Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 72

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 72
Skipasmíðastöðin hf. vinnur að fjölbreyttum verkefnum fyrir útgerðarfélög um land allt. Grunnur að starfsemi fyrir- tækisins hefur verið þjónusta við fiskiskipaflotann á ísafirði og i nágrenni. Einnig hefur fyrirtækið unnið mikið við breytingar á stálbátum þar sem þeir hafa verið teknir inn í hús, lengdir, breikkaðir, skipt um vélbúnað o.s.frv. Þá hefur fyrirtækið tekið að sér stærri verkefni eins og t.d. vélaskipti og endurnýjun á togaranum Dagrúnu ÍS og þá fengið til liðs við sig ýmsa undirverktaka, s.s. vélsmiðjur, trésmiði, raf- virkja og málara. Fyrirtækið hefur nýlega lokið smíði á tæplega fimmtán metra stálbát sem útbúinn er til rækjuveiða. Báturinn er hannaður hjá stöðinni I sam- vinnu við kaupendur bátsins og Gísla Ólafsson skipa- og vélaverkfræðing. Við smíði bátsins er ýmsum nýjungum beitt. Allar teikningar eru unnar á tölvu og skurðarteikningar af öllu stáli sendar beint á skurð- arvél fyrirtækisins sem sker eftir þeim af mikilli nákvæmni. Þannig næst nokkur vinnu- sparnaður, sem skilar sér til útgerðarinnar í lækkuðu verði og styttri afgreiðslutíma. Við hönnun þessa báts hafa tæknimenn skipasmlðastöðv- arinnar kappkostað að upp- fylla sérstakar þarfir og kröfur sem snúa að minni bátum sem stunda veiðar með troll og dragnót. Þannig hefur báturinn góðan stöðugleika og sérstak- lega góða vinnuaðstöðu á dekki og í lest. Lestin hefur t.a.m. 4,20 x 3,80 metra slétt gólfpláss og 1,80 metra loft- hæð. Engar stoðir eru í lestinni heldur er dekkið sérstaklega styrkt. Þannig verður gott pláss fyrir 24 stk. 660 I fiskikör. Afturþilfar er u.þ.b. 40 fermetr- ar alls. Rúmtala bátsins er 140 rúmmetrar. Báturinn er vel búinn tækjum og hann er með 220V rafkerfi. Skipasmíðastöðin hefur hannað bát með svipuðu fyrirkomulagi en um 17,50 metra langan. Fyrirtækið býður báða þessa báta sem nýsmíði með tiltölulega skömmum fyrirvara. Að auki smíðar það aðra báta, þ.m.t. vinnu- og skemmtibáta hverskonar úr stáli eða áli, skv. eigin hönnun eða annarra viðurkenndra skipahönnuða. Vélstjórafélag íslands sendir sjómönnum, Ijölskyldum þeirra og öðrum landsmönnum bestu jóla- og nýárskveðjur. ♦ 72 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.