og stór útgáfufyrirtæki hafa fengið dágóðan skammt. Tvær síð- ustu plötur Morrisseys komu út á litlu merki (Sanctuary), en þá hafði hann gengið um samningslaus um allnokkra hríð. Margir urðu því hvumsa við þegar Morrissey gekk til liðs við hákarlana, sem sjá nú eðlilega hag í að gefa hann út. Það stendur ekki á hinum yfirlýs- ingaglaða Morrissey: „Radiohead gaf út sjálf og það virkaði fínt fyrir hana. Og stóru fyrirtækin reyta svo sannarlega fé af fólki. Sumt fólk, eins og ég, er samt best geymt inni á stofnun – og þá er ég ekki að tala um geðveikrahæli!“ TÓNLIST Morrissey Best geymdur inni á stofnun? Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Undir lok sjöunda og í upphafi átt-unda áratugarins var mikið um aðvera í bresku rokki. Blúsinn hafðilátið undan síga og í hans stað kom þjóðlagamúsík aukinheldur sem menn bættu í blönduna djass og ýmiskonar tilbrigðum öðr- um. Lögin lengdust, urðu kaflaskipt með löngum köflum af hljóðfæraspuna eða skalaæf- ingum. Þegar við bættist að skáldfákurinn fékk lausan tauminn með tilheyrandi orða- graut með fornum líkingum var orðið til fram- sækið rokk, progg. Hljómsveitin Genesis var meðal braut- ryðjenda í progginu, því þótt hún hafi byrjað sem heldur óspennandi poppsveit fór hún fljót- lega að gera tilraunir eins og heyra má á ann- arri breiðskífu hennar. Sú þriðja, Nursery Crime, var vendipunktur í sögu Genesis, en með þeirri fjórðu, Foxtrot, eða réttara sagt síðasta lagi hennar, lögðu Genesis-menn lín- una. Foxtrot var tekin upp í ágúst 1972 og með nýjan mann við takkana sem skilaði tærari og betri hljómi sem rímar vel við tónlistina og hefur eflaust verið þeim Genesis-mönnum hvatning til frekari tilraunamennsku. Textalega er skífan líka skemmtileg, til að mynda upphafslag hennar sem vitnar í skáld- sögu eftir Arthur C. Clarke, og nær hámarki í súrrealískum textaspuna í lokalaginu, heilli plötuhlið, tæpar 23 mínútur, sem kallaðist Supper’s Ready. Það lag er eiginlega syrpa sjö laga, mislangra, sum léttar gítarfléttur, önnur hálfgerður hrærigrautur. Textinn við lagið, sem Gabriel samdi að mestu, er ekki síður mikilvægur en undirspil, mjög lyklaður, hálf- gert vitundarflæði, líkt og tónlistin, þar sem meðal annars er vitnað í William Blake og Op- inberunarbók Biblíunnar, en einnig í fyrirbæri sem eru nær okkur í tíma; „There’s Winston Churchill dressed in drag / he used to be a British flag, plastic bag, what a drag“. Pönkarar gagnrýndu helst proggsveitir fyrir mennta- og menningarsnobbið sem einkenndi þær og beindu sjónum meðal annars að Genes- is og menntamönnunum sem leiddu sveitina. Þeir fundu líka ýmislegt til að gagnrýna í text- unum og bókmenntatilvitnunum, en líka þótti sviðsframkoma sveitarinnar hneykslanleg þeim sem litu á rokkið sem alþýðulist, enda var Gabriel þekktur fyrir að koma fram í æv- intýralegum búningum og skipta um föt oft á hverjum tónleikum. Höggvið var í sama knérunn á næstu skíf- um, Selling England by the Pound og The Lamb Lies Down on Broadway, en á þeirri síðarnefndu var sveitin eiginlega komin í öng- stræti; metnaðurinn var meiri en formið stóð undir og varla hægt að teygja meira á því. Það fór og svo að Gabriel hætti í sveitinni og í framhaldinu breyttist Genesis í næsta hefð- bundna poppsveit. Foxtrot kom út í október 1972 og var fyrsta plata sveitarinnar sem komst inn á breska breiðskífulistann. Hún var gefin út á geisla- diski 1994 og væntanlegur er SACD/DVD- diskur með plötunni, en engum aukalögum. Hálfgert vitundarflæði POPPKLASSÍK Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com F yrir nokkrum dögum fékk ég sendingu frá plötuverslun í Japan. Ég hafði pantað allar þrjár breiðskífur tónlistar- mannsins Shugo Tokumaru. Sá syngur og spilar sjálfur á nær öll hljóðfæri á plötum sínum og reiðir fram ógurlega skemmtilegan og heillandi hljóðheim þar sem japönsk orð og tónstigar fléttast sam- an við vestræna popphefð svo úr verða lítil en merk listaverk. Fyrsta skífan, Night Piece, er þannig stórgóð – tíu lög líða hjá á einungis tuttugu og fimm mínútum en meðan mín- úturnar líða er eins og tíminn standi í stað, eins og eitt augnablik mitt á milli myrkvunar og dögunar teygi úr sér. Þá færist friðurinn yfir og tekur sér bólfestu í vitundinni. Þessa plötu er síður en svo auðvelt að nálg- ast – ég hafði leitað í plötubúðum í Reykjavík, Berlín, New York, París, Glasgow og víðar án þess að hún kæmi í leitirnar. Eins hafði ég spurst fyrir á spjallborðum á netinu, notað skráardeiliforrit, og gúglað sem óður væri en hvergi fannst Shugo Tokumaru. Því fór sem fór: Með japanska frasabók við höndina fór ég úr einni vefverslun í aðra þar til ég fann eina sem átti skífurnar til. Nokkrum dögum síðar kom tilkynningin frá tollinum og þegar ég hafði greitt um þriðjung upphæðarinnar sem ég verslaði fyrir til ríkisins var pakkinn af- hentur. Restin af heiminum Meðan Night Piece ómaði varð mér hugsað til allrar tónlistarinnar sem við heyrum aldrei og lesum aldrei um. Allrar tónlistarinnar sem „restin“ af heiminum leggur á sig að semja og flytja án þess að æruverðugir Vesturlandabú- ar (sem vita allt og geta allt) heyri hana nokk- urn tímann. Þegar maður er í jafnharðri tón- listarneyslu og ég verða gullmolarnir sem koma í leitirnar hlutfallslega færri, þó að þeir verði mögulega fleiri á heildina litið. Það er sorglegt að vita til alls gullsins sem liggur grafið í jörðu og mun liggja þar til eilífð- arnóns án þess að ég komist í tæri við það meðan ég lifi. Ég skal þó glaður játa að ég er, þrátt fyrir snilli Shugo Tokumara, fullur fordóma gagn- vart tónlist frá öðrum menningarsvæðum en Vesturlöndum. Vestræn poppfagurfræði er sú sem ég þekki best, þar er ég á heimavelli og get framreitt rök til að sýna fram á gæði eða vankanta hinna eða þessara laga og platna í samhengi við hefðina sem skapast hefur. Þeg- ar ég hef ekkert til að halda mér í hætti ég að skilja, ég missi allan samanburð, verð fyrir vikið eins og belja á svelli og þá er ég fljótur að hrapa að fljótfærnislegum ályktunum: Þetta er leiðinlegt/frumstætt/illa gert. Þegar þessir framandi tónar renna hins vegar saman við kunnugleg hljóð kann ég betur við mig og er þá í aðstöðu til að meta hvort þau bæti ein- hverju við hljóðheiminn eða dragi fremur úr honum. Þess vegna nær Shugo til mín – bræð- ingurinn er vel heppnaður. Upplýsingin Við þessu vandamáli eru engar konkret lausn- ir, nema ef vera skyldi upplýsing. Með því að afla sér þekkingar á traustvekjandi fjölmiðlum á hverju sviði (og helst læra þúsund tungu- mál), vera duglegur við að sækja erlendar vef- verslanir, panta plötur þaðan og hlusta með opnum hug hlýtur hlustandinn að verða næm- ari fyrir gulli þegar hann kemst í tæri við það. Og sem betur fer erum við betur í stakk búin til þess að grafa eftir gulli en við vorum fyrir áratug eða tveimur. Aukið aðgengi að tónlist er í sjálfu sér ekkert merkilegt en þegar það fer saman við þekkingu geta lokist upp fyrir manni heilu námurnar og það hlýtur að vera ofarlega á óskalista allra áhugamanna um tón- list. Eftir því sem fleiri komast í kynni við tón- list af þessu tagi þá verður ný tónlist enn fremur auðugri en sú tónlist sem annars hefði fæðst. Sendingin sem mér barst frá Japan er von- andi bara sú fyrsta af mörgum exótískum gull- molum sem mér mun takast að grafa upp á komandi árum, og vonandi fær hún fleiri til að taka sér haka í hönd og þramma í átt til Klon- dike. Exótískir gullmolar Hvað vitið þið um japanska popptónlist? Grein- arhöfundur pantaði sér allar þrjár breiðskífur japanska tónlistarmannsins Shugo Tokumaru en hann blandar saman japanskri hefð og vest- rænni og býr til skemmtilegan og heillandi tón- heim. Shugo Tokumaru Bræðingurinn á fyrstu plötu Tokumaru, Night Piece, er vel heppnaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.