Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Bólusótt á Íslandi Ætla mætti að fjarlægð íslands frá öðrum og fjölmennari löndum hafi veitt vörn gegn skæðum farsóttum í aldanna rás. Því fór þó víðs fjarri. Mikilvæg ástæða fyrir skaðsemi far- sóttanna var fámennið hér á landi. Þegar farsótt barst til landsins fjar- aði hún út þegar ekki var eftir nóg af næmu fólki til að viðhalda henni. Stopular samgöngur við landið leiddu svo til þess að áratugir gátu liðið þar til næsta sótt reið yfir. Kyn- slóðin sem vaxið hafði úr grasi frá síðustu farsótt hafði því ekkert ónæmi fyrir sjúkdómnum. í fjöl- mennari samfélögum í Evrópu varð sjúkdómurinn landlægur og varð þar með fyrst og fremst barnasjúk- dómur vegna þess að þeir sem lifðu bólusótt af fengu langvarandi ónæmi og barnsfæðingar voru nógu margar til að sjá sýklinum fyrir næmum einstaklingum. Um bólusóttarfaraldur þann sem gekk á íslandi 1707-1709 og nefndur var Stórubólu eru varðveittar ítarlegri heimildir en um nokkurn annan slíkan faraldur hér á landi.1 Hann er sá fyrsti sem hægt er að meta í dán- artölum, bæði sem hlutfall af íbúa- fjölda og miðað við aldur. Astæðan var manntalið sem tekið var 1703 á íslandi og er elsta varðveitta mann- talið í heiminum sem nær til heillar þjóðar. Þá hafa varðveist upplýs- ingar um fjölda þeirra sem dóu af völdum Stórubólu víða á landinu. Bólusóttarfaraldrar fyrir þann tíma voru trúlega sumir afar mannskæð- ir, einkum ef margir áratugir liðu milli faraldra. Þótt íslensku annál- arnir hafi ekki verið margorðir má í þeim sjá vísbendingar um það, en elstu heimildir um bólusótt eru frá 13. öld. Faraldrarnir voru stundum nefndir „bólan mikla" eða „mikil bóla" og orðalagið „manndauði mikill" kemur oft fyrir. Þessir tíðu bólusóttarfaraldrar hafa ugglaust átt veigamikinn þátt í að grafa und- an innviðum þjóðarinnar með því fella stóran hluta ungs fólks, sem var atvinnulífinu hvað nauðsynleg- ast og stóð jafnframt fyrir barneign- um. Hliðstæða í samtímanum er al- næmisfaraldurinn í Afríku sunnan Sahara. I þessu hefti Náttúrufræðingsins er birt athyglisverð grein eftir Örn Ólafsson stærðfræðing þar sem hann leitast við að skýra misjafnt dánarhlutfall í Stórubólu eftir hreppum með mismunandi ónæmi. Með því að beita faralds- fræði og líftölfræði varpar Örn ljósi á sögulegt álitamál sem lýtur að því hvort takmarkaður bólusóttarfar- aldur hafi gengið hér á landi 1670-1672, en Sigurjón Jónsson taldi að svo hafi ekki verið og hall- ast að því að þá hafi hlaupabóla gengið.2 Síðasti bólusóttarfaraldur fyrir Stórubólu hafi því gengið 1655-1658, þ.e. hálfri öld fyrr, og það skýri alvarlegar afleiðingar Stórubólu. Jón Steffensen færði rök fyrir því að líklega hefði bólu- sóttarfaraldur gengið á árunum 1670-1672.3 Örn færir sannfærandi rök fyrir því að bólusótt hafi geng- ið í Flóanum 1672 en ekki í byggð- um við Faxaflóa. Jón Steffensen var þeirrar skoð- unar að gert hafi verið sérstakt dán- artal á landsvísu vegna Stórubólu en það hefur ekki fundist. I eftir- mála greinar Arnar er frá því greint að fundist hafi skjal í Þjóðskjala- safninu með nöfnum og aldri þeirra sem létust í Stórubólu í Sauðanessókn á Langanesi. Telur Örn að þessi fundur renni stoðum undir það álit Jóns að gert hafi ver- ið sérstakt dánartal í kjölfar Stóru- bólu. Allavega er skjalið mikilvæg heimild um afdrif manna á Norð- ur- og Austurlandi í Stórubólu en heimildir hefur skort um það efni. Af hverju er mikilvægt að rann- saka faraldsfræði Stórubólu? A átt- unda áratug síðustu aldar tókst að útrýma bólusóttinni í heiminum, 200 árum eftir að Jenner sýndi fram á virkni bólusetningar með kúabólu til að koma í veg fyrir bólusótt. Því var hætt að bólusetja gegn bólusótt fyrir 30 árum. Þótt sjúkdómnum hafi verið útrýmt hefur bólusóttar- veirunni ekki verið útrýmt því hún er enn varðveitt á tveim stöðum í heiminum, í Bandaríkjunum og Rússlandi,4 þrátt fyrir ákvörðun um eyðingu hennar í síðasta lagi árið 1999.5 Rökin fyrir því að veiran skuli enn varðveitt eru meint nauðsyn rannsókna á lyfjum og bættum bóluefnum gegn bólusótt vegna þess að ekki sé hægt að útiloka að veiran sé í höndum óábyrgra aðila.6 Heimurinn nú á dögum væri í svip- aðri aðstöðu og íslendingar voru árið 1707 kæmi til þess að veiran bærist í menn af slysni eða ásetn- ingi. Ekkert ónæmi er til hjá fólki sem er yngra en 30-40 ára. Brytist út bólusóttarfaraldur gætu afleiðing- arnar orðið skelfilegar fyrir mann- kynið. Það er því afar mikilvægt að nota þær heimildir sem við höfum til að kanna hegðun bólusóttarfar- aldurs í næmu samfélagi, líkt og Örn Ólafsson hefur gert og segir frá í þessu riti. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir 1 Annales Islandici. Posteriorum Seculorum 1922-2002. Annálar 1400-1800, 1. bindi. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík. 2 Sigurjón Jónsson 1944. Sóttarfar og sjúkdómar á Islandi 1400-1800. Hið íslenska bókmennta- félag, Reykjavík. Bls. 40. 3 Jón Steffensen 1975. Menning og meinsemdir. ísafoldarprentsmiðja. Bls. 275-319. 4 Sóttvarnastofnun Bandaríkja Norður-Amer- íku (Centers for Disease Control and Prevention - CDC), Atlanta, Georgíu, og Ríkis- miðstöð Rússlands í veirurannsóknum og líf- tækni (Russian State Centre for Research on Virology and Biotechnology - VECTOR), Koltsóvó, Nóvósíbírsk. 5 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin. Ákvörðun WHA49(10). 6 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin. Ákvörðun WHA59(12). 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.